Vísir - 14.03.1972, Side 16

Vísir - 14.03.1972, Side 16
Viðey gægist fram milli tveggja vöruskemma við Kleppsveg. Merkið á skemmunni vekur kannski hugmyndir um að skreyta alla veggina meö myndum og málverkum? Náttúrufegurðin fer þverrandi við Kleppsveg „Vöruskemmur byrgja fegursta útsýnið í Reykjavík/' segir Bergsteinn Gizurarson VÍSIR Þriðjudagur 14. marz 1972. Á 100 km. hraða innan um fótgangandi — og misti skírteinið 53 ára maður lenti fyrir bil i Njarövikum á sunnudagskvöld. Var maðurinn á gangi viö Neta- verkstæði Suðurnesja, þegar leigubili kom akandi á hægri ferð og mun bilstjórinn ekki hafa komið auga á manninn i myrkrinu. Lenti billinn á manninum og kastaði honum i götuna. Hann hlaut tvo djúpa skurði á höfuð og auk þess skarst hann illa á lend, þar sem hann var með vasapela á sér. Rétt áður en þetta slys varö, fór 19 ára piltur akandi þarna um á sama stað. ..oe hefði ekki burft að gera ða sárum mannsin hefði hann lent fyrir þeim bil”, sagði lögreglan, þvi að pilturinn ók á 100 km hraða þar á óupplystum veginum, en jafnan er þarna tals- verð umferð gangandi fólks, „við tókum þvi af honum öku- skirteinið”, sagði lögreglan. —GG. Litla-Hrauns bruninn: 34 FANGAR TEKNIR TIL YFIRHEYRSLU Þeir eru grunaöir um að hafa kveikt i fangarnir á Litla-Hrauni, og Njörður Snæhólm, rann- sóknarlögreglumaður mun bráð- lega snúa sér að þvi aö rekja úr „Við teljum þetta ekki vera einkamál okkar, sem búum við Kleppsveg, heldur mál allra Reykvikinga,” segir Bergsteinn Gizurarson verkfræðingur. „Það er mikíl óánægja meðal Ibúanna hérna, vegna þess aö vöru- skcmmur munu að heita má loka öllu útsýni frá götunni.” t ráði er að leggja hraöbraut rétt neðan við núverandi Klepps- veg. Vöruskemmur i tengslum við Sundahöfn eru að risa, sem verða þvi næst fast við hraðbraut- ina. „Hérna hefur verið fegurst út sýni i Reykjavik i góðu veðri,” segir Bergsteinn. „titsýnið yfir fjörðinn, fjöllin og Viðey er ómetanlegt, og sorglegt, að skipulagsyfirvöld skyldu ekki finna aðra leið en þessa.” „1 borginni er enginn sambæri- legur staður, þar sem fólk getur ekið og notið náttúrufegurðar”. Skipulagsyfirvöld töldu, að skemmurnar yrðu að risa á þessu svæði vegna Sundahafnar og ógerlegt hefði verið að hafa þær annars staðar án mikils til kostnaðar og vandkvæða. Nokkrar skemmur hafa þegar verið byggðar eða eru langt komnar, og byggingunum verður haldið áfram jafnt og þétt i austur. Bergsteinn segir, að innan skamms muni verða byggð 150 metra löng skemmubygging, samfelld, eins og múr, nokkru ofan og austan frá kornhlöðunni. Skipulagið mun gera ráð fyrir grænu svæði, þar sem nú er Kleppsspitalinn, sem mun ætlað sem útivistarsvæði fyrir borgar- búa. Það getur þó liðið langur timi, áður en það svæði verður til slikra nota. íbúarnir hafa rætt sin i milli um að stofna hagsmunafélag, ef eitt- hvað væri unnt að gera til að varðveita náttúrufegurð við Kleppsveg. Það félag hefur enn ekki verið stofnað. —HH. iiM Engar gerfitennur í íslenzku rostungana „Aumingja rostungarinir viö tsland, þeir verða að svamla um tannlausir, þvi aö Danir svara ekki neyðarkalli um að smiða I þá tennur úr plasti.” Þessar upplýsingar má lesa i danska blaðinu Politiken. Þar er sagt frá þvi, að i blaðinu Dansk Arbejde sé auglýst eftir litlum hvössum og litið eitt bognum plasttönnum, 2 1/2 til 3 sentimetra