Vísir - 02.01.1973, Qupperneq 4
4
Visir. Þriftjudagur 2 janúar 197:5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
AFHROÐ
B-52 sprengjuflugvélar USA
biftu mikift afhrof) i loftárása-
hrotunni fyrir og eftir jólin, eins
og þessi flugvéi, sem hrapaöi til
jarftar um 70 mílur suóaustur af
Bangkok einn sióustu dagana
fyrir áramótin. — Noróur-Viet-
namar fullyrða, að flugvéla-
tapið, hafi neytt Bandarikin til
að hætta loftárásunum.
FYRSTA ÁRAMÓTARÆÐA
DANADROTTNINGAR
Margrét Danadrottning flutti
sina fyrstu áramótaræðu i
danska sjónvarpinu á gamlárs-
kvöld og lét þar i ljós von um, að
friður mætti verða i Vietnam.
„Skömmu fyrir jólin bjuggust
flestir við þvi, að hin blóðuga
styrjöld i Vietnam væri senn á
enda. En nýlega höfum við orðið
vitni að þvi, að atburðirnir þar
hafa tekiö sorgiega stefnu”, sagði
drottningin, og bætti við: „En
fréttir siðasta sólarhrings vekja
hjá okkur vonir um, að friður
megi að endingu verða með
þessari óhamingjusömu þjóð”.
Þetta var fyrsta áramótaávarp
drottningar, sem tók við riki eftir
andlát föður sins i janúar.
Að venju föður hennar, endaði
Margrét drottning ræðu sina
með: „Drottinn verndi Dan-
mörk”.
Fórst á leið með hjálp-
argögn til Nicaragua
Flutningavél með 5 manns
innanborðs hrapaði i Atlanzhafið
á leiðinni með hjálpargögn til
Nicaragua i fyrrinótt.
Flugvélin fórst skömmu eftir
flugtak af alþjóðaflugvelli San
Juan i Puerto Rico og kom niður i
sjóinn, aðeins eina og hálfa milu
norður af flugvellinum.
Puerto Ricanar höfðu sent með
flugvélinni matvæli og lyf til að-
stoðar bágstöddum i Nicaragua
eftir jarðskjálftana þar og fimm
manna hjálparsveit. Fyrir
mönnum var einn vinsælasti
iþróttamaður Puerto Rico,
Roberto Clemente, baseball--
stjarna.
ólgusjór hindraði björgunar-
starf og fannst ekkert úr vélinni
annað en brak.
1972 var mesta slysaár flugumferðar:
YFIR 1700 MANNS
FÓRUST í FARÞCGA
FLUGI Á ÁRINU
Flugslysið í Florida á
íöstudag, þegar 156
mauus fórust, var
annað stærsta flug-
slysið á árinu 1972, sem
er það mannskæðasta i
sögu flugumferðar til
þessa.
Flugumferðarsér-
fræðingar i London
segja, að rúmlega 1700
manns hafi farizt í far-
þegaflugi á árinu. En
mesta slysaár flugum-
lerðar til þessa hafði
verið 1966, þegar nær
1000 manns fórust.
Stærsta flugslysið, sem
nokkurn tima hefur orðið, varð
á þessu ári, 13.okt. þegar
rússnesk Aeroflot Ilyushin-62-
farþegavél hrapaði til jarðar
skammt frá Moskvu og hundrað
sjötiu og sex fórust.
Stærsta flugslys til þess dags
hafði orðið i Japan 30. júli 1971,
þegar Boeing 727 japönsk far-
þegaþota rakst á herþotu á flugi
og 162 fórust. Flugmaður her-
þotunnar komst lifs af.
Þrjú önnur meiri háttar flug-
slys urðu i Sovétrikjunum á
árinu. 18. mai fórst risaflugvél
af gerðinni Antonov 10 skammt
frá Kharkov og með henni 108
manns. 2. október fórust áttatiu,
þegar rússnesk IL-18 flugvél
hrapaði við Sochi hjá Svarta-
hafi. Og 28. nóvember fórust 61
maður með japanskri DC-8 þótu
hjá Moskvu.
Flugfélög i Austur-Þýzka-
landi, ttaliu, Bretlandi, Dan-
mörku og Spáni urðu fyrir
sinum stærstu flugslysum ein-
mitt á árinu 1972.
Þriðja stærsta flugslysið, sem
hingað til hefur orðið, var slysið
14. ágúst, þegar austur-þýzk IL-
62 þota fórst i flugtaki i Austur-
Berlin og með henni 156 far-
þegar.
