Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 6. nóvember 1972
Geir Hallgrímsson borgarstjóri og ^
Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi
flytja raeður og svara fyrirspurnum
fundargesta.
Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri.
Fundarritari: Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri.
Stjórnarandstaðan tekur afstöðu
til landhelgisviðrœðnanna
Enn ekki ákveðið hvar ráðherrafundurinn verður haldinn, segir utanríkisráðherra
Kikisstjórnin hefur nú sent
þirigflokkum stjórnarandstöö-
unnar, Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins, upplýsingar um
það, hvernig landhelgis m á lið
stendur og með beiðni um að
þingflokkarnir taki afstöðu til
mála, áður en viðræður hefjast
aftur við Brcta á næstunni.
Eins og skýrt hefur verið frá,
verða viðræðurnar núna á ráð-
herrastigi, þ.e. lafði Tweedsmuir,
aðstoðarráðherra i landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðuneytinu mun
mæta af hálfu Breta og Einar
Ágústsson, utanrikisráðherra af
hálfu tslendinga.
Að þvi er utanrikisráðherra
sagði i viðtali við Visi i morgun,
hefur enn ekki verið ákveðið,
hvar eða hvenær samningavið-
ræðurnar fara fram. — Visir
hefur þó frétt, að þær muni fara
fram i London. — Siðast fóru við-
ræður fram i Reykjavik, en þá
ræddust embættismenn þjóðanna
við, eins og kunnugt er. Árangur
þeirra viðræðna varð sá, að eftir
þær varð grundvöllur til að halda
samningaviðræðum áfram á ráð-
herragrundvelli. Allir ráðherrar
rikisstjórnarinnar voru raunai
ekki á einu máli um það, hvori
einhver árangur hefði orðið af
fundi embættismannanna.
Lannig heit Lúðvik Jósefsson þvi
fram á blaðamannaíundi, að
árangur viðræðnanna hefði
enginn orðið.
Kröfur þær, sem íslendingar
gera, til að samkomulag náist við
Breta, eru eftirfarandi:
Togarar stærri en 7-800 tonn
verði útilokaðir frá veiðum innan
landhelginnar svo og verksmiðju-
og frystitogarar.
Aðeins þeir fái veiðiheimild
innan landhelgi, sem veitt hafa á
islandsmiöum undanfarin ár.
Undanþágur verði aðeins veitt-
ar til að veiða á afmörkuðum
hólfum, vissan tima árs.
islendingar einir hafi eftirlit
með þvi, að samkoinulagið verði
haldiðog hafi óhindrað vald til að
beita islen/.kuni lögum.
Samkomulagið gildi til I. júni
1971.
—VJ
Linda Leifsdóttir
ÓFÆRÐ Á VESTFJÖRÐUM « bœ,ist j hópinn
Ástand vega er viðast hvar urðu á vegum i slæma veðrinu um
sæmilegt og engar skemmdir helgina. A Vestfjörðum eru að
Stórt frímerkja-
uppboð ó morgun
Stórt frimerkiauppboð verður
haldið á næstunni-
Þegar Visir fregnaði af þessu
var haft samband við Jónas Hall-
grimsson, formann Félags fri-
merkjasafnara.
Jónas kvað félagið hafa haldið
uppboð nokkur siðastliðin ár og
hefði þetta verið mjög vinsælt
meðal frimerkjaáhugamanna og
fjölmennt á uppboðunum.
Margt áhugaverðra safngripa,
verður boðið upp, meðal þeirra
eru til dæmis tvö sjaldgæf jóla-
merki úr önundarfirði, hundrað
stykkja örk af 16 aura þjónustu-
merkinu frá 1902-3, yfirstipmlað
„i gildi” og samskonar örk með
fjögurra auga verðgildi. Dýrasta
uppboðsnúmerið er islenzkt
safn safn óstimplaðra merkja, en
lágmarkstilboð i það nemur
þrjátiu og eitt þúsund krónum.
Ekki kvaö Jónas allt, sem
þarna yrði boðið upp vera á háu
verði, og myndu flestir fri-
merkjasafnarar finna þar eitt-
hvað við sitt hæfi. Uppboðið
verður næsta þriðjudag kl. 19.30.
—LÓ
Hafið þið séð gróan Fólksvagn?
Lýst er eftir gráum fólksvagni,
sem stolið var fyrir utan húsið að
lljallavegi 17 aöfaranótt sunnu-
dagsins.
Fólksvagninn er grár að lit,
árgerð ’tiO og hefur númerið R-
2524.
—ÞM
visu flestir vegir lokaðir. Vcstur-
landsvegur er illfær eða lokaður
vegna snjóa og cinnig allir
heiðarvegir. svo sem Breiðdals-
heiði.
Ekki er búizt við, að vegirnir
verði ruddir i dag. vegna þess að
tækin hafa ekki undan vegna
snjókomu og skafrennings.
Alls staðar annarsstaðar en á
Vestfjörðum er ástandið yfirleitt
gott. Á Norðurlandi var auð jörð
að mestu i morgun og veður gott.
Á Suður- og Austurlandi er færð
einnig góð mjðað við árstima.
—ÞM
Furðuleg aukn-
ing ölvunartil-
fella í Keflavík
Slik aukning hefur orðið á
ölvunartilfellum við akstur i
Keflavik, að furðu gcgnir.
Munu hafa verið teknir 65 öku-
menn, það sem af er þessu ári. t
fyrra voru á öllu árinu teknir
aðeins 33 ölvaðir ökumenn.
Ekki er gott að segja, hvað
veldur þessari gifurlegu fjölgun.
Þar gæti bæði verið um að ræða
aukna löggæzlu eða aukna
drykkju, nema hvort tveggja
væri.
—LÓ
Enn hei'ur ein fegurðar-
drottningin bæt/.t við, i þetta sinn
var það Ungfrú Arnessýsla, scm
var kosin, Kosningin fór fram s.l.
laugardag i félagsheimiiinu
Árnesi.
Sú, sem sigraði, heitir Linda
Lcil'sdótlir og er frá Selfossi.
Linda er 18 ára gömul, fædd II.
desember 1953. Foreldrar hennar
eru Leil'ur Kyjóll'sson og Ásdis
(íuðnadóltir. Linda hcfur lands-
pí-óf og starfar sem afgreiðslu-
stúlka. Áhugamál hennar cru
iþróltir og siingur. Linda er 167
em á hæð, með Ijóst hár og brún
augu.
—ÞM
Reykvikingar - tökum þátt í fundum borgarstjóra
HVERFAFUNDIR BORGARSTJÓRA
Breiðholtshverfi.
Mánudagur 6. nóvember
3. Fundur kl. 20.30 FÉLAGSHEIMILI FÁKS