Vísir - 02.02.1973, Side 3

Vísir - 02.02.1973, Side 3
Vísir. Föstudagur 2. febrúar 1973 3 „Vaknoðu, eyjon er betri aöstaða fyrir hann heldur en i Eyjum”. — Ykkur hefur verið úthlutað húsi hér i ölfusborgum? „Já, við fengum hús hér i gegnum verkalýðsfélagið i Eyj- um og miðlunina. Mér skilst, aö hér hafi aðallega barnmargar fjölskyldur fengið inni. Hér er mjög gott að vera. Ég held satt að segja, að maður gæti búið hér um aldur og ævi. Hér eru til dæmis sjö kojur, og þó að hús- pláss sé ekki stórt, þá er þetta mjög þokkalegt”. ,,En ég hef nú samt sem áður gert ráðstafanir til þess að fá húspláss i Hveragerði. Ég er til dæmis búinn að fá lof fyrir vinnn har á tr^cmíiSnvnrlrcf«>5i „Gretar, Gretar, vaknaðu, eyjan er að sprunka!" „Þannig var ég vakinn þegar gosið hófst”, sagði Geir Grétar Pét- ursson, einn af fióttamönnunum svokölluðu frá Vestmannaeyj- um, f viðtali við Visi I gær, þeg- ar við heimsóttum hann og fjöl- skyldu hans ásamt fieiri upp i ölfusborgir i gærdag. Þar býr Geir Grétar ásamt konu sinni og fimm sonum, en alls eru i ölfus- borgum um 280 Vestmannaey- ingar. „Það var Færeyingur, sem kallaði á mig utan af götu”, sagði Geir Grétar. „Ég tók ekki mikið mark á honum, þvi að ég heyrði, að hann hafði eitthvað bragðað á guðaveigum. En hann hélt áfram og kallaði: Gretar, það er komið gos til Eyja! Ég svipti þá gardfnunni frá, og það þurfti ekki að segja meira. Eldhafið blasti viö mér”. „Viö höfum búið I 9 ár i Eyj- um, en erum hvorugt Vest- mannaeyingar. En hvergi hefur mér liöið betur heldur en i Eyj- um. Þar er ákaflega gott fólk og ákaflega mikil Velmegun hjá þeim, sem vinna. Við hefðum liklegast búið áfram i Eyjum, ef þetta hefði ekki komið til. Það hafði þó komið til tals að flytjast til lands, þar sem við eigum lamaðan son, sem nú er i Reykjadal, og hér uddí er miklu „Hér væri hægt að búa um aldur og ævi”, sögðu þau hjónin Geir Grétar Pétursson og Kristín Anna Baldvinsdóttir. Synirnir f.v.: Heimir, Sævar, Smári og Grétar. oð sprunka" og býst við að byrja þar eftir helgi”. „1 Eyjum vann ég við fiski- mjölsverksmiðjuna, og þó að búið sé að kalla þar menn til starfa, þá held ég að þar riki of mikil bjartsýni. Ég hef ekki mikla trú á þvi, að hægt verði að hefja þar störf á næstunni”. — Farið þið ekki til Eyja aftur? „Það er ómögulegt aö segja. Ég held ég megi telja það öllu óliklegra. Kona og börn eru heldur ekkert æst i að fara þangað aftur, en hvergi er þó betri aðstaða fyrir börnin en i Eyjum”. Kona Geirs Grétars, Kristin Anna Baldvinsdóttir, sagðist þó ekki vera hrædd við að fara aftur. „Það er ekki hræösla”, sagði hún, „heldur tel ég, að það séu óskaplega litlir möguleikar fyrir atvinnu þar i náinni fram- tið. Ég var reyndar nýbyrjuð I Kaupfélaginu i Eyjum, en áður hafði ég unnið i þrjú ár i frysti- húsi. Ég held, að sstarfsem in komist ekki i gang þar strax”. . „Ég get heldur ekki imyndað mér, að hægt sé að hafa konu og börn þar i náinni framtiö”, sagði Geir Grétar. „Askan er orðin svo gifurlega mikil, til dæmis var 1 metra þykkt lag á þakinu okkar. Og ekki mölum við vikurinn”. — Hvar bjugguð þið i bæn- um? „Við