Vísir - 06.10.1972, Síða 6

Vísir - 06.10.1972, Síða 6
6 Visir Föstudagur 6. október 1972. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RitS'tjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Mikilvœgt hlutverk Dana Það er alltaf erfitt fyrir útlendinga að setja sig i spor annarra þjóða. Þeir eru ekki nægilega vel kunnugir aðstæðum til að kveða upp dóma um við-j horf annarra þjóða. Við íslendingar getum þvi ekki lagt neitt raunhæft mat á afstöðu norsku og dönsku þjóðanna til Efnahagsbandalags Evrópu. Sennilega, hafa báðar þjóðirnar gert það, sem eðlilegast var, bæði Norðmenn, sem höfnuðu aðildinni, og Danir sem samþykktu hana. Mikilvægast er að meta rétt, hvaða áhrif niður- stöður atkvæðagreiðslanna munu hafa i náinni framtið. Við höfum t.d. ástæðu til að vona, að Norð- menn taki upp röggsamlegri afstöðu i landhelgis- málum sinum, nú þegar þeir eru ekki lengur bundnir þvi gagnkvæma veiðifrelsi, er gildir milli rikja Efnahagsbandalagsins. Norðurlöndin geta haft margvislegt gagn af aðild Dana að Efnahagsbandalaginu. Danir munu áreiðanlega taka að sér að gæta hagsmuna Norður- landanna á þeim vettvangi. Þeir verða eins og brú milli Efnahagsbandalagsins og Norðurlandanna. Ekki er fráleitt að ætla, að þátttaka Dana muni hafa heillavænleg áhrif á þróun þess gallagrips sem Efnahagsbandalagið er. Þeir geta ef til vill stuðlað að þvi, að embættismannaveldið i Bruxelles verði brotið á bak aftur og lýðræðislegri vinnubrögð haldi innreið sina i bandalagið. Að uppbyggingu til er bandalagið enn sem komið er þvi miður eins og einveldi frá fyrri hluta átjándu aldar. Embættismannaveldið i Bruxelles er fremur til- finningasljótt gagnvart lögmálum lýðræðis og frelsis. Sumir embættismennirnir vilja endilega fá Spán i bandalagið. Vonandi geta Danir stuðlað að þvi, að slikt óhapp verði hindrað. Ekki veitir heldur af, að mótað verði virkt aðhald að embættismönnunum, bæði þingræðislegt aðhald og réttarfarslegt. Slikt aðhald er nánast ekki til i Efnahagsbandalaginu. Það er raunar furðulegt, þegar haft er i huga, að bandalagið stefnir að þvi að f verða eins konar yfirriki i efnahagsmálum Evrópu. í þessu aðhaldsleysi felst afskræming á þeirri Evrópuhugsjón, sem bandalagið er byggt á. Efnahagsbandalagið hefur náð ótrúlegum árangri á efnahagssviðinu á stuttri ævi sinni. Þessi árangur sýnir, að mikið vit er i þeim efnahagslegu aðferðum, sem bandalagið beitir. Þessi velgengnii hefur blindað forustumenn þess, svo að þeir sjá ekki nógu vel vanþróun bandalagsins á stjórnmálasvið- inu. Ef til vill hefur norska neiið vakið þá til meðvit- undar um þetta vandamál, en fyrstu fréttir benda þvi miður ekki til þess, að svo sé. Einmitt á þessu sviði eiga Danir nú veigamiklu hlutverki að gegna. Þvi hlutverki mega þeir til með að valda. Ætla bara stofnanir að gefa? Landsmenn hafa ekki enn tekið nógu virkan þátt i söfnuninni i landhelgissjóð. Hingað til hefur nærri alltféð komið frá opinberum stofnunum, sem vaða i peningum, svo sem bönkum og sveitarfélögum, en einstaklingar hafa litið sem ekkert gefið. Betur má, ef þessi söfnun á ekki að verða okkur til skammar. Við eruitt Evrópumenn Þjóöaratkvæöagreiðslum um aöild aö Efnahagsbandalaginu er nú lokiö í Noregi og Danmörku. Úrslitin uröu eins og öllum er kunnugt sinn á hvorn veg, Norö- menn felldu aöild, en Danir, sam- þykktu. t báöum löndunum hefur úrskuröur kjósendanna viötæk cfnahagsleg og pólitisk áhrif. i Norcgi biöu hin ráöandi pólitisku öfl geysilegan ósigur og má segja aö þar riki nú alger upplausn og pólitiskt öngþveiti. i rauninni ætti ný stjórn að setjast aö völdum sem fylgdi þjóöarviljanum i þessu máli, og sem tæki þá af- leiöingum úrslitanna, en þaö virðist ekki ætla aö takast. i saö þess hlasir viö stjórnleysi meðan flotiö er viöráðalaust aö vand- ræöum i Efnahagslffinu. 