Vísir - 08.06.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 08.06.1972, Blaðsíða 11
10 VtSIR. Fimmtudagur 8. júní 1972. VÍSIR. Fimmtudagur 8. júni 1972. 11 ÞRÍBÆTTI HÁSTÖKKSMETIÐ Sini — og er nú aðeins 4 sm fró OL-lógmarkinu Að öllum líkindum hefur einvigið kraftajötnanna tveggja i kúluvarpinu, þeirra Guðmundar Hermannssonar og Hreins Halldórssonar, verið mönnum efst i huga, þegar júni-mót frjálsiþrótta- manna hófst i Laugardalnum i gærkvöldi. Það var hins vegar veikara kynið, sem vann sér hylli við- staddra með þvi að setja ný íslandsmet i þremur greinum þennan fyrri dag mótsins, sem lýkur i kvöld. Það kostar átök að stökkva hátt 17 metra I langstökkinu. Hin bráðefnilega frjálsiþrótta- kona, Lára Sveinsdóttir, sem fyrir skömmu setti tslandsmet i hástökki kvenna, 1,58, þrisló nú það met, sem verður aö teljast frábær árangur hjá hinni korn- ungu iþróttakonu. Lára sló met sitt fyrst með þvi aö stökkva 1,59 og lét hækka 11,60. Þá var hækkað 1 1,62 og Lára fór einnig yfir þá hæð viö mikinn fögnuð áhorfenda. Hún reyndi aö lokum viö OL-lág- markið, 1,66, og var mjög nærri þvi að fara þá hæð. Varla stendur sú hæð lengi i vegi fyrir Láru. Arndis Björnsdóttir, UMSK, önnur mjög efnileg ung frjáls- iþróttakona, sem i fyrra setti tslandsmet i spjótkasti kvenna, 38,66 metra, tvibætti þann árangur i gærkvöld. Kastaöi hún fyrst 39,38 metra, en bætti svo um betur og kastaði 39,60 metra. Loks sló Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, metið i 800 metra hlaupi kvenna, sem Ingunn Einarsdóttir setti i fyrra, er hún hljóp á 2.27,0. Ragnhildur bætti met Ingunnar um 5 sekúndur sléttar, og hljóp á 2 minútum og 22 sekúndum. Minna varð úr kúluvarpsein- viginu i karlaflokki en á horfðist, þvi Guðmundur Hermannsson sigraði auðveldlega hinn harð- snúna Strandamann, Hrein Halldórsson, og kastaði 17,62 metra. Hreinn kastaði „aðeins” 16,81 metra, og i þriðja sæti varð Erlendur Valdimarsson sem kastaöi 16,35 metra. Ekki hjuggu keppendur i hlaup- unum nærri tslandsmetum. Bjarni Stefánsson sigraöi i 200 metra hlaupi á 21,9 sekúndum, og annar varð Vilmundur Vilhjálms- son á 22,9 sekundum. t 800 metra hlaupinu náði Ágúst Asgeirsson beztum tima, 1.56,5, en i öðru sæti varö Böðvar Sigurjónsson á 1,58,8. Jón Sigurðsson, HSK, varö nokkuð langt á undan 2. manni i 5000 metrunum, hljóp á 15.53,8. Borgþór Magnússon sigraði i 400 metra grindahlaupi karla, hljóp á 57,8 sekúndum, en Kristján Magnússon hljóp á 64,8. Sveit KR kom fyrst i mark i 4x100 metra hlaupi, og hljóp á 44,7 sekúndum. Ásbjörn Sveinsson, UMSK, og Elias Sveinsson tR, háðu harða baráttu um efsta sætið i spjót- kastinu, og varð Ásbjörn hlut- skarpari og kastaði 58, 34 metra. Elias Sveinsson kastaöi spjótinu 58,06 metra, nýkominn úr hástökkskeppninni, þar sem hann sigraði á 1,95, en Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, varð annað með 1,90. Kristin Björnsdóttir vann 100 metra grindahlaup kvenna, hljóp á 17,3 sekúndum. Lára Sveins- dóttir sigraði i 200 metrunum, hljóp á 26, 5 sekúndum, en hún var einnig i sveit Armanns, sem sigraði i 4x100 metra hlaupi kvenna, en systir hennar, Sigrún, hljóp þar lokasprettinn fyrir Armann. I kúluvarpi sigraði Gunnþórunn Geirsdóttir, UMSK, sem kastaöi kúlunni 10,37 metra. gþ Enginn drykkur er eins og Coca-Cola Coca-Cola hefir hið ferska, lifandi bragð, sem fullnægir smekk hins nýja tíma Coca-Cola - Það er drykkurinn Lára Sveinsdóttir úr Armanni rennir sér hér yfir 1,62 metra, — og setur enn eitt Islandsmetið i hástökkinu. Hún stekkur með hinum skemmtilega Fosbury- stll. íþróttamenn í byggingaham Það er greinilegt, að íþróttahreyf ingin er að byggja