Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 17
Visir. IYlanudagur 6. nóvember 1972 17
| I DAG | í KVÖLP | í DAG | í KVÖLD | | DAB |
Sjónvorp í kvöld kl. 21.05:
H
Brjálaði málarinn
Hollenzki málarinn Vincent van
Gogh varð ekki verulega frægur
fyrr en eftir dauða sinn. Myndir
lians eru i dag seldar fyrir offjár,
ef þær eru seldar.
Van Gogh var fæddur árið 1853.
Hann byrjaði ungur að mála, og
mikið er til af málverkum eftir
hann. Hann var ekki heill and-
lega, og sjást þess merki i mörg-
um mynda hans. Á allri æfi sinni
seldi hann aðeins eina mynd.
Það hefur verið sagt um van
Gogh að ,,hann hafi verið fæddur
undir bölvun, hafi lifað undir
henni og dáið undan henni. Það
var enginn lifsmöguleiki fyrir
hann i heiminum. Heimurinn
vildi hann ekki”.
Vincent van Gogh dó aðeins 37
ára að aldri eftir að hafa dvalist á
hæli fyrir geðsjúka i tvö ár. Á
þetta háeli hafði hann verið látinn,
eftir að hafa reynt að skera af sér
hægri eyrnasnepilinn jólakvöld
eitt.
Sjónvarpið sýnir i kvöld mynd
sem fjallar um æfi hans, þó sér-
staklega siðustu æviár hans.
Með afa-ðhlutverkið fer Michael
Gough.
Það tók fimm mánuði að gera
myndina, og Michael Gough sagði
að þetta væri eitt erfiðasta hlut-
verk sem hann hefði leikið. Hann
segist hafa gjörbreytzt við að
leika hlutverkið, jafnvel skrift sin
hefði breytzt. Mai Zetterling
stjórnaði töku myndarinnar. ÞM.
Sjónvarp kl. 22.05:
Tónlist
austurs
°9
vesturs
„Tónlistin byggir brú",
nefnist mynd frá
Sameinuðu þjóðunum, sem
sjónvarpið sýnir í kvöld.
Yehudi Menuhin og Muir
Mathiesen ræðast við í
myndinni og bera saman
tónlist Austurlanda og
Vesturlanda.
Yehudi Menuhin er fæddur i
New York 1916. Hann hóf nám i
fiðluleik 5 ára gamall og kom
fyrst fram i San Francisco þegar
hann var 7 ára gamall. Á
unglingsárum hóf hann að leika
með systur sinni, Hepzibah, og
hafa þau siðan haldið afram að
koma fram á pianó- og fiðlutón-
leikum um allan heim.
Menuhin ferðaðist um fjölda-
mörg lönd á striðsárunum oglék
fyrir hermenn við allar mögu-
legar kringumstæður. Fyrir þetta
hlaut hann mörg verðlaun i
ýmsum löndum. Einnig hefur
hann hlotið margar viður-
kenningar fyrir tónlistarstörf.
Hann varð heiðursdoktor við
Oxford-háskóla 1962 og við
Lundúnaháskóla 1969. Menuhin
lék hér á listahátiðinni siðasta
sumar.
Þýðandi myndarinnar er óskar
Ingimarsson.
-ÞM
UTVARP
Mánudagur 6.
nóvember.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 Þáttur um heilbrigðis-
mál. Gylfi Ásmundsson
svarar spurningunni:
,,Hvað er andleg heilbrigði”
(endurt.)
14.30 Siðdegissagan:
..IJraunur um Ljósaland”
eftir Þórunni Elfu Magnús-
dóttur. Höfundur les (14).
15.00 Miðdegistónleikar: Tón-
list eftir Mendelssohn
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið. Magnús Þ.
Þórðarson kynnir.
17.00 Framburðarkennsla i
dönsi.u ensku og frönsku.
17.40 Börnin skrifa.Baldur
Pálmason les bréf frá
börnum.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
Ychudi Menuhin
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál . Páll
Bjarnason menntaskóla-
kennari flytur þáttinn.
19.25 Strjálbýli — Þéttbýli
Vilhejm G. Kristinsson
fréttamaður leitar frétta og
upplýsinga.
19.40. Um daginn og veginn
20.00 Heinrich Schútz: 300.
ártið. Guðmundur
Matthiasson tónlistar-
kennari flytur erindi og flutt
verða verk tónskáldsins.
20.45 ,,Fugl á garðstaurnum”,
smásaga eftir llalldór
Laxness.Jón Sigurbjörnsson
leikari les (áður útv. i
desember i fyrra).
21.05 Ljóð fyrir hljóðnema.
21.15 André Watts leikur á
pianó etýður eftir Franz
lÁszt.
21.40 Islenzkt mál.Endur-
tekinn þáttur Asgeirs Bl.
Magnússonar frá s.l.
laugardegi.
