Vísir - 05.05.1972, Page 20
VÍSIR
Föstudagur 5. mai 1972.
MARGIR
ÁNÆGÐIR
MEÐ
BÆKLING
HANNESAR
Margir hafa lýst yfir ánægju
meö bækling Hannesar Jónssonar
um landhelgismáliö, en bæk-
lingurinn hefur veriö umdeildur
eins og fram hefur komiö.
Sendiráö Brasiliu I Osló hefur
sent utanrlkisráöuneytinu þakk-
læti fyrir ritiö og kallar þaö „frá-
bært”. Biöur sendiráöiö um fieiri
eintök og kveöst munu kom þvi á
framfæri viö utanrlkisráöuneyti
Brasiliu. Frá stjórnvöldum i
Massachusettsfylki i Banda-
.rikjunum hefur borizt bre'f, þar
sem óskaö er eftir fleiri eintökum
af þessu „frábæra riti” og minnt
á aö fylkiö hafi lýst yfir 200 milna
fiskveiöilögsögu og muni fleiri
fylki i Bandarikjunum hafa
svipuö áform. Stjórnvöld hafa
áhuga á aö dreifa ritinu á þessu
svæöi, svo aö rök Islendinga fyrir
útfærslu veröi kynnt.
Lögfræöingurinn Ian H. Barn-
ett sendir frá Astraliu stuöning
viö lögfræöileg rök, sem koma
fram i ritinu, en hann er jafn-
framt ræöismaður okkar þar.
Aörir ræöismenn lýsa svipaöri af-
stöiðu, meöal annars J. Carl Ross
i Grimsby, sem hrósar framsetn-
ingu i bæklingnum. Ræöismaður-
inn i Santiago i Chile hefur áhuga
á spænskri þýðingu.
Richard Beck segir aö „ritiö sé
prýöilegt i alla staöi”. Aöalræöis-
maöur i Tel Aviv segir frá já-
kvæöum skrifum i blööum þar um
afstööu tslendinga i landhelgis-
málinu. Fleiri ræöismenn hafa
sent þakklæti. 'HH.
Skilyrði Norðmanna
við EBE:
Áfram alger
fríverzlun milll
rikjanna í EFTÁ
Norömenn leggja áherzlu á, aö
þaö sé algert skilyröi þeirra, aö
friverziun veröi áfram milli
þeirra EFTA-landa, sem sækja
um inngöngu i EBE, og hinna
EFTA-landanna, svo sem ts-
lands.
Rikin fjögur, sem sækja um
inngöngu, Bretland, Danmörk,
Noregur og Irland, samþykktu i
gærkvöldi, aö viöræður milli EBE
og annarra EFTA-rikja skyldu
halda áfram samkvæmt umboði,
sem ráðherranefnd EBE hefur
gefiö,og tillögum hennar. EBE-
menn greindu EFTA-rikjunum
frá stööunni og lögðu áherzlu á,
aö tilboö EBE um viöskiptasamn-
inga sé oröiö mun hagstæöara
flestum rikjunum en var. —HH.
.SW.V.
!■■■■■!
ERINDIÐ
ÓLJÓST#/
Guöjón Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Skáksambands
tslands segir um ummæli
Freysteins, aö Skáksam-
bandinu hafi þótt erindi þaö,
sem hann flutti nokkuö óljósl
og sent hraöskeyti til Skák-
sambands Bandarikjanna og
beöiö um staöfestingu.
Sambandiö hafi tvivegis lýsl
þvi yfir, aö Marshall væri vel-
kominn og ekki hafi veriö um
neinn „seinagang” aö ræöa.
Hvað merkir orðið „transit"?
• Ferðfaskrifstofa ríkisins í mái við íslenzkan markað út af þýðingu orðsins
Hvaða merkingu ber að
leggja í enska orðið
//transit". Flugvallafólk
kann sjálfsagt að skýra
það nokkurn veginn —
talað er um „transit-
svæði" og „transit-far-
þega" — t.d. eru margir
af farþegum Loftleiða
„Transit-farþegar"k þ.e.
fólk sem aðeins kemur við
í flughöfninni í Keflavík á
leið vestur um haf eða
austur.
9. júni 1970 gerði Feröaskrif-
stofa rikisins samning viö fyrir-'
tækið tslenzkan markað h.f.
