Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 23. desember 1972 3 Hvað er um að vera um hótíðarnar? Skem mtanalifið blómgast nokkuð um jólaleytið i ár eins og vant er. Bióin eru með jólamynd- ir. leikhúsin með jólaleikrit, og svo eru það allir jóla- og nýárs- fagnaðirnir. Til glöggvunar þeim, scm eitt- livað hyggjast lyfta sér upp með þvi að sjá kvikmynd eða fara i leikhús, höfurn við tekið hér sam- an smáklausu, þar sem flest ætti að koma fram, sem á boðstólum er. 1 Austurbæjarbíói verður sýnd bandarisk mynd er heitir Klute. Það eru þau Donald Sutherland og Jane Fonda, sem leika aðal- hlutverkin i henni. Jane Fonda fékk óskarsverðlaunin fyrir leik sinn i þessari mynd. Þetta er glæpamynd. Love Bug heitir myndin, sem Gamla bió sýnir. Hér er um gamanmynd að ræða, gerða af fyrirtæki Walt Disneys. Helztu leikarar eru Dean Jones og Michele Lee. Mynd fyrir alla fjölskylduna er á boðstólum i Hafnarbiói, heitir sú Jóladraumur. Doris Day er aðalmanneskjan i jólamynd Hafnarfjarðarbiós. Þetta er amerisk gamanmynd, sem heitir Njósnamærin. Á móti Doris Day leikur Rod Taylor. Carry on, eða Áfram segja þeir Háskólabiósmenn og eru með nýja áframmynd, sú heitir Carry on Henry og f jallar um Hinrik átt- unda og kohurnar hans allar. Hitchcock mun leitast við af fremsta megni að skelfa gesti Laugarásbiós með mynd sinni Frenzy. Það er glæpamynd, sem ábyggilega verður bönnuð börn- um innan I6ára aldurs, fari sann- ar sögur af þeim spenningi, sem hún vekur með áhorfendum. Nýja bió sýnir myndina Patton, sem fjallar um George S. Patton, einn af hershöfðingjum Banda- rikjamanna i siðari heims- styrjöldinni. Þetta mun vera nokkuð óvenjuleg striðsmynd. George C. Scott var sæmdur óskarsverðlaunum fyrir túlkun sina á Patton, en hann haínaðí þeim, eins og ýmsir muna sjálf- sagt. Ævintýramennirnir heitir myndin, sem Stjörnubió býður upp á. Þar leikur núverandi heimilisvinur á flestum islenzk- um heimilum aðalhlutverkið. Það er Tony Curtis, annar Fóst- bræðra. Með honum leika þau Charles Bronson og sú forkunnar- fallega Michele Mercier, en hana kannast sjálfsagt margir við, sið- an hún lék i Angeliquemyndun- um. 1 leikhúsunum verður mikið það sama á boðstólum áfram nema hvað Leikfélagið frumsýnir franska farsann „Fló á skinni”, ALMANNAVARNAFLAUTURNAR ÓHÁÐAR RAFMAGNI Hvað gerist i sambandi við al- mannavarnir, þegar rafmagnið fer af Reykjavik? Geta flautur Almannavarna Reykjavikur ekki gert borgarbúum viðvart um yfirvofandi hættu, ef ekkert raf- magn er fáanlegt? Margir kunna að hafa velt fyrir sér spurningum likum þessum i nótt og morgun þegar rafmagnið var sifellt að hverfa og fárviðri geisaði eða var rétt að slota. Svarið við þessum spurningum er það, að Almannavarnir Reykjavikur geta gert borgarbú- um viðvart, þó ekkert rafmagn sé til. Flautur þær, sem stundum heyrast glymja i æfingaskyni, eru loftflautur, og i sambandi við þær eru ævinlega loftkútar fullir af samanþjöppuðu lofti. Borgarbúar þurfa sem sé ekki að vera hrædd- ir um að verða ekki varaðir við, áður en hraun rennur yfir Reykjavik eða einhver gerir loft- árás á hana. Gallinn er kannski bara sá, að fáir skilja hljóðmerk- in. — Ló. og i Þjóðleikhúsinu verður leikrit- ið Maria Stúart frumsýnt á annan i jólum. Einnig verður barnaleik- ritið ,,Ferðin til tunglsins” frum- sýnt i Þjóðleikhúsinu einhvern fyrstu dagana i janúar. Nokkuð hefur verið greint frá Mariu Stú- art hér i blaðinu áður, en nánar er sagt frá hinum leikritunum i dag- bók aftar i blaðinu. —LÖ VIXLAR SEM BER AÐ VARAST Upph«-ð: (jjaldda,;i: 12731 7.9 75. 