Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 2
2
Visir. I.augarriagur 21!. desember 11)72
vísusm:
Hvernig kannt þú viö af-
leiðingar rafmagnstruflan-
anna?
Krislján (iunnarsson, bifvéla-
virkjanemi: Ég kann ekkert illa
við þetta, ég er i þannig vinnu, aö
þetta kemur ekkert niöur d henni.
Mér finnst þaö ekkert óþægilegt
heimafyrir heldur.
Steinþóra Þórisrióttir, frú:
betta er allt i lagi min vegna. Þaö
gelur veriö óþægilegt, en kerta-
ljósin eru alltaf skemmtileg á
sina visu.
Olga Krisljánsriótlir, ver/.l-
unarskólaneini: betta er alveg
ága'tt, þaö truflar stundum og
kemur sér vaíalausl illa fyrir
suma. Ég held saml, aö þetta
veröi huggulegt yl'ir jólin.
VVinslon llannesson. kennari:
Þetla er óþægilegt, sérstaklega
lyrir þá, sem eru i búöum. Þetta
ler ekkert sérstaklega i laugarn-
ar á mér. Ég er mest hriíinn af
þvi, hvaö fólk tekur þessu með
miklu jafnaðargeði.
Keynir Unnsteinsson. háskóla-
stúdent: Ég hef litið fundið fyrir
þessu, hef litið verið á ferli. Þetta
getur að sjálfsögðu verið óþægi-
legt fyrir suma, en það snertir
mig ekki mikið.
Þórgunnur Jónsdóttir, af-
greiðslustúlka: Þetta getur verið
dálitið óþægilegt stundum, en þó
er eitthvað rómantiskt við það
lika og stemmningin skemmtileg
við kertaljós á jólunum.
Engin rafmagnsskömmtun
ef allir sýna þegnskap
— segir Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri — Búrfellslínan varla löguð fyrir jól
— Eldið jólamatinn
Með réttu má kenna hrczkum
verkamönnum, verðráttunni
siðastliðið sumar og stjórnvölri-
um um það, að konur á höfuð-
borgarsvæðinu vcrða ef til vill að
hera jólarjúpurnar kalriar og
hálfsteiktar á horð annað kvöiri.
Það er sem sé varla hægt að
reikna með þvi, að nægjanlegt
rafmagn fái::t frá Lanrisvirkjun
fyrr en eftir jól og að rafmagnið
verði skammtað annað kviilri.
Ilúsmæður á höfuðborgarsvæðinu
geta þó hælt nokkuð úr þvi
ástanrii, sem ofviðrið og ofan-
greindir aðilar hafa valriið, með
þvi að spara rafmagnið eftir
föngum og hefja matreiðsluna
snemma á aðfangariag. Éf allir
leggjast á eitt, verður ef til vill
liægt að komasl hjá rafmagns-
skömmtun annað kviilri, segir
Aðalsteinn (íuðjohnsen raf-
m agnsstjóri.
snemma
Af hverju er hægt að kenna öðr-
um en veðrinu um, að nú er fyrir-
sjáanlegt rafmagnsleysi á næstu
dögum? Jú. Ný lina frá Búrfelli
átti að vera komin i gagnið 1.
desember siðastliðinn. Vegna
verkfalls hafnarverkamanna i
Bretlandi og óvenju rysjóttrar
tiðar i sumar hefur verkið dregizt
svo, að linan verður ekki tekin i
notkun fyrr en 1. lebrúar. Þar
fyrir utan eru svo flestir sam-
mála um, að linan heföi átt að
vera tilbúin fyrir heilu ári, en
fjárveiting til hennar fékkst ekki
fyrr en svo, að henni gæti verið
lokið um þetta leyti.
