Vísir - 02.02.1973, Side 7
Vísir. Föstudagur 2. febrúar 1973
7
leggja fyrirfram allar hugsanleg-
ar varnir. Þaö þarf að undirbúa
ráðstafanir til að verja bæjar-
stæðið gegn hugsanlegu hraun-
rennsli, stöðva það og bægja til
hliðar. Til þess þarf stórvirk tæki
að grafa gryfjur og hlaða garða
og leita nýrra ráða til að breyta
rennsli hraunstraums. Með sama
hætti þarf að hafa viðbúnað til að
verja höfnina og vatnsleiðslurn-
ar. Ef til vill ætti til öryggis þegar
að hefja gröft nýrrar innsiglingar
gegnum Eiðið og flytja enda ann
arrar vatnleiðslunnar i land á
öðrum stað.
Með neglingum fyrir glugga
hefur eldsvoðahættunni verið
bægt frá, og engin afsökun er nú
lengur til að viðhalda ekki ýtrasta
viðnámi gegn frekara öskufalli og
moka jafnóðum gjalli burt af
húsþekjum.
En þetta er þó ekki nóg: Upp úr
viðnáminu þarf að risa hið bráð-
asta öflug viðreisn. Nú litur lika
allt betur út, a.m.k. i bili. Nú er
hljóðið orðið annað i Einari rika. 1
fyrsta vonleysinu var hann allra
manna svartsýnastur, spáði þvi
að allt myndi leggjast i rúst og
vildi helzt flytja allt burt frá Eyj-
um, enda spáði hann þvi, að höfn-
in væri að lokast. Nú er annað
hljóð i strokknum. Ég kannaðist
eitthvað betur við Einar, þegar
hann kom i útvarpið og sagöi —
Nú er bara að moka, moka,
moka. Það er einmitt lagið,
piltar.
Já, nú er að fara að moka og
það með stórvirkustu vélum. Hér
uppi á landi eru risastórar vél-
skóflur og 20 tonna kaggar, sem
notaðir hafa verið við stórvirka
vegagerð. En hitt var dálitiö
kyndugt, þegar einn verktakinn
áætlaði, að mokstur frá hverju
húsi myndi kosta 70-80 þús kr.
Það vekur upp hugmyndir, að
rannsaka þyrfti betur taxta verk-
taka, ekki sizt ef ófyrirleitnir
hyggjast notfæra sér björgunar-
starf i Eyjum sem féþúfu.
En fyrst og fremst þarf við-
reisnarstarf að felast I þvi að
hefja atvinnustarfsemi. Nú er
þegar farið að kynda katla I fiski-
mjölsverksmiðjum, og eins og ég
sagði i siðustu grein væri það
bezta vinarbragðið við Vest-
mannaeyinga, ef einhver bát-
anna, sem eru að fá fullfermi
loðnu austur við Hvalbak, vildi
snúa stafni vestur á bóginn og
landa farminum undir gamla
Heimakletti. Ég hallast lika að
þvi,.að menn mikli um of fyrir sér
erfiðleika á að hefja frystingu og
aðra fiskvinnslu innanhúss. Og
ekki er öllum konum greiði gerð-
ur með þvi að vera svo yfirmáta
herralegur við þær, að þær megi
ekki taka þátt I viðnámi og við-
reisn með karlmönnum. Þær eru
miklu seigari og duglegri en
herramennirnir halda og ekki sið-
ur hugrakkar.
Frá náttúrunnar sjónarmiði,
þrátt fyrir eldstólpa i nýju fjalli
og rykský við og við, held ég að
miklu minni fyrirstaða sé að
hefja aftur atvinnurekstur i Eyj-
um en menn ætla. Meiri hætta er
á, að fyrirstaðan verði meiri i og
innan i mannfólkinu.
Það er meira verk en aö blikka
öðru auga að koma aftur á sam-
félagi og skipulögðu atvinnulifi,
þegar öllu hefur verið