Vísir - 06.04.1972, Qupperneq 2
2
VÍSIR. Fimmtudagur 6. april 1972.
VÍSIBSm:
Eruð þér rauðsokka?
Margrét Auðuns, verzlunarskóla-
nemi. Nei, það er ég nú reyndar
ekki. Ég er samt alls ekki á móti
þessari hreyfingu, og mér finnst
mjög margt til i þvi, sem þær
segja. Ég er til dæmis fylgjandi
þeim i sambandi við atvinnuna,
en ég get þó ekki kallað mig rauð
sokku.
Þórunn Jósefsdóttir, húsmóðir.
Nei, þaö er ég alls ekki. En ég get
þóekkisagt,aöégséámóti þeim,
og ekki heldur, að ég sé þeim
fylgjandi. Ætli ég sé bara ekki
einhvers staðar mitt á milli.
Sólveig Morávek, húsmóðir. Nei,
ekki get ég nú sagt, að ég sé rauð-
sokka. Samt finnst mér þær vel
hafa leyfi til þess að hafa sinar
skoðanir, og ég get ekki neitað
þvi, að ég er þeim að mörgu leyti
sammála.
Gerður Ebbadóttir, fóstrunemi.
Nei, ég er ekki rauðsokka, þó að
ég styðji þær að sumu leyti. En
mér finnst þær hugsa dálitið of
mikið um sjálfa sig.
Sigrún Inga Sigurbjörnsdóttir,
menntaskólanemi. Rauðsokka?
Nei, það er ég ekki. Ég held meira
að segja, að ég sé á móti þeim að
flestu leyti, þó að margt sé
kannski rétt, sem þær halda
fram. En ef við tökum sem dæmi
þetta með atvinnuna. Þær vilja
vera ráöherrar og stjórar o.s.frv.
en verkamenn og skurðgrafarar,
nei, það kemur alls ekki til mála.
Steinunn Marteinsdóttir, lcir-
kerasmiður. Ja, ég hef nú ekki
tekið þátt I starfi rauðsokkanna,
en ég er mjög hlynnt þessari
hreyfingu. Þær hafa gert sérstak-
lega mikið gagn, og mér finnst
þetta i alla staöi góð og afskap-
lega tímabær hreyfing.
Jepparnir og sjatnandi Skeiðarárhlaup.
Á ieppum yfir Skeiðará
— náttúruöflin léku rullu i páskaferðalagi tveggja fjölskyldna
— Það var næstum
eins mikið vatnsmagn á.
Lónsheiði og i Skeiðará
segir Ingólfur Sigurðs-
son bifreiðastjóri, sem
þrátt fyrir að hafa kom-
izt i hann krappan i
páskaferðinni sinni, var
hinn ánægðasti með
ferðina.
Og af frásögn Ingólfs
að dæma var hringferð
hans og Mikaels
Magnússonar með fjöl-
skyldum sinum i tveim
jeppabifreiðum ævin-
týraleg og stuðluðu
náttúruöflin þar að.
1 fyrsta lagi reyndu þeir félagar
og tókst að komast yfir Skeiðará
eða sjatnandi Skeiðarárhlaup, og
flaut vel upp á framrúðurnar,
meðan á þvi ferðalagi stóð.
1 annan stað lenti hópurinn i úr-
hellisrigningu i Höfn i Hornafirði
og griðarlegum vatnsaga á Lóns-
heiðinni. Þá fréttu þeir af þvi, að
fallið hafði skriða i Kambanes-
skriðum og leituðu gistingar i
Djúpavogi þar til vegagerðin
hafði rutt veginn.
Það leið meira en hálfur sólar-
hringur frá þvi, að jepparnir
lögðu af stað frá Djúpavogi þar til
ferðalöngunum var boðin gisting
á Grimsstöðum á Fjöllum. Frá
Djúpavogi var lagt af stað i blið-
skaparveðri klukkan hálf átta að
morgni dags, en i Jökuldalnum
gerði svartahrið með roki og sást
varla úr augum. Urðu þeir öðru
hverju að ganga fyrir bilunum, en
til Grimsstaða komust þeir heilu
og höldnu á miðnætti.
