Vísir - 10.01.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Miðvikudagur 10. janúar 1973 Tisissm: Spiliö þér í happdrætti? Valborg Jensdóttir, ncmandi: Nei, það geri ég aldrei og enginn á minu heimili. Við höfum ekkert á móti happdrættum. Jóhann I)icgo, garðyrkjufræð- ingur: Já það geri ég. fcg á tvo miða iHappdrætti Háskólans. Kg hef ekki unnið cnnþá. Maður gerir þetta bæði til styrktar góðu mál- efni ogeinnig i von um vinning. Ólafur II. (luðmundsson, hús- gagnasmiður: Já, ég kaupi miöa i DAS, StBS og Háskólahapp- drættinu. Það hefur komið fyrir, að ég hafi fengið lægstu vinn- ingana. Þetta eru allt þjóðþrifa- mál, sem vert er að styðja. Kinar Sigurvinsson, flugvcl- stjóri: Nei, ég spila ekki, en aftur á móti gerði ég það hér áður, bæði i Háskólanum og DAS. Það kemur þó stundum fyrir, að ég kaupi miða, þegar þeir eru til sölu niðri i bæ. Sigriður Ingólfsdóttir, skrifstofu- stúlka: Jú, ég á einn miða i Háskólahappdrættinu, en það er nú aðallega til að styðja Háskólann, ég hef aldrei unnið. Soffia Guðmundsdóttir, hús- móðir: Kg á nú bara einn miða i SIBS. Kg hef tvisvar fengið smá- vinninga. Á Kúbu þyki ég ekki nógu feit til að teljast falleg Það vcrður æ algengara, að fólk frá suðrænum löndum komi hing- að til að skemmta íslcndingum i skammdeginu. Nú er stödd hcr á landi kúbönsk söngkona Maria Mcrcnas að nafni og mun hún skeinmta á llótcl Loftleiðum. Maria Llerenas kom til lands ins sl. föstudag og mun hún dvelj- ast hér um mánaðartima. Blaða- maöur Visis ræddi stuttlega við Mariu á Hótel Loftleiðum. Hvernig lí zt þér á Reykjavik og tsland? „Vel, þaö litla sein ég hef séð af landinu og bænum enn. Reykjavik er ekki mjög stór en hlýleg borg og falleg. Einnig er fólkið hér svo vinalegt”. Þú ert frá Kúbu, er það ekki rétt? ,,Jú, ég er frá Havana en ég bý i Sviþjóð. Eiginmaður minn er sænskur. Hann er prófessor i mannfræði við háskólann i Lundi. Nú er margt breytt á Kúbu frá þvi sem áður var. Kg hef nú ekkert vit á pólitik, samt var ég fylgj- andi byltingunni eins og allir aðr- ir á Kúbu. Kg hefði ekkert getað gert til að stöðva hana þó ég hefði viljaö. I raun og veru er ég mót- i'allin einræði i hvaða mynd sem það er. Kg vil helzt ekki ræða pólitik, þar sem fjölskylda min býr enn á Kúbu”. Hvað hefur þú sungið lengi? ,,Kg er búin að syngja siðan ég var smá telpa, en ég er búin að hafa atvinnu af söng i 12 ár. Áður en ég fór frá Kúbu söng ég á skemmtistöðum þar i mörg ár. Castro var oft áheyrandi minn og þakkaöi hann mér oft vel fyrir skemmtunina. Einnig hitti ég oft Che Guevara. Mér fannst hann mjög aölaðandi maður. Hann var herramaður og mér þótti leitt þegar hann dó. Eftir að ég kom til Sviþjóðar söng ég þar i leikhúsum og skemmtistöðum.” Hvert ferð þú héðan? „Fyrst fer ég eina viku til Akureyrar og Maria Llerenas, kúbanska söngkonan, sem skemmtir á Loftleiðum, með islenzka appelsinu, sem að visu er dálitið minni en sú sem hún á að venjast i sinu heimalandi. þaðan til Finnlands og svo til Vestur-Afriku. Eitt er það sem mér finnst skritið hér á Islandi, það er hvað mikið myrkur er hér. Einn morguninn lá ég 3 tima i rúminu og beið eftir að það yrði bjart, svo að ég gæti fengið morgunverð. Loks