Spænsk Convair Coronoda-
flugvél fórst á Kanarieyjum 3.
des. og með henni 155 manns,
mest Vestur-Þjóðverjar i orlofs-
ferð.
Japanir hafa loks
sœtzt við flesta
stríðsféndur sína
Kakuei Tanaka, for-
sætisráöherra Japans,
sagði i áramótaræðu á
nýársdag, að Japanir
hefðu nú leyst flest
utanrikisvandamál sin,
sem flest hefðu átt rætur
að rekja til seinni heims
styrjaldarinnar. Og
væru nú á timamótum,
þar sem þeir stigju inn i
andrúmsloft ,,rósemi”
og ,,alþjóðahyggju” i
samskiptum sinum við
erlend riki.
Tanaka sagði, að Japanir hefðu
náð ótrúlegum árangri i sam-
skiptum við önnur riki á siðasta
aldarfjórðungi. — Og allt fram á
siðasta ár, þegar loks voru tekin
upp eðlileg samskipti við Kina,
höfum við verið önnum kafnir við
að leysa ýmis deilumál, sem
rætur eiga að rekja til striðsár-
anna. En hér eftir munum við
geta einbeitt okkur að öðrum
málum, eins og heimsfriðnum og
fjarhagsaðstoð við hin vanþróaðri
riki”.
Varðandi tengsi Japans við
Bandarikin, sagði Tanaka að enn
um sinn yrði haldið við varna-
sambandi þjóðanna beggja.
„Sjálfra okkar vegna verðum við
að halda þvi við, og vegna þeirrar
nauðsynjar verðum við að láta
Bandarikjunum i té landrými
fyrir herstöðvar”.
Hann sagði, að reynt yrði þó að
fækka herstöðvum Bandarikja-
manna, sem eru viðsvegar i
Japan.
120 Bretar
úr Uganda
Þeir 120 Bretar, sem höfðu
fengið fyrirmæli um að verða á
brottu úr Uganda fyrir míðnætti á
gamlárskvöld, voru allir farnir á
sunnudag.
Þeirra á meðal voru 40
kennarar, sex háskólalektorar og
fjórir læknar.
Eftir eru þó i landinu um 2.800
brezkir rikisborgarar, flestir
kaupsýslumenn, trúboðar og fjöl-
skyldur þeirra, en þó um 450
kennarar og brezkir ráðunautar.
Gleðisnautt hótíðahald
ibúum Managua var ekki
gaman i bug uin áramótin, en
þar er neyðin enn sú sama, og
þrátt fyrir ógrynni hjálpar-
gagna, sem. borizt hafa, er
bjálparstarfið sömu crfið-
leikunum báð og áður — skortur
á flutningstækjum er dreifingu
matvæla til trafala.
Loftmyndin hér að ofan af
búsarústum talar sinu máli um,
bvernig jarðskjálftarnir léku
þessa 300 þús. manna borg, en á
neðri myndinni t.v. sést fólk
reyna að bjarga einhverju af
eigum sinum úr rústunum.
Mörgum hefur verið komið fyrir
i skólum i nærliggjandi sveita-
þorpum. Að neðan t.h. sést her-
maður standa vörð i borgar-
rústunum með dulu fyrir and-
litinu vegna nályktarinnar.
MALTA VILL HÆKKA LEIGUNA
— fyrir herstöðvar Breta á Möltu, en Bretar neita
Brezka stjórnin fyrir-
skipaði Englandsbanka
að greiða Möltu 3,5 mill-
jónir sterlingspunda
(820 milljónir isl. kr.) i
leigu fyrir herstöðvar
Breta á Möltu, en það er
þvert ofan i kröfur Dom
Mintoffs, forsætisráð-
herra Möltu.
Hann hefur krafizt 10%
hækkunar og sagðist ekki veita
leigunni viðtöku nema henni
fylgdi uppbót vegna lækkandi
verðgildis sterlingspundsins, sið-
an gengi þess var haft fljótandi.
Leigan, sem brezka stjórnin
ætlar að greiða, er fyrirfram-
greiðsla fyrir fyrstu þrjá mánuði
þessa árs, en ársleigan öll er 14
milljónir sterlingspunda. Eftir
miklar deilur i fyrra gekk Bret-
land að kröfum Möltu um hækkun
á leigunni.
En þegar Mintoff bar fram
kröfur urn frekari hækkun i sið-
ustu viku, þá þverneituðu Bretar
að greiða meira en þeir höfðu
samið um eftir deilurnar i fyrra.