Vísir - 02.01.1973, Qupperneq 12
12
Visir. Þriftjudagur 2 janúar 1972
Umsjón: Þórarinn
Jón Magnússon
Þaö er stööugt veriö að tala
um aukin finheit barnaleikfanga
nú til dags, en skoöiö nú myndina
hér aö neöan. Hún sýnir 200 ára
gamalt brúöuhús, sem er búiö
öllu, sem nöfnum tjáir aö nefna i
sambandi viö hús og húsbúnaö —
á þeirra tima mæiikvaröa.
En þetta er sýnd vciði en ekki
gefin. Þetta forláta brúöuhús er
aöeins til sýnis. Þaö stendur á
meöal annarra gamalla brúöu-
húsa á sýningu, sem nýlega var
sett upp i Hamborg.
Vinnufélagar þessa 42ja
ára gamla byggingaverkamanns,
Clarence Hughes frá Arizona,
USA, hylltu hann nýlega sem
þann atorkusamasta og afkasta-
mesta i sinum hópi. Þakkað getur
hann það smæð sinni en hann er
ekki nema 82 cm á hæð, svo það
fer eðlilega ekki mikið fyrir hon-
um i opi skolprörsins á myndinni.
Clarence Hughes á þess vegna
auðvelt með að komast allra
feröa sinna, sama hvort skriða
þurfi á bak við eitt eða annað, eða
jafnvel inn i rör, sem gera þarf
við, en aðrir vinnufélagar hans
komast ekki aö með góðu móti.
Engan skal undra, eins fimlega
og hann getur unnið við erfiðustu
aðstæður. Hann sagðist lika sjálf-
ur hafa komizt oftlega upp i að
hafa fimmfalt timakaup þegar
hann vinnur i ákvæðisvinnu.
„Danso - ég?!!"
Það vakti óhemju athygli i þvi
fræga Hilton hóteli i London,
þegar sá frægi matreiðslumeist-
ari frá I)evon, Barry Stell, sem
jafnframt cr frægur fótboltaspil-
ari, mætti i þessum búning til við-
hafnarveizlu, þarsem voru meira
en 500 manns.
Þegar Ijósmyndarinn, sem
þessa mynd tók, hafði lagt frá sér
myndavélina, afréð hann, að
bjóða Barry upp i dans.
Hann fékk neitun. „Ég dansa
helzt við kvenfólk,” úrskýrði
hann. „Ekki endilega vegna þess,
að ég hafi eitthvað á móti þvi að
dansa við karlmenn. En núna á ég
bara svo erfitt um vik. Ég get
helzt ekki stigið skref aftur á bak i
þessum skrúða.”
Forstjóri Hilton hótels segir: —
Við höfðum skrifað á aðgöngu-
miðana, að gestirnir skyldu mæta
i viðhafnarklæðum. í þessu til-
viki með Barry stóðum við
frammi fyrir miklum vanda. En i
framtiðinni neyðumst við
kannski til að viðurkenna þrjú
kyn....
Eigi þeir eitthvað sameiginlegt, þessi drengsnáöi og hundurinn, þá er það þaö, að þeir fara báðir
með hlutverk i kvikmynd, sem gerð hefur verið um ævi þess liöna VVinston Churchill (litla mvndin).
Drengurinn er 8 ára gamall og heitir Russell Lewis. Hann fer meö hlutverk Churchill í bernsku, en
þeir eru þrir sem fara meö Churchill-hlutverkiö i myndinni, sem valið var nafniö „Ungi Winston”.
Russell litli hefur óneitanlega mikinn svip frá Churchill — þaö gera kjálkarnir. Bolabiturinn, sem-
er með honum á myndinni er eins og til aö undirstrika þá einbeitni, sem einkenndi striðshetjuna
gömlu.
Kvikmyndin segir frá ævi Churchill frá barnæsku til manndómsáranna. En þeir tveir, sem fara
með aðalhlutverkið i myndinni auk Russells, eru Ian Holm og Simon Ward.
Skopast að eiginkonum
—er ónœgður með sína
annaðhvort. hefur fengið áhuga-
verð verkefni og timafrek. Og
oft vinnur hann af sliku kappi,
að hann er ekki viðmælandi i
marga daga.
Grinmyndir sinar selur Quist
til flestra Evrópulandanna. Hér
á landi á Visir birtingarréttinn -
þó mörg landsblaðanna vilji oft
á tiðum laumast til að birta eina
og eina. Þvi hver stenzt kimni
Quist-brandaranna?
Sovétrikin og Astralia eru
sólgin i myndaskritlur grinist-
ans. „En það er óttalega leiðin-
legt að skipta við þau lönd. Það
er svo erfitt að fá þarlenda til að
borga,” segir Quist.
Hann tekur sig stundum til og
safnar saman heilum flokk
myndaskritlna og gefur út i bók.
Sú nýjasta af þvi taginu heitir
„Samlif”.
Hún hendir gaman að ánægju
og erfiðleikum hjónabandsins.
Ein af hnyttilegustu mynda-
skritlum bókarinnar er ábyggi-
lega sú, sem sýnir eiginmann-
inn vera að þvi kominn að
hengja sig, en~er stöðvaður af
eiginkonunni með orðunum: —
Hvað á þetta eiginlega að fyrir-
stilla, Armand. Þú, sem átt enn-
þá eftir að vaska upp.
Hjónaband Quist sjálfs og
Birgit hefur gengið ljómandi i 12
ár, og árangurinn er þrir synir
og ein dóttir.
Meðfylgjandi mynd var tekin
ekki alls fyrir löngu, en hún sýn-
ir þau Quist-hjónin leggja af
stað i ferðalag um Frakkland á
Lotus-sportbifreið sinni.
Börn'in eru með i ferðinni, —
....og pabbi er búinn að lofa okk-
ur þvi að rekja alla beztu
tennisvelli landsins, upplýsti
yngsti fjölskyldumeðlimurinn.
En öll fjölskyldan iðkar tennis
af mikilli eljusemi. Sjálfur hef-
ur Quist náð frækilegum
árangri i þeirri iþrótt og oftlega
tekið þátt i meiriháttar tennis-
keppnum lands sins.
Þegar skopmyndateiknarinn
Hans Quist, 50 ára gamall, er al-
varlega þenkjandi og vill vera
út af fyrir sig, situr hann við að
teikna landslagsmyndir úti fyrir
sumarhúsi fjölskyldunnar við
vesturströndina, en Quist er
danskur i húð og hár. Það er frú
hans, Birgit, sömuleiðis. Hún
leggur stund á frönskunám af
kappi þegar húsbóndi hennar
dregur sig i hlé með fyrrgreind-
um hætti.
Quist vinnur annars jafnan
frá klukkan niu á morgnana þar
til klukkan um fimm eftir há-
degi. En hann leggur lika oft og
iðulega nótt við dag, ef hann
Hans Quist gerir oft og iðulega kátbroslegt grin að eiginkonum
í myndaskritlum sfnum. En hann slær Birgit sinni stöðugt gull-
hamra. Það er lika alltaf rúm fyrir hana I sportbflnum hans.