Vísir


Vísir - 29.01.1973, Qupperneq 9

Vísir - 29.01.1973, Qupperneq 9
Vilberg Sigtryggsson, Ármanni, er kominn i hóp albeztu linumanna ís lands i handboltanum —og á miðvikudag reynir hann sig i pressuliöinu gegn landsliðinu. Hér skorar hann í leiknum gegn FH þó nýliðinn i FH-liðinu, Sæmundur Stefánsson, virðist þrengja mjög að honum. ÁRMENNINGAR FÉLLU A OLLU OÐAGOTINU! og FH settist aftur á toppinn í 1. deildinni Mistök á mistök ofan siðustu minútur fyrri hálfleiks urðu Ármanns- liðinu að falli gegn FH i 1. deild i handknattleik i gærkvöldi. Fram að 27. minútu var leikurinn býsna jafn, en upp úr þvi var ekki um annað að ræða en sigur til Hafnar fjarðarliðsins, sem þar með hreiðrar um sig á toppnum á ný. Ármannsliðið er sannarlega ekki svo vitlaust lið, og sifellt fer það vaxandi. En það er eins og vanti nákvæmnina og fyrirhyggj- una i margar gerðir liðsins. Það er góður kostur að halda höfði, þegar á reynir, en það tekst ekki nema leikreyndum mönnum eins og þeim i FH og mörgum. Annars kom það enn einu sinni i ljós hvilikt þarfaþing það er að hafa mann eins og Hjalta Einars- son i markinu. Framan af vörðu markverðir svo til ekkert, en eftir að Hjalti kom inn tók hann að verja skot, sem áður höfðu lekið inn. Armenningar höfðu lika oft yfir i upphafi og siðast á 19. minútu, þegar Hörður skoraði 8:7 fyrir Armann úr vitakasti. En undir lok hálfleiksins tókst FH að ná forystu, mest vegna gallaðs leiks Ármanns, en ekki vegna eig- in verðleika. í hálfleik var staðan þvi 14:10, sem er talsvert mikið, þvi FH tapar ógjarnan sliku for: skoti niður. ■ 1 seinni hálfleik jók FH fremur við en hitt, og undir lok leiksins tókst FH enn að auka á muninn og sigra með algjörum yfirburðum 26:18. Sannarlega var sá sigur hvorki óvæntur né óverðskuldað- ur. En ekki verður sagt að mikill meistarabragur hafi verið á leik FH. Aðeins leikið til sigurs, allt og sumt. Engir sérstakir leikmenn báru af i liði FH, en þægilega kom þá einn nýliði liðsins, Sæmundur Stefánsson, bróðir Kristjáns og Gils, á óvart. Þessi 18 ára unglingur sýndi i tvö skipti hvaða skotum hann hefur yfir að ráða og óhætt er að fullyrða, að FH mun ekki tapa á að eiga slikan skot- mann i liði sinu. Þá verður að geta Auðuns Óskarssonar, en hann er greinilega i góðri þjálfun. Auðunn heldur sig lika lagamegin við reglurnar, sem er mikil framför, en það virðist hald- ast i hendur, leikbrot og æf- ingaleysi. Gils Stefánsson má vara sig á þessu, en bæði hon- um og Þórarni Ragnarssyni var visað af leikvelli vegna hrotta- legra brota gegn „risa” Armenninganna, Herði Kristins- syni. Þá er að geta Viðars Simonarsonar, sem átti uú einn af sinum stóru leikjum, virtist geta skorað hvar og hvenær sem var. Geir var og góður, en langt frá sinum stjörnuleikjum þó. Armannsliðið virðist enn ekki kunna að dempa niður hraðann þegar það á við. Óðagotið varð liðinu að falli. Stundum var algjört stjórnleysi á liðinu inni á vellinum og sendingarnar alveg himinhrópandi vitleysa. En liðinu fer fram, á þvi er vart nokkur vafi, og i liðinu leika margir frá- bærir leikmenn. Hörður Kristins- son er sifellt að nálgast sitt gamla „banvæna” form, og leikmenn eins og Ragnar, Björn Jóhannes- son og Vilberg, eru allir gulls igildi. Sannarlega var þessi leikur ekki skemmtilegur á að horfa. Eftir mistökin i fyrri hálfeik var aldrei hægt að sjá örla fyrir spennu i leiknum, — úrslitin virt- ust öllum augljós. Og þegar FH hafði 5 mörk yfir og 15 minútur eftir af leik, virtist kæruleysið heltaka Ármenninga, sem reyndu fyrir sér i örvæntingu, en uppskáru ekkert annað en bolt- ann i eigið net. Hjalti Einarsson var þeim of óþægur ljár i þúfu. Dómarar voru þeir Haukur Þorvaldsson og óli Ólsen og dæmdu ágætlega. Mörk FH i leiknum skoruðu Viðar 7, Geir 6 (3 viti), Auðunn 5, Birgir Björnsson 4, ólafur Ein- arsson 2, og Sæmundur 2. Fyrir Armann skoruðu Björn Jó- hannesson 