Vísir - 02.01.1973, Síða 2
2
Visir. Priftjudagur 2 jauúar l!lí:í
vhmsm:
Eru gerðar eldvarna -
ráðstafanir heima hjá
yður?
Ólafur Hrólfssun, starfsmaður i
Belgjagerðinni: Nei það er nú
ekki gert, en ég álit að i gömlum
húsum sé nauðsynlegt að hafa
slikan útbúnað. Aðalatriðið er þó
að fólk gæti að sér.
Sigurður Þorkelsson, skrifstofu -
maður: Nei það er ekki, það er
ekki ástæða til að hafa það heima
hjá mér. En það er sjálfsagt að
gæta að sér og vera við öllu búinn
og það ekki bara um áramót.
Olgcir Kinarsson, starfsmaður á
Keflavikurflugvelli: Nei, það er
nú ekki þó skömm sé frá að segja.
Þegar þetta er nefnt þá sé ég að
það væri ekki svo vitlaust að gera
slikar ráðstafanir, þó að maður
búi i nýju steinhúsi þá getur
kviknað i fyrir það.
Ualldór Blöndal, verkamaður:
Nei, ekki er nú það. Að visu er ég
með kaðal inni i skáp til að geta
komizt út ef kviknar i, en hjá
okkur er ekkert til að kveikja i
nema ef vera skyldi rafmagnið.
lialldór Halldórsson, glcrslipari:
Það er nú ekki hjá mér, enda er
ég einhleypur maður. En þetta er
þó alls staðar ráðlegt og ekki bara
um áramót.
Kristin Helgadóttir, húsmóðir:
Nei, ég bý nú á neðstu hæð i góðu
steinhúsi, það væri ráðlegt fyrir
fólk, sem býr i gömlum timbur-
húsum.
það rólegasta í 29 ár".
„Líki því við föstudagskvöld", segir einn vörður laganna.
„Þetta er mitt 2!). ár i lögregl-
unni, og ég vcrð að segja það, að
gamlárskvöld hcfur ekki verið
jafn rólegt og nú að minum
dómi”, sagði einn þeirra lög-
rcglumanna, sem Visir hafði
samband við, eftir að nýja árið
hafði gcngið i garð. Viðast hvar á
landinu höfðu verðir laganna það
sama aö segja, og þrátt fyrir það
að nokkuð hafi verið um útköll, og
þá aöallega vegna ölvunar og
liutninga á fólki á milli staöa,
voru óhöpp og slys fá.
,,Ég liki þessu gamlárskvöldi
við venjulegt föstudagskvöld”,
sagði lögreglumaður i Keflavik,
þegar blaðið hafði samband við
þá stöð. Enda var harla litiö um
að vera á þeim staðnum. Aðeins
tveir menn voru teknir úr umferð
sökum ölvunar, en annað þurfti
lögreglan litið að snúast.
Lögreglan á Keflavikurflug-
velli, sagði, að fjórir hefðu verið
teknir úr umferð fyrir meinta ölv-
un við akstur og sagði, að það
væri öllu meira en um venjulega
helgi. Annars var árinu fagnað
með friði og ró þar sem annars
staðar.
Gifurlega mikið var að gera hjá
lögreglunni við að flytja fólk á
millistaða, enda var næstum lifs-
ins ómögulegt að fá leigubifreið,
eftir að liða fór á gamlárskvöld.
Flestar bifreiðir virðast þó hafa
verið við akstur, og hjá Hreyfli
fengum við þær upplýsingar, að
bilstjórar hafi flestir hafið
keyrslu seinni part gamlársdags
og ekið stanzlaust fram að hádegi
á nýársdag.
Löng bið varð hjá mörgum
hverjum eftir leigubil og oftast
var ákaflega erfitt að ná sam-
bandi við stöðvar. Hjá þeim
stöðvum, sem blaðið hafði sam-
band við, var okkur þó tjáð, að
svipað hefði verið að gera nú og
undanfarin ár á sama tima.
Hjá lögreglunni i Reykjavik
voru fangageymslur fullar og við-
ast hvar á landinu gistu einhverj-
ir fangageymslurnar, þó að ekki
væru þær fullar alls staðar.
ölvun virðist aðalorsökin fyrir
þessu, og lögreglan fékk nokkur
útköll i heimahús, þar sem ein-
hver ágreiningur kom upp rhilli
fólks.
Asókn i eigur annarra var litil
þessar stundirnar, en þó var brot-
izt inn á gæzluvöll i Vogunum og
*“þar brotin rúða. Engu var þó stol-
ið, enda litið verðmætt á boðstól-
um.
Eftir öllu að dæma eru það sönn
orða hjá lögreglunni, að þróunin
virðist vera sú, að fólk kunni orðið
betur að haga sér en áður og
kunni betur með vin og skemmt-
anir að fara.
— EA
— segir Þóroddur ó Sandi, sem hlaut rithöfundaverðlaun ósamt Geir Kristjónssyni.
hæð kr. 80 þúsund frá Rit-
höfundasjóði útvarpsins.
Þetta er i 17. sinn. sem þessi
styrkur er veittur, og er hann
veittur einu sinni á ári i Þjóð-
minjasafninu að viðstöddum for-
seta íslands og menntamálaráð-
herra ásamt fleirum.
„Ég hef aðallega samið smá-
sögur og einnig leikrit i útvarp”,
sagði Geirennfremur. ,,Ég samdi
til dæmis leikritið Snjómokstur,
sem leikið var hér i útvarpi fyrir
tveimur eða þremur árum. Siðan
hefur það verið leikið erlendis, i
Vestur-Þýzkalandi, Finnlandi,
Júgóslaviu og nú siðast i Belgiu”.
Aðalstarf Geirs eru þýðingar og
ritstörf, en sem áður segir var
hann ekki viss um, hvað af
styrknum verður.
„Ég býst við, ef Guð og gæfan
leyfa, þá haldi ég áfram með
minn kola”, sagði Þóroddur Guð-
mundsson, þegar blaðið hafði
samband við hann. Þóroddur
hefur aðallega fengizt við ljóða-
gerð og ljóðaþýðingar.
„Ég geri reyndar ráð fyrir
utanferð, en með stofnun Rithöf-
undasjóðsins i upphafi var áætl-
að, að menn notuðu styrkinn til
þess að vikka sjóndeildarhring-
inn”.
Þóroddur kvaðst ekki hafa
verið verðlaunaður áður fyrir rit-
störf sin, en hann fékk þó viður-
kenningu áður, er honum var boð-
ið til Danmerkur.
— Er nokkur ný bók á döfinni?
„Já, ég er meö ljóðabók á döf-
inni og er reyndar búin að búa
hana undir prentun. Það er 11 ára
verk, sem i henni liggur, tóm-
stundagaman, en ég gaf siðast út
frumsamda ljóðabók 1962. Þetta
er mitt eftirlætisviðfangsefni”.
—EA
//Styrkurinn kemur sér
vel, og þaö er mjög gott að
fá hann. Annarsveit maöur
ekki fyrirfram, aö maöur
fær hann, þannig aö ég veit
ekki, hvernig ég mun verja
honum", sagði Geir
Kristjánsson, rithöfundur í
viðtali viö blaöiö, en hann
ásamt Þóroddi Guðmunds-
syni fengu ' afhentan á
gamlársdag styrk að upp-
Þóroddur og Geir skála fyrir verðlaununum, sem þeir tóku við á gamlársdag við athöfnina i Þjóðminja
safninu. (Ljósm. Vísis ÁM).
„HELD ÁFRAM VIÐ MINN KOLA"