komst ég að þvi að ekki yrði bjart fyrr en um kl. 11.” Hvernig lizt þér á islenzka karl- menn? „Mér lízt bara vel á þá. Þeir eru kannski dálitið barna- legir. Þegar ég syng og dansa vilja þeir að ég striði þeim, nálg- ist þá og slikt. Þegar ég dansa er það vegna þess að ég verð ein- faldlega að dansa þegar ég heyri músik. Sumir telja það sex, en svo er ekki. Það er aðeins rythm- inn sem kemur mér til að dansa. Heima á Kúbu var ég alltaf að dansa. Heima á Kúbu telst ég ekki vera falleg kona. Andlitið kannski en ég er ekki nógu feit að mati karlmanna á Kúbu. Þegar ég var yngri leiddist mér hvað ég var grönn. Þá tróð ég púða inn á rassinn á mér og fór svoleiðis út á götu. Þá þótti ég falleg. Svona eru Norðurlanda karlmenn ekki. Mér finnst skritið hvað íslendingar hafa mikið temperament þar sem þeir búa svona norðarlega.” Hefur þú orðið fyrir áreitni eftir söngskemmtanir þinar? „Já, bæði i Irlandi og Sviþjóð. En ég er frek og get bitið frá mér. Kg vil ekki láta fólk halda að ég sé eitt- hvað villidýr en ég er frek ef það þarf. Aftur hef ég sungið i fangelsum i Sviþjóð og viðar og fyrir engri áreitni orðið. Ef ég mætti, vildi ég gjarnan syngja fyrir fanga hér á tslandi og einnig i sjúkrahúsum og hælum fyrir ekki neitt. Bara ef það gæti glatt fólkið. 1 fyrsta skipti sem ég söng opinberlega i Sviþjóð var það i fangelsinu i Malmö.” —ÞM Verðlagið staklega þar sem þetta er ætlað fyrir stúdenta, sem þurfa að lifa af niðurskornum námslánum. Hér kostar t.d. fiskmáltið 90 krónur, rúnnstykki með smáost- sneið 25 krónur, innihald kóka- kólaflösku 20 krónur — en hún er keypt á tæpar sex krónur frá verksmiðjunni, svo að segja má, að álagningin sé um 200% á kók- flöskunni.” Við báruni þetta undir Sigur- Hárklipping góð, svo langt sem hún nœr Siðhærður skrifar: Kjórar stúdinur — Snædls, Sol- veig, Kristin og IJlja — hringdu: „Okkur leikur forvitni á að vita, hvernig stendur á þessu háa verð- lagi i mat- og kaffisölu stúdenta miðað við önnur mötuneyti, sér- á stúdentamatnum geir Jónasson, yfirkokk matsöl- unnar; og hannsagði: „Það mætti halda áfram upp- talningunni hjá stúlkunum og bæta þvi við, að kjötmáltiðin kostar 140 krónur. En þá þarf að láta fylgja með, að það er sama hvaða kjöt er i matinn, svinakjöt, kjúklingar, rjúpur eða.kindakjöt. Það er allt á sama verðinu. Með fiskinum fylgir salat, kokkteilsósa og þviumlikt — og i máltiðarverðinu er innifalin súpa, eða skyr eða súrmjólk, eftir vali stúdentanna. Brauðsneiðar, skreyttar, selj- um við á 50 krónur, en svipað - ar sneiðar kosta á annað hundr að krónur i öörum matsölum (t.d. rækjusneiðar viðast kr. 130), en óskreyttar brauðsneiðar 25 krónur. Stór glös með gosdrykkjum (stærra en kókflaska) kosta hér 15 krónur, kaffifantur 20 krónur (ótakmörkuð ábót), en kaffi eftir mat 10 krónur,” sagði Sigurgeir og bætti við: „Þetta mun fólki áreiðanlega ekki þykja dýrt miðað við matsöl ur yfirleitt, og ekki er hægt að miða við mötuneyti á þeim vinnu- stöðum, þar sem annaðhvort er gefinn maturinn, einungis greitt hráefnið eða starfsfólkið vinnur hluta af matartimanum og fær frian mat i staðinn. Þessi matsala er á engan hátt styrkt, hvorki af riki né öðrum, og hún verður