Ástæðan fyrir rafmagnsleysinu
nú er eins og komið hefur fram,
að 72 metra hátt rafmagnsmastur
féll undan linunni við Hvitá, en
þar er halið á milli óvenjulega
langt (800 metrar) og turninn eft-
ir þvi stór. Að þvi er Eirikur
Briem, forstjóri Landsvirkjunar,
sagði i viðtali við Visi, gera menn
sér nokkrar vonir um að geta
strengt linu yfir Hvitá til bráða-
birgða fyrir morgundaginn. Án
þess sé augljóst, að Landsvirkjun
geti ekki selt viðskiptaaðilum sin-
um, svo sem Rafmagnsveitu
Reykjavikur og öðrum nóg raf-
magn fyrr en eftir jól.
Eru rafmagnsbilanir ekki
óeðlilega miklar hér? Til saman-
burðar mætti minna á hið fræga
„blaek out” i New York um árið,
þegar borgin varð rafmagnslaus
öllum að óvörum.
Ég man vel eftir þessu „black
out” i New York. Þá var allt raf-
magnslaust i 19 klukkustundir. 1
sliku höfum við aldrei lent og ekk-
ert nálægt þvi. Hins vegar er það
rétt, að við lendum i þvi nokkuð
oft að fá rafmagnsbilanir. Þær
eru eðlilegar meðan kerfið er
Þeir voru á hlaupuni þvert yfir Austurvöll seint i gær og þóttust góöir að hafa náð i gas á kútana sina. En
gas á primusa er ineð eftirsóttari söluvöru á Suðvesturlandi fyrir þessi jól.
jafnlitið og raun er á. Þar sem
stöðvarnar eru fleiri og linurnar
fleiri en hér er, verða skiljanlega
siður truflanir en hér. Þar má
flytja álagið til, ef einhvers stað-
ar bilar. Eftir þvi sem okkar kerfi
stækkar, verða bilanir sjaldgæf-
ari. begar linan verður tekin i
notkun 1. febrúar, eykst rekstrar-
öryggið mikið, sagði Eirikur
Briem.
Af hverju bregzt svona stálturn
eins og sá við Hvitá? Eirikur
Briem sagðist hafa verið við hann
i fyrrinótt, en ekki hefði þá komið
fram, hvers vegna turninn hefði
gefið sig. Engin ising hefði verið,
aðeins afspyrnurok. Ljóst væri
hins vegar, að þegar rafmagns-
laust varð i fyrra skiptið, hafði
eldingavari sprungið. Það hefur
gerzt alls fjórum sinnum á
eldingavörum sömu tegundar frá
Japan. Þvi væri augljóst, að þeir
væru ómögulegir og yrði skipt uin
þá alla.
Stálturn i Búrfellslinunni hefur
áður gefið sig. Þá var það aðeins
venjulegur turn, 30 metra hár,
sem bilaði. Sérfræðingar voru
fengnir til þess að rannsaka
ástæðurnar fyrir þvi, að turninn
brotnaði. Fullnægjandi skýring
fékkst aldrei, að þvi er Eirikur
Briem sagði.
Landsvirkjun hefur ekki neinar
öruggar vonir um að koma lin-
unni yfir ána fyrir aðfangadag.
Þvi verðum við að reikna með þvi
núna að hafa ónóg rafmagn, sagði
Aðalsteinn Guðjohnsen, for
stöðumaður Rafmagnsveitu
Reykjavikur. Rafmagnsveitan
sér um að dreifa rafmagninu til
borgarbúa. — Við þurfum 65
megawött, en höfum aðeins 45
megawött frá Soginu og varaafl-
stöðinni við Elliöaár.
Ef allir leggjast nú á eitt, er
hugsanlegt, að komast megi hjá
skömmtun, sagði Aðalsteinn. Til
þess að það megi verða, þurfa all-
ir að spara rafmagnsnotkun eins
og kostur er. Þar má benda á að
nota ekki þvottavélar eða önnur
orkufrek heimilistæki. Húsmæður
þurfa nauðsynlega að hefja mat-
reiðsluna fyrir aðfangadagskvöld
snemma á aðfangadag. Æskilegt
væri, að sem flestir borðuðu
kalda rétti, t.d. i kvöld og i há-
deginu á morgun.