Eftir hádegi annan dag páska
var ferðinni haldið áfram og var
veðrið skikkanlegt til Akureyrar
og allt til Reykjavikur, áfanga-
staðarins.
Ingólfur er vanur hringferðum
sem þessum á ótrúlegustu árs-
timum og við ýmsar aðstæður. En
hann var fyrstur til að fara hring-
inn á jeppa i janúar 1963 yfir
Skeiðará og Jökulsá á Breiða-
merkursandi, sem ekki var búið
að brúa. Og einnig endurtók hann
ferðina 1967. —SB—
Og öræfasveitarfarar sem komust þessa páska þrátt fyrir „hlaupið”.
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
Veiki pilsnerinn
of sterkur
Svelgur skrifar:
,,1 fjöldamörg ár hefur ekki
verið hægt að kaupa drekkandi
bjór hérlendis, enda er þjóðin á
góðri leið með að drekka sterk vin
sér til óbóta. Þessir blessaðir al-
þingismenn hafa ekki þorað að
leyfa sölu á sterku öli vegna mót-
mæla frá einhverjum kvenfélög-
um i Kelduhverfi og viðar. Nú
fara tugir þúsunda landsmanna
utan á hverju ári og þamba þá
bjór eftir getu hvers og eins og
má þvi með sanni segja, að stór
hluti landsmanna sé búinn að
venjast bjór og ætti þvi ekki að
skapast neitt vandræðaástand,
þegar sala á honum verður leyfð
hér.
En mér fannst nú taka steininn
úr, þegar ekki má einu sinni flytja
inn danskan pilsner, sem við
höfðum þó fallizt á að gera, þegar
við gengum i EFTA. Þessi bless-
aður pilli er sem sagt of sterkur
samkvæmt furðulegri mælinga-
reglu um alkóhólsmagn öls, sem
sett var i gamla daga og gildir
hvergi i heiminum nema hér. Ég
sé ekki, að það þurfi að drepa
neinn, þótt danski pillinn sé 2,50 i
stað 2,25. Þetta sýnir bara það, að
Danir telja ölið ekki drekkandi,
nema það hafi þessa lágmarks-
prósentu. Auðvitað á að breyta
þessum fáránlegu reglum i hvelli
og leyfa okkur að flytja inn þessa
kassa af drekkandi öli, sem við
höföum ákveðið að gera. Lika er
ég viss um, að bæði Sana og Egill
skalli tækju þvi fegins hendi að
mega hafa sina annars ágætu
framleiðslu eilitið bragðmeiri.
Ég vona bara, að þessir 60-
menningar á þinginu hristi nú af
sérslenið og leyfiokkurað bragða
erlendan pilsner, jafnvel þótt þeir
leggi ekki i sterkara ölið strax.
Annars getur varla verið langt i
að það komi lika. Óli Jó. hlýtur að
fatta það, að hann getur náð inn
stórum pening með þvi að hleypa
ölinu inn. Og ekki veitir af meiri
sköttum.”
Eggjaplágan
Einn er sá ósóminn, sem nú
tröllriður barnaskólum Reyk-
javikur, en það er páskaeggja-
gjafir nemenda til kennara. Siður
þessi hefur komizt á fyrir tiltölu-
lega fáum árum, og er nú að
breiðast út i yngstu bekkjar-
deildunum. Allt þetta tilstand
virðist gert i góðri þökk flestra
kennara, enda vafasamt hvort er
meira barn nemandinn eða
kennarinn, sem raðar páska
eggjum sinum upp á hillu i
kennarastofunni eins og verð-
launabikurum og vonast til að fá
fleiri og stærri egg en kennarinn i
næstu kennslustofu. En látum
barnaskapinn i kennurunum
vera, og litum heldur á
nemendurna sem vafalaust búa
við misjöfn peningaráð á
heimilum sinum og lenda i
metingi við skólafélaga sina um
hver hafi gefið kennaranum sin
um stærra pákaegg eða veg
legri jólagjöf (þær tiðkast einnig I
sumum skólum.). Nei! Skóla-
stjórar, ég skora á ykkur að af-
nema þennan ósóma, hver i
sinum skóla, og þið verðið stoltir
af.
Þ.V.Þ.
HRINGIÐ í
síma86611
KL13-15