löngum. Rostungatennur hafi verið sendar til Islands, en stærðin reynzt röng, og nú vanti Islendinga tennur i réttri stærð. í klausunni i Politiken segir, að enginn hafi gefið sig fram eða hafið „fjöldaframleiðslu” á þessu.svoað til vandræöa horfi fyrir rostungana við tslandsstrendur. Þetta sé nú ekki af þvi, að Dani skorti hugmyndaflug. Fimm dömur I Arbejdsbörsen hafi fullt að gera við að afgreiða pantanir um ýmiss konar slikar pantanir. Fyrirtækið Arbejdsbörsen (vinnukauphöllin) hafi til dæmis sent Jpönum orkideur. Kýpurbúum barnavagna. Betur gekk að koma pylsusuðutækjum til íslendinga, og gekkst Arbejdsbörsen fyrir þvi með ágætum, samkvæmt frá- sögn blaðsins. tslendingar munu einnig átta sig betur á þörfinni fyrir þau en tennurnar, enda fáir orðið rostunga varir hér við strendur. —HH. Tannlaus rostungur? Nei, varla. Þessi mynd fyigdi frásögn Politiken um islenzku rostungstennurnar. þeim garnirnar. Nirði til aðstoðar cru tveir rannsóknarlögreglu- menn — enda ekkert áhlaupaverk að fá 34 menn til að lcysa frá sk- jóðunni — ef þeir þá hafa eitthvað að fela. „Það hefur ekkert breytzt við athugun málsins ennþá”, sagði Njörður i morgun, og cru fangar þvi enn grunaðir um að hafa kveikt i. — GG mmm Svik ef Bandaríkin borga ekki lenginguna — segir Hannibal á Suðurnesjafundi „Ég veit ekki hvort ykkur finnst þið hafa fengið mina skoðun nógu skýrt fram, en hún er sú, að ég vil að við verðum I NATO og tel ekki neina aðra möguleika fyrir hendi, hvort sem okkur finnst það illt eða gott.” Svo mælti Hannibal Valdi- marsson samgönguráðherra á fundi Junior Chamber Suðurnesj- um fyrir skömmu. Félagið fékk ráðherrann til að sitja fyrir svörum og var einkum spurt um afstöðu hans til varnarliðsins og á NATO og um vegargjaldið Reykjanesbraut. Einn fyrirspyrjenda sagði, að Bandarikjamenn hefðu verið reiðubúnir að leggja Keflavikur- veginn okkur að kostnaðarlausu, og spurði, þvi boðinu hefði ekki verið tekið. Hannibal sagðist ekki hafa vitað um þetta tilboð áður, en hann taldi, að þvi hefði verið hafnað vegna pólitisks hugleysis. Sagðist hann hefði verið tilbúinn að greiða þvi atkvæði, að Banda- rikin byggðu þennan veg, ef þau teldu hann nauðsynlegan vegna varnanna og islenzk stjórnvöld væru á sama máli. Ráðherrann kvaðst lengi hafa haft þá skoðun, að mikill meiri- hluti þjóðarinnar vildi, að við yrðum áfram hlekkur i varnar- kveðju vestrænna þjóða, en eng- inn þyrfti að vera hissa á þvi, að hinn 20ára varnarsamningur yrði endurskoðaður. En að tala um endurskoðun og uppsögn I einu samræmdist ekki rökréttri hugsun. Hann kvaðst álita, að ef um þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að ræða um endurnýjun samn- ingsins, þá yrði sú atkvæða- greiðsla bindandi en ekki skoðanakönnun. Varðandi lengingu flugbrautar á Keflavikurflugvelli sagðist Hannibal alltaf hafa haldið þvi fram, að við þyrftum ekki neina samninga að gera viö Banda- rikjamenn um hana. Þeir væru bundnir viðbót við varnar- samninginn frá 1951, en þar hefðu Bandarikjamenn lýst þvi yfir, að þeim bæri skylda til að viðhalda Keflavikurflugvelli sem al- þjóðlegum flugvelli og standa undir kostnaði við endurbætur. Sagðist hann hafa sagt I Amerikuferðinni, aö ef þeir gerðu það ekki án skilyrða, þá væru þeir að svikja löngu gerða samninga. - SG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.