Nokkur hverfi komast hjá þvi
að þeim verði skammtað raf-
magn vegna þess að þau eru i
sama kerfinu og nauðsynlegar
þjónustustofnanir eins og útvarp
og sjónvarp, dælustöðvar hita-
veitu eða spitalar. tbúar i þessum
hverfum, þar á meðal allt Breið-
holtið, þurfa nú að sýna þann
þegnskap að spara rafmagnið, þó
að þeir eigi ekki á hættu, að slökkt
verði hjá þeim, segir Aðalsteinn.
-VJ
i,c.srnílur
M hufu
4I Áonfúf
mX-' I __'
Perum stolið
úr jólaseríum
Giiðrún llulria Guðmundsdóttir,
llliðarvegi 45, Kópavogi, skrifar:
,.Á þessum 16 árum, sem við
hjónin höfum búið hérna, höfum
við komið okkur upp sæmilegum
trjágarði, sem við höfum gaman
af að skreyta um hver jól með
jólaserium.
Eins og margir aðrir hengjum
við jólaseriuna upp venjulega
nokkrum dögum fyrir jól, og það
er alltaf segin saga, að aldrei íær
hún að vera i friði.
Ljósaperunum i seriunni er
ýmist stolið eða þær eru brotnar.
Það er gefið mál, að þarna
hljóta að vera börn að verki,
enda höfum við stöku sinnum
staðið börn að þvi. Fullorðnir
færu varla að leggja sig niður við
að stela nokkurra króna perum.
En einhverjir fullorðnir virðast
þó þiggja það, að börn þeirra
komi með þessar perur i búið. Og
það þykir mér alveg furðulegt af
foreldrum.
Þess vegna
var ökuskír-
teinið tekið
Sturla Þórðarson, lögreglufull-
trúi, skrifar:
,.l lesendadálki blaðs yðar i gær
rekur herra Þórður Kristjánsson,
bifreiðarstjóri, raunir sinar og
telur mestu goðgá. að honum var.
vegna ökuferils, gert að sanna
þekkingu sina á helztu umferðar-
reglum og merkjum. Orðrétt
skrifar nefndur Þórður m.a.
„Umferðin er núna i miklum
ólestri og þörf á að taka hana
föstum tökum. Einkanlega um-
ferðarbrotin, sem maðursér dag-
lega en eru látin afskiptalaus”. 1
næstu andrá er nefnt að lögregla
„byrji á vitlausum enda” með þvi
að vefengja hæfni þeirra, „sem
eftir 30 ára óhappalausan akstur
verða svo fyrir óhöppum, sem
þeir gátu litið eða ekkert ráðið
við”.
Óhjákvæmilegt þykir að bæta
inn i þá mynd, sem þarna er
brugðið upp.
1. Bein ástæða þess, að herra
Þórði Kristjánssyni, var gert
að sanna hæfni sina, er
árekstrar, sem hann átti að-
ild að laugardaginn 14. október
og mánudaginn 6. nóvember
s.l. Þótti þar þegar nægur
grundvöllur til könnunar og var
þvi ekki litið til fyrri ferils og
eldri yfirsjónar.
2. Það er hins vegar ekki vegna
framangreindra árekstra, að
herra Þórður Kristjánsson er i
dag án ökuskirteinis, heldur
vegna hins, að hann stóðst ekki
könnun og mistókst reyndar
aftur skömmu siðar, eftir að
hafa sem aðrir notið ókeypis
tilsagnar.
begar ökumaður þannig
verður uppvis að grófri van-
þekkingu þykir nauðsynlegt að
hann sanni hæfni sina við
venjulegt bifreiðastjórapróf i
Bifreiðaeftirliti rikisins. Ef við-
komandi heldur að sér höndum
eða þverskallast við slikum
málalokum blasir við sjálf-
helda, sem ekki er sanngjarnt
að kenna neinum öðrum um en
honum sjálfum.
3. Ekki verður séð, að ávallt þurfi
að vera rétt hlutfall milli lengd-
ar ökuferils og lágmarks-
þekkingar á umferðarregl-
um”.