1 Danmörku uröu úrslitin hins vegar glæsilegur sigur fyrir þau öfl, sem hafa veriö þar ráöandi, en það þýðir þó ekki aö festa eða ró fáist þar. Þvert á móti sýnir skyndileg afsögn Krags mikla óglu undir niðri. Svo viröist sem sigur Efnahagsbandalagsins þar hafi veriöbundinn þeirri forsendu að róttækari öfl innan Jafnaðar- mannaflokksins kæmust til valda, til að forða klofningi, þó þaö sé enn nokkuð óljóst hvaö olli ráð- herraskiptunum. Þaö hefur verið mjög fróölegt aö fylgjast meö hinum hatrömmu deilum i Noregi og Danmörku um aöildina að EB. Þær hafa að visu fariö fram með óviðurkvæmi- legum brigzlum um landráö og svik, og flest af þvi sem fram hefur komið á báða bóga af rök- semdatagi hefur verið einhliða og ofstækisfullt. En þó var það kannski eðlilegt í þvi kosninga- kappi sem hljóp i menn. Það leiðinlegasta við kosninga- baráttuna i báðum löndunum var algerlega ótimabær rómantiskur þjóðarrembingur. Var mikið til I þvi sem sagði hér i forustugrein i Visi að þjóðernislegur ihaldsandi hafi ráðiðúrslitunum i Noregi. Og i Danmörku gæti á ný i stórum stil Þjóöverjahaturs, sem þó er eðli- legra en 19. aldar þjóðrembingur- inn, þvi skemmra er siðan Danir máttu liða nauð undir þýzkum stigvélahælum. En á hitt verður þó að benda að saman við þessa þjóðernislegu afturhaldsmennsku hrærðust með undarlegum hætti margvis- leg róttæk og framfarasinnuð öfl, sem eiga vonandi eftir að erfa og umbæta heiminn með sinni nýju lifssýn á veröldinni. Margt af þvi sem þessi öfl höfðu til málanna að leggja var timabært og hárrétt, og það þarf enginn að imynda sér að þeim vandamálum verði t.d. sópað burt i einu vetfangi þó Danir samþykktu aðildina. Gagn- rýni og aðvaranir þessara mót- stööuafla blasa nú við og eiga eftir að marka hugsjónabaráttu, ekki aðeins i Danmörku, heldur i allri Evrópu. Hins vegar voru þessi róttöku öfl ábyrgðarlaus. 1 mótstöðu sinni gegn EB bentu þau ekki á, hvað ætti að koma i staðinn. Þau óskuðu óbreyttrar frjálsrar velgengnisaðstöðu i við- skiptamálum, þó vitað væri, að hún er ekki fáanlega vegna ytri aðstæöna. Þeir óskuðu þess i rauninni einfaldlega að EB væri ekki til, þó tilvera þess sé einhver kröftugasta staðreynd heimsins. Og þeir gáfu engin svör við þvi, hvort þjóðirnar væru tilbúnar að greiða sitt gjald fyrir utangarðs- stöðu með lækkun launa og lifs- kjara. En þetta er einmitt stærsti feillinn i allri hinni fögru hugsjónabaráttu gegn stóriðju og svokölluðum hagvexti og lif- kjarakaupphlaupi. Þeir sem for- dæma i ungæðishætti blikk- beljuna i nútimaþjóðfélagi trimma ekki sjálfir kvölds og morgna milli úthverfis og mið- borga, og þeir koma ekki til ein- staklingsins og segja: „Við tökum bilinn frá þér. „Þeir hafa enn enga raunhæfa lausn. Og sið- skeggirnir sem hraustlegast for- dæma hinar „kemisku” sápu- verksmiðjur með allri þeirra mengun,hafa engin önnur ráð en að þvo sér með sápunni frá þeim á kvöldin, — annars verða þeir aðeins ennþá skitugri en áður. t deilunúm i Noregi og Danmörku um kosti og galla aöildar að Efnahagsbandalaginu höfðu báðir margt til sins máls. Hér var um aö tefla stórþýðingar- mikil skipulagsatriði i öllu efna- hags- og atvinnulifi landanna og við þvi að búast að hvor leiðin, sem valin væri, myndi hafa i för með sér viöamiklar breytingar sem snertu lifskjör þegnanna og gripa með margvislegum hætti inn i lif þeirra. Jafnframt hlaut að fléttast inn i hagsmunastreita 15,50 i kr. 19,37. atvinnugreina og stétta. Við þurfum þvi ekki að kippa okkur upp við æsingarnar. Hitt er jafn lærdómsrikt að kynna sér rök- semdafærslu beggja. Það bregður upp fyrir okkur skýrari mynd með dýpri innsýn i vanda- mál Efnahagsbandalagsins, sem eru bæði sæt og súr. Að atkvæðagreiðslunum i þessum löndum loknum, breytast umræðurnar og takmarkast nú meira við þá raunverulegu stöðu sem meirihluti kjósendanna hefur valið. 