Vísir - 02.01.1973, Page 1

Vísir - 02.01.1973, Page 1
vísm 63.árg. — Þriðjudagur 2. janúar 1973 — l.tbl. Ó, ÞVÍ- LÍKT ÁR! — sjá bls. 6 — friður til umrœðu í París og sprengjuárásum hœtt. si® b,s* 5* 1700 fórust í flugslysum árið 1972 Rúmlega 1700 manns fórust i flugslysum é érinu 1972 sem er mesta slysaár i sögu flugumferðar. Stærsta flugslysið varð, þegar farþega- þota fórst hjá Moskvu og með henni 162 manns. Sjábls. 4 • Ásutrúarmenn fó „teikn" „Goöin reiddust” svo að um munaði, þegar fulltrúar Ásatrúarmanna gengu á fund Ólafs Jóhannessonar. Sagt er, að þeir hafi heldur fengið loðin svör, og þaö hefur þrumuguðinum Þór vist fundizt. Þegar erindinu lauk, datt hin ferlegasta þruma yfir miöborgina, og varla hafa Ásatrúarmenn veriö ivafa um merkinguna, eftir aö Þór mundaði Mjölni. SJA BLS. 2 • Nú tekur ráð- deildarsemi við! Núna þegar lognmolla færist yfir mannskapinn, verður kannski timi afiögu til að hugsa um kvenlegu hliðina og sauma nýja kjólinn, blússu eða annaö, og sniðin höfum við á INNSÍÐU. SJA BLS. 9 Afkastamesti bygginga- verkamaður — 82 sm á hœð Sjá NÚ-síðu bls. 12 Vandalaust að lengja líf sitt. . . Engin vandræði að lengja líi sitt með ærlegum hlátri á nýbyrjuðu ári. Fló á skinni er einhver hinn ærlegasti hláturleikur, sem hér hefur sést siðan Þjófar, lik og falar konur var leikið um árið. Sagt er, að f öfgaheimi þess konar farsa veitist áhorfand- anum færi á að lifa i mein- lausri mynd sinar villtustu óskir og dulda dag- drauma.. Sjá menningarsíðu Bls:7. STÓRSLASAÐIST ÞEGAR D I V(P R B H — stýrimaður af Arnarfelli illa sœrður DL ■ ) vl ó sjúkrahús á Akureyri á gamlárskvöld Skipverji á Arnarfelli slasaðist illa, þegar blys sprakk í höndum skip- verja á gamlárskvöld. Skipið var þá statt á Akureyri, og fögnuðu skipsmenn nýja árinu með flugeldum, sem skot- ið var með linubyssu. Höfðu skipsmenn skotið 3 blysum á loft, en áttu eitt eftir, en þá fór svo, aö það sprakk i höndum þeirra. Varð fyrsti vél- stjóri fyrir mestum meiöslum þeirra félaganna. Var maðurinn þegar fluttur á sjúkrahúsiö á Akureyri, en þar varð hann að gangast undir mikla aðgerð, þar eð auga hans hafði skaddazt mjög og talið lik- legt, að hann missti annaö aug- að. Að auki haföi handleggur mannsins skaddazt illa. Að sögn yfirlæknis nyrðra var liöan sjúklingsins talin eftir atvikum góð i morgun. Við rannsókn á linubyssunni, sem skipverjar höföu notaö, kom i ljós, að hún virtist óað- linnanleg og virkaði eins og til var ætlazt. Var viöstöddum hul- in ráðgáta, hvernig slysið gat borið að höndum. —ÞJM— „LOGGAN EÐA HÁRLEYSI?" ,,Viljiði ekki fá ykkur i glas?” spuröi húsráðandinn innbrots- þjófana, þegar hann var búinn aö draga þá inn um gluggann aftur. Húsráðandinn hafði setið ásamt einum kunningja sinum og spjölluðu þeir saman yfir glasi i mestu makindum eitt kvöldið. Þá heyra þeir allt I einu að einhver er kominn inn til þeirra en er i öðru herbergi. Þegar húsráðandinn skilur hvers kyns er biöur hann nokkra stund og heyrir þá aö óboðnu gestirnir eru tveir saman. Þegar þeir eru inni i einu her- berginu fer hann fram á gang og gengur svo frá útidyrahurðinni að ekki er hægt að komast út um hana, siðan fer hann aftur til félaga sins og biöur átekta. Sennilega hafa innbrotsþjóf- arnir tveir heyrt, þegar húsráð- andinn var á feröinni, þvi að næsta sem gerist er aö þeir eru að reyna að komast út um giugga. Húsráðandi snarast nú fram á gang og kemur i veg fyrir að gestirnir komist út. Sér hann þá um leið aö þetta eru pjakkar ekki ýkja gamlir og með sitt hár niðurábak. Maöurinn bað þá að hræðast ekki og fór með þá inn til kunningja sins setti fyrir framan þá glös, bauð þeim að dreypa á og spurði hvort þeir vildu ekki ræða þetta i næði. Þegar þessi félagsskapur er nú seztur niður, kemur húsráð- andinn með uppástungu: ,,Jæja strákar nú ætla ég að leyfa ykkur að velja um tvo kosti. I fyrsta lagi get ég hringt á lög- relguna, eins og vanalega er gert, en hinsvegar hef ég fyrir ykkur annan valkost. Hann er sá aö ég megi klippa ykkur eftir minum eigin smekk.” Eftir nokkra um hugsun völdu hinir hárprúðu seinni kostinn. Þegar þeir höfðu fengið sina af- greiðslu voru þeir ekki alveg nýmóðins um hvirfilinn, heldur voru tjutlur hér og þar, en ann- ars staðar skalli. Aö lokum urðu sveinarnir svo að taka i hendina á gestgjafa sinum og þakka honum.— Ló „Okkur var bannað að skjóta" — segir varðskipsmaður á Óðni „Okkur var bannað að legan til ásiglingar siðastliöinn skjóta,” segir einn varðskips- fimmtudag. Þvi máli lauk með manna á óöni, sem hringdi til þvi aö togarinn sigldi á Óðin, hlaðsins. Hann kvartar mjög nokkuð að óvörum, eins og þvi um, að varðskipsmenn fái ekki var lýst. Varöskipsmaöur segir, að ganga jafn hart gegn brezk- aö Óöinn hafi beöiö leyfis að um landhelgisbrjótum og þeir mega nota byssuna en þvi verið viidu. neitað af yfirvöldum. óöinn hafi Varðskipsmaöur vill að það hótaö áð skjóta, en gerði ekki. komi fram, að skipshöfn Óðins Hann kveðst ekki vilja láta hafi viljaö nota byssuna, þegar nafn sitt koma fram ,,að svo togarinn Brucella gerði sig lík- stöddu” vegna starfs sins. HH í STRIGASKÓNA OG Á EFTIR ÞJÓFUM — sjá baksíðu

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.