Vísir - 06.04.1972, Síða 7

Vísir - 06.04.1972, Síða 7
VÍSIR. Fimmtudagur 6. april 1972. 7 Ökumenn geta lent á „hávaðafylliríi ## — áhrif hávaða við neðri hávaðamörkin rannsökuð Þú getur orðið drukkinn af hávaða. Það staðhæfa vísindamenn, sem rann- sakað hafa fyrirbrigðið hávaða eða hljóðið í ýms- um myndum. Hávaða- vandamálið er einn þáttur umhverfisvandamála, sem virðast hrannast upp eftir því sem vísindamenn og siðan almenningur gerir sér Ijósar grein fyrir þeim sem hinum dökku hliðum tækniþjóðfélags- ins. Við þolum illa of mikinn hávaða en einnig hávaða, sem liggursvo lágt, að við heyrum hann litt eða ekki. Ekki fyrir löngu var byrjað á að mæla hvers- dagshávaðann, þann sem liggur að neðri eða lægri hávaðamörkunum. En nokkur orð um hávaða- mörkin fyrst. tbúar á sumum stöðum i Kópavogi kannast vel við hann. Þeir búa i flugbraút, aðflugslinan liggur yfir húsum þeirra. Og kvartanir þeirra hafa komið fram i blöðum. Einnig voru efri hávaðamörkin um- ræðuefni, þegar fyrstu bitla- hljómleikarnir voru haldnir á íslandi. Þá voru menn með mælitæki til að mæla hávaða- mörkin — hversu mikið mann- leg heyrn og hljómhimna þyldi. Talað var um heyrnarskaða hljómlistarmanna. Og þetta er það, sem við höfum heyrt um hávaða og hávaðarannsóknir hér. Tvö aðalatriði hafa verið nefnd sem orsök hávaða, sem Varla eru þeir öfundsverðir Ibúarnir i grennd Heathrowflugvaliar I nágrenni Lundúna. Tölfræðin sýnir, að hlutfallsiega fleiri þeirra þurfa á hjálp geðlækna að halda en ibúar rólegri hverfa. En ljósmyndarinn sýnir okkur Ijóslega með aðdráttarlinsunni þá ógn, sem stafar af risa- þotum nútimans. Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir manneskjan þolir ekki. Það er bilaumferð og flugumferð. Nú bætist hversdagshávaðinn við. ökumenn á hraðbrautunum erlendis eru fórnarlömb hvers- dagshávaðans. Áhrifin koma einkennilega fram. Bilstjór- arnir, sem keyra hratt og langar vegalengdir, finna fyrir óþægingum. Þeim finnst þeir vera eitthvað skritnir, hafa það á tilfinningunni að svifa og eiga erfiðara með að sjá — Þetta eru allt saman merki um jafnvægis- truflun. Alveg eins og að geta keyrt bil undir áhrifum áfengis án þess þó að vera drukkinn. „Visindamenn, sem hafa rannsakað hávaðann segja nú „hávaðafylliríið” vera mögu legt. Það á einnig að vara al mennt fyrirbrigði á þjóðvegum þar sem þetta gervifylliri getur upplýst einkennileg óhöpp og slys i umferðinni. Og orsökin er hávaði, sem liggur undir lægri hávaðamörkunum og hægt er að kalla infrahljóð eins og hávaði fyrir ofan efri hávaðamörkin er kallaður últrahljóð. Þessi infrahljóð verða, þegar mikið magn lofts fer á hreyfingu t.d. umhverfis bila á hraðferð, hraðlestir og flugvélar. Þau verða einnig umhverfis disil- vélar i bilum, lestum og skipum, einnig i ýmsum verksmiðjum og á heimilum með oliukyndingu, þurrkunar — og loftstreymis lögn. Visindamenn við Salfordhá- skólann i Englandi hafa upp- götvað, að þessi hávaði getur leitt til óþæginda fyrir man'- neskjuna. Infrahljóðið hefur áhrif á jafnvægistilfinningu margra ökumanna, sem keyra á 90 kilómetra hraða eða meiri, einkum ef glugginn er opinn. I þessum tilfellum er hávaðinn við lægri hávaðatakmörkin það hár, að hægt er að heyra hann og eykur um leið á um- íerðarhávaðann. En jafnvel lægri hljóð, sem heyrast varla geta haft áhrif á ökuhæfni bilstjórans nákvæmlega eins og áfengisáhrif. „Hávaðafylliriið” likist hinu ekta einnig i þvi, að það veitir falska öryggiskennd. Geimferðastofnunin banda- riska hefur rannsakað infra hljóð, sem eru mun kröft ugri. Þau haía verið nefnd sem nýtt striðsvopn. Rannsóknir sýna, að infrahljóðið leiðir af sér höfuðverk, erliöleika með að kyngja, svima, ógleði og sjón- truflanir. En þessi sömu hljóð hvers- dagslifsins eru ekki hættulaus þótt veikari séu. Ýmislegt bendir til þess, og þegar um ökumenn er að ræða geta visindamenn sér þess til, að hávaðinn láti ökumanninn ekki eingöngu finna aðeins á sér heldur geti hann aukið að mun raunveruleg áfengisáhrif, þegar þau eru fyrir hendi hjá öku- mönnum. —SB— TIZKANi Buxnadressin með viðu skálmunum og uppbroti, verð kr. 3.826,— HAFNARSTRÆTI B SlMI 10770 Stœrðfrœðihandbókin Auðveldar undirbúningin fyrir prófin. Fœst hjó flestum bóksölum. r Utgefandi VÍSIR I AUGLÝSINGA- DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 pnnn 86611 Ódýrari en aárir! Snoon IEICAH 44-46. SlMI 42600. Launaútreikning a r m e C ÍVAR SKIPHOLTI 21 SÍMI 23188. DUNLOP HART0N0 0G PRI NOTA BAÐIR MAXPLY FORT DUNLOP BADMINT0N SPAÐA f A* AUSTURBAKKI n / F SIMÞ 38944

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.