Vísir - 24.02.1972, Blaðsíða 6
.6
Vísir. Fimmtudagur 24. febrúar 1972.
vism
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Hitstjóri
y Fréttastjóri:
Kitsíjórnarfuiltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Kitstjórn:
Keykjaprent hf.
Sveinn K. Eyjólfsson
Jónas Kristjáasson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660
Hverfisgötu 32. Simi 11660
Siðumúla 14. Simi 11660 ( 5 línuri
Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaöaprent hf.
,Mannkynið hrapar niður
til lífskjaranna 1890'
Yið höfumvegiðkosti og galla
Viðhorf íslendinga til öryggismála sinna er orðið
raunsærra en það var áður. Menn lita ekki lengur á
umheiminn sem skarpar andstæður góðs og ills,
heldur sem blöndu af þessu i margvislegum hlut-
föllum. Menn lita ekki heldur lengur á umheiminn i
trúgirni hins sannfærða, heldur i efahyggju þess,
sem veit, að ekki er allt sem sýnist.
Sú hugmynd kom fram i leiðurum Visis i gær og
fyrradag, að þróun mála á siðustu árum hefði stuðl-
að að þessu raunsæi, og var það byggt á niður-
stöðum skoðanakannana Visis. Þvi var haldið fram,
að innrásin i Tékkóslóvakiu, styrjöldin i Vietnam og
stjórnarskiptin á Islandi hafi haft veruleg áhrif á
afstöðu Islendinga til varnarliðsins á Keflavikur-
flugvelli og Atlantshafsbandalagsins.
Við vitum, að Atlantshafsbandalagið er ekki ein-
göngu bandalag vestrænna frelsishyggjurikja og
lýðræðisrikja. Við höfum óbeit á stjórnarfarinu i
Portúgal og Grikklandi og teljum veru þessara
rikja i bandaláginu varpa á það skugga. Við teljum
þennan vandasamt ekki varpa skugga á þá stað-
reynd, að bandalagið hefur átt verulegan þátt i að
halda við friði i Evrópu i nærri aldarfjórðung.
Við vitum einnig, að það riki, sem heldur úti
varnarliði á Keflavikurvelli, hefur flekkað hendur
sinar i styjöldinni i Vietnam og sýnir stjórnvöldum
rikja eins og Grikklands ótilhlýðilegt atlæti, þótt
heima fyrir i Bandarikjunum riki frelsishyggja og
iýðræði. En við vitum, að Bandarikin eru að draga
sig i hlé i Vietnam og að skuggahliðar utanrikis-
stefnunnar eru aðeins timabundnar. Og við teljum
þessi vandamál ekki varpa skugga á drengilegan
stuðning þeirra við Vestur-Evrópu fyrr og siðar.
Svo vitum við lika, að friðurinn i Evrópu er
ótryggur. Við biðum i óþreyju eftir afvopnunarráð-
stefnu, sem leiði smám saman til gagnkvæmrar
afvopnunar i Evrópu. En við vitum, að þessi af-
vopnun er ekki enn hafin. Og með innrásinni i
Tékkóslóvakiu hafa Sovétrikin enn einu sinni sýnt
klærnar. Við munum aldrei verða svo trúgjarnir að
taka bókstaflega undirskrift rússneskra ráða-
manna undir loforð um friðsemi og afvopnun. Við
viljum fyrst sjá gagnkvæma afvopnun. Þess vegna
viljum við ekki slaka á öryggi þvi,: em Atlantshafs-
bandalagið veitir okkur, þótt bandalagið sé ekki
snjóhvitur engill.
Við sjáum nú varnarliðið i raunsærra ljósi en
áður. Við vitum, að varnarmáttur þess er fremur
óbeinn en beinn og að aðalverkefni þess er að vera
hlekkur i aðvörunar- og eftirlitskerfi Vestur-Evrópu
og Norður-Ameriku. Við vitum, að þetta starf er
okkur eins og öðrum á þessu svæði mikils virði, og
við vitum, að Norðmenn hafa þungar áhyggjur af
þvi, að við séum að hlaupast undan merkjum á
þessu sviði. Þess vegna viljum við, að varnarliðið sé
hér áfram enn um sinn, þótt sjónarmið íslands og
Bandarikjanna fari ekki alltaf saman.
Óhætt er að halda þvi fram, að skoðanakannanir
Visis bendi til þess, að þorri þjóðarinnar hugsi á
svipuðum nótum og hér hefur verið lýst, — að menn
geri sér almennt raunsæja grein fyrir þvi, að þrátt
fyrir skuggahliðarnar yfirgnæfa kostir Atlantshafs-
bandalagsins og varnarliðsins og að þessar stofn-
anir eru þvi nauðsynlegar enn um sinn.
Verður reiðhjólið hámark tœkninnar eftir
öld? - Við erum að farast úr eyðslu
Við erum að farast vegna
eyðslusemi. Mannkyns-
sagan mun sýna, að mann-
kynið náði hámarki fyrir
1970. Eftir það blasir
hnignunin við, allt til þes;
að hrunið stöðvast við
svipuö lífskjör og menn
höfðu árið 1890, eða kann-
ski alveg niður á stigið 1770.
Þessar hrakspár koma
fram i skrifum fræðimanna
víða um lönd um þessar
mundir.
