Vísir


Vísir - 06.04.1972, Qupperneq 3

Vísir - 06.04.1972, Qupperneq 3
VÍSIR. Fimmtudagur 6. april 1972. 3 ERLENDUR IÐNAÐUR í VATNAGÖRÐUM? Tollvörugeymslan h.f. hugar að stofnun frihafnar i Reykjavik ó 10 óra afmœlinu. I frihöfninni vœri möguleiki ó fjölbreyttri er- lendir framleiðslu — óhugi erlendis frá greinilegur Framtíöarvonir eins yngsta, en þó mest vaxandi fyrirtækis í höfuðborginni, Tollvörugeymslunnar h.f., eru aö takast megi fri hafnarstofnun inni i Vatna- göröum. Þar er ágætis at- hafnasvæði, sem borgar- yfirvöld hafa gefið vilyröi fyrir, og viðræður við fjár málayfirvöld hafa verið vinsamlegar og árangurs- ríkar. Enn er þó langt frá því að þeim sé lokið, enda er hér um stórmál að ræða. Og hvað er frihöfn? Albert Guð- mundsson, aðalbaráttumaðurinn fyrir stofnun Tollvörugeymsl- unnar fyrir réttum 10 árum segir um þetta: „Tollalega séð yrði svæðið „útlönd” þ.e. þarna gæti komið inn i landið vara, sem aldrei yrði tollafgreidd, en ýmsir aðilar, ekki hvað sizt erlendir, gætu haft verksmiðjur sinar i fri- höfninni. Fullunnin neyzluvara yrði siðan að langmestu eða öllu leyti flutt utan aftur, til Ameriku, Evrópu, eða hvert sem vera skal”. Er áhugi fyrir hendi hjá erlend- um aðilum á verksmiðjurekstri i frihöfn hér? ,,Á þvi virðist varla nokkur vafi. Ahuginn er fyrir hendi og á eftir að fara vaxandi”, segir Albert, „Við höfum fengið fyrir- spurnir utanlands frá. Sannleik- urinn er bara sá að meðan við höfum ekki nein lög um frihafn arrekstur, gjetum við ekkert boðið i þessum efnum. Von okkar er að skipuð verði nefnd, sem skilaði áliti sinu á gagnsemi sliks fyrirtækis hér heima. Ytra er svo komið, t.d. á meginíandi Evrópu, að hafnirnar eru yfirfullar, sann- kallaðir flöskuhálsar, þar sem ekki verður lengur þverfótað. bað er trúlegt að Japanir t.d. mundu hafa áhuga á meiru en frihöfn 'hér, t.d. umskipunarhöfn, þar sem vörunni yrði dreift á báða bóga, til Evrópu og Ameriku, enda erum við vel staðsettir til slikra hluta”. — Hvers konar aðilar eru það helzt sem spurzt hafa fyrir um þessi mál hér á landi? „barna er um að ræða ýmis- konar framleiðendur. Ég minnist fyrirspurn- frá fyrirtæki, sem framleiðir gúmmiskófatnað, ostaframleiðanda, sem vildi kaupa islenzka mjólk og flytja héðan framleiðsluna til Kanada, ameriskan viskiframleiðanda, sem vildi flytja viskiið sitt hingað i ámum og setja hér á flöskur. betta eru fyrirtæki, sem hafa sýnt áhuga, og áreiðanlega verða þau mörg, sem mundu koma á eftir, þegar aðstaða leyfir og málið verið kynnt hjá verzlunar- ráðum ýmissa landa”. Með stofnun frihafnar yrði rammi tollvörugeymslu útvikk- aður mjög, i rauninni yrði gamla fyrirtækið aðeins ein deildin i fri- hafnarrekstrinum, sú deild, sem hefði „gluggana opna” inn i landið, að svo miklu leyti, sem hægt er að tala um opna glugga i þvi sambandi, þvi þarna eru ótollafgreiddar vörur fyrir hundruð milljóna geymdar, og þess hefur verið vandlega gætt að ekki svo mikið sem snifsi kæmist þaðan út án þess að rikið fengi sitt og að sögn Alberts hefur það tekizt einstaklega vel og traust fjármálastjórnarinnar aukizt á fyrirtækinu fyrir bragðið. — En hvaða hagsmuni eiga Is lendingar i sambandi viö slika frihöfn? „beir