1 öllu öngþveitinu i Noregi. blasir nú við geigvæn- legur efnahagslegur vandi. Þar er nú brýnt verkefni að finna ein- hverja úrlausn fyrir iönsvæðið i Vikinni, kringum Osló. Þar blasir nú við hrun atvinnulifs og heim- sókn atvinnuleysis. Við þeim vanda eiga andstæðingar aðildar nú eingin önnur ráð en að freista þess að ná viðskiptasamningum við EB. En fá þeir nú slikan samning? Það verður ekki ráðið i heimabruggunartækjum þjóð- rembingsins, heldur f skrifstofum i Brússel. I Danmörku er bjartara yfir. Nú kemur ekki til þeirrar gegnis- lækkunar, sem hótað hafði verið með þeim stórfelldu verðhækkun- um, sem fylgt hefðu i kjölfarið á öllum lifsnauðsynjum. Þyngstu mörunni er létt af bændastéttinni, sem óttaðist sölustöðvun, nú geta þeir aftur verið öruggir um sinn hag og haldið áfram að afsetja svinakjöt og smjör á brezkum og þýzkum markaði, og farið eins og aðrir að stunda „hagvöxt” i grisum i stærri stil en nokkru sinni áður. Og iðnaðarfyrirtækin Storno og Novo og fjöldi annarra þurfa ekki að framkvæma hótanir sinarum niðurlagningu starfsemi og fjöldauppsagnir. En um leið og nýr forsætisráð- herra Dana, Anker Jörgensen, undirbýr ferð sina á ráðherrafund EB i Paris siðar i mánuðinum, þá risa nú upp i kringum hann ýmis þau vandamál sem fylgja aðild- inni og sem mótstöðumennirnir bentu strengilega á. Þau verða nú mjög svo raunhæf og munu vafa- laust verða mönnum drjúgt umræðuefni i Danmörku á næst- unni. Það er nú t.d. svo, að vist geta Danir grætt á aöild aö EB. Hún skapar þeim vissulega möguleika á stórkostlega auknum hagvexti. En hitt er lakara, aö þeir eiga nú hreint ekkert auðvelt með að not- færa sér þann hagvöxt. Nú sem stendur má segja að allar vélar og hjól i Danmörku gangi með fullum krafti. Það eina sem háir þeim er skortur á vinnuafli. Vist gengur geysileg hagvaxtaralda um Efnahagsbandalagið og fyrir- sjaanlegt að hún heldur þar áfram a.m.k. tvö til þrjú ár fram i timann, þvi lengra sjá menn nú varla. Þessi útþenslualda hlýtur nú lika að hafa áhrif i Danmörku, en það þarf hreint ekki að vera hagkvæmt frá öllum hliðum. Aðild að EB verður að þessu leyti sennilega miklu hagkvæmari fyrir Breta, sem eiga við mikið atvinnuleysi að striða, og einnig mætti segja að nær hefði verið fyrir Svia að tengjast banda- laginu, þvi að þar gerir nú atvinnuleysi einnig vart við sig. Mesta vandamál Dana á næst- unni verður alger ofspenna i atvinnulifinu. Og þar skapast nýr vandi, þvi að slikri ofspennu fylgir ásókn erlends vinnuafls, sem er eitt varhugaverðasta vandamaliö við þátttöku i Efna- hagsbandalaginu. Það má nú búast við þvi að talsverður hluti þess tyrkneska og júgóslavneska og jafnvel finnska vinnuafls, sem verið hefur i Sviþjóð flykkist til Danmerkur. Og ef vandræða- ástand skapast nú i Vikinni i Noregi, má vera að þrautaráð margra Norðmanna verði að leita sér atvinnu t.d. i dönskum husgagnaiðnaði. Þessir liklegu vinnuafls- flutningar sýna nokkuð hve sér staka stööu Danir fá nú bæði i evrópskri og norræni samvinnu. Þrátt fyrir aðild Dana aö EB verða mannflutningar þangað frá öðrum Norðurlöndum greiðir. 500 g the: JA: kr.15,50/NEJ: kr. 19,37 liótunarauglýsing úr dönsku blaði. Kaupmaöurinn tilkynnir hvað var- an myndi hækka, ef Danir stæðu utan EBE. 500 gr af tei hækkar úr kr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.