Vísir - 06.10.1972, Qupperneq 4
4
Visir Föstudagur 6. október 1972.
nú
Umsjón:
Þórarinn J.
Magnússon
Fyrrum hótelkóngurinn Eugene A. Gross lótinn:
VILL FÁ ÖSKUNNI
DREBFT A VEÐ-
HLAUPABRAUTINA
Einhver umsvifamesti
hóteleigandi sem New
York hefur átt er látinn.
Eugene A. Gross var 78
ára gamall þegar hann
lézt og langt frá því aö
vera eins voldugur og fyrr
á árum. Veðhlaupabraut-
in haföi séö fyrir því.
Siðast átti hann hótel á
Miami, en seldi það fyrir tveim
árum. Þeim 220 milljónum
króna, sem hann fékk fyrir það
ágæta hótel virðist hann hafa
komiö öllum i lóg fyrir dauða
sinn. Gefur það ljósa mynd af
þvi fjárhættuspili, sem hann
stundaði.
„Himnariki föður mins var
veðhlaupabrautin og hafði hann
margoft minnt mig á, að þar
vildi hann fá ösku sinni dreift,
sem ég og geri eftir bálför hans
um næstu helgi,” segir Gross,
eftirlifandi sonur hans.
,,Faðir minn hélt sig við veð-
hlaupabrautina hvern einasta
dag allt fram til þess dags, sem
hann fékk hjartaslagið, sem
leiddi hann til dauða,” segir
sonurinn. „Stundum bar hann
gott úr býtum og oft um og yfir
700 þúsund krónur. En vinnings-
upphæðunum varði hann jafnan
i enn hærri veðmál — og tapaði
summunni þá oftast jafnharðan.
En hann var haminjusamur
hvort sem hann hafði unnið eða
tapað. Og það var fyrir öllu.”
Gross yngri hefur aldrei veðj-
að á hest og hyggst ekki leggja
út á sömu braut og faðirinn.
Það er Gross eldri hafði hvað
mest umsvif i hótelviðskiptun-
um var hann m.a. fram-
kvæmdastjóri þeirra velþekktu
hótela ,,The Taft” og ,,Ban-
croft”. Þá var hann einnig um
skeið formaður sambands
hóteleigenda i New York.
Auglýsing um skoðun
bifreiðo í lögsagnor-
umdœmi Reykjavíkur
Aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Reykjavikur i
október 1972. Mánudaginn 2. október R-22001 til R-22200
Þriðjudaginn .3. október It-22201 til R-22400
Miðvikudaginn 4. október R-22401 til R-22600
Fim intudaginn 5. október R-22601 til R-22800
Föstudaginn (!. október R-22801 til R-23000
Mánudaginn 9. október It-23001 til R-23200
Þriðjudaginn 10. októbcr R-23201 til R-23400
Miðvikudaginn 11. október R-23401 til R-23600
Fim mtudaginn 12. október It-23601 til R-23800
Föstudaginn 13. október R-23801 til R-24000
Mánudaginn 16. október R-24001 til R-24200
Þriðjudaginn 17. október R-24201 til R-24400
Miðvikudaginn 18. október R-24401 til R-24600
Fimmtudaginn 19. október R-24601 til R-24800
Föstudaginn 20. október R-24801 til R-25000
Mánudaginn 23. október R-25001 til R-25200
Þriðjudaginn 24. október R-25201 til R-25400
Miðvikudaginn 25. október R-25401 til R-26000
Fimmtudaginn 26. október R-26001 til R-26200
Föstudaginn 27. október R-26201 til R-26400
Mánudaginn 30. október R-26401 til R-26600
Þriðjudaginn 31. október R-26601 til R-26800
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til
bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun
framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30.
Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á
laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja
bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bif-
reiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skil-
riki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátryggingargjald
ökumanns fyrir árið 1972 séu greidd og lögboðin vátrygg-
ing fyrir hverja bifreið sé i gildi.
Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki i bifreiðum sin-
um, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda rikisút-
varpsins fyrir árið 1972. Ennfremur ber að framvisa vott-
orði frá viðurkenndu viðgerðarverkstæði um að ljós bif-
reiðarinnar hafi verið stillt. Athygli skal vakin á þvi, að
skráningarnúmer skulu vera vel læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima, verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar
sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að m áli.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
4. október 1972.