að standa undir sér sjáif, þrátt fyrir hækkandi verð- lag á hráefni, hækkandi laun starfsfólks og styttan vinnu tima o.s.frv.” Hugsað og rabbað í rútunni „Hann hlýtur að lita anzi stórt á sig, húsráðandinn, sem handsam- aði piltana tvo og bauð þeim siðan að velja milli klippingar eða kæru. Það er ekki svo, að ég sé að taka upp vörn fyrir þessi „göfug- menni”, sem brutust þarna inn — eða aðra þeirra nóta. Aftur á móti finnst mér það litilmannlegt af húseigandanum að fara svona með piltana, sem hafa sjálfsagt talið sig hafa himin höndum tekið, þegar þeir heyrðu kostaboðið. Það er engu likara en blindur maður hafi sniðið hár piltanna með hnifi og gaffli og gert klipp- inguna að meira kvairæði en kær- an hefði nokkru sinni orðið. Innbrotsþjófar eiga sina refs- ingu skilið, svo sannarlega. Jafn- vel klippingar, myndabirtingar i blöðum eða annað slikt En þarna fór viðkomandi húsráðandi illa að ráði sinu, sem gerir piltana ein- ungis þráa og hortuga.” „A ferð minni austan úr sveit kom ég i rútu i gegnum Selfoss eftir nýár. Mér brá heldur i brún, er ég sá, að gamla simstöðvar- húsið var horfið og i staðinn kom- in vélskófla. Kg gerðist svo djörf að spyrja sessunaut minn um örsökina, og fékk ég þá að vita, að helzt væri talið, að hér hefði verið um ikveikju að ræða aðfaranótt 2. janúar. En lögregluvakt hafði staðið þar alla nýársnótt vegna ótta um að tekið yrði feil á hjalli þessum og einhverjum bálkesti. Kg fór að ihuga málið nánar. Var ég ekki búin að heyra utan að mér, að einhverjir háttvirtir aðil- ar á Selfossi hefðu keypt húshjall- inn fyrir 1 1/2 milljón? Kg spurði sessunaut minn um það, og kvað hann það rétt vera og sagði ennfremur: „Hvort meö þvi hafi hugur leikið á að mynda hér eina Selfosstorfu, sbr. Bernhöftstorfu i Reykjavik, skal ófullyrt, en ef svo væri, hlyti að vera um einhvers konar bræðralag að ræða milli Kaupfélags Arnesinga og eigenda hússins, sem að ofan greinir, i þvi að lofa hreysum að standa óbreyttum fram i timann, þ.e. enn 'standa braggatetur Kaup- félags Árnesinga á næsta leiti við rústirnar og meira að segja notað ir sem verkstæði fyrir tug þús- unda ef ekki milljóna tekna fyrir KA, þrátt fyrir að braggaskriflin tæpast gætu talizt vatnsheld. Að maður ekki tali um aðbúnað verkamanna þar, bæði hvað snertir vinnuaðstöðu og hreinlæti? Kg sat hugsi um stund, en varð svo að orði: „Þvi veröur bót mælandi að fremja ódæðisverk, hverju nafni, sem það nefnist. Ef um ikveikju er að ræða, tel ég þar hljóti að hafa verið á ferðinni einhver eða einhverjir, sem hafi snert af ósk um fegra umhverfi eða hreinan bæ. Og hefðu þeir þá átt að lofa braggahreysunum að fylgja gömlu simstöðinni inn i auðnina.” Bæði húsið og braggarnir hafa i seinni tið staðið saman til þess að setja sinn svip á þorpið miður til sóma. Hvað svokölluð verkstæði snertir spyr ég, sem er fremur hægrisinnuð: Hvað er fram- sóknarkaupfélagsráðið, sem eftir forskriftum stefnu sinnar ætti að hlúa að verkalýðnum, að hugsa. Það er eins og það setji upp svört gleraugu, er það horfir beint af augum frá hinum glæsi- legu verzlunar- og skrifstofu- byggingum KA.” Rútufarþegi að austan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.