Vísir - 29.08.1972, Side 5
Visir Þriðjudagur 2í». ágúst 1972
í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND
UMSJÓN:
HAUKUR HELGASON
Jack „skerari"
var þá
K a n n s k i h e i m s -
frægastur allra morð-
ingja, „Jack the
Ripper” sem var
skelfir Lundúna fyrir
84 árum, hefur hugsan-
iega verið kona, segja
menn nú.
Þetta er keuning fyrrum yfir-
manns i levnilögreglu Scotland
Yard, Arthur Butlers. Hann er á
eftirlaunum og hefur varið tima
sinum um hrið til að rannsaka
málið „Ripper” (skerarans).
Butlervar ineöal beztu morð-
rannsóknarmanna Scotland
Yard. Hann telur, að kvenna-
morðin sumarið 1888 hafi verið
framin af ljósmóður, sem hafi
lengizt við ólöglegar fóstureyð-
ingar. Ilún hafi gert þetta til að
villa um fyrir lögreglu, svo að
hún kæmist ekki á snoðir um
ólöglegt athæfi við fóstureyð-
ingar.
„Þaggað niður i
Emmu”
Butler fór á eftirlaun árið
1988. Hann skrifaði í blaðið Sun
um reynslu sina og niðurstöður i
ársleit að sporum „Ripper” i
austurhverfum Lundúna. Hann
ræddi við börn og barnabörn
fólks, sem bjó þar, þegar
kona!
„Jack the Ripper” var ógnvald-
urin n.
Butler' telur, að fórnardýr
morðingjans hafi vcrið sjö, en
ekki fimm eins og talið hefur
verið. Hiö fyrsta hafi verið 45
ára vændiskona, Emma Smith.
„Það var þaggað niður i
Eminu, af þvi að hún vissi of
mikið um ólöglegt athæfi hinnar
konunnar,” segir Butler.
Mis þy r m t 1ik u m
kvenna, sem létust við
fóstureyðingar.
Hann kveðst einnig hafa
komizt að þvi, að fjórar af
hinum sex konuin, sem dóu, hafi
ekki verið myrtar. „Dauði
þeirra var nærri tvimælalaust
afleiðing misheppnaðrar til-
raunar til fósturey ðingar,”
segir hann.
„Með þvi að misþyrma likinu
og láta lita svo út, að um morð
væri að ræöa, tókst fóstureyðar-
anum að beina athygli lögreglu
frá sér og forðast rannsókn, sem
hefði getað afhjúpað glæpi
hennar.
Butler telur, að Ijósmóðirin
hafi skorið lik íátinna við-
skiptavina sinna eftir misheppn
aðar fóstureyðingar, en karl
maður, sem með henni hafi
starfað, hafi myrt þá, sem
„vissu of mikið”.
Brennisteinsdíoxýð
veidurröskun erfða
Tveir lifefnafræðingar
við New York háskóla
sögðu i gær frá niður-
stöðum rannsókna, sem
gefa til kynna, að
brennisteinsdioxýð
helzti mengunarvaldur,
geti valdið truflun á
erfðaeigindum manns-
likamans.
Dr. Robert Shapiro og Barbara
Braverman skýrðu frá þvi á árs-
fundi efnafræðifélagsins banda-
riska, að jafnan er brennisteins-
dioxýði hafi verið blandað saman
við kjarnasýru, aðaleiningu
erfða, hafi orðið röskun á eðlilegri
starfsemi. Þvi geti verið að erfða
eiginleikar fólks, sem býr i borg-
um, þar sem brennisteinsdioxýðs
gætir mikið, raskist. Vansköpuð
börn fæðist tiðar og varanlegir
ágallar geti myndazt.
Frekari rannsókna er þörf, og
næsta skref yrði að rannsaka
plöntur, sem vaxa i New York
borg.
Nefnd telur Puerto Rico
vero bandaríska nýlendu
Nefnd Sameinuðu
Þjóðanna hafnaði mót-
mælum Bandarikja-
manna i gær og sam-
þykkti, að Puerto Rico
skyldi tekið með i rann-
sóknir S.Þ. sem ,,ný-
lenda, sem eigi rétt til
sjálfstæðis”.
Atkvæði féllu 12:0 og voru
nokkursigur fyrir Kina, Sovétrik-
in og Kúbu, sem vilja, að Banda-
rikin lýsi þvi yfir, að Puerto Rico
sé nýienda þeirra. Puerto Rico er
i sambandi við Bandarikin eftir
þjóðaratkvæði, sem leiddi i ljós,
að sá var vilji meirihluta ibú-
anna. Þeir ibúar, sem berjast
fyrir sjálfstæði hafa jafnan verið
minnihluti samkvæmt úrslitum
þingkosninga. Loks er hópur, sem
berst fyrir þvi, að Puerto Rico
verði beinlinis fylki i Bandarikj-
unum. Meirihlutinn hefur viljað
halda núverandi sambandi milli
iandanna.