Fjögur ór að gera „nafnlausa" verkið
Fjórða hverl ár er haldin i
Kassel i Þýzkalandi samsýning
listamanna viðsvegar að úr
heiminum. Sú fimmta af þvi
taginu var opnuð ekki alls fyrir
löngu og mun hún standa yfir í
100 daga. „Realisminn” er i
hávegum hafður á sýningu
þessari, en hans gætir i öllum
hinum inargvislegu lista-
verkum, sem sýnd eru.
„Nafnlaus” heitir það ein-
faldlega, sem myndin hér að
ofan sýnir. Fólkið, sem frammi
fyrir þvi situr, gæti allt eins til-
heyrt þvi. Raunveruleikinn
leynir sér ekki i þessu verki
bandariska listamannsins Paul
Sarkisian. Hann vann að þvi i
fjögur ár, en lengd þess er átta
metrar, — svo óvist er hvort það
gengur út sem hýbýlaskreyting.
Tattovering verður ei
fró manni tekin
Hinar svokölluðu
,,tattóveringar" færast
stöðugt í vöxt og þá ekki
aðeins i hafnarborgum
þar sem harðgerðir
sjóarar fá dregnar í húð
sína myndir af skútum og
skonnortum, hjörtum, og
strípuðum stelpum,
heldur eru æ fleiri
,,tattoveringa"-stofur að
opna í borgum og bæjum
með tattóveringar á
kvenfólk að sérgrein.
Viðskiptavinirnir eru ekki
lengur sjóarar einvörðungu,
stúlkur á öllum aldri hafa fengið
sérstakt dálæti á tattóveringu.
John Lennon
vinsœlastur
Brezk hljómlistarblöð efna
venjulega til vinsælcjakosninga ár
hvert. Einhverjar þær athyglis-
verðustu sem fram hafa farið á
þessu ári, eru án efa kosningar
blaðsins NEW MUSICAL
EXPRESS en i þeim taka þátt
einungis þekktustu söngvarar
pop-heimsins. Völdu þeir sér
skemmtilegasta söngvarann og
fara nöfn þeirra efstu hér á eftir:
1. Jolin Lennon
2. Payl Rogers
3. Bob Dylan
4. -5. Maggie Bell / Mick Jagger
6,- 7. Ray Charles / Joni Mitchell
8. Stevie Wonder
9. Joe Cocer
10. Rod Stewart.
11. Steve Stills
12 - 13 Billie Holliday / Aretha
Franklin
14. Elton John
Vestan hafs má bókstaflega tala
um tizkuæði.
Og á meðan sjóarar fá
tottóveraðar á sig sinar
hefðbundnu myndir sem fyrr er
getið, velja stijlkurnar gjarnan
íitið fiðrildi, blóm og annað
slikt.
En i flestum tilvikum eru það
pinulitlar myndir, sem
dömurnar velja sér. Fæstar fá
liklega tattoveraðar á sig svart
blómabúnt eins og Ijóskan, sem
við heyrðum nýverið af. „Ég
hafði beðið þann sem
tattoveraði að rita á maga mér
nafn unnusta mins, en það
misritaðist svo illilega að pára
þurfti yfir það með einhverjum
ráðum. En eftirleiðis hugsa ég
nú að sundbolur hæfi mér betur
en bikini,” bætir hún við —
döpur i bragði.
Þeir sem vinna við
tattoveringar útskýra hinn
aukan áhuga kvenfólks á
þessum „myndskreytingum”
með þvi að visa til allra Rauð-
sokkuhreyfinganna, sem eru að
risa upp. „Tattoveringar kven-
fólks má skilja sem fullyrðingu
um að þeirra likamar séu rétt
éins góðir og okkar” segja þeir.
Gene Lorenze, sem
tattoveraður er um allan
skrokkinn hefur einfalda
skýringu á þvi, hvað hans áhuga
veldur: „Þetta pár er jú það
einasta, sem manni verður fært
að taka með sér i gröfina.
Tattovering er nokkuð, sem
ekki verður af manni tekið,”
segir hann.