bjuggum á Hilmisgötu, sem er i miðbænum. Húsið þar er ekki i ýkja mikilli hættu, það er til dæmis ekki komið i kaf. En á húsinu er slétt þak og það get- ur skapazt hætta, ef ekki er mokaö af þvi”. —Hér i ölfusborgum á að reyna að koma upp barnaheim- ili, er ekki svo? „Jú, það er hugmyndin. Enda væri það mjög gott fyrir það fólk, sem þarf að komast i vinnu hér i nágrenninu”. — Hafið þið fengið öll ykkar húsgögn? „Já, mest allt af húsgögn- unum er komið hingað. Við er- um þvi i rauninni mjög vel sett. Við erum á bezta aldri og getum þvi byrjað upp á nýtt, en þaö er annað með eldra fólk, sem alið hefur sinn aldur i Eyjum. En elzti sonur okkar er til dæmis kominn i gagnfræðaskólann i Hveragerði. Hann byrjaði þar fyrir tveimur dögum, og liklega fara þeir yngri i barnaskólann”. „Hér eru allir með útréttar hendur til þess að hjálpa. Það er liklega á svona stundu, aö bezt sést, að íslendingar eru allir i raun og veru ein stór fjöl- skylda”. —EA Blaðamenn undrast skilningsskort hjó ýmsum aðilum: Blaðamenn hafa skyldur gagnvart almenningi Stjórn Blaðamannafélags ts- lands gaf sér tima til að hittast i gær þrátt fyrir miklar annir hjá öllum fjölmiðlum vegna gossins I Heimaey. Ýmis konar mis- skilningur hefur komið fram á störfum blaðamanna á undan- förnum dögum. Ummæli, sem fram komu i sjónvarpsþætti, m.a. hjá forsætisráðherra, sem kvaðst vera „allra manna þreyttastur á fréttamönnum” og hjá yfirlög- regluþjóni I Vestmannaeyjum, sem sagðist hafa heyrt, að frétta- menn hefðu stolið biium og komið illa fram, fyllti mælinn. Eftirfar- andi ályktun var einróma sam- þykkt: „Vegna umm’æla ýmissa aðila að undanförnu, sér- staklega i sjónvarpsþætt- inum Setið fvrir svörum, 30. janúar sl. vill stjórn Blaða- mannafélags Islands taka fram eftirfarandi: 1. Furðulegt má teljast að ýmsir aðilar, sem ættu að vita betur, skuli eigi hafa skilning á þýðingu og nauðsyn frétta- miðlunar af slikum atburðum sem nú eru aö gerast. Það sem gerzt hefur varðar ekki aðeins alla þjóðina, heldur og umheiminn. Það er verk- efni starfsmanna fjölmiöla og skylda þeirra að skýra frá slikum atburðum eins fljótt og ítarlega og auðið er. Látið hefur veriö að þvi liggja að fréttamenn hafi veriö til óþurftar i Eyjum. Stjórn Blaðamannafélagsins biður menn að hugleiða, hvernig ástandið hefði veriö, ef fréttaflutningur hefði ein- skorðast við stuttorðar til- kynningar opinberra aðila. Jafnframt vill stjórnin leggja á það áherzlu, að fréttamenn, ljósmyndarar og kvikmynda- tökumenn hafa i Eyjum safnað heimildum, upplýsingum og myndaefni sem ómetanlegt verður siðari timum. Þegar saga þessara atburða verður siðar skráð i heild, mun mikilvægi þessa starfs koma enn betur I ljós. 2. 1 ljós kom við upphaf at- buröanna i Vestmannaeyjum, að ekki hafði verið gert ráð fyrir tengslum milli Almanna varnaráðs og fjölmiðla. Þetta leiddi til árekstra og misskilnings, sem koma heföi mátt I veg fyrir, ef slik tengsl hefðu verið fyrir hendi i upphafi. 