Vísir - 29.01.1973, Síða 3

Vísir - 29.01.1973, Síða 3
Visir. Mánudagur 29. janúar 1973 3 hverri stundu hrunið, þar sem bleyta var komin i öskuna og þunginn mikill. Á efstu hæð hússins i herbergi sonarins, hafði rúða brotnaði og mikil aska hafði komizt inn. öskuna skóf, og þvi gat verið hætta á þvi að svalardyrnar lokuðust, en það var eina út- og inngönguleiöin, sem hægt var að fara. Annað var komið i kaf. En Árni pakkaði samt sem áður niður pottum og öðru sliku, þvi flestu varð að bjarga „Mér finnst, að eitthvert stór- veldið ætti að styðja okkur Vest- mannaeyinga og hjálpa okkur við að byggja upp þorp einhvers staðar. Það verður liklegast ákaf- lega erfitt fyrir okkur að fara sitt i hvora áttina, Vestmannaeyinga sírstaklega þá, sem hér eru fæddir og uppaldir, en það er ég til dæmis”. „Ég ætla mér ekki að koma hingað aftur. Helzt vildi ég, að aska legðist yfir allt saman og setti svart strik yfir það, sem verið hefur. Og liklegast fara málin þannig að lokum”. — Hvað missir þú mikið hérna? „Ja, kunningi minn einn, sem kom hér um daginn, verðlagði húsið aðeins i gamni, og hann komst að þvi, að það væri þriggja og hálfrar milljón króna virði. Það er kannski lán i óláni, að ég á engan bfl, en húsið missir maður allt”. Fjölskylda Arna var þegar komin til Reykjavikur, þangað sem hún fór strax eftir að gosið hófst, en Arni kom fljótt aftur til Eyja til þess að hjálpa til. Það má þá geta þess, að við björgunar- starfið i fyrrakvöld fékk Árni stóran öskustein i sig og var þvi hálf vankaður, þegar Visir hitti hann að máli, en hann ætlaði sér að bjarga þvi, sem bjargað varð. —EA Reykjanesið sigldi upp ó Hvalbak Dogfari bjargaði tveim skipshöfnum ó sólarhring Dagfari frá Húsavik bjargaði tveimur skips- höfnum á einum sólar- hring. Reykjanes frá Hafnarfirði strandaði á Hvalbak klukkan 6:20 i morgun. Ekkert var að monnum. Næstu skip voru Dagfari og Höfrungur. Lestir Reykjaness voru fullar af sjó, en skipið komst aftur á flot. Enginn sjór var i vélarrúmi. Klukkan 7:48 hafði Dagfari komið linu á Reykjanes og hélt siðan með Reykjanesið i togi til næstu hafnar. Fréttir voru enn nokkuð óljósar laust fyrir hádegi, en Slysa- varnarfélagið og sýslumaðurinn á Eskifirði lögðu áherzlu á afrek Dagfara. Skipstjóri Dagfara er Sigurður Sigurðsson frá Húsavik. Skipið hafði i gær bjargað skips- höfn af Jóni Kjartanssyni, eins og fram kemur i annarri frétt. Sýslumaður sagði, að helzt væri að skilja, að Reykjanesið hefði siglt upp á klettinn Hvalbak land- megin. Þar væru grynningar, en sjávarmegin stæði kletturinn upp úr sjó. Reykjanesið er 250 tonn. Veður var talið sæmilegt á þessum slóð- um samkvæmt upplýsingum Slysavarnarfélagsins. — HH Jón Kjartansson sökk tvœr mílur fró landi IKKI OFHIEÐSLA — segir Þorsteinn Gíslason einn eigenda skipsins Það er alrangt, að Jón Kjart- ansson hafi verið of hlaðinn. Þarna hefur eitthvað óvænt gerzt, sem við vituin ekki um. Þetta sagði Þorsteinn Gislason, skip- stjóri, i morgun um orsakir þess, að Jón Kjartansson sökk i gær- kvöldi. Þetta mikla aflaskip sökk að- eins tvær milur undan Vattarnesi. Góðar vonir höfðu verið um að bjarga skipinu eftir um niu og hálfrar stundar baráttu i gær. Þorsteinn Gislason, einn eig- enda skipsins, fylgdist