Vísir - 06.06.1972, Síða 9
8 .
VÍSIR. Þriðjudagur 6. júni 1972.
FIMM ÖRLAGAMÍNÚTUR FÆRÐU
BLIKUNUM TVÖ MÖRK OG STIG
- Valsmenn höfðu 2:0 yfir, þegar 5 mín. voru eftir, en járnharðir Breiðabliksmenn jöfnuðu
Fimm minútur i
knattspyrnuleik geta
skipt öllu máli. Fimm
siðustu minúturnar i leik
Vals og Breiðabliks voru
þannig. Tvö mörk til að
jafna leikana, og
þrumuskot i stöngina frá
Breiðablikum. Kannski
var jafntefli ekki „rétt-
lát úrsíit”.TCn hvað eru
annars réttiát úrslit? Jú,
mörkin telja, og sá sem
skorar fleiri mörk er tal-
inn verðugur sigurveg-
ari. „Næstum mark” er
ekki talið liði til vinn-
ings.
Valsmenn voru fremri i öllum
listum knattspyrnunnar i fyrri
hálfleiknum, þegar liðin mættust
i góða veðrinu á Melavellinum i
gærkvöldi. Og sannarlega mega
Breiðabliksmenn þakka hinum
unga (og oft ævintýralega) mark-
verði sinum, Ólafi Hákonarsyni.
Hann hljóp hvað eftir annað gegn
Valsmönnum, sem komizt höfðu i
gegnum gatasiuna, sem kölluð er
vörn, og áttu aðeins eftir að glima
við hinn unga markvörð. Ingi
Björn var lika óheppinn, klessti
boltanum i stöngina.
Breiðablik átti sin hættulegu
tækifæri, en tókst ekki að skora.
Vals framlinan var með leikinn i
sinum höndum og á miðjunni
trjónuðu þeir Bergsveinn Alfons-
son og Ingvar Elisson eins og
kóngar i riki sinu, hreinir ein-
ræðisherrar.
Valsmenn reyndu með góðum
árangri að stinga knettinum inn i
eyður og áttu varnarmenn
Breiðabliks erfitt að hemja slikar
sendingar. Og ávöxturinn? Tvö
m örk!
A 18. minútu komst Alexander
Jóhannesson i gegn og vippaði
snoturlega yfir Ólaf Hákonarson,
sem litið sem ekkert gat aðhafst
annað en koma út á móti og reyna
þannig að loka markinu, en við
þessu sá Alexander sem sé.
Seinna markið kom á 27. min-
útu, þegar Ingibjörn Albertsson
komst inn fyrir og fékk boltann
sendan, greinilega rangstæður,
og skoraði með góðu skoti fram-
hjá ólafi. Rangstöðuna sáú allir,
nema Óli Ólsen, linuvorður að
austanverðu við völlinn. Hafði
hann sólina beint framan i sig, og
var greinilegt á öllum tilburðum
hans, að hann hafði ekki séð sem
skyldi hvað gerðist. Furðuðu
menn sig mjög á að markið skyldi
dæmt gott og gilt.
En það furðulega gerðist eftir
þetta mark. Þaö var engu líkara
en Valsmenn ætluðu að njóta
þessara tveggja marka, verja
þau á einhvern hátt i stað þess að
sækja af sama kappi og fjölga
mörkum.
Miðjumennirnir voru smám
saman reknir úr riki sinu, en þeir
Haraldur og Þór Hreiðarsson
tóku við miðjuveldinu, — og nú
var það Breiðablik, sem eignaðist
mun meiri hluta i leiknum en
áður.
Yfirleitt var þarna leikin allra
sæmilegasta knattspyrna á báða
bóga, oft mjög góð. Þó var eins og
Breiðabliksmenn ættu erfiðara
með að nota stungubolta inn á
hraða framlinumenn eins og Guð-
mund Þórðarson.
Seinni hálfleikurinn leið. A 3. og
12. minútu komst Þór Hreiðars-
son i dauðafæri frammi fyrir
markinu, en tókst i hvorugt
skiptið að skora mark.
Valsmenn lágu að mestu í vörn,
en í framlinunni sýndi Hermann
Gunnarsson hvað eftir annað ein-
staklingsframtak, sem sifellt
ógnaði. I eitt skiptið kom hann
geysimiklu skoti á markið, sem
hafnaði í þverslá af heljar miklu
afli.
En ekkert virtist ætla að breyta
þeirri staðreynd að Valsmenn
tækju bæðistigin og klifruðu upp i
viröulegra sæti en botninn er.
Fimm minútur eftir, og margir
farnir að hugsa til hreyfings.
Þá er hornspyrna frá vinstri.