Hætti Ferðaskrifstofan öllum
rekstri sinum á Keflavikurflug-
velli og lét tslenzkan markað
eftir verzlun þar. Var siöan
kveðiö á um það i samningum,
að tsl. markaður skyldi greiða
Ferðaskrifstofunni 21.00 krónu
á hvert „transit-nef”.
Nú hefur Feröaskrifstofan
stefnt tsl. markaöi fyrir samn-
ingsbrot. Segir Ferðaskrif-
stofan aö tsl. markaöur hafi
ekki greitt þennan skatt að fullu
— þaö vanti mikið á. Isl. mark-
aður segir hins vegar, aö hann
hafi greitt upphæðina aö fullu.
„Transit-farþegar”, þeir sem
eiga að kosta tsl. markað, 21
krónu hver, séu það fólk, sem
aðeins hafi skamma viðdvöl á
svokölluðu „transit-svæöi” og
haldi siðan brott.
Ferðaskrifstofan segir aö
„transit-farþegar” séu lika það
fólk sem fer héðan af landi
brott, vegna þess að það fólk
fari um „transit-svæöið”.
Stefnan var þingfest hjá
fógeta á Keflavikurflugvelli i
gær. -GG
BÚRNIN SÝNA
„Skólinn er sprottinn upp úr
Félagi fristundamálara”, sagöi
Baldur Óskarsson skóiastjóri
Myndlistarskólans I Reykjavfk,
,,og hefur starfaö i 25 ár, þannig
aö hann er oröinn rótgróinn i
bæjarlifinu.”
Á laugardaginn hefst svo hin
árlega sýning barna- og
unglingadeildar Myndlistar-
skólans i Asmundarsai. Þar
munu sýna börn á aldrinum 5-15
ára hvers kyns myndir, eins og
börnum einum er lagið, og eru
þær teiknaðar, málaðar og
mótaðar i leir. Tvær ungar
stúlkur, Fjóla Rögnvaldsdóttir
og Anna bóra Karlsdóttir hafa
kennt hinum kornungu lista-
mönnum i vetur.
„Nemendur hjá okkur i vetur
voru um 150, .Þar af 70
fullorðnir, en skólinn starfar frá
okt. — apr. Engin próf eru
tekin,” sagöi skólastjórinn aö
lokum.
Sýning barnanna hefst eins og
Sofandi vegfarendur:
RAÐIZT A BARN
I AUSTURSTRÆTI
— en enginn hreyfði legg né lið!
Þaö geröist um hábjartan dag-
inn I Austurstræti. 10 ára stúlku-
barn var aö koma úr heimsókn til
ömmu sinnar. Hún var aö kveðja
hana, og fór siödegis til sumar-
dvalar i sveit. Hélt stúlkan á
veski nýju, sem amma hennar
gaf henni i kveöjuskyni, og pen-
ingavöndul haföi hún i vasanum,
einnig frá ömmu.
Þá réöust að barninu tveir ung-
lingspiltar, á að gizka á ferm-
ingaraldri. Hrifsuöu þeir veskiö
af barninu, rótuðu upp i þvi, leit-
uöu aö peningum, fundu enga, en
helltu innihaldinu á gangstéttina.
Þetta geröist I Austurstræti i
fyrradag. Fjöldi fólks horföi á at-
vikiö, en enginn liðsinnti barninu,
sem dauöskelkað horfði á fram-
feröi drengjanna og grét.
Loks bar samt þarna aö full
oröinn mann, sem áttaöi sig á
þessum andstyggöar-leik drengj-
anna, og kom telpunni til hjálpar.
Amma barnsins hafði samband
viö Visi i gær vegna þessa, og
lýsti hneykslun sinni á sofanda-
hætti vegfarenda, jafnfram þvi
sem hún vegsamaði manninn,
sem loks bar aö og gat stökkt
skrilmennunum burtu.
—GG
VETRARSTARFIÐ
áður er sagt á morgun kl. 4 og
stendur yfir til kl. 10 um kvöldið.
Henni lýkur svo á sunnudaginn.
Sonur Kekkonens til íslands
ó friðorróðstefnu
Væntanleg er hingaö til lands
næstkomandi sunnudag sendi-
nefnd á vegum Heimsfriöarráös-
ins. Tilgangur fararinnar er eink-
um sá, aö ræöa öryggis- og friö-
armál Evrópu viö Islenzka ráöa-
menn, islenzku friöarnefndina,
önnur félagasamtök og almenn-
ing.