allan tim- ann með björgunarstarfinu. Nafni hans, Þorsteinn Erlings- son, var skipstjóri á Jóni Kjart- anssyni, en til hans náðist ekki i morgun. Dagfari tilkynnti klukk- an 10,24 i gærmorgun, að hann og Vatnsleiðslan senn í hœttu Vatnsleiðsla Vestmannaeyinga er i mikilli hættu. Kortið sýnir, hvernig hraun og gjall hleðst upp á botni og hefur minnkað dýpið i hafnarmynninu, þótt ekki tálmi það siglingum enn. Þéttstrikaða svæðið sýnir, hvar hraun og gjall stendur upp úr sjó, en tölurnar i metrum sýna dýpið. Sést, að dýpi er aðeins 40 metr- ar skammt frá vatnsleiðslunni. Rafmagnslina er litlu fjær. Ofar á kortinu eru strik, sem sýna dýpið fyrir gosið, og það er enn óbreytt á þeim slóöum. Slitnu strikin 20 m 30 m og 40 m sýna dýpið eins og það mældist i gær og fyrradag. Þessar dýptarlinur voru áöur i svipaðri fjarlægð frá landi og þær eru ofar, þar sem strikin eru heil. Á þvi kemur fram, hvernig hraun og gjall skriður fram, þannig að endi þess nær næstum til vatnsleiðslunnar. Mælingar Arvakurs i fyrradag og Þórs i gær sýna breytingu á þeim hraun- og gjallmassa, sem stendur upp úr. Hafði yzti hluti massans brotnað á þessum sólar- hring og flutzt inn að landi, eins og sést með samanburði á mælingu Árvakurs, þar sem þéttstrikaða svæðið nær lengra út frá landi, og mælingu Þórs, þar sem feita brotna strikið sýnir, hvernig massinn færðist til i norður og upp að landi. Grái hlutinn sýnir aðal hættu- svæðið i landi. t-riHUUL v/f> AKJAlCuR kL 19.00 27 I S'jlJi'j.lJ \ rftF-Ukka V/i> /yJbv Po* KL /9.00 tveir bátar fylgdu Jóni Kjartans- syni, sem lónaði norður frá Hval- baksmiðum með talsverðan bak- borðshalla. Skipið var i mikilli hættu, en menn taldir óhultir. Klukkan 11.15 var bakborðshlið sett upp i vind, en ekki fór betur, þar sem þá lagðist skipið yfir á stjórnborða með svipuðum halla. Dagfari tók alla menn upp nema þrjá, sem reyndu að sigla Jóni Kjartanssyni á eigin vélarafli til Eskifjarðar. Hallinn jókst, og klukkan 19.45 gáfust menn upp. Dagfari bjarg- aði mönnum, og skipið sökk kl. 20.35. Þá var dæluskip á leið frá Eskifirði til að freista þess að dæla sjónum úr skipinu, en þaö náði ekki i tæka tið. A Eskifirði er sagt, að hleðsla muni hafa kastazt til á Jóni Kjartanssyni, en ekki var upplýst frekar um orsakir. Jón Kjartansson var áður tog- arinn Jörundur, smiöaður 1949 og var 491 tonn. Vélar voru nýjar. — HH Ók niður víða- vangshlaupara Ekki eru allir hrifnir af iþróttunum, að minnsta kosti ckki þegar iþróttaiðkanir annarra trufla mikiivæg störf Viðavangshlaup héraðssam- bandsins Skarphéðins og tR,svo- kallað Kambahlaup var haldið nú i gær. Hlupu þátt- takendur frá Kambabrún til Reykjavikur. Ekki voru samt allir ánægðir yfir þessu hlaupi að minnsta kosti bárust lögreglunni margar kvartanir vegna hlaup- aranna frá vegfarendum, sem töldu iþróttamennina trufla um- ferðina yfir heiðina. Mikil umferð var á milli Þor- lákshafnar og Reykjavikur, en þar á milli voru bilar i stöðugum ferðum við að flytja búslóðir, er komiöhafði veriðmeðfrá Eyjum. Urðu tíundu í „Sunday Times"- keppninni — fast á eftir heimsmeistara og kvikmyndahetjunni! Shariffs ofan miðju, mundu verða boðnir aftur til þátttöku að ári liðnu. Asmundur Pálsson og Hjalti