Vísir - 14.03.1972, Page 12
12
VEÐRIÐ
í DAG
Austan kaldi,
dálitill snjór,
en siðan
slydda með
köflum. Hiti
nálægt frost-
marki.
t
ANDLÁT
Hut T. Björnsson, Laufásvegi 19,
andaðist 8. marz, 51 árs að aldri.
Hún verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju á morgun kl.
10.30.
FUNDIR •
Kvenfélag Ásprestakalls, af-
mælisfundur fyrir félagskonur og
gesti þeirra, (eiginmenn) verður
haldinn i Glæsibæ (kaffiteriu)
miðvikudaginn 15. marz og hefst
með borðhaldi kl. 19.30. Til
skemmtunar verður meðal ann-
ars upplestur, spurningaþáttur og
dans. Tilkynnið þátttöku til Guð-
nýjar i sima 33613 eigi siöar en
þriöjudag. Stjórnin.
Aðalfundur Afengisvarnanefndar
kvenna i Reykjavik verður hald-
inn þriðjudaginn 14. þ.m. kl. 8.30
sd. að Frikirkjuvegi 11. Stjórnin.
Kvenréttindafélag tslands.
heldur fund miðvikudaginn 15.
marz næst komandi, kl. 20.30
stundvislega að Hallveigar-
stöðum i salnum niðri. Daði
Agústsson framkvæmda
stjóri Ljóstæknifél ags
tslands flytur erindi með
skuggamyndum um lýsingu i
heimahúsum. Auk þess verða
rædd skattamál. Allir velkomnir
meðan húsrum leyfir.
Kvenfélag Bústaðasóknar. Fundi
frestað til þriðjudags 21. marz.
Stjórnin.
Kópavogsbúar. Fimmtudaginn
16. marz, kl. 8.30 heldur Kven-
félag Kópavogs spilakvöld i
félagsheimilinu, efri sal. Mætið
stundvislega, allir velkomnir.
Nefndin.
SAMKOMUR •
Norræna félagið i Kópavogi efnir
til kvöldvöku miðvikudaginn 15.
marz kl. 20.30 i félagsheimili
Kópavogs, neðri sal. bar leikur
strengjasveit nemenda Tónlistar-
skólans i Reykjavik undir stjórn
Ingvars Jónassonar, Páll Theó-
dórsson, eðlisfræðingur, flytur
spjall um jöklaboranir á Vatna-
jökli og Grænlandsjökli og sýnir
litmyndir. Páll hefur unnið við
þessar boranir undanfarin sum-
ur. Þá syngur tvöfalt trió kvenna
úr Kópavogi við undirleik frú
Crystynu Cortez og fram-
kvæmdastjóri Norræna félagsins,
Jónas Eysteinsson, fjallar um
ferðir til Norðurlanda á sumri
komanda og horfur norræns sam-
starfs i náinni framtið. Húsfyllir
var á Grænlandsvöku félagsins á
s.l. hausti.
BRÉFASKIPTI •
19 ára gamall bandariskur
drengur óskar eftir bréfaskiptum
við stúlkur á aldrinum 17 — 19
ára. Nafn hans og heimilisfang
er: Mr. Jonathan Golin,
1928 Lititz Pike,
Lanchster PA.,
17601 USA.
BANKAR •
CENCISSKRANINC 1
Nr. 44-6. marz 1972
Eining Kl. 13,00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 87.12 87.42
1 Storlingspund 227.25 228.05*
1 Kanadadollar 87.15 87.45
ÍOO Danskar krónur 1.248.45 1.252.75
ÍOO Norskar krónur 1.317.30 1.321.80*
ÍOO Sanskar krónur 1.825.00 1.831.30*
ÍOO Finnsk mörk 2.105.40 2.112.70
ÍOO Franskir frankar 1.728.25 1.734.15V
ÍOO Bolg. frankar 198.80 199.50
ÍOO Svissn. frankar 2.252.55 2.260.35
ÍOO Gyllini 2.743.35 2.752.75
ÍOO V-Þýzk Börk 2.740.80 2.750.20*
ÍOO Lirur 14.87 14.92*
100 Austurr. Sch. 376.70 378.00
100 Escudos 321.25 322.35
100 Posetar 132.45 132.95
100 Reikningskrónur-
Vöruskiptalönd 99.86 100.14
1 Roikningsdollar-
Vöruskiptalönd 87.90 88.10
Ðreyting frá síðustu skráningu.
1) Glldir aöeins íyrír greiðalur tengdar lnn
og útflutningi á vörua.
BLÖD OG TÍMARIT •
Timaritið Heilsuvernd 1. hefti
1972 er nýkomið út. Úr efni ritsins
má nefna: Offóðrun, vanfóðrun —
Jónas Kristjánsson. Kapp með
forsjá — Séra H'elgi Tryggvason.