Hingaökoma sendinefndarinn-
ar er liður i samskonar för til
hinna Norðurlandanna til viö-
ræöna viö ráðamenn og almenn-
ing þar i löndum um öryggis- og
friöarmál Evrópu.
Sendinefndina skipa fram-
kvæmdastjóri Heimsfriöarráös-
ins, Romes Chandara frá Ind-
landi, ritari ráðsins Kazimierz
Kielan frá Póllandi og Matti
Kekkonen, sem á sæti I forsætis-
nefnd ráösins. Siöasttalda nafniö
mun láta kunnuglega i eyrum.
Kekkonen...jú, mikiö rétt, hér er
um son Finnlandsforseta að ræða.
—ÞJM
Stakk af á leigubíl
- með 22.000 kr. útvarpstœki vinar síns
Maöur einn fór I gær að skemmta
sér með gömlum kunningja
sinum. Voru þeir félagar nokkuö
viö skál og óku um I leigubil.
Svo fannst manninum, aö hann
þyrfti endilega að fá sér gott út-
varpstæki.
Óku þeir félagar aö verzluninni
Heimilistæki i Hafnarstræti. Fór
maðurinn þar inn og fékk sér
ferðatæki fyrir rlflega 22.000
krónur. Tækið greiddi hann strax
og bar það út I bílinn. Siðan fór
hann aftur inn i verzlunina, þar
sem hann þurfti aö fá sér spennu-
breyti að nota við tækið.
Þegar hann kom i annað sinn út
úr verzluninni, var leigubillinn I
burtu. Maðurinn getur ekki
munað hvaðan leigubilinn var, né
heldur nafn þessa kunningja sins,
sem hann skemmti sér með.
Hvort þeir eru i vitoröi,
leigubilstjórinn og sá biræfni
drykkjufélagi, er ekki gott aö
segja — leigubilstjórinn ætti
a.m.k. aö gefa sig þegar i staö
fram viö rannsóknarlögregluna,
ef hann minnist þessa atviks. -GG.
Enn engin niðurstaða
í einvígismólunum
Skáksamband islands haföi i
morgun ekki gcfiö endanlegt
svar við málaleitan Freysteins
Þorbcrgssonar, aö sögn Frey-
stcins i morgun. Freysteinn
segir, að samkvæmt munnlegu
umboöi sinu fallist lögfræöingur
Fischers á öll skilyröi, sem dr.
Euwe hafi sett, en setji eitt skil-
yröi, um sjónvarpsmálin.
Lögfræöingur , Fischers,
Marshall, vill að þeir banda-
riskir og kanadiskir sjónvarps-
menn, sem hafa áhuga á aö taka
aö sér sjónvarp á islandi frá
einviginu fái, aö hans dómi, full-
nægjandi aöstööu og umboö,
sem jafngildi einkarétti á sjón-
varpi frá einviginu, aö minnsta-
kosti i Norður-Ameriku, aö sögn
Freysteins, aö þvi tilskyldu, aö
tslendingar spasski og Fischer
fái umsaminn ágóöahlut.
Freysteinn segir, áö málaleit-
an sinni hafi ekki verið hafnaö.
Hins vegar hafi Skáksamband
tslands notað „seinagangsaö-
ferð” meö skeytasendingum
með beiöni um frekari upplýs-
ingar i staö þess aö hringja til
Marshalls, eins og hann hafi
beöið um.
Fundur var haldinn i gær meö
Freysteini og stjórnarmönnum
skáksambandsins, eins og hann
hafði fariö fram á. Hins vegar
var ekki fundur meö þeim i gær-
kvöldi, og nýr fundur haföi ekki
veriö boðaður aö sögn Frey-
steins.
Freysteinn hefur aö beiðni'
Marshalls fariö þess á leit við
Skáksamband tslands, aö þaö
bæöi um 72ja stunda lengingu
frests, en Skáksambandiö
hafnaði þvi, aö sögn Freysteins.
Fresturinn rennur út i fyrra-
málið, og eiga Fischer og
Spasski fyrir þann tima aö hafa
gengið að úrskurði dr. Euwes
um, að allt einvigiö veröi i
Reykjavik eða verða ella úr
leik.
—HH.