2o 1/2 '73 12*30 11.860. - 1/2 '7 3 12 729 106. .6 7. 6o 1/2 '7 3 12 728 1 2. 1 /0. - 1/2 '/3 12733 460. 250. 2o 1/2 '73 1 2 < -lö 22. 460. - 1/2 '73 12*47 3.952. 4o 1/2 '73 12746 6. 855. 4o 1/2 '73 12745 26. 003» - 1/2 '/3 12.44 539.758.- 1/2 '7 3 12743 20.038. - 1/2 '73 1 2741 44.920. - 1/2 '7 3 12/40 10. 234.8o 1 /2 '73 12/32 17.350.8o 5/2. '7 3 12737 5. 788. 8o 5/2 '7 3 1 2736 9. 129.6o 5/2 '7 3 ' .739 76. 277. 2o 10/2 '73 U742 116. 487. /o 10/2 '73 1 2734 6. 070. - 10/2 '73 1 2735 1 10. 1 15. - 10/2 '7 3 12738 16. 354. - 15/2 '7 3 12656 6. 00 ). - 15/2 '73 HafnarbúSin. Akurcyri. llarCarbakari, Akraneai. Karl Kriutmann, JKestm, Vx. Hvammur, ftlai'svík. Ila^kjup, bkviiunni'15, R. Kl’. Ilöln, Seliossi. SOtuskálinn, Rcykholti, liorguríiröi. Kaupícla^ PatrekaijarSar. Jón S. njarnason vz. , Bildudal. Kí. KyiirSinga, smjörlfkisjjerB, Akureyri. Hótcl Sa,;a, Rvfk Kaupléla^ið txSr, liellu, Rang. Kaupíéla^; l»int;eyinj;a, HÚsavfk. Vx. Kcykjaloss, Hverujerdi. c/ovz. Ilalli I'órarins, Rvfk. N. I,. F. -búSin, bólhe.inum, Rvfk N. I,. 1- . -búöin, Tyagötu, Rvfk. ifsli (ífslason h. I. , Vestm. Valdernar Daldvins6on. I'ryggvabr. 22, Akureyri Oöal, v/AusiurvöU, Rvfk. Saclkcrinn, Haínarstrarti 19, Rvfk VerxlunarfélagiO Círund, Grundarfirði. Ma^nús Inj;óltoaon, iirekkubraut 2U, Akrancsi. 1.656.817.7o Eins og skýrl er frá i frétt á bak- siðu, liurfu vixlar að uppliæð nær 1.7 millj. króna, þegar inn- lieinituniaður var rændur á dögunum. Sennilegt má telja, að vixlar þcssir séu i umferð og reynt verði að koina þeiin i verð, og birtum við þvi hér lista yl'ir vixlana og jafnframt undir- rituii aðalgjaldkera Smjörlikis og slimpil fyrirtækisins, sem á vixlunum ér, á baksiðu. Dregið í jólagetrauninni í gœrdag: 12 ÁRA STRÁKUR í FOSSVOGI FÆR ÚTVARPSTÆKIÐ 6ÓÐA K '9 L? h-iajiR'. ±i^ 5C Tp. £ ■■ ■ 7 - m ' v _ -• x ~~7 Sá heppni reyndist vera Hannes Heimisson, Hjallalandi 26, Reykjavik, 12 ára gamall. Hann fær i verðlaun geysigott útvarpstæki, Grundig Satellit 1000, að verðmæti hátt i 50 þús- und krónur. Þvið miður gátum við ekki látið Heimi fá tækið i gærdag, eins og til stóð. Eins og við skýrðum frá, hvarf talsvert magn af tækjasendingu til Nesco, og virðist þvi hafa verið stolið á flugvelli i Þýzkalandi. Siðan hefur allt verið gert til að fá tæki i stað þess, sem hvarf með hinum vörunum, en ekki tókst að fá það fyrir tilsettan tima, og verður sigurvegarinn þvi að biða nokkra daga eftir að reyna nýja tækið sitt. Fjöldamargar lausnir bárust, alls 2788 úrlausnir, og langflest- ar réttar, enda ekki mjög erfitt að ráða gátuna. Vitaskuld erum við Visismenn mjög ánægðir með þátttökuna, sem hefur auk- izt um helming frá i fyrra, þeg- ar um 1400 lausnir bárust. Við drógum i jólaget- rauninni i gærdag. Það bar svo vel i veiði, að einmitt þegar átti að fara að draga, komu tvær yngismeyjar úr Garðahreppi í heim- sókn og féllust þegar á að draga, enda hlut- lausir aðilar eins og vera ber. Helga Margrét, 3 ára, dró út umslag sigurvegarans, meðan litla systir, Sig- riður María, aðeins eins árs, fylgdist með af andakt. Þökkum við lesendum fyrir þátttökuna og vonum, að þeir hafi haft gaman af að glima við verkefnið. Meðfylgjandi birtum við svo réttu lausnirnar á jólagetraun- inni. —JBP—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.