Vísir - 06.06.1972, Side 3
VÍSIR. Þriðjudagur 6. júni 1972.
3
r
Sólskins-
rölt
Eftir grámygluiega helgi vökn-
um við á mánudagsmorgni við
það, að sólin skin inn um glugg-
ann, sem verður til þess að við lit-
um glaðari fram á erfiðan vinnu-
dag. Og þó — það er kannski ekki
beint skemmtileg tilhugsun fyrir
skrifstofublækur og aðra að þurfa
að sitja yfir ritvélum cða öðrum
glamursvélum heilan sólskins-
dag, meðan aðrir geta leyft sér
það að spranga um i góða
veörinu.
Visismenn ákváðu að segja
skilið við inniveruna og héldu út i
góða veðrið. Græn af öfund virt-
um við fyrir okkur sólbrennt
skólafólk, sem hamaðist með
hrifur og skóflur I garðyrkjunni.
Það var nóg af þvi i Laugar-
dalnum. Siðhærðir piltar og fall-
egar, léttklæddar, ungar stúlkur
bograndi við blómabeðin. Allt til
þess að auka á fegurðina.
,,Þetta er sko bara klikujobb og
ekkert annað,” sögðu þær Stein-
unn Bergsteinsdóttir og Sigriður
Þorvaldsdóttir, sem sátu við
blómabeð og hlúðu að blómunum
og islenzku grösunum.
— En hvernig fenguð þið þetta?
,,Uss, bara með frekjunni, og
það er lika alveg ferlega gott að
vinna hérna. Enda er eftirspurnin
mikil, allir vilja geta verið úti i
sólinni á sumrin. Enda engin
furða, maður er bograndi yfir
skólabókum allan veturinn.”
— Er ekki talsverður straumur
af fólki hingað?
„Jú, jú, sérstaklega þegaj
svona gott veður er. Það koma
Ilollendingurinn Boomsma og fjölskyldan — Ekkert
hægt að segja um Reykjavik ennþá.
V*' < r ^ '< * áuSíK mÆc**
Skemmtilegt aö breyta til og sjá*veröldina i allt ööru ljósi.
SÚ „SLASAÐA" HLJÓP
HEIL Á HUFI Á BROTT
en reyndist samt meidd, þegar oð var gáð
„Meiddiröu þig, litla skinnið?”
spuröi ökumaðurinn litla telpu,
sem hlaupið hafði i veg fyrir bil-
inn hjá honum á Sundlaugavegi.
„Nei, nei — ekki neitt,” sagði sú
litla, og á limaburðinum, þegar
hún tók til fótanna áleiðis heim til
sin, varð ekki séð, að neitt amaði
að lienni.
ökumaöurinn varpaði öndinni
léttar og ók brott.
Slík atvik sem þessi hafa
nokkrum sinnum komið fyrir og
stundum með nokkrum eftirköst-
um, eins og i þessu tilviki, sem
varð á fimmtudaginn. — Siðar
hefur læknisrannsókn leitt i ljós,
að litla telpan hafði hlotið nokkur
meiðsli, engin alvarleg þó. Og nú
þurfa foreldrar hennar að hafa tal
af ökumanninum, en hvarer hann
að finna?
Það verður seint mæld sú
vinna, sem borgarar og lögreglan
hafa lagt i það að reynda að ná
sambandi við ökumenn eftir ein-
mitt eitthvert svona minniháttar
óhapp. Ef hinsvegar ökumaður
ræki augun i þessa klausu, mundi
hann spara viðkomandi fólki
mikið ómak og amstur meö þvi að
gefa rannsóknarlögreglunni
skýrslu af atvikinu. -GP
lika margir til okkar, sem eru að
fást við að setja upp garða, og
spyrja ráða, hvernig eigi að hafa
þetta blóm eða hitt.”
„Hvað eruð þið að gera með
leyfi, af hverju eruð þið að
skrifa?”, spurðu litlir snáðar,
sem veltust um á túninu og léku
sér aö nýslegnu grasinu.
„Nei, ekki taka mynd”, sagði
einn af þeim. En hvort honum lik-
aði betur eða verr, þegar ljós-
myndarinn smellti af, er ekki svo
gott að segja, en hann stillti sér
alla vega upp og stóð meira að
segja á höfði.
Pottormarnir skellihlógu, og
við héldum áfram.
Túristarnir streyma til lands-
ins, og i Laugardalnum er búið að
koma upp allra myndarlegustu
tjaldborg.
Ráfandi milli tjaldanna og
heyrandi alla kastandi á mann
kveðju, dettur manni i hug, hvort
tslendingar myndu gera það
sama. Kannski ef þeir tjölduðu a
tjaldsvæði i erlendri stórborg, en
sennilega ekki hér heima. Ein-
hver sagði,. að tslendingar væru
svo jarðbundnir og héldu sig aö-
eins við staðreyndir. Ef til vill
eitthvað til i þvi.
Hollendingurinn Boomsma,
kona hans og sonur, komu til
landsins i gærmorgun.
„Það er ekki hægt að segja enn-
þá, hvort manni lizt vel á landið
ykkar eða ekki, við erum svo ný-
komin, en við eigum eflaust eftir
að kynnast þvi betur, við ætlum
að vera hérna i viku til 10 daga.”
— Og hvernig er svo að búa
svona i tjaldi?
