Vísir - 04.01.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 04.01.1973, Blaðsíða 13
Vfsir. Fimmtudagur 4. janúar 1973 __ __________________________________ | I DAG | í KVÖLP | I DAG | í KVÖLD | í DAG | Hrafn lét vel yfir samstarfinu við tæknimennina á útvarpinu, þegar Vísir ræddi við hann. A myndinni sést hann við iokavinnslu fimmtudagsleikritsins, ásamt þeim Friðriki Stefánssyni og Sigurði Ingólfs- syni. Útvarp kl. 20.35 á öldum Ijósvakans „Theódór Jönsson gengur laus" „Upphaflega átti þetta að verða smá sprellþáttur svipað þvi sem ég hef föndrað við í útvarpinu siðustu sum- ur”, sagði Hrafn Gunn- laugsson, þegar Visir spurði hann um útvarps- leikritið, sem á að flytja eftir hann i kvöld. Hrafn var, eins og menn muna, einn af ráðherrum í ríkisstjórn Matthildar á sinum tima, svo að flestum ætti að vera ljóst hvers konar sprell hann á við. „En þetta fór svo að taka á sig nokkuð aðra mynd”, hélt Hrafn áfram. „Persónurnar fóru að taka upp á ótrúlegustu hlutum og þær eignuðust vini, og vanda- menn og að lokum endaði það i einhverju, sem er kannski dálitið annað en sprell, og er öllu skyld- ara leikriti”. Undirtitillinn er lfka „Farsi fyrir hljóðnema” svo að þetta kann að koma fólki eilitið öðruvisi fyrir hlustir en venjulegt útvarpsleikrit. Þegar minnzt var á það við Hrafn, að hann segði nánar frá verkinu, sagði hann að það teldi hann ekki i sinum verkahring. Það væri nefnilega svo með for- eldra,að þeir væru ekki hæfasta fólkið til að segja kost og löst á börnum sinum. Fólk yrði lika að fá möguleika til að njóta þess sem á borð væri borið, án þess að það væri búið að segja þvi nákvæm- lega hvers væri að vænta. Þar að auki væri hreint ekki vist að njótandinn fengi það sama út úr tilteknu verki og höfundur þess ætlaðist til, heldur eitthvað allt annað og alveg eins gott. „Einu vildi ég koma á fram- færi, úr þvi verið er að spyrja mig út úr á annað borð, og það er mikilvægi þess að leikstjóri og tæknimenn við útvarpsleikrit, eins og aðra leiklist, geti starfað vel saman. Þar sem um er að ræða klippingar og að setja inn effekta, er það gifurlega mikil- vægt, að gott samband sé á milli þessara aðila, annars er aldrei hægt að búast við góðum árangri. Raunar á þetta alls ekki einungis við um þessa tæknivinnu, heldur alla samvinnu við að búa verkið fyrir njótandann”. Þegar hlutverkaskráin er lesin, sést að þetta er skrautlegt og sundurleitt mannsafn. Hvað þessu fólki fer á milli er ekki gott að segja og verða væntanlegir hlustendur bara taka á þolinmæð- inni og biða kvöldsins. — LÓ. MUNIÐ RAUÐA KROSSINN Þegar Visir hafði samband við Guðmund Jónsson, pianóleikara, í gær, var hann önnumkafinn viðað setja saman tónlistarþáttinn „Manstu eftir þessu?”. Hér sést Guðmundur að störfum og er ekki að efa, að vanda- samt er valið i slikan þátt. Útvarp í kvöld kl. 22.45 Manstu eftir ófull- gerðu synfóníunni? í tónlistarþættinum i kvöld verða leikin sönglög með píanóundirleik eftir þá Schubert og Schumann, m.a. kafli úr Ófullgerðu synfóníunni eftir Schubert. Þá verða flutt sönglög (liter) eftir Hugo Wolf. Ekki mun beinlinis vera rétt að segja að þessi sönglög séu flutt við pianóundirléik, þvi þó að pianóið gegni þarna veiga- miklu hlutverki, er öllu réttara að tala um meðleik fremur en undirleik. En vist er, að tónlistarunnendur munu ekki verða fyrir vonbrigðum með þennan þátt. Auk þess sem áður er nefnt, verða ýmis önnur tónverk flutt i þættinum. -L.T. H. |*.V,.W,.V, w "O m m & Spáin gildir fyrir föstudaginn 5. janúar. llrúturinn, 21. marz—20. april. Það getur þvi miður farið svo, að þér verði gerður nokkur ógreiði i dag. Ef til vill ekki af ásettu ráði en það kemur i sama stað niður. Nautið, 21. april—21. mai. Þú virðist fá fyllstu ástæðu til að fagna einhverjum úrslitum i dag. Nú mun að mörgu leyti verða bjartara framund- an á næstunni, en verið hefur. