Vísir - 14.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 14.03.1972, Blaðsíða 13
Visir. Þriðjudagur 14. marz 1972. 13 í DAG I D KVÖLD | n □AG | SJÓNVARP • ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 20.00 Fréttir. /! .25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmyndaflokkur. 9. þáttur. Loftárásir á Liverpool. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Efni 8. þáttar: Philip Ashton er i Ermarsundeyjum með her- deild sinni. Þar kynnast hann og félagi hans tveimur systrum og tekst með þeim náin vinátta. En skyndilega er herinn kvadd- ur heim og eyjarnar látnar óvarðar. Konungurinn flytur ávarp til eyjarskeggja, og seg- ir, að ákvörðun þessi sé óum- flýjanleg af hernaðarástæðum. Philipfer frá eyjunum, án þess að kveðja vinkonu sina. 21.20 Sjónarhorn. Þáttur um inn- lend málefni. Að þessu sinni verður meðal annars fjallað um sjómælingar við Islands. Um- sjónarmaður Ólafur Ragnars- son. 22.05 Næturigörðum Spánar.Eitt frægasta tónskáld Spánverja var Manuel de Falla (1876—1946). Hér er flutt tón- verk hans, Nætur i görðum Spánar, og jafnframt brugðið upp myndum úr spánsku lands- lagi. 22.30 En francais. Frön- skukennsla i sjónvarpi. 28. þátt- ur endurtekinn. Umsjón Vigdis Finnbogadóttir. 22.55 Dagskrárlok. IÍTVARP • ÞRIDJ UDAGUR 14.MARZ 7.00 Morgunutvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Húsmæðraþáttur Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðra- kennari svarar bréfum frá hlustendum. 13.30 Eftir hádegið Jón B. Gunn- laugsson leikur létt lög frá ýms- um timum. 14.30 „Sál min að veði,” sjáifs- ævisaga Bernadettu Dvlin Þór- unn Sigurðardóttir les kafla úr bókinni i þýðingu Þorsteins Thorarensens (1.). 15.00 Frettir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Pianó- leikur 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. 17.10 Framburðarkennsla Þýzka, spænska og esperanto. 17.40 (Jtvarpssaga barnanna: „Leyndarmálið f skóginum” eftir Patriciu St. John. Bene- dikt Arnkelsson les (5). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Heimsmálin Magnús Þórðarson, Tómas Karlsson og Asmundur Sigurjónsson sjá um þáttinn. 20.15 Lög unga fóiksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 21.05 Iþróttir Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.30 Útvarpssagan „Hinumegin viö heiminn" eftir Guðmund L. Friðfinns. Höfundur les (19). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusáima (37). 22.25 Tækni og visindi Guð- mundur Eggertsson prófessor og Páll Theódórsson eðlis- fræðingur sjá um þáttinn. 22.45 Harmonikulög Frankie Yankovic leikur. 23.00 A hljóðbergi James Mason les úr ljóðaflokknum A Shropshire Lad — „Drengur frá Shorpshire” — eftir A.E. Haus- man. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Sjónvarp kl. 20.30 Höfundur Ashton- fjölskyldunnar Hann hefur komið róti á hugarfar margra Islendinga, enginn þeirra hefur samt nokkurn tima litið hann augum. Starfs- félagar hans segja hann vinnu- þjark, og leikarar eru undrandi á honum. Hann er maðurinn á bak við Ashton-fjölskylduna, hann er skáldið John Finch. Við höfum áður minnzt litillega á hann, en það sakar ekki að segja örlitið meira frá honum. John Finch fékk hugmyndina að Ashton-myndaflokknum, þegar honum mörgum árum eftir striðið kom til hugar fjölskylda i Mossley Hill i Liverpool, og þessi fjölskylda er undirstaða mynda- flokksins. En Finch hefur bætt við nokkrum persónum, sem ekki fyrirfundust i hinni upprunalegu fjölskyldu. Fyrirmynd Edwins Ashton er föðurbróðir Finch, og fyrirmynd Sefton Briggs er vinnuveitandi föður hans. t stríðinu var skáldið sjálft i fyrstu hjálparmaður á sjúkrahúsi i Liverpool og seinna var hann loftskeytamaöur við norður- afrisku ströndina. Aður en striöinu lauk, hafði Finch barizt á fjöldamörgum stöðum, en eftir striðið var hann bókavörður og skömmu eftir það fór hann að skrifa. John Finch er giftur og eiga þau hjón tvo drengi, sem eru 9 og 12 ára gamlir. Fjölskyldan býr á gömlum bóndabæ fyrir utan Manchester, þar sem hann getur skrifað i ró og næði. —EA Sjónvarp kl. 21.20 Sjónarhorn Þátturinn Sjónarhorn er eitt efnið á dagskrá sjónvarpsins i kvöld, og umsjónarmaður er Olafur Ragnarsson. Það sem hann tekur fyrir að þessu sinni eru sjómælingar við tsland. Sagði Ólafur, að málið kæmi til út af hinum margum- ræddu landhelgismálum. Ætlunin er að kynna starfsemi Sjó- mælinga tslands, og er full þörf fyrir það, þar sem fólk veit litið sem ekki neitt