Léttist um 66 kg. Insúlinið 50 ára
— Björn L. Jónsson. Ristilbólga
og grófmeti. Sveitafræði um 1880
— Sigfús Blöndal. Gamanmál:
Umburðarlyndir læknar. Aróður
fyrir hvitu hveiti i Frakklandi —
Björn L. Jónsson. Liðagigt i dýr-
um. Eigum við að taka upp lif-
ræna ræktun — Niels Busk.
Gamanmál: Báðum skjátlaðist.
A við og dreif og margt fl.
Sjómannablaöið Vikingur 1—2.
tbi. er komið út.
Efni m.a.
Væntanleg þróun i sjávar
útveginum: Guðmundur Jensson.
Þróun togveiða i Vestur -
Þýskalandi, eftir Guðna Þor-
steinsson fiskifr. Dægradvöl á
frivaktinni. Félagsmálaopnan,
Ingólfur Stefánsson. Leiðbein-
ingar fyrir yfirmenn á togurum
og togbátum. Hagnýting fiski-
miðanna innan landhelginnar,
eftir Jóhann J. E. Kúld. Af unnar-
slóð, eftir Jón Steingrimss. Hver
nig ýsan hrygnir, Orn Steinss.
þýddi. Hræðileg sjóferð, Halldór
Jónsson þýddi. Netatrommla við
yfirskiptingu, þýðandi Loftur
Júliusson. Fiskveiðar i Ban-
darikjunum, eftir Gunnar Guð-
mundsson Lakeville. Frum
kvöðlar Bylgjunnar, Bylgjan
Isafirði 50 ára, eftir Guðmund
Inga Kristjánsson. öryggismál
sjómanna: Páll Guðmundsson.
Löndun og dreifing á frosnum
fiski: Bergsteinn Bergsteinsson,
Kirkjan er mjög iburðarmikil:
Þormóður Hjörvar. Fjörur i
Vestur-Skáftafellssýslu.
eftir Gunnar Magnússon frá
Reynisdal. Mary Deare, fram
haldssaga, frivaktin o.fl.
SKEMMTISTAÐIR •
Þórscafe. BJ og Helga i kvöld.
Röðull. Hljómsv. Haukar.
Lindarbær. Félagsvist i kvöld.
Sigtún. Bingó i kvöld. kl. 9.
SKRIFSTOFU-
STÚLKA
óskast til starfa á lögfræðiskrifstofu 2
klukkustundir á dag eftir hádegi. Tilboð
með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist blaðinu fyrir föstudag-
inn 17. marz merkt „Vélritun”
*\\\*\SS\JÖÍX\\3ÍXS^X\\\\\\\X\X\Sí\XJíJí\X\Sttí
Faðir minn, Vigfús Jónsson trésmiðam.,
andaðist að heimili sinu Hellissandi þ. 11.
þ.m.
Jóhanna Vigfúsdóttir
Visir. Þriöjudagur 14. marz 1972.
í KVÖLD | í DAG
HEILSUGÆZLA • | VÍSIR |
SLYSAVARÐSTOFAN : simi 81200 eftir skiptiborðslokun 81212. fijrir járum
SJÚKRABIFREIÐ. . .
og Kópavogur simi 11100, Hafnar-
fjörður simi 51336.
Læknar
REYKJAVÍK KÓPAVOGUR.
Dagvakt: kl. 08:00—17,00,
mánud.—föstudags,ef ekki næst i
heimilislækni simi 11510.
Verzlunarmannafélagið Merkúr
hefir i hyggju að halda vélritun-
arkappmót seint i næsta mánuði.
Slik kappmót eru mjög tið er-
lendis og hafa allsstaðar orðið til
þess að vekja áhuga á þessari list
og auka flýti þeirra, sem hana
stunda.
Visir: 14. marz, 1922.
Kvöld- og næturvakt: kl.
17:00—08:00 mánu-
dagur—fimmtudags, simi 21230.
Helgarvakt: Frá kl. 17.00
föstudagskvöld til . kl. 08:00
mánudagsmorgun simi 21230.
Kl. 9—12 laugardagsmorgun
eru læknastofur lokaðar nema á
Klapparstig 27. Simar 11360 og
11680— vitjanabeiðnir teknar hjá
helgidagavakt, simi 21230.
HAFNARFJÖRÐUR — GARÐA-
HREPPUR.Nætur- og helgidags-
varzla, upplýsingar lögregiu-
varðstofunni simi 50131.
T a n n 1 æ k n a v a k t: Opin
laugardag og sunnudag kl. 5—6.
Apótek
Kvöldvarzla til kl. 23:00 á
Reykjavikursvæðinu.
Helgarvarzla klukkan
10—23.00.
Vikan 11.—17. marz: Reykjavik-
urapótek og Borgarapótek.
Næturvarzla lyfjabúða kl.
23:00—09:00 á Reykjavikur-
svæðinu er I Stórholti 1. Simi
23245.
Kópavogs- og Keflavikurapótek
eru opin virka daga kL 9—19,
laugardaga kl. 9—14, helga daga
kl. 13—15.
— Ég nota svo mikið fé i hár-
greiðslu, leigubfla, megrunar-
máltiðir og málningu aö ég get
engan lúxus veitt mér.