Hetja í
valnum
Blóðsjúkdómur, sem sir Francis
Chichester hafði leynt fyrir um-
heiminum, batt enda á kappsigl-
ingu hans fyrir skömmu og siðan
á lif hans.
Lávarðurinn var 71s árs.kunnur
siglingakappi og könnuður.
Þessi mynd er nokkuð táknræn
fyrir uppþotin, sem urðu við
llokksþing repúblikana fyrir
tekin. Fangar voru „afgrciddir á
færibandi”.
hclgina. I.ögregluþjónn heldur
fanganúmeri frammi fyrir upp-
þolsmanni, meðan Ijósmynd er
Kúlurnar þutu um-
hverfis sjúklingana
Mesti skotbardaginn,
sem hefur orðið á Norð-
ur-írlandi, siðan Bretar
tóku virki IRA-hreyfing-
arinnar fyrir mánuði
geisaði i gær umhverfis
sjúkrahús. Sjúklingar
voru skelfingu lostnir og
húktu i skjóli, meðan
leyniskyttur IRA skutu
meira en þúsund skotum
á varðstöð Breta, frá tiu
felustöðum sinum.
Allt tók þetta aðeins 90 mínútur.
IRA hét þvi i gærkvöldi að berj-
ast látlaust og af miskunnarleysi
til sigurs.
Allt að 16 IRA-menn munu hafa
falliö fyrir skotum brezkra her-
manna i átökunum.
Skotbardaginn varð upp úr
blóðugri helgi. Ellefu manna er
nú sagt hafa beðið bana i átökum
um helgina. Siðasta fórnardýrið
var miðaldra maður, sem enn er
ekki vitað, hver var. Hann sprakk
i tætlur meðhundisinum, þar sem
hann var á göngu skammt frá
landamærum trska lýðveldisins.
Bardagar urðu við Victoria
Hospital, sem er talinn eitt bezta
sjúkrahús i Evrópu fyrir meðferð
hjartasjúklinga, skömmu fyrir
miðnættið. Tvær varðstöðvar
brezkra hermanna, önnur við
bakinngang sjúkrahússins og hin
300 metrum nær borgarmörkun-
um, urðu fyrir stöðugri skothrið.
Sumar leyniskyttur tðku sér
stöðu á þaki bústaðar hjúkrunar-
kvenna, en aðrar földust i bila-
stæði sjúkrahússins.
Skotin þutu um deildir hjarta-
sjúklinga, fæðingar- og barna-
deildir. Þó var aðeins sagt, að lið-
ið hefði yfir eina konu. Herinn
segir, að IRA hafi engu skeytt
um lif sjúklinganna.
Hermenn segjast hafa hæft
tvær leyniskyttur, svo að vitað sé
með fullri vissu, en sennilega hafi
þeir hæft sextán IRA-menn.
IRA sagðist i gærkvöldi hafa
drepiö niu brezka hermenn og tvo
þjóðliðsmenn siðustu tvær vikur.
Var sagt, að fimm IRA-menn
hefðu fallið á þessu timabili, en
brezki herinn telur þá tölu alltof
lága.
IRA krefst þess, að hafnað sé
friðarviðræðum, sem Whitelaw
ráðherra ráðgerir i næsta mán-
uði.
Mistök í ffugstjórn
ollu dauða prinsins
Bretar syrgðu í morgun
lát vinsæls prins, William
af Gloucester, þrítugs fjör-
legs piparsveins, sem þótti
gaman að stýra flugvélum
sínum, af þvi að ,,það er
svo dásamlegt að finna
frelsið og vera eins og hver
annar", einsog hann sagði.
Prinsinn lézt i gær i logandi
braki litillar flugvélar, sem hann
flaug i flugkeppni i Wolver-
hampton i ensku Miðlöndunum.
Stjórnvöld rannsaka möguleika
á, að mistök flugmanns hafi
valdið slysinu.
Prinsinn var niundi i röðinni að
erfðum konungdæmis Bretlands.
Hann og aðstoðarflugmaður
fórust nokkrum sekúndum eftir
flugtak i augsýn 50 þúsund
skelfingu lostinna áhorfenda.
Ahorfendur sáu eins hreyfils
Piper Cherokeeflugvélina kastast
til vihstri, smjúga yfir húsþak,
rekast á stórt tré og steypast
siðan um 20 metra til jarðar og
brenna, að sögn AP-fréttastof-
unnar.
Sjónarvottar segja, að mistök
hafi orðið i flugtakinu og hraðinn
oröið háskalega litill á krappri
beygju. Flugmaður virðist hafa
sveigt of lágt og of krappt.