3. Látiö hefur verið að þvi liggja, aö fréttamenn hafi gerzt brotlegir við lög i Vest- mannaeyjum. Stjórn félagsins krefst þess, að færöar verði sönnur á þessar fullyrðingar, en þær lýstar marklausar reynist ekki fótur fyrir þeim. 4. Að endingu vill stjórn félagsins minna á mikilvægi fjölmiöla I frjálsu þjóðfelagi og nauðsyn þess, að frétta- menn eigi óhindraðan að- gang aö upplýsingum og geti þannig sinnt störfum sinum og skyldum gagnvart al- menningi.” — VJ 675 máltíðir á tveimur tímum Um 1000 í fœði hjá mötuneytinu í Eyjum Um 1000 manns eru nú i fæði hjá mötuneyti Rauða krossins I Vestmannaeyjum. Mötuneytið tók til starfa fyrir þremur dög- um, en fram að þeim tima hafði Sigurgeir Jóhannsson annazt matseid fyrir björgunarmenn I Eyjum. t gær og fyrradag voru I Eyjum uin 1000 manns, 200 við björgun á búslóðum, 200 við önnur björgunarstörf og 600 Vestmannaeyingar, sem höfðu fengið heimild til að fara þang- að. Erling Aspelund, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, og Stefán Ólafsson, eigandi Múlakaffis, fóru til Eyja á þriðjudag sem sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins. Verkefni þeirra var að skipuleggja rekstur mötuneytis, sem hafði verið erfiður vegna skorts á starfsfólki og búnaði. Fyrst var kannað, hvaða hús- næði mundi henta fyrir rekstur- inn, og var ákveðið að hafa hann i húsnæði tsfélagsins. 675 máltiðir voru afgreiddar i mötuneytinu á tveimur klukku- stundum. Var það á þriðjudag á timabilinu frá átta til tiu um kvöldið. Reynt er að bjóða heit- an og næringarríkan mat, og hafa farið 200 lambalæri og 300 kiló af pylsum i kvöldmáltið. 1500 manns borðuðu i mötuneyt- inu á miðvikudaginn. Rauði krossinn hefur birgðir, sem end- ast fram yfir helgi. Matsveinar af hótelum i Reykjavik hafa unnið mikið starf I mötuneytinu. Sigurgeir Jóhannsson er þar bryti. Mötu- neytið er opið frá klukkan sjö að morgni til klukkan eitt eftir miðnætti.og starfa þar rúmlega 30 manns á hvorri vakt. Við af- greiðslu á þeim fjölda, sem þar borðar, hefur ekki verið unnt að nota venjulegan borðbúnað. Loftleiðir gáfu pappa- og plast- ilát og bakka, sem hafa veriö notaðir til þessa, og ennfremur mjólkurduft. Þá hefur matvæla- fyrirtækið á Kennedy-flugvelli, Chef Orchid, sem Loftleiðir verzla við, sent rúmlega 200 kiló af plastilátum að gjöf. I dag eru væntanlegar 15000 einingar af plastborðbúnaði með flugvél frá Bandarikjunum. Verksmiðjan Vifilfell hefur lika gefið talsvert magn af drykkjarilátum. Erling Aspelund og Stefán Ólafsson áætla, að verði björgun búslóða lokið um helgina, muni fólki i Vestmannaeyjum fækka um 500 frá þvi, sem nú er. —HH GJAFA- VÖRUR Við höfum aldrei getað boðið jafn mikið vöruúrval og nú handunnar og mótaðar. Mikið úrval. á fæti, 3 tegundir. óbreytt verð. skreyttir með 22ja karata gullhúð og postulinsblóm- um. Þessir vasar hafa ekki fengizt hér i mörg ár. frá Tékkóslóvakiu, á mjög góðu verði. 4 munstur, verð frá kr. 316.- margar gerðir. Þetta er lítið sýnishorn af fjölbreyttu gjafaúrvali. Vörur fyrir alla - verð fyrir alla 4 TÉKK - XRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111 Kristalsvörur Ávaxtaskálar Kristalsvasar, Hvítar postulínsstyttur Mokkabollar Keramikvasar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.