Vísir - 14.03.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 14.03.1972, Blaðsíða 4
4 Vísir. Þriðjudagur 14. marz 1972. y HELMINGI LANDSMANNA GEFINN KOSTUR Á ÞÁTTTÖKU. VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN AÐ FJÁRHÆÐ 100 MILLJÓNIR KRÓNA ER OPNI HRINGVEG UM LANDIÐ. Útboð: Samkvæmt lögum nr. 99 frá 28. desember 1971 er ríkissjóði heimilt að gefa út til sölu innanlands happ- drættisskuldabréf samtals að fjárhæð 250 millj. króna i allt að 5 flokkum á árunum 1971—1975. Fjármála- ráðherra, f. h. ríkissjóðs, hefur ákveðið með reglu- gerð nr. 17 frá 22. febrúar 1972 að bjóða út verð- tryggt happdrættislán, sem nefnist innlent lán ríkis- sjóðs Islands, skuldabréf A, ac5 fjárhæð samtals 100 milljónir króna. Skilmálar: Happdrættisskuldabréfin, sem gefin eru út til hand- hafa, eru hvert að fjárhæð 1000 krónur og seljast á nafnverði. Skuldabréfin falla í gjalddaga að 10 árum liðnum frá útgáfudegi þeirra, eða hinn 15. marz 1982. Óheimilt er að skrá þau á nafn. Sala bréfanna hefst 15. marz n.k. og henni lýkur fyrir fyrsta útdráttardag, sem er 15. júní 1972. Af skuldabréfunum eru ekki greiddir vextir, en vinn- ingum er úthlutað í samræmi við útdrátt númera úr öllum skuldabréfum lánsins. Dráttur fer fram einu sinni á ári, 15. júni, í fyrsta sinn 15. júní 1972, eða alls 10 sinnum. Árleg fjárhæð vinninga er 7% af heildar- fjárhæð skuldabréfanna. Fjármálaráðuneytið annast útdrátt vinninga og heimilt er, að hann fari fram með aðstoð tölvu Reiknistofu Raunvisindastofnunar Há- skóla Islands, skv. nánari reglum, er fjármálaráðherra setur. Vinningar verða birtir í Lögbirtingablaðinu, sem fyrst eftir dráttardag, auk þess sem vinningaskrár munu liggja frammi á sölustöðum. Við innlausn happdrættisskuldabréfs, frá og með gjalddaganum 15. marz 1982, greiðir ríkissjóður verð- Vinningar í hvert sinn eru sem hér segir: 2vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 2.000.000 1 vinningur á kr. 500.000 = kr. 500.000 22vinningará kr. 100.000 = kr. 2.200.000 230 vinningar á kr. 10.000 = kr. 2.300.000 255 vinningar samtals kr. 7.000.000 bætur á höfuðstól bréfsins i hlutfalli við þá hækkun, sem kann að verða á lánstímanum á þeirri vísitölu framfærslukostnaðar, er reiknuð er i byrjun febrúar 1972, miðað við þá visitölu framfærslukostnaðar, sem Hagstofan skráir á gjalddaga bréfanna, hinn 15. marz 1982. Kauplagsnefnd reiknar visitölu framfærslu- kostnaðar, og eru núgildandi lög um hana nr. 70 frá 29. nóvember 1967, sbr. lög nr. 1 frá 30. janúar 1959. Happdrættisskuldabréfin skulu innleyst á nafnverði, þótt vísitala framfærslukostnaðar lækki á tímabilinu frá febrúar 1972 til gjalddaga. Happdrættisskulda- bréfin verða ekki innleyst að hluta. Rísi ágreiningur um framkvæmd ákvæða um greiðslu verðbóta á höfuðstól happdrættisskuldabréfanna, skal þá visa málinu til nefndar þriggja manna, er skal þannig skipuð: Seðlabanki Islands tilnefnir einn nefndarmanna, Hæstiréttur annan, en hagstofustjóri skal vera formaður nefndarinnar. Nefndin fellir fulln- aðarúrskurð í ágreiningsmálum, sem hún fær til með- ferðar. Ef breyting verður gerð á grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar, skal nefnd þessi koma saman og ákveða, hvernig vísitölur samkvæmt nýjum og breyttum grundvelli skulu tengdar eldri vísitölum. Skulu slíkar ákvarðanir vera fullnaðarúrskurðir. Happdrættisskuldabréfin eru undanþegin framtáls- skyldu og eignarsköttum, en vinningar svo og verð- bætur undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Innlausn happdrættisskuldabréfa og greiðsla vinn- inga fer fram i Seðlabanka Islands, Reykjavík. Handhafar skuldabréfa, sem hlotið hafa vinning eða við innlausn eftir 10 ár, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða og afhent þeim skulda- bréf gegn sérstakri kvittun. Viðkomandi banki, banka- útibú eða sparisjóður sér síðan um að fá greiðslu úr hendi útgefanda með því að senda Seðlabankanum skuldabréfið til fyrirgreiðslu. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Verði skuldabréfi ekki framvisað innan 10 ára frá gjalddaga er það ógilt. Falli happdrættisvinningur á skuldabréf, skal hans vitjað innan fjögurra ára frá útdrætti, ella verður hann eign ríkissjóðs. Sé gölluðum eða rlfnum skuldabréfum framvísað til greiðslu vinnings eða innlausnar með þeim hætti, að bæði númer sjáist og meira en helmingur bréfsins fylgi, fer innlausn fram að fullu, en sjáist aðeins ann- að númerið verður innlausn eða greiðsla vinnings innt af hendi að hálfu, enda sé meira en fjórðungi bréfsins framvísað. Ekki er hægt að fá bréf ógilt með dómi. Fjármunir þeir, sem inn koma fyrir sölu happdrættis- skuldabréfanna, skulu renna til greiðslu kostnaðar af vega- og brúagerð á Skeiðarársandi, er opni hring- veg um landið. SALA HAPPDRÆTTISSKULDABRÉFANNA HEFST MIÐVIKUDAGINN 15. MARZ 1972 OG HENNI LÝKUR FYRIR FYRSTA DRÁTTARDAG, SEM ER 15. JÚNf 1972 SÖLUSTAÐIR: BANKAR OG SPARISJÓÐIR Reykjavík, marz 1972. DRAGIÐ EKKI AÐ EIGNAST MIÐA. SEÐLABANKI ISLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.