Vísir - 06.04.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 06.04.1972, Blaðsíða 4
4 VtSIR. Fimmtudagur 6. april 1972. Veiztu hver svitnar þarna? Ef þú hefur gizkað á Mickey Rooney hefur þú rétt fyrir þér. Þessi aldni leikari er um þessar mundir að leika i grin-hryllingsmynd, sem á að bera nafnið ,,Pulp”. Heiti persónunnar, sem Mickey leikur, er hins vegar Preston Gilbert, en Gilbert þessi á að vera gömul Hollywood- kempa, sem lifir á frægðinni, sem hann ávann sér fyrir leik i hasarmyndum á þriðja áratugn- um. DAUÐADÆMDUR! Hann heitir Boozer, er 2ja ára gamall St. Bernards-- hundur. Hann pirir þarna augun ámátlega út i frelsiö I Stockton i Kaliforniu. Hann er sennilega allur núna. Hann var nefnilega dæmdur til dauða, er hann haföi oröiö aö bana 8 ára gamalli telpu, ná- granna slnum. Þessi mynd var tekin af honum I siöustu viku, er hann var kominn I hendur yfirvaldanna á staön- um. cHEIlté MARGRÉT Hollands-prinsessa (29 ára) og maður hennar, Peter Van Vollenhoven (32ja ára), hafa nú eignazt sitt þriöja barn, en það er sem hin tvö, sonur. Júliana drottning, sem sjálf á fjórar dæt- ur, en enga syni, á nú sjö barna- börn af sterkara kyninu, en aftur engin af þvi veikara. JULIE ANDREWS, ameriska kvikmyadaleikkonan er dýrasta sjönwa*|»stj»rnan til þessa. Fyrir 48 étsendingar bandariskra sjónwarpsstöðva hefur hún þegifi sem svarar 480 milljónum isl. króna. Julie hefur haft það náðugt siðan hún lék i kvikmyndinni ,,My fair Lady”. ÁSTARHREIÐUR í FANGELSUM! Fangar i hollenzkum fang- elsum eru verulega kátir orðnir. Að minnsta kosti þeir, sem dæmdir hafa verið til lifstiðar- fangelsisvistar, mega nú gera ráð fyrir, að eftiríeiöis verði þeim gert kleift að njóta ásta — bak við rimlana. t mörgum fangelsum eru iðnaðarmenn nú langt komnir með að innrétta svokölluð „gestahérbergi”, þar sem fang- arnir geta látið fara vel um sig og „dúfurnar” sinar um helgar. bangað mega þeir sem sé bjóða eiginkonum sinum og unnustum. Sú venja að veita föngunum einstaka sinnum „bæjarleyfi” um helgar hefur ekki gefizt nógu vel, þar eð svo margir fanganna hafa gert tilraunir til flótta i þeim fri- um. — Annað hefði verið óhugs- andi, er hið dæmigerða svar, sem þeir gefa, er þeir hafa náðst á ný. Hugmyndin að „ástarhreiðr- unum” i fangelsunum er ekki með öllu ný af nálinni. 1 Sviþjóð hefur pólitiið lengi velt vöngum yfir hugmyndinni og hafa nú gert sig liklega til að hrinda henni i framkvæmd áður en langt um liður. Fangelsisstjórarnir telja þaö nefnilega nokkurn veginn vist, að ástæöan fyrir þvi að fang- ar stingi af úr tukthúsunum sé i langflestum tilvikum sú, að þeir vilji njóta ásta. HVERSVEGNA GEFA ÞAU GINNY AUGA? Ginny Andrews á heima i stór- borginni London og á við það sama vandamál að striða og svo margar aðrar húsmæður að þurfa að burðast langar leiðir með inn- kaupatöskur sinar i innkaupa- ferðum. Það getur verið þreytandi að burðast með þungar innkaupatöskur timunum saman og geta hvergi setzt niður og hvilt fæturna. En Ginny þessi er sniðug stelpa og leysti þann vanda. Hún hefur gert sér innkaupa- tösku, sem hún getur ýtt á undan sér, en ekki nóg með það, hún getur lika gert sér úr töskunni hið þægilegasta sæti, 'pegar henni býður svo við að horfa. Það eru margir sem þá gefa henni auga — og ekki einungis karlmenn heldur allt eins húsmæður. Auglýsing Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1972—73. Er hér um að ræða styrki úr sjóði, sem stofnaður var 8. mai 1970 til minningar um, að 25 ár voru liðin frá þvi að Norðmenn endur- heimtu frelsi sitt, og eru styrkir þessir boðnir fram i mörgum löndum. Ekki er vitað fyrirfram, hvort nokkur styrkjanna kemur i hlut íslendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára, og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir, sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- eða menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 14. april n.k. —Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 29. marz 1972. TÓNLEIKAR í HLÉGARÐI Fimmtudaginn 6. april kl. 9 e.h. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Lárus Sveinsson. Efnisskrá: Glinka: Ruslan og Ludmilla. Tchaykowsky: Vals úr Þyrnirósu. Haydn: Trompet Concerto. Einleikari: Lárus Sveinsson. H L É Árni Thorsteinsson: Lagasyrpa: Ctsetn. Jón Þórarinsson. Jerry Bock: Lög úr Söngleiknum Fiðlar- inn á þakinu. Strauss: Dónárvals. Oddgeir Kristjánsson: Lög i útsetningu Magnúsar Ingimarssonar. Tónlistarfélag Mosfellssveitar. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavik. Til sölu þriggja herbergja íbúð i 4. byggingar- flokki við Meðalholt. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar að ibúð þessari, sendi umsóknir sinar til skrifstofu félagsins i Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 12. april n.k. Félagsstjórnin. Heilsurœktin The Health Cultivation hefur flutt starf- semi sina í Glæsibæ,nýtt námskeið er að hefjast. Athugið breytt simanúmer 85655.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.