Vísir - 02.01.1973, Side 8

Vísir - 02.01.1973, Side 8
8 Sœmundur Guðvinsson skrifar um kvikmyndir: Brot úr sögu Nýja Bíó: Patton Aðalhlutverk: George C. Scott — Ég man alltaf eftir þvi þegar Patton ók hér i gegn. Hann var i fremsta bilnum og við hlupum á eftir honum og hrópuðum og kölluðum. Fyrir okkur var hann eins og frelsandi engill. Oh, hvað við elskuðum Patton. Það eru margir sem hafa það fyrir reglu að koma að leiði hans minnsta kosti einu sinni á ári. — Þetta sagði gengilbeina á öl- stofu i Luxemborg við mig fyrir nokkrum árum þegar ég spurði hana um strlðið og Luxemborg. Andlitið á henni var orðið slappt og þrútið af óhóflegri hvitvins- drykkju, en þegar hún talaði um Patton ijómaði hún eins og tungl i fyllingu og sýndi eitthvað af fegurö sem einu sinni hafði verið fyrir hendi. George S. Patton hershöfðingi gat sér mikið frægðarorð i heims styrjöldinni siðari. Undirmenn hans trúðu á hann i blindni. Elskuðu hann og hötuðu i senn. Hann var mátulega geðveikur til að hafa yndi af striði og var her- maður af lifi og sál. Að sjálfsögðu hlaut aö koma að þvi aö gerð yrði kvikmynd um manninn og árangurinn er sýndur i Nýja Bió þessa dagana. Þar sem myndin hefur hlotið hvorki meira né minna en 7 Oscarverðlaun, þá var það ekkert smáræði sem maður bjóst við. Vonbrigðin urðu mikil. Það sem bjargar myndinni er frábær tæknivinna og leikur George C. Scott i hlutverki Pattons. Maður er engu nær i hverju herstjórnar- list Pattons var fólgin. Við fáum smáinnsýn i hugarheim Pattons, hrokafullur og stærilátur maður sem á sér þá ósk heitasta að skapa sér ódauðlega frægð á vig- völlunum, sem honum og tókst. Það lýsir honum kannski vel það sem hann sagði eitt sinn er hann ávarpaði herdeild sina. ,,Það er ekki nóg að skjóta Þjóðverjana. Þegar við erum búnir að þvi, þá skerum við þá og notum iðrin til VÖRUBÍLSTJÓRAR - VERKTAKAR BARUM hjólbarðar fyrir vörubíla og vinnuvélar verða seldir á óbreyttu verði meðan birgðir endast 600-16/(5_____ 11,25-24/6 .. 11,2/10-28/6 12,4/11-28/6 16,9/14-28/8 16,9/14-30/10 13x24/6...... 14x24/16.... .2.300.00 .8.970.00 .7.900.00 .8.970.00 15.900.00 20.800.00 11.450.00 23.950.00 Staðgreiðsluverð vörubilahjólbarða MEÐ SLÖNGU, sölusk. innifalinn. 825-20/12 . 900-20/14 . 900-20/16 . 1000-20/14 1000-20/16 1100-20/14 1100-20/16 1200-20/18 .9.670.00 11.450.00 13.200.00 13.650.00 14.300.00 14.800.00 16.950.00 19.850.00 Kaupið BARUM hjólbarðana á gamla verðinu núna. — Það borgar sig. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIf) A ÍSLANDI H.F. SOLUSTAÐIR: GARÐAHREPPI SlMI 50606 (áður Hjólbarðaverkstæði Garðohrepps Sunnan við lækinn, gengl benzinstöð BP) SHDOfí © BÚDIN AUÐBREKKU 44-46, KOPAVOGI — SlMI 4 2 606 herforingja aö smyrja beltin á skriðdrekum okkar”. En sem sagt. Þetta er frábær- lega vel unnin mynd i alla staði, en ef hún á að gefa okkur mynd af hershöfðingjanum Patton þá er hún misheppnuö. Hún sýnir okkur hörku mannsins, en slægð hans sem herforingja sýnir hún ekki. Patton lifði af allar sínar orustur en fórst stuttu fyrir striðslok i bilslysi og er grafinn i Luxemborg. Leiði hans er fremst i geysistórum herkirkjugarði þar sem þúsundir fallinna hermanna eru grafnir. Þá hefur verið reist stórt minnismerki um hann i sömu borg og enn þann dag i dag rabba Luxemborgarbúar um hann sín á milii þegar þeir koma á krána á kvöldin og sötra vinið sitt. Enn þann dag i dag eru til Pattonar hér og þar. Menn sem hafa yndi af striði, hvort sem það er háð i Viet Nam eða á trlandi. Það er ástæðulaust að dýrka slika menn, en þar sem Patton barðist fyrir „góðan” málstað hefur þótt viðeigandi að sveipa um hann nokkrum dýrðarljóma. Skólinn tekur til starfa mánudaginn 8. janúar Barnaflokkar - Unglingaflokkar - Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. Byrjendur og framhald. Innritun og upplýsingar i eftirtöldum simum frá kl. 10-12 og 1-7 daglega Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðahreppur (4-6 óra) Hafnarfjörður (4-6 óra) Innritun nýrra nemenda fer fram í símum 20345 og 25224. '

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.