Gisli útherji framkvæmdi þarna
fallega spyrnu, eitt af mörgu
stórvel gerðu hjá þessum unga
„Hélt að Páll
hreinsaði frá"
- og Páll treysti á Sigurð í markinu
„Mér fannst Fáll ætla aö innkastið, sem Einar Þórhalls-
hreinsa frá, — en hann treysti son skallaði inn að markinu,
aftur á móti á mig, og þvi fór kom snöggt inn að markinu og
sem fór”, sagði hinn frábæri Hinrtk fékk þar tækifæri á að
markvörður Valsmanna, Sig- breyta enn stefnunni inn að
urður Dagsson, eftir jafnteflið markinu, — og þar með var
við Breiðablik i gærkvöldi um . jafntefli staðreynd, enda þótt
jöfnunarmarkið tveim minútum óbyrlega blési fyrir Blikana,
fyrir leikslokin. þegar aðeins voru 5 minútur
Það varð til að rugla þá að eftir og Valur með 2:0 yfir.
Þorðu ekki að
nota Jóhannes
Valsmenn treystu sér ekki til að
setja Jóhannes Eðvaldsson inn á
i leikinn I gærkvöldi.Þeir töldu
ekki útilokað að slíkt gæti boðið
upp á kærur og lciðindi eftir
leikinn.
Var talið ráðlegra að fá það á
hreint frá FIFA, alþjóöasam-
bandi knattspyrnumanna, hvort
Jóhannes hefði leyfi til að leika
meö Val eftir veruna með s-
afrfska félaginu, þar sem hann
hefur æft og leikiö undanfarna 5
mánuði
leikmanni, — og sannarlega
miðaði hann nákvæmlega á höfuð
Guðmundar Þórðarsonar, sem
skoraði af stuttu færi, 2:1.
Og enn færðust Blikarnir I
aukana við þetta. Nú varð sóknin
fyrst fyrir alvöru sterk. Og þetta
færði þeim annað markið. Nú
fyrst minntu þeir á baráttuliðið
frá i fyrra, hreint ódrepandi!
Innkast frá vinstri, allnærri
endamörkum var tekið af Þór
Hreiðarssyni, langt og mikið,
og þar var Einar Þórhalls
son sá mikli risi kominn.
Hann skallaði aftur fyrir sig eld-
snöggt, boltinn rann yfir að
markinu, Valsmenn stóðu þar
klumsa, — en Hinrik bróðir
Einars var þar staddur og beindi
boltanum nettlega i rétta átt, —
boltinn rann áfram og inn fyrir
marklinu, en örvæntingarfullar
tilraunir Valsmanna á marklin-
unni dugðu ekki.
Rétt áður hafði Ólafur átt mikið
skot i stöng Valsmarksins, —
sannarlega munaði þar ekki
miklu að jöfnunin kæmi fyrir
Breiðablik.
Ég er ekki frá þvi að Valur
hefði átt að vinna þennan leik
með 1-2 mörkum, ef fara á eftir
tækifærum, en eins og fram hefur
komiðhér á undan, þá er ekki tal-
ið í marktækifærum, og því fór
sem fór.
Hitt er annað mál, að Breiða-
bliksmenn sýndu þarna á sér sína
sterku hlið, — þeir gefast ekki upp
fyrr en i fulla hnefana. Og slikir
kostir eru dýrmætir knattspyrnu-
liði. Með þeim baráttukrafti, sem
þeir sýndu i gærkvöldi ætti liðið
að safna mörgum stigum i deild-
inni i ár.
Vörn liðsins er aftur á móti göt-
ótt i meira lagi, og ég hef grun um
að nokkuð sé ranglega stillt upp i
vörnina, v. bakvörður gæti t.d.
verið betri annars staðar á vellin-
um og á miðjuna þyrfti Einar
Þórhallsson að fá styrka stoð til
að styðjast við. Framlinu-
mennirnir virðast sumir ekki
skilja hlutverk sitt, útherjar
sækja of inn á völlinn o.s.frv.
Valsliðið var gott framan af .
En hvað gerðist siðan? Botninn
datt fyrirvaralaust úr liðinu,
þegar Blikarnir sýndu klærnar. 1
framlinunni fannst mér allt of
litið koma út úr þeim góðu leik-
mönnum sem sftipa hverja stöðu.
Einna helzt var það Hermann,
sem skapaði hættu.
Guðmundur Haraldsson var
góður dómari, — en annað mark
Vals var hrein rangstaða, það sáu
allir, sem voru svo heppnir að
hafa sólina ekki beint i augun.
-JBP-
BRUNIÐ ER HENNAR
SERGREIN
Ung íslenzk skíðakona
vekur miklar vonir í USA
Venjulega er brunið talið fþrótt
fyrir karlmenn, og þá aðeins stál-
taugar. En hún Áslaug Olfars-
dóttir i Aspen i Colorado er dálitið
óvenjuleg að þvi leyti að brunið er
hennar sérgrein. Og enda þótt
hún sé aðeins 15 ára gömui, gera
Bandarikjamenn sér vonir um að
hún geti tekið þátt i Olympiuleik-
unum, sem verða i Denver,
skammt frá heimaborg Aslaugar,
eftir 4 ár.
