Vísir - 06.06.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 06.06.1972, Blaðsíða 7
cyWenningarmál HÁTIÐ ER TIL HEILLA BEZT Þaö varekki iila til fund- ið að leika Sögusinfóníuna eftir Jón Leifs við opnun listahátíðar f Reykjavik. Ætli þurfi ekki eitthvert slíkt tilefni til að fá menn til að sitja með tíIhlýðilegri andakt undir þessum ein- kennilega rembingi? Á hinn bóginn er því ekki að neita, hvernig sem mönn- um líkarað hugsa út i það, að einmitt Sögusinfónían er nafntogaðasta tónverk ís- lenzks höfundar — og hafði þó aldrei verið flutt á Is- landi fyrr en á sunnu- daginn. Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráöherra vék að þvi i setn- ingarávarpi sinu aö aðsökn og undirtektir i ár mundu skera úr þvi hvort listahátiðin i Reykjavik ætti raunverulega framtið fyrir sér. Nú væri ekki nýjabrum á sliku hátiðarhaldi lengur en reyndi þvi meir á raunverulegan áhuga manna á efninu sem fram er reitt á hátiðinni. Ekki þarf nema lita yfir dag- skrá listahátiðarinnar til að sann- færast um að þar muni vera völ á einhverju efni við flestan smekk: likast til hefur aldrei verið jafn- mikið framboð á vandaðri vöru á islenzkum listmarkaði og þessa dagana. Að þessu leyti hefur for- stöðumönnum hátiðarinnar hald- izt vel á reynslunni frá þvi i hitti- fyrra — fjölbreytni hennar var þá og er nú mesti styrkur hátiðar- innar. Og verðlagi á .hátiöinni viröist vera mjög i hóf stillt á við það sem annars staðar gerist og hér er að venjast. Þegar af þess- um ástæðum virðist ekkert þvi til fyrirstöðu að listahátiðin i Reykjavik verði raunverulega al- þýðleg hátið sem lifi og þrifist á áhuga og aðsókn alls almennings. An efa er lika þörf á slikum varanlegum almennum áhuga á þvi sem fram fer á listahátið eigi hún að viðhaldast til frambúðar. Þótt hún komi sér sjálfsagt vel i auglýsingum og áróðri ferða- málamanna þarf ekki að vænta þess að aðsókn erlendra eða inn- lendra feröamanna að hátiðinni verði um fyrirsjáanlega framtið slikur tekjustofn að úrslitum ráði um fjárhagslega afkomu hennar. Það er á hinn bóginn ein af for- sendum listahátiöar að hún verði svo sem viðbót eða aukageta með öðru listastarfi i landinu, en ekki fjárhagslegur baggi á þvi. En það yrði hátiðin vafalaust ef þyrfti til frambúðar að greiða af henni verulegan halla. I þessu efni verður reynsla af listahátið i ár lærdómsrik. Innlend efni á listahátíð - Eftir fyrri listahátiö heyrðust þær raddir að hlutur innlendrar listar og bókmennta hefði verið fyrir borð borinn á hátiðinni. Nú verður ekki að þvi fundið þótt er- lendar stórstjörnur sem hátiðina sækja veki mesta ath • og umtal fyrirfram: listahátið er beinlinis til þess haldin aö fá slikt snilldar- fólk i heimsókn. En jafnframt er til þess ætlazt að hátiðin orki sem örvun og hvatning á annað listallf og menningarstarf i landinu, verði tilefni nýrra verka, veiti tækifæri til að meta stöðu, mátt og getu innlendrar listmenningar á hverjum tima. Eða er það ef til vill til of mikils mælzt? Allt á litið er hlutur innlendrar listar alls ekki litill á hátiðinni sem nú er hafin. Mest kveður vitanlega að tónlist, verkum is- lenzkra tónskálda frá Jóni Leifs til Atla Heimis og Gunnars Reyn- is Sveinssonar, og Sinfóniuhljóm- sveit tslands sem ugglaust nýtur lika til frambúðar góðs af starfi sinu að hátiðinni. En hlutur leik- húsanna er lika miklu meiri i ár en á fyrri hátið, þrjár nýjar leiksýningar á fjölunum þessa hátiðisdaga, og meira fer nú en áður fyrir ýmiskonar bókmennta- efni. Og mikið og fjölbreytt myndlistarefni er á boöstólum á mörgum sýningum viös vegar um bæinn allt frá mannamyndum Jó- hannesar Kjarval i Kjarvalshúsi til Afrikulistar. Þar á meðal er siöasta stórsýning norrænnar list ar i hinu nýja myndlistarhúsi á Miklatúni sem ásamt sýningu Listasafns tslands veitir væntan- lega einhverja hugmynd um stöðu islenzkrar samtimalistar á móts viö það sem annarstaðar gerist. Meira pop Það er sem sé af nógu aö taka á listahátið — engin ástæöa sjáan- leg til að óttast það fyrirfram að hátiðin einangrist af snobbi og finheitum. Það er satt að segja allt undir gestum hennar komið. En hinu er að visu ekki að neita að ekki fer mikið fyrir hreinum og beinum nývirkjum á hátiðinni — allt meginefni hennar fer fram innan ramma viðtekinna list- nautna, hefðbundinnar spari- menningar listanna. Að þvi leyti til er hið forgengilega listaverk Kjartans Guðjónssonar, Menn- ingarvitinn úti fyrir Laugardals- höll mjög svo viðeigandi einkenn- istákn hátiðarinnar. En lika minnir hann á það að einn til- Einkennistákn iistahátiðar — Menningarvitinn eftir Kjartan Guðjónsson. gangur listahátiðar mætti vera aö rjúfa venjubundin landamæri list anna, hversdags og hátiðar. Þess vegna hefði meöal annars verið velviðeigandi að hafa lika pop- tónleik á listahátið. Elísabet Gunnarsdóttir skrífar um listahátíð: Norrœn myndlist — slétt og felld Á Listahátíðer framboð á myndlist það mikið, að þeir sem ætla að sjá allar sýn- ingarnareiga ekki um ann- að að velja en að safna í sarpinn eins hratt og þeir geta næsta hálfa mánuð- inn, og leggjast svo á melt- una, þegar hátíðlegheitin eru afstaðin. Það er galli við svona hátíðir, að hætta er á að menn borði yfir sig af listinni, sérstaklega þar sem ekki er boðið upp á kræsingar sem þessar nema i hálfan mánuð ann- að hvert ár, og fæðið heldur rýrt þar á milli. En það var ekki ætlunin að koma hér með vangaveltur um listahátiðina, heldur minnast litillega á sýninguna Norræn list i nýja sýningarskálanum á Miklatúni. Húsið er reyndar ekki fullgert og kemur það nokkuð aö sök á þessari sýningu, þvi að sumar myndirnar njóta sin ekki sem skyldi á ófrágengnum veggjun- um. Annars virðist þetta ætla aö verða ágætis hús, bæði rúmgott og einkar hentugt til sins brúks. Sýningin er á vegum Norræna listbandalagsins, og er henni ætl- að að gefa nokkurt yfirlit yfir það helzta i myndlist á Norðurlönd- um. Þetta hlutverk uppfyllir sýn- ingin að visu ekki nógu vel, a.m.k. er islenzka deildin langtfrá þvi að vera þverskurður af þvi sem hér er að gerast. Þar vantar tilfinn- anlega meira af yngri kynslóð- inni, og i dönsku og sænsku deildunum saknaði ég nýju realistanna og þeirra sem eru að fást við harða pólitiska list. Hin löndin tvö þekki ég ekki nógu vel til aö geta sagt neitt um hvað þar kunni á að vanta, en það hefði verið skemmtilegt að fá fleiri verk frá Finnlandi, þvi þaöan hef- ur litið sézt hér. Sýningunni er skipt niöur eftir löndum, og er þvi gott að bera saman hvar á vegi þessar þjóðir eru staddar. 1 heild fannst mér sænska deildin bezt. Það er mikil breidd i henni og kraftur og mörg ágæt verk, t.d. frumstæðar trémyndir Áke Pallarp, netrelif Barbaro Backström og skraut- legir skúlptúrar Walter Bengts- son, einkum þó „Höfuðið” hans. Fleira mætti nefna þarna eins og vefnað Lennart Rodhe, sem er stórtækur og ekki að skera neitt við nögl. Heldur þyngra er yfir finnsku deildinni. Trémyndir Mauno Hartmans bera deildina næstum ofurliði. Minna fer fyrir relifum Aarno Salosmaa, en þau eru einstaklega skemmtileg og sama er að segja um fágaða skúlptúra Kari Huhtamo, sem eru gullfallegir. Hinar deildirnar þrjár eru held- ur slappari en þær finnsku og sænsku. Danska deildin er slétt, felld og snotur, en ekki að sama skapi spennandi. Skúlptúrar Erik Heide skera sig þó úr, hráir og óhuggulegir, dýrshræ steypt i járn, en bera af i þessari deild. Um norsku og islenzku deildirnar er litið að segja, þar má varla á milli sjá hvor er lélegri. Sú norska er tilbreytingalitil og þreytandi og þar sker sig ekkert frá öðru, og um leiö eins og hún sé frá allt öðrum tima en hinar deildirnar. tslendingar sýna þarna sömu gömlu, góöu tugguna og áður, með þó örfáum nýjung- um, sem eru yfirleitt til bóta. En við höfum séð þetta næstum allt áður, svo ástæðulaust er að fara nánar út i það. Þetta verður i siöasta skipti sem Norræna listbandalagið gengst fyrir sýningu af þessu tagi. Þær hafa reynzt of þungar i vöfum og þess vegna er hug- myndin að breyta nú til og reyna að koma samskiptum landanna á þessu sviði yfir á annað form. Það verður þvi bið á að Reykvikingum gefist jafngott tækifæri og nú til að fá nokkra yfirsýn yfir norræna myndlist. Þrátt fyrir ýmsa galla sem eru á þessari sýningu er hún vel þess virði að gefa sér góðan tima til að skoða hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.