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Það litur út fyrir að þér hafi tekizt að bæta mjög aðstöðu þina að undanförnu, og það farai nú að koma i ljós i auknum tekjum. Krabbinn,22. júni—23. júli. Þiggðu feginn þá að- stoð, sem þér kann að bjóðast i dag, þvi að hún mun koma þér i góðar þarfir. Yfirleitt mun dag- urinn verða þér notadrjúgur. Ljónið, 24. júli-—23. ágúst. Gættu þess að undir- skrifa ekki neitt, nema að vandlega athuguðu máli. Sizt ef það hefur i för með sér einhverjar efnahagslegar skuldbindingar. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Það bendir flest til þess að dagurinn geti orðið þér mjög nytsamur. Einkum ef þú tekur vel eftir fréttum og öðru, sem er að gerast i kring um þig. Vogin, 24. sept—23. okt. Þér kunna að berast bréf með góðum fréttum, ef til vill af vinum eða kunningjum viðs fjarri. Eða gamall og góður kunningi lætur til sin heyra eftir langa þögn. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Kunningi þinn leitar liðsinnis, að þvi er virðist, og hefur mikla þörf fyrir að þú takir beiðni hans af skilningi og vel- vild, fyrst og fremst. Bogmaðurinn,23. nóv,—21. des. Ef þú finnur til lasleika eða einhverrar annarlegrar þreytu, ætt- irðu sem fyrst að leitast við að ráða þar bót á, hvila þig eða leita læknis. Steingeitin,22. des.—20. jan. Ef til vill blæs ekki byrlega fyrir þér nokkuð frameftir deginum, en það ætti að breytast til hins betra þegar á liður og kvöldið að verða ánægjulegt. Vatnsberinn,21. jan.—19. febr. Þóað þú hlustir á ráð og leiðbeiningar annarra, skaltu ekki fara eftir þeim nema að vissu marki, eftir þvi sem þér finnst ástæða til. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Kunningi þinn einn gerir þér góðan greiða, að þvi er virðist, og ættirðu að geta séð það við hann að einhverju leyti áður en langt um liður. ■ I l_ ■ ■ ■_■_■_■_■ l ÖTVARP # FIMMTUDAGUR 4. janúar 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Sumardagar i Suður- sveit. Einar Bragi flytur annan hluta frásögu sinnar. 15.00 Miðdegistónleikar: Ron Golan og Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Vin leika Kon- sert fyrir viólu og hljóm- sveit eftir Béla Bartók, Milan Horvat stj.' Sinfóniu- hljómsveit Vinarútvarpsins leikur Sinfóniu nr. 5 i D-dúr op. 107 eftir Mendelssohn, Horvat stj. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.10 Barnatimi: Soffia Jakobsdóttir stjórnar a. Milli áramóta og þrettánda Álfasöngur, álfalög og fleira i þeim dúr. Lesari með Soffiu: Guðmundur Magnússon leikari. b. Útvarpssaga barnanna: „Uglan hennar Mariu” eftir Finn Havrevold Sigrún Guðjónsdóttir isl. Olga Guðrún Arnadóttir les (2). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Indriði Gislason lektor sér um þátt- inn. 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Guðrún Helgadóttir. Gylfi Gislason og Sigrún Björnsdóttir. 20.05 Gestir i útvarpssal: Per Öien og Guðrún Kristins- dóttir leika á flautu og pianó, verk eftir Michel Blavet, Sverre Bergh, Ar- thur Honegger, Johan Kvandal o.fl. 20.35 Leikrit: „Theódór Jónsson gengur laus”,farsi fyrir hljóðnema eftir Hrafn Gunnlaugsson. Leikstjóri: Höfundur. 21.30 Frá tónlcikum i Háteigs- kirkju 17. f.m. Söngflokkur, sem Martin Hunger stjórn- ar, flytur; a. „Sjá grein á aldameiði” eftir Hugo Distler. Þorsteinn Valdi- marsson þýddi textann. b. Sjö jólalög i raddsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar. 21.50 Langferðir. Þorsteinn Ö. Stephensen les úr nýrri ljóðabók Heiöreks Guð- mundssonar skálds. 22.00 Fréttir • 22.15 Veðurfregnir. Reykja- vikurpistill Páls Heiðars Jónssonar. 22.45 Manstu cftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.