5, Hörður 5 (2 viti), Ragnar Jónsson 4, Vilberg Sig- tryggsson 3 (2 viti) og Jón Ast- valdsson 1. — JBP. Boðin aðstaða á Melavelli Mikil grózka hefur verið i iþróttastarf- semi Vestmannaey- inga á undanförnum árum, og úr þeirra röðum hafa komið margir af vöskustu iþróttamönnum landsins, bæði i ein- staklings- og hóp- iþróttum. Vegna hinna óvæntu og vofveiflegu atburöa, sem gerzt hafa i Vestmannaeyj- um, var haldinn fundur i gær með fulltrúa frá Iþrótta- bandalagi Vestmannaeyja i þvi skyni að kanna hvernig mætti yiðhalda og halda áfram iþróttastarfsemi þeirra við þessar óvæntu kringumstæður. Voru á fundinum forseti 1S1, iþróttafulltrúi rikisins, iþróttafulltrúi Reykjavikur- borgarog formaður og fram- kvæmdastjóri Iþróttabanda- lags Reykjavikur. Fundurinn lýsti sig reiðu- búinn til að gera allt sem mögulegt væri til að Vestmannaeyingar fengju aðstöðu til að iðka þær iþróttagreinar, sem þeir leggja mesta áherzlu á. 1 þvi sambandi var Vestmannaeyingum boðin aðstaða á Melavellinum til æfinga og samþykkt var að fara þess á leit við iþrótta- félögin i borginni, að þau létu af hendi nokkra æfingatima i iþróttahúsunum. A fundi framkvæmda- stjórnar ISÍ i gær var einnig samþykkt að veita l.B.V. kr. 50.000.00 i fjárhagsaðstoð til að byrja með við að koma iþróttaæfingum af stað og jafnframt er þeim boðin að- staða til fundarhalda i Iþróttamiðstöðinni i Laugar- dal. Einnig heitir stjórn 1S1 Iþróttabandalagi Vest- mannaeyja allri annarri þeirri aðstoð, sem íþrótta- sambandið kann að geta lát- ið i té. (Frá lSt) Vorumarkaðurinn hf. Armúla 1A • Reykjovllc • S. 84111 Unt sparikorlin KR. KR. 900,- 1000,- malvörum. INNLAGT KR. 1.000.OO Heimsmeistarinn frá 1970 sigraði loksins Úttekt kr. Heimsmeistarinn i alpagrein- um frá 1970, Frakkinn Jean Noel Augert, sem er 23ja ára, sigraði loks i keppninni nú — varð fyrstur i svigkeppninni i Kitzbuehel i Austurriki i gær og vel á undan heimsmeistaranum tvö siðustu árin, Gustavo Thoeni, ttaliu. Timi Frakkans var 106.22 sek., en Thoeni keyrði á 107.07 sek. 1 þriðja sæti varð Bachleda, Pól- landi, á 107.56 sek. og i fjórða sæti hinn 18 ára Itali, Gros. Margir kunnir kappar voru úr leik i keppninni eins og spánski Olympiumeistarinn Fernarndez- Ochoa, Henri Duvillard, Frakk- landi, David Zwilling, Austurriki, og Christian Neureuther, Vestur- Þýzkalandi. A laugardag var keppt i bruni á sama stað og þar sigraði Roland Collombin, Sviss, og tryggði þar með stöðu sina i keppninni um heimsbikarinn. Hann er efstur með 131 stig. Landi hans Bern- hard Russi varð annar, en Bob Cochran frá Bandarikjunum þriðji. David Zwilling, sem er i öðru sæti með 104 stig, féll og einnig Thoeni, sem hefur 84 stig. Nánar siðar. Þau veita yður 10% afslátt þannig: • Þér kaupið kort á 900 kr., en megið verzla Heimilar vöruúttekt fyrir fynr 1-000 kr- • Ef þér verzlið fyrir minna en 1.000 kr., þá rit- d einingarverði 1 hreinltelis- og ar afgreiðslumaður innistæðu yðar á kortið. • Þannig getið þér verzlað eins lítið og yður hentar í hvert skipti. • Þegar þér hafið verzlað fyrir 1.000 kr. (1 kort, sem kostar 900 kr.) kaupið þér nýtt kort. • Örfáar vörutegundir i stórum pakkningum íara ekki inn á sparikortin t.d. hveiti og sykur í sekkjum, ávextir í kössum, W.C. pappír í pokum og þvottaefni í stórum um- búðum. Þessar vörutegundir eru strax reikn- aðar á sparikortaverði. • S P A RI kortin gilda á 1. hæð, þ.e. í mat- vörudeild. (Þau gilda einnig á hinum árlega jóiamarkaði.) Athugið að allar vörur eru verðmerktar án afsláttar. Sýnishorn ol SPARI-KORTI NOTIÐ SPARIKORTIN GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Hll EINKAUMBOÐ FYRIR Électrolux VSrumarkaðurinn hf. HEIMILISTÆKI Ármúla 1A - Reykjavik Matvörudeild Simi 86-111 Húsgagna- og gjafavörudeild 86-112 Vefnaðarvöru- og heimilistœkjadeild 86-113 Skrifstofa. 86-114

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.