yfir sig og sína, — a.m.k. er áhuginn aug- Ijós, þegar gluggað er í plögg frá fundum bygg- ingarnefndar i Reykja- vík. Á dögunum voru þar t.d. þrjár umsóknir frá iþróttafélögum og sam- tökum, þar sem sótt var um leyfi til að byggja. íSí sótti um leyfi til að byggja skrifstofuhús úr steinsteypu við íþrótta- húsið í Laugardal, 256.3 fermetrar að stærð, 2190 rúmmetrar. Erindinu var frestað. Þá fóru Ármenningar fram á að fá að byggja íþróttahús úr steinsteypu á lóð sinni við Sigtún, 801 fermetra að stærð, 5290 rúmmetrar. Einnig þeirra málaleitan var frestað. Þá sendi TBR, Tennis og badmintonf élag Reykjavíkur, fyrirspurn um, hvort leyft yrði að byggja íþróttahús sam- kvæmt teikningu, sem fé- lagið sendi. Hús þetta á að standa á lóðinni nr. 1 við Gnoðarvog. Bygginga- fulltrúa var valið að svara. Þá hefur verið sagt frá því að Þróttur hugsar til hreifings, i félagsheimila- málum, og vitað er, að mörg önnur félög eru alvarlega að hugsa til hreifings, enda full þörf fyrirfleiri slík mannvirki, eins og kunnugt er. Óttuðust finnska jöfnun — en svo bœttu Danir tveim mörkum við undir leikslokin Danska landsliðið, sem við eig- um eftir að leika við í næsta mán- uði, vann Finnland í gærkvöldi í knattspyrnuleik á Idrætsparken i Kaupmannahöfn með 3:0. Þrátt fyrir svo stóran sigur voru áhorf- endurnir 25 þúsund logandi hræddir um að Finnarnir jöfnuðu leikana i 1:1, þegar eftir voru 8 mínútur af leiknum, þvi finnska sóknin var oft stórhættuleg, enda þótt Danir ættu 80 af 90 minútum leiksins að sögn NTB-fréttastofunnar. Máttu Finnar þakka Ranta markverði, að ekki fór verr. i hálfleik var staðan 0:0, en eftir einnar minútu leik i seinni hálfleik skoraði Jörgen Kristensen eftir skemmti- legan einleik. Sjö min. fyrir leikslok skor- aði hann enn, en á 41. min. siðari hálfleiks skoraði svo Kristen Bjerre úr vitaspyrnu. t unglingalandsleik á sama tima i Kuoþio i Finnlandi unnu Danir með 4:0 lið Finnanna, einnig þar var staðan 0:0 i hálfleik. Hœttir eftir 32 ára stjórnarstörf í Haukum Það er ekki venjulegt, að menn sitji 32 ár i stjórn iþróttafélaga, — en það gerði Jón Egilsson, aðalgjaldkcri I stjórn Ilauka i Hafnarfirði. Hann baðst undan endurkjöri, þegar félagið hélt aðalfund sinn nú i vor. Þegar Jón kvaddi kassann þeirra Haukanna, var hið bezta ástand i fjármálum, en fjárhagurinn hefur batnað mjög með tilkomu getraunaseðlanna og tekna, sem félögin fá af sölu þeirra. 1 stjórn Hauka fyrir næsta starfsár voru kosnir þeir Garðar Halldórsson, formað- ur, Magnús Guðjónsson, Egill Strange, Bjarni Linnet, Jón Kr. Jóhannesson, Sig- urður Kristinsson og Sigurjón Gunnars- son. Formaður handknattleiksdeildar er Hermann Þórðarson, en formaður knatt- spyrnudeildar örn Sigurðsson. Formaður körfuknattleiksdeildar er Eirlkur Skarp- héðinsson, endurskoðendur þeir Eggert Isaksen og Vilhjálmur Skúlason. MEISTARARNIR REÐU EKKERT VIÐ KÁRA — sem skoraði 3 mörk í sigurleik Akureyrar í gœr Akureyringar flykktust á völlinn i gærkvöldi, þegar 2. deildarlið þeirra keppti við islandsmeistara Kefla- vikur á minningarleiknum um Jakob Jakobsson, — og þeir voru sannarlega ekki sviknir um góða skemmt- un. Lið þeirra vann leikinn verðskuldað með 4:3 eftir ágætan leik, sem mundi sóma sér betur í 1. deild en þeirri annarri. Heimaliðið var mjög ráðandi allan leikinn.ef frá eru taldar fyrstu minúturnar og þær siöustu. Einar 16 rangstöður voru dæmdar á Akureyringa, þvi Kefl- vikingar héldu uppi rang- stöðu”taktík.'’ Keflvíkingar urðu fyrri til að skora. Steinar Jóhannsson not- færði sér það, þegar vörn Akur- eyrar riðlaðist, skaut, og boltinn hrökk i stöng og inn. Tiu minútum siöar jafnar Sigurbjörn Gunnarsson af stuttu færi. Það var framtak Kára, sem þarna skapaði mark, en Sigbjörn gat athafnað sig, þar sem hann var i stuttu færi við markið. A 38. min. kom fallegasta mark leiksins, nokkuð sem sjaldan sést i leikjum. Jóhannes Atlason tók innkast um miðbik vallar- helmingsins, varpaði langt inn á Magnús Jónatansson, sem nikkaði boltanum laglega fram á við til Kára Arnasonar, sem leyföi knettinum eigi að heldur að snerta joröu, en afgreiddi hann samstundis með mikilli neglingu alveg óverjandi fyrir Reyni markvörð. Skotið var af vitateig, eða rétt innan hans. t seinni hálfleik náðu Akureyiingar fljótlega tveggja marka forystu með 3:1. Reynir hljóp nokkuð glannalega út úr markinu, og það var létt verk fyrir Kára að skora i autt og yfir- gefið markið. Þetta var á .54. minútu leiksins. Á 73. minútu minnkar Grétar Magnússon muninn fyrir Keflavik eftir laglegt samstarf við Friðrik Ragnarsson, sem var nýkominn inn á völlinn. Þetta setti spennu i leikinn og gerði hann skemmtilegri á aö horfa. Og fslandsmeistararnir jöfnuðu 4 minútum siðar. Ólafur Július- son skoraði beint úr hornspyrnu, glæsilegt mark. Boltinn sveif i góðum boga fyrir markið, snún- ingurinn var viðsjárverður, og enda þótt Árni markvörður næði rétt að góma knöttinn, nægöi það ekki til, boltinn fór i netiö. f þessu tilviki hafði Ólafur ekki aðstoð vindsins viö að skora, en notaði eingöngu snúning i spyrnunni. Sjö minútur voru til leiksloka, þegar Kári skoraði sigurmarkið og sitt þriðja mark i einhverjum glæsilegasta leik, sem hann hefur leikiö um árabil. Hinn fljóti og áræðni nýliði, Ómar Friðriksson. lék þarna á vörnina, datt, en kraflaöi sig upp undur hratt, og kom boltanum loks fyrir fætur Kára sem var ekki seinn að not- færa sér tækifærið og skora. < s-.,* Hér leggja hlaupararnir upp I 800 metra hlaupið, en tveir ungir hlauparar hlupu á góðum tjmhm undir 2 mínútunum Gjöf sem vonandi verður aldrei notuð Það er ekki venjan að láta þess getið um leið og gjöf er gefin, — ,,að vonandi verði hún aldrei notuð.” Þetta fylgir þó gjöf Sportmanna IBK, hins nýja félagsskapar áhugamannanna, sem fylgja Keflavikurliðinu i knattspyrnu áð málum. Gjöfin er nefnilega trygging, sem Sportmenn tóku handa leikmönnum IBK, og er þetta fyrsta framlag félagsins til knattspyrnunnar i bænum. Var það álit félaganna i Sport- mönnum, aö þetta mál skyldi verða sett öðru ofar og fór svo, að tekin var trygging, sem gerir ráð fyrir tryggingabótum, — 1 milljón við dauða eða 100% örorku, 5000 kr. slysabætur á viku eftir 14 daga frá vinnu. Og þessu íylgir vitanlega sú ósk, að gjöfina þurfi aldrei að nota. En trygging er trygging, — og slysin geta hent alla. Þvi er hér um hina ágætustu gjöf að ræða. í siðustu viku afhenti for- maður Sportmanna, Jóhann Pétursson, Hafsteini Guð- mundssyni formanni tBK trygg- ingaskirteiniö. Akureyringar eru greinilega ekki á þvi að tapa minningar- leikjunum. Þetta var7. leikurinn, — 5 hafa þeir unnið, eitt jafntefli gerðu þeir við Val, en töpuðu i fyrra fyrir KR. Langbezti leikmaöur IBA var Kári, eins og fyrr greinir. Magnús Jónatansson, sem menn voru i vafa um, hvort ætti að setja i liðið, sannaði gildi sitt og var mjög góöur. 1 liði Keflavikur var Grétar Magnússson beztur, en Ólafur Júliusson og Albert Hjálmarsson léku prýðilega. Bjarni Bjarnason dæmdi leikinn af prýði, en sannar- lega voru áhorfendur ekki allt of ánægðir með „heima” liriu- vörðinn, Rafn Hjaltalin, sem var i einkar erfiðri aðstööu, svo mikiö mæddi á honum varðandi rang- stöðudómana. En áreiöanlega vann hann verk sitt af fyllstu samvizkusemi. — sbj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.