22.00 Fréttir
22.15. Veðurfregnir. útvarps-
sagan: ,,Útbrunnið skar”
eltir Graham Greene.
Jóhanna Sveinsdóttir les
þýðingu sina (7)
22.45 IIIjómplötusafnið i
umsjá Gunnars Guömunds-
sonar.
23.40 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.40 Framboðsflokkurinn.
Heimildarkvikmynd, gerð
af Þorsteini Jónssyni, um
hlut flokksmanna Fram-
boðsflokksins i siðustu
Alþingiskosningum.
21.05 Vincent van Gogh. Brezk
mynd um hollenzka
málarann van Gogh, ævi
hans og list. Brjálaði
Hollendingurinn, eins og
hann er stundum kallaður,
fæddist árið 1853. Hann
byrjaði ungur að mála, og
ei'tir hann liggur mikið
magn málverka, en veru-
legri viðurkenningu eða
hylli hafði hann ekki náð, er
hann lézt, tæplega fertugur
að aldri. í þessari mynd er
ævi hans rakin og leikin
atriði úr lifi hans siðustu
árin. Með aðalhlutverkið fer
Michael Gough. Þýðandi
Höskuldur Þráinsson.
22.05 Tónlistin byggir brú.
Mynd fra Sameinuðu
þjóðunum. Yehudi Menuhin
og Muir Mathieson ræðast
við og bera saman lónlist
Austurlanda og Vestur-
landa. Þýðandi óskar
Ingimarsson.
22.30 Dagskrárlok.
SJONVARP
+ MUNIÐ
RAjJÐA
KROS
SINN
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 7. nóvember:
llrúturinn,21.marz-20.aprll. Það litur út fyrir að
einhver reyni eftir megni að hafa áhrif á skoðan-
ir þinar og afstöðu i viðkvæmu máli — og á nei-
kvæðan hátt.
m
m
Sl
&
2i
Nautið,21.april-21.mai. Ekki er ósennilegt að þú
hafir tekið eitthvað að þér, störf, nám eða að-
stoð, sem verður þér erfiðara og umfangsmeira
en þú reiknaðir með.
Tviburarnir, 22,mai-21.júni. Hik og efi kann að
valda þvi að þú glatir allgóðu tækifæri. Hafðu
þvi augu og eyru hjá þér og vertu fljótur að átta
þig.
Krabbinn, 22.júni-23.júli. Alltaf sama annrikið,
og eykst þó fremur en að úr þvi dragi. Þú virðist
hafa fulla þörf fyrir að slaka á, eigi ekki verr að
fara.
Ljónið, 24.júli-23.ágúst. Þér býðst sennilega all-
gott tækifæri i dag, en ekki Skaltu samt flana að
neinu i þvi sambandi. Það liggur varla svo mikið
á.
Meyjan, 24.ágúst-23.sept. Ef einhver sýnir þér
meiri ágang en þér þykir viðunandi, skaltu ekki
hika við að risa gegn þvi og beita þar alvöru og
festu.
Vogin.24.sept.-23.okt. Þér sækist starf þitt ekki
eins vel og skyldi. Ef til vill þarftu að hvila þig,
eða verða þér úti um einhverja tilbreytingu i
tómstundum.
Drekinn, 24,okt.-22.nóv. Það litur út fyrir að þú
verðir að þvi kominn að fremja eitthvert glappa-
skot, en sjáir þig um hönd áður en það reynist
um seinan.
Bogmaðurinn, 23.nóv.-21.des. Það litur út fyrir
að þú farir að sjá fyrir endann á einhverju verk-
efni, sem þú hefur fengizt við, og verðir því harla
feginn.
Steingeitin, 22.des.-20.jan. Það verður vafalitið
rólegt i kringum þig I dag, að minnsta kosti
lengst af. Vel til fallið að athuga breytingar og
þess háttar.
Vatnsbcrinn, 21.jan.-19.febr. Farðu hægt og ró-
lega að öllu i dag. Þú getur náð miklum árangri
með þvi að beita lagi og mannþekkingu, eftir þvi
sem við á.
Fiskarnir, 20.febr.-20.marz. Góður dagur og
notadrjúgur að mörgu leyti. Samt er öruggara
að fara sér hægt og rólega og flana ekki að neinu,
sizt er á liður.
MÁNUDAGUR
6. nóvember
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
2 0.3 0 Bókakynning.
Eirikur Hreinn Finnboga-
son, borgarbókavörður,
getur nokkurra nýútkom-
inna bóka.
Starfsmenn óskast
Óskum að ráða nú þegar nokkra lagtæka
menn til framleiðslustarfa. Mikil vinna
framundan. Mötuneyti á staðnum. Uppl.
hjá verkstjóra i sima 21221.
Nýjung!
penol
SKIPTIBLÝANTINN
• þarf aldrei að ydda
• alltaf jafn langur
•ótrúlega ódýr!
Fæst í næstu ritfanga-
og bókabúð