Eliasson, isienzku bridge- spilamennirnir, sem þátt tóku i Sunday Times-mótinu I London núna um helgina, höfnuðu i 10. sæti af 22 þátt- takendum — fast á hæia heimsmeistaranum Garozzo og kvikmyndastjörnunni Omar Shariff, sem höfnuðu i 9. sæti. Sunday Timeskeppnin nýtur feikilegra vinsælda meðal fremstu spilamanna heims og þátttakan svo takmörkuð, að ekki komast nærri allir að, sem hefðu þó gjarnan viljaö. En stjórnandi mótsins hafði lýst þvi yfir, að þeir út- lendingar, sem höfnuðu fyrir Sigurvegarar að þessu sinni voru Bandarikjamennirnir, Altman og Sontag, meö 119 1/2 stig, en i öðru sæti lentu félag- ar þeirra, Weichsel og Smith með 116 stig. Heimsmeistar- inn, Belladonna, með félaga sinum Mondolfo hreppti þriðja sætið með 115 stigum. — Annars var röðin þessi: 4. Coyle-Silverstone, 111 1/2, 5. Rose-Sheehan, 111 1/2, 6. Pri- day-Rodrique, 109. 7. Morath- Flodquist (Sviþjóð), 103. 8. Titner-Yallouze (Frakkl.) 95 1/2, 9. Shariff-Garozzo, 94 1/2, 10. Asmundur-Hjalti, 93, 11. Cansino-Flint, 92 1/2. _GP Einn vörubílstjórinn varð meira að segja fyrir þvi að aka aftan á einn iþróttamannanna, sem sennilega hefur ekki viljað hleypa bilunum fram úr. Ekki varö þá áreksturinn harður, þvi hlauparinn hljóp strax af stað aftur með miklum eldmóði og lét það ekki á sig fá, þótt einn vöru- bill keyrði á hann. Vörubilstjórinn varð auðvitað gramur yfir truflun þeirri, sem iþróttamennirnir ollu og kvartaði til lögreglunnar. Töluverð hálka var á veginum og hafði bil- stjóranum ekki heppnazt að stoppa, áður en hann ók iþrótta- manninn niður, sem ekki kenndi sér þó nokkurs meins. —ÞM Það mátti vart tæpara standa að bjarga húsgögnum út úr þeim liúsum sem hér sjást fremst á myndinni. A miðvikudagskvöid var hlaupið til og sem flestu reynt að bjarga út úr húsunum, þar sem talið var að hraun gæti runnið til byggða, og þá yfir þessi hús. Svo varð þó ekki, þess i stað hefur aska nú eyðilagt mörg hver húsin, og sum eru illa á sig komin. Sums staðar iogar enn i rústunum. Ljósmynd: Bragi Guðm. Eyjabótar uppteknir í flutningum — og geta ekki byrjað veiðar á meðan „Við höfum verið að reyna að ráðstafa Vestmannaeyjaflotan- um og skipta honum niður á hafn- ir, en hefur miðað lítið áfram ennþá vegna þess að flotinn er allur i flutningum”, sagði Guð- iaugur Stefánsson, útgerðarmað- ur úr Vestmannaeyjum. „Okkur þykir að visu sóun, að fiskveiöiflotinn skuli notaður i björgunarstarfið i staö flutninga- skipa, sem skortur hefur verið á— en það er svo sem auövelt að vera vitur eftir á”, sagði Guölaugur i samtali við Visi i morgun. Það mun vera búið að bjarga öllum veiöarfærum úr Eyjum nema allmörgum sildarnótum, sem eru i tveimur veiðarfæra- geymslum. — Sumir bátar, sem byrjaðir voru netaveiði, eiga ó- vitjuð net, sem legið hafa i sjó, frá þvi áður en gosið byrjaði. Hvenær geta þeir byrjaö veið- ar? „Það er okkar verkefni, Út- vegsbændafélagsins i Vest- mannaeyjum, að reyna að flýta þvi eins og hægt er”, sagði Guð- laugur Stefánsson, sem er með- eigandi að aflaskipinu Halkion. „Það var hafizt handa við að skipuleggja það, daginn eftir að gosið byrjaði, þvi að við gerðum okkur engar grillur um að geta stundað veiöarnar frá Eyjum”. —GP

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.