um hana. Sjónvarpsmenn heimsóttu að- setur Sjómælinga og veröur meöal annars sýnt, hvernig kort af hafsbotni verður til. 1 þættinum koma fram þeir Gunnar Bergsteinsson, forstöðu- maður Sjómælinga, og Guð- mundur Björnsson verk- fræðingur. Mun Guðmundur spyrja með Ólafi, en auk þess svara verkfræði- og tæknilegum atriðum málsins. Einnig munu koma fram 2 skip- stjórar, sem eru eins og Ólafur sagði nokkurs konar neytendur i þessu sambandi, og veröa þeir spurðir um hvað þeim finnist ábótavant um sjókort. Þátturinn stendur yfir i 45 min- útur og sagði, Ólafur að þetta efni nægði fullkomlega, þar sem af svo miklu væri að taka. —EA Nú skrifar hann bœkur og leikrit Tony Briggs, eða réttara sagt Trevor Bowen, var aðeins nokkurra mánaða gamall, þegar hann upplifði japönsku innrásina i Burma. Hann er sonur frægs hershöfðingja og er nú 28 ára gamall. Bowen hefur nóg að gera. Hann er laus og liðugur og lifir góðu lifi i London. Hann hefur nú fengiö hlutverk i brezkri kvikmynd sem heitir „End of conflict”, og er nýbúinn að gefa út bók, sem heitir „Setning greinarmerkja”. „Éger þegaþyrjaöur að skrifa meira, og nú hei eg í nuga sjon- varpsleikrit. Þegar ég er ekki að skrifa og leika, mála ég. Og Ashton-fjölskyldan? Jú, henni gleymi ég aldrei. —EA «- X- S- X- «■ X- «- X- h- X- x- £- X- a- x- «- x- «- X- a- x- «- x- a- x- a- x- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «• X- «- X- «- X- «- X- « X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «- X- «■ X- «- X- «■ Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 15. marz. Hrúturinn, 21. marz—20. aprfl. Góður dagur yfirleitt og allar likur til aö þú verðir vel fyrir- kallaður. Erfitt kann aö reynast aö ná sambandi viö einhverja aöila, en mun þó takast. Nautiö, 2l.aprfl — 2l.mal. Góöur dagur, nema hvaö þú ættir ekki aö treysta þvi um of, að loforö um starf <*ða aðstoö verði efnd fyrr en heldur seint til þess aö þau komi aö gagni. Tviburamir, 22. mal—21. júnl. Agætúr dagur til allra viöskipta og stárfsemi, en getur reynzt eit- thvað erfiður heima fyrir, vegna óbiigjarnrar af- stööu einhvers af fjölskyldunni. Krabbinn, 22.júni — 23.JÚ1I. Notadrjúgur dagur yfir- leitt. Gættu þess aö leggja ekki of mikiö upp úr hóli og skjalli vissra aöila. Þar kann eitthvaö að búa á bak viö. Ljóniö, 24.júli — 23.ágúst.' Góöur dagur. Sennilegt eitthvaö komi þér skemmtilega á óvart, eða aö ein- hver reynist þér betur en þú geröir ráö fyrir, I sambandi viö eitthvert mSl. Meyjan, 24.ágúst — 23.sept. Þú átt aö þvi er viröist skemmtilegan dag I vændum, margra hluta vegna, en hinsvegar getur áttsér staö að kvöldiö valdi þér vonbrigöum. Vogin, 24.sept. — 23.okt. Sómasamlegur dagur. Ef þú gerir ráð fyrir einhverjum breytingum á næstunni, skaltu athuga allt I þvi sambandi gaum- gæfilega, áöur en þú tekur ákvöröun. Drekinn, 24.okt. — 22.nóv. Þaö litur út fyrir aö þú eigir I einhverju strföi viö sjálfan þig, sennilega I sambandi viö atvinnuna eöa peningamálin, og er eitthvaö óljóst I þvi sambandi. Bogamaöurinn,23.nóv. — 21.des. Góöur dagur fram eftir, en hætt viö aö þyngist róöurinn eitthvaö er á liður. Beittu lagi og þolinmæöi og er þá vbn aö betur gangi. Steingeitin,22.des. — 20.jan. Sómasamlegur dagur, en dálitiö erfiöur þegar á llöur, og mun einhver kunningja þinna koma þar viö sögu. Kvöldið veröur sennilega ánægjulegt. Vatnsberinn,21.jan. — 19.febr. Góöur dagur yfir leitt, en samt er hætt við aö eitthvað sem þú hefur ráögert aö undanfömu fari út um þúfur þegar á heröir. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. EJ þú ert fljótur aö átta þig, er eins liklegt að þú standir meö pálmann i höndunum I einhverju máli, sem valdið hefur þér áhyggjum aö undanfömu. w Eg hataði Sefton Ég hef hatað Sefton i gegnum allt hlutverkið. Hann var gamall, einmana maður, sem var nýbúinn að missa konuna sina, en hann lét aldrei sinar réttu tilfinningar i ljós. Hugsanir hans snerust aðeins um peninga. 1 sannleika var hann bara ómynd. Þetta segir John McKelvey, sem leikur Sefton i Ashton. Sjálfur er hann algjör andstæða, þægilegur, skemmtilegur og mál- hreifur. „Samt hafði ég gaman af að leika þetta, þetta er eftirminni- legt.” John McKelvey þarf ekki að kviða atvinnuleysi, þvi hann hefur verið ráðinn til að leika i leynilögreglumyndaflokki. Ódýrari en aórir! Shodr IEICAN 44-46. SlMI 42600. L a u n a út re i k ningar með multa GT ÍVAR SKIPHOLTI 21 SÍMI 23188.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.