„Það er erfitt fyrst”, svarar
eiginmaðurinn, „Annars hef ég
búið heilmikið i tjaldi á ferðalög-
um, en það er önnur saga með
konuna mina, hún er þessu alls
óvön.”
Hlaupandi hópur af börnum
innan um tjöldin vekur athygli
okkar. Það reyndust vera 18 nem-
endur á aldrinum 11-15 ára frá
Toronto island school i Kanada á
ferðalagi hér um landið ásamt
kennurum sinum. Þau komu
einnig til landsins i gærmorgun
með Loftleiðavél frá New York.
— Hvers vegna varð ísland fyr-
ir valinu?
„Jú, við höfum kennt nemend-
um okkar mikið um tsland og les-
ið um þaö, og einnig komu hingað
tveir bekkir úr sama skóla fyrir
nokkuö löngu og létu vel af ferð-
inni. Hér munum við dvelja i
nokkra daga, en siðan förum við
einn dag til Grænlands og heim.”
Verzlanir á öllum Suðurnesjum
loka á laugardögum í sumar
„Viö ætlum að prófa þessa
laugardagslokun i sumar, og cf
hún gefst vel kemur til grcina að
hafa einnig lokað á laugardögum
yfir veturinn, og verður
samningurinn endurskoðaöur i
haust með tilliti til þcss.”
Þetta sagði Karl Pálsson for-
maður Verzlunarmannafélags
Suðurnesja i samtali við Visi i
gær. Frá og með 1. júni eru allar
verzlanir á Suðurnesjum opnar
frá kl. 9 til 17,30 fjóra daga
vikunnar og til kl. 20 á föstu-
dögum. A laugardögum er hins
vegar lokað. Þetta er samkvæmt
samningi sem Verzlunarmanna-
félagið gerði við Kaupfélag
Suðurnesja og Kaupmannafélag
Keflavikur, og gildir laugardags-
lokunin til 1. september.
Þegar vinnutímastyttingin tOK
Styttan af Pallas Aþenu, scm
hvarf fyrir 3 mánuðum frá
Menntaskólanum i Lækjargötu,
fannst i gær — inni á skrifstofu
rektors sjálfs.
Þangaö hefur hún verið flutt
um helgina, en rannsóknar-
lögreglan, sem strax var kvödd
til, þegar menn komu að
styttunni inni á rektors-
skrifstofu komst að raun um að
styttan hefur allan timann verið
falin i skólanum sjálfum. Niðri i
gildi i vetur voru verzlanir á
Suðurnesjum opnar til kl. 17.30
nema föstudaga til kl. 18. Þá var
einnig opið til hádegis á laugar-
dögum, en verzlunarfólk fékk
siðan einn fridag i mánuði til að
koma út með 40stunda vinnuviku.
Um leið og þessir samningar voru
gerðir var gengið frá samkomu-
lagi um laugardagslokun i sumar,
og fellur þá hinn mánaðarlegi fri-
dagur niður.
Karl sagði að fólk tæki þessari
breytingu vel, og i gærdag allt
fram til kl. 20 var fólk að gera
helgarinnkaup og kvartaöi
ekki undan laugardagslokuninni.
Nokkur ágreiningur er kominn
upp vegna þriggja verzlana sem
selja út um op fram eftir kvöldi
allar algengar verzlunarvörur.
Standa nú yfir viðræður um að
gamalli kolageymslu i
kjallaranum.
Styttan var óskemmd.
Grunur leikur á þvi, að þeir,
sem valdir voru að hvarfi stytt-
unnar hafi verið margir saman
og séu mjög vel kunnugir innan
veggja skólans. Styttan cr þung
og margra manna tak, þcgar
hún er horin um þrönga ganga
og dregin niöur um litla lúgu —
eins og þjófarnir hafa þurft aö
gera, þcgar þeir földu hana i
kjallaranum. — GP
loka þessum opum eða þá þær af-
greiði aðeins eftir vörulista. Fólk
þarf ekki að óttast að ekki verði
hægt að fá vott eða þurrt um
helgar i Keflavik þótt verzlanir
loki. Söluturnar hafa eftir sem
áður opið á kvöldin og um helgar.
Og verzlunarfólkið er guðsfegið
að geta nú sofið út tvo morgna i
viku og lái þeim það hver sem
vill. —SG
Erlendir
kaupstefnumenn til
Akraness í mat
Um 90 manna hópur lagði leið
sina uppá Akranes i gærkvöldi til
að fá sér ærlega máltiö. Var hér
uin að ræða þátttakendur i ferða-
kaupstefnunni, sem hófst um
helgina. Komu þeir saddir og
sælir til baka nokkru eftir mið-
nætti.
Ákveðið hafði vérið að snæða i
Naustinu um hádegið og þaö
löngu ákveðið að kynna þar
islenzka sjávarrétti fyrir
erlendum þátttakendum kaup-
stefnunnar. Það fórst fyrir vegna
kokkaverkfallsins og fengu menn
smurt brauð i staðinn. Hins vegar
var ákveðið að gefast ekki upp á
þvi að kynna þessa rétti og þvi
fariö til Akraness þar sem hóteliö
veitti mönnum innsýn i sjávar-
rétti og fyllt lambalæri og máltið-
inni lauk siðan með kaffi og
pönnukökum. Létu menn hið
bezta yfir og eflaust hafa margir
öfundað þá stórum meðan þeir
nörtuðu i rúgbrauðið sitt.
Pallas Aþena fannst
ó skrifstofu rektors
—SG