Sænski lifefnafræðingurinn
Gösta Ehrensværd segir, að
næstu kynslóða manna biði geig-
vænlegar þrautir. Bandariskur
fræðimannahópur kemst að
svipaðri niðurstöðu, og loks má
nefna bandariska fræðimanninn
Paul S. Henshaw, sem virðist
vera á sömu buxunum. Ehren-
telur hann að komi að fólks-
fækkua Astandið verði svipað og
nú er i indversku borginni Kal-
kútta. Þangað safnast mann-
grúinn úr sveitunum og deyr stór-
hópum úr sulti og sjúkdómum, at-
vinnulaus á vonarvöl.
Hann telur, að sennilega yrðu
eftir um tveir milljarðar manna,
þegar hrunið hefði tekið sinn toll.
Afnema frelsið til að nýta
auðlindir.
Hópur bandariskra fræði-
manna vann um árabil að fram-
Sumir eru bjartsýnir og aðrir
blöðruna.
sværd telur, að nútiminn, iðn-
atóm- eða geimöld, standi
skamma hrið. Vegna þess að við
eyðum og sóum hráefnum jarðar,
kolum, oliu og málmum, muni
koma að endalokum þessa
timabils rikidæmisins.
Þetta eraðbyrja í
Kalkútta.
Engin von sé að halda núver-
andi lifskjörum, telur
prófessorinn. Takist okkur að
komast hjá eyðingu lifs með
vetnissprengjunni, muni mann-
kyn framtiðarinnar þó geta
hjarað við lifskjör, sem forfeður
okkar höfðu i lok 19. aldar. f verra
tilviki mundu menn hrapa niður á
lægra þrep, svo sem við lifskjör
eins og þau voru i lok 18. aldar.
Allavega verður um að ræða
bændaþjóðfélag, en ekki borgara-
þjóðfélag iðnbyltingar. Eitthvert
smáræði ætti að geta staðizt af
efnaiðnaði og tækni. Eftir ein 200
ár verður tunglbillinn aðeins fjar-
læg þjóðsaga og reiðhjólið orðið
með þvi merkasta, sem
iðnaðurinn getur framleitt. Svo
segir lifefnafræðingurinn Gösta
Ehrensværd.
Auðvitað fylgdu þessu falli
miklar skelfingar fyrir mann-
kynið. Ehrensværd veitir ekki
miklar vonir. Jafnvel þótt
mönnum tækist að leysa orku-
vandamálið, er litil von um að
halda núverandi lifskjörum.
Maðurinn þarf mat, og jörðin
getur aðeins brauðfætt fjóra
milljarða manna, segir hann. Við
erum nú þegar orðin 3,6
milljarðar. Eftir áttatiu ár yrði
mannfjöldinn orðinn 15
milljarðar, ef svo vindur fram
sem verið hefur i fólksfjölgun. Þá
svartsýnir, þegar þeir blása upp
tiðarspám fyrir mannkyn, rann-
sókn auðlinda, matgrbirgða og
svo framvegis. Niðurstaðan er,
að eina leiðin til að komast hjá
endalokunum sé að stöðva þegar
i stað þá gifurlegu umhverfis-
eyðileggingu sem gerist á okkar
timum á mörgum sviðum. Að
minnsta kosti þurfi að minnka
umhverfiseyðilegginguna um
helmin' lækka fæðingatöluna um
30 prósent»og eyðslu kola og
minnka fjárfestingu i iðnaði um
40 prósent og eyðslu kola og
málma um þrjá fjórðu hluta. —
Þár sé von til að við getum haldið
uppi lifskjörum nútimans i náinni
framtið.
Illlllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
Bandariski prófessorinn Paui
S. Henshaw hefur fyrir skömmu
ritað bók um þetta efni. Eins og
margir aðrir fræðimenn okkar
tima bendir hann á nauðsynina að
stöðva rányrkjuna og eyðsluna.
Stöðva mannfjöldasprenginguna
fyrst og fremst, hún hljóti að leiða
til hruns, ef mannkynið hafi ekki
vit til að sDvrna við fótum.
Frelsið til að nýta auðlindir og
fleygja úrgangi, sem nú gerist,
verði að afnema. Það hljóti að
leiða til hruns, ef ekki verður
spyrnt við fótum.
Hætta verði þeirri vitleysu að
nota strið sem pólitiskt vopn. Það
hljóti að leiða til hruns, sjálfs-
morðs mannkyns.
Gjörbreyting, viljandi eöa
óviljandi, innan skamms
Henshaw segir, að engin leið sé
að komast hjá grundvallar-
breytingum i lifsskilyrðum
manna. Þetta muni gerast
skyndilega og sennilega á næstu
tugum ára.
Þvi lengra sem liður, áður en
breytingarnar verða, þvi meira
áfall munu þær verða.
Tveggja kosta er völ, segir
hann. Annaðhvort að mannkynið
stefni að breytingunum, með þvi
að gjörbreyta hugsunarhætti
sinum og lifsafstöðu, eða að
náttúruöflin taki i taumana og
brjóti niður velferð mannkyns.
Þeir fræðimenn, sem hér hafa
verið nefndir, eru meðal fjöl-
margra, sem nú boða mannkyni
voða, ef ekki verður gripið i
taumana. Eitt sinn bar hag-
fræðingurinn Malthus fram
kenningar um óhjákvæmilegt
hrun. Þær voru lengi átrúnaður
margra, en fuku burt eins og
aska, er lauk.
Það er komið gat á jörðina hjá sænska prófessornum Ehrensværd.