eru margvislegir, — siglingar mundu stóraukast, ef vel tekst til. Sömuleiðis mundi stór markaður opnast varðandi atvinnu. Miklar tekjur mundu verða af komu skipa, sem hér yrðu afgreidd, hafnargjöld, sala á vistum o.fl. bá mundi fyrirtækið sjálft, sem væntanlega yrði eign rikis og borgar auk Tollvöru geymslunnar, hagnast.ef rétt er á spilunum haldið”. bá kvað Albert það einnig aukið öryggi fyrir þjóðina alla, ef miklar vörubirgðir væru til i landinu, ef til óeðlilegs ástands kæmi skyndilega úti i heimi, ástand, sem yrði til þess að fram- leiðendur gætu ekki afgreitt reglulega. bá væri og aukin hag- ræðing og öryggi i þessu fyrir- komulagi, ef til ófriöar kæmi. Vörubirgðir i frihöfn eða tollvöru- geymslu gætu brúað það timabil sem ávallt tekur að aðlagast breyttu ástandi i heimsmálunum. — Starfsemi Tollvörugeymsl- unnar hefur gengið vel? „Já, starfsemin hefur gengið mjög vel, og eftirspurn eftir leiguplássi hefur farið vaxandi. Má segja að þrátt fyrir örar stækkanir, þá er alltaf skortur á geymslurými. Sjálfur hefi ég t.d. ekki fengið pláss fyrir mitt fyrir- tæki i Tollvörugeymslunni. Gæfa min og fyrirtækja minna er, að til starfa kringum mig hefur ávallt ráðizt frábært starfsfólk i allar stöður. Vöxtur Tollvöru- geymslunnar h.f. i höndum þess- ara frábæru starfskrafta gefur kjark og bjartsýni til enn frekari átaka”. í Tollvörugeymslunni starfa 11 manns, en framkvæmdastjóri er Helgi K. Hjálmsson. Undir þaki aru nú 5500 fermetrar, en fyrir- fækið hefur 10 þús. fermetra til ráðstöfunar i allt og er ætlunin að auka við geymslurýmið með byggingu nýrra skemma á þessu ári. Flestir þeir aðilar, sem eiga vörur i geymslu, taka sendingar sinar út i um það bil 9 úttektum, en oftast mun erlendi aðilinn bera kostnaðinn við að geyma vöruna i tollvörugeymslu. Er það augljóst hagræði fyrir kaupmenn og neyt- endur að geta tryggt,að varan sé til, ekki sizt þegar um varahluti er að ræða. Oft nást lika magn- innkaup erlendis vegna þessa fyrirkomulags og hægt er að lækka vöruverðið. Helgi taldi að um 4% af heildarinnflutningi til landsins færi i tollvörugeymslu, Albert Guðmundsson — hann fær ekki innisjálfur með vöru slna. Pessir tveir heióursmenn sja um, aoekkert lekiut Ur Tollvörugeymslunni, og þaðhefur tekizt öil þau tíu ár, sem fyrirtækið hefur starfað. Helgi K. Hjálmsson og Gústaf Einarsson, verkstjóri. en þar má varan liggja lengst i 3 ár. Aöalstarf starfsmanna Toll- vörugeymslunnarer að gæta þess sem þarna er geymt, fylgjast með úttektum viðskiptavinanna, sem afgreiða sjálfir úr sinum lokuðu básum, en eins og gefur að skilja er mjög strangt eftirlit með öllu sem tekið er út og starfa 2 toll- verðir við fyrirtækið og gæta þess að ekkert fari út án þess að hljóta fyrst tollafgreiðslu. Undanfarna 10 mánuði kvað Helgi Tollvöru- geymsluna hafa afkastað á annað hundrað þúsund afgreiðslum. „Stundum er umferðin eins og á Lækjartorgi á annatimunum”, sagði Helgi að lokum. —JBP— Deild þeirra Bridgestonemanna f Toilvörugeymslunni er stærst allra. Hér var verið að enda við að fylla geymslu þeirra af sumarhjól börðum, en þeir byrjuðu aö viöa að sér þeirri vöru snemma i vetur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.