Áslaug hefur náð mjög eftir-
tektarverðum árangri og er
komin niður i 60 punkta sam-
kvæmt kerfi alþjóðasambandsins
FIS, sem er taliö mjög gott.
Áslaug æfir eins og aðrir þeir
sem huga að keppni i Aspen, á
hverjum degi, keppir um helgar,
og notar öll fri eins og frekast er
unnt. Markmiðið er sem sé
Olympiuleikar, — hvort það
verður Bandarikin eða Island er
ekki hægt að segja um, en staö-
reyndin er sú, að Aslaug, sem
fluttist barnung með foreldrum
sinum, Olfari Skæringssyni og
Hjördisi Siguröardóttur sem bæði
voru kunn i skiðasportinu hér
heima, áður en þau fluttu
búferlum til Ameriku, er
islenzkur rikisborgari eins og
foreldrar hennar.
Nú hefur Aslaug fengið stór-
kostlegt boð, hún fer til Frakk-
lands með Sim Thomas, þjálfara
sinum i Aspen, og mun hún æfa
undir leiðsögn hins fræga þjálfara
Georges Goubert, sem var talinn
hinn mesti byltingarmaður i
þjálfun upp úr 1960 og siðar, en
hann átti mestan þátt i að endur-
reisa veldi Frakka f skfðaíþrótt-
inni. Eru bækur hans kunnar
skiðamönnum um öll lönd.
Sigurður Einarsson, skiða-
maður úr ÍR, hálfbróðir
Aslaugar, heimsótti fjölskylduna
i Aspen fyrir siðustu áramót og
var að vonum hrifinn af þeirri
aðstöðu sem þarna er, enda er
bærinn kunnastur fyrir skíða-
iþróttina og dregur til sín aragrúa
af ferðafólki á ári hverju.
Sigurður kvað það óvenjulegt
að brun yrði sérgrein kvenna, og
þvi beindust augu bandarisku
þjálfaranna svo mjög að Aslaugu.
Olympiuleikarnir i Denver verða
eiginlega á „heimavelli”
Áslaugar, og þvi augljóst
hagræði. Þá verður Aslaug og á
mjög góðum aldri, um tvitugt, og
til afreka likleg. í þeim
keppnum, sem Sigurður sá systur
sina, tapaði hún naumlega fyrir
stúlkum, sem voru 2—3 árum
eldri, en hún er i efsta flokki
unglinga, en er þar á meðal
þeirra allra yngstu.
Sigurður kvaðst eiga von á
Áslaugu i heimsókn til Islands i
næsta mánuði, þ.e. áður en hún
heldur til Frakklands til Alpe
d’Hues. Er ætlunin að Áslaug
haldi m.a. i Kerlingarfjöll og
keppi þar á móti, sem mun fyrir-
hugað.
Þess má geta i sambandi við
Aspen, að þar eru tveir skiða-
menn til viðbótar, íslendingar
reyndar. Það eru þeir Steinþór
Jakobsson frá tsafirði og Asgeir
Christiansen.Starfa þeir og Úlfar
á vetrum við skiðakennslu, en á
sumrum starfa þeir við fyrirtæki
Úlfars, sem sér um skipulagningu
á skrúðgörðum.
— JBP —
Áslaug Úlfarsdóttir
í keppni
r
VtSIR. Þriðjudagur 6. júni 1972.
9
... og þar með var
draumurinn búinn
Já, þarna byrjaði Valur að hrynja með
þessum ágæta skalia frá Guðmundi Þóröar-
syni, þar sem hann þrykkir boltanum af alefli
i netið á bak við Sigurð Dagsson i markinu.
Þrem min. siðar er boltinn enn I netinu, og
skömmu áður hafði hann lent i stöng
Valsmarksins.
Skipstjórinn líka feng-
sœlastur allra í golfinu
Þaö er ekki aö spyrja að
þeim, skipstjórunum á
bátaflotanum okkar. Þeir
eru fengsælir, hvort heldur
þeir eru að eiga við gol-
þorska einhvers staðar úti í
ballarhafi, — eða þá elta
golfbolta á einhverjum af
golfvöllunum okkar.
Þannig var það á laugardaginn
vestur á Nesvelli, þegar Sigurður
Héðinsson (bróðir Jóns Ármanns,
alþingismanns), kom út sem
sigurvegari i Pierre Robert —
golfkeppninni, fjölmennasta golf-
móti ársins til þessa, en þar
mættu 123 kylfingar til leiks þrátt
fyrir leiðinlegt keppnisveður.
Sigurður lék af öryggi og yfirveg-
un og sigraði i erfiðri og spenn-
andi keppni, þar sem úrslit lágu
ekki á hreinu fyrr en við holuna á
siðustu keppnisbrautinni.
Keppt var i fimm ílokkum.
Nokkrir kylfinganna komu inn á
pari, einn þeirra, Július Júliusson
úr Hafnarfirði á 34 höggum, eða
einu undir pari, og Jóhann Guð-
mundsson úr Reykjavik á 33
höggum eða tveim undir pari,
sem er jafnt og vallarmetið á 9
holunum.
Úrslit i Pierre Robert-keppninni
urðu sem hér segir:
PIERRE-ROBERT stigakeppni G.S.t. (25 keppendur).
1. Sig. Héðinsson. GK 41-40 = 81-36-35-71 = 152
2. Július.R. Júliuss. GK 45-38 = 83-36-34-70 = 153
3-4. Þorbjörn Kjærbo GS 41-40 = 81-37-36-73 = 154
3-4. Björgvin Hólm GR 41-39 = 80-39-35-74 = 154
PIERRE-ROBERT ineistaraflokkur (23 keppendur).
1. Loftur Ólafsson NK 36-43 = 79
2. Hans Isebarn GR 40-40 = 80
3. Björgvin Hólm GK 41-39 = 80
1 6 næstu sætum voru allir á 81 höggi svo að aðeins skildu 2 högg 1. og 9.
sæti.
PIERRE-ROBERT 1. flokkur (34 keppendur).
1. Þorgeir Þorsteinss. GS 40-40 = 80
2. Sigurður Albertss. GS 39-44 = 83
3. Ómar Kristjánss. GR 41-42 = 83
PIERRE-ROBERT 2. flokkur (33 keppendur).
1. Hreinn M. Jóhannss. NK 40-41 = 81
2. Sveinbjörn Björnsson GK 41-45 = 86
3. Hörður Ólafsson NK 50-37 = 87
4. Lárus Arnórsson GR 44-43 = 87
PIERRE-ROBERT Kvennaflokkur (12 keppendur).
1. Ólöf Geirsdóttir. GR 42-44 = 86
2. Hanna Aðalsteinsd. GR 43-46 = 89
3. Laufey Karlsdóttir. GR 45-45 = 90
PIERRE-ROBERT unglingaflokkur (19 keppendur).
1. Sigurður Thorarensen GK 39-36 = 75
2. Ragnar Ólafsson. GR 41-36 = 77
3. Jóhann Kjærbo GS 39-39 = 78
4. Jóhann Jósepsson. GS 38-40 = 78
5. Hálfdán Þ. Karlsson GK 38-40 = 78
Nýjung frá Ofnasmiðjunni
5%v
%
v . tr'A
Ofnasmiðjan hefur hafið framleiðslu
á nýrri gerð af eldhúsvöskum
Stærð: 39 x 72 sm.
Efni: 18/8 ryðfrítt stál.
Blöndunartæki geta verið staðsett á
vaskarammanum.
Hljóðdeyfing á skálabotninum.
Vatnsrammi, sem dregur úr að vatn fari
út á borðið.
Verð: 4.950,00 með vatnslás og
festingum
Innifalið i verði er götun fyrir blöndunar-
tækjum.
Vönduð íslenzk framleiðsla á
hóflegu verði
SMIÐJUBÚÐIN
Einholti 10. Simi 21222.
Meistaramót FRÍ
Meistaramót tslands fyrri hluti,
fer fram dagana 10. og 11. júni.
Mótið fer fram á Laugardals-
vellinum.
Keppnisgreinar:
Karlar: Tugþraut, 10000 m
hlaup og 4x800 m boðhlaup.
Konur: P'immtarþraut.
Þátttökutilkynningar berist
fyrir 8. júni i pósthólf 1099 eða til
skrifstofu FRt iþróttamiðstöð-
inni Laugardal.
Júnímótið
Júni mót Fri verður haldið á
Laugardalsvellinum dagana 7,-
8, júni, og hefst kl. 20.00.
Keppt verður i eftirtöldum
greinum:
Fyrri dagur:
Karlar: 200m, 800m, 5000m,
400m grindahlaup, 4xl()0m boð-
hlaup, kúluvarp, spjótkast,
langstökk, hástökk.
Konur: lOOm grindahlaup,
200m, 800m, 4xl00m boðhlaup,
hástökk, kúluvarp, spjótkast.
Seinni dagur:
Karlar: llOm grindahlaup,
1 OOm, 400 m, 1500m 3000m,
lOOOm boðhlaup, stangarstökk,
þristökk, kringlukast, sleggju-
kast.
Konur: lOOm, 400m, 1500m,
4x400m, boðhlaup, kringlukast
og langstökk.
Spenna um úrslitin í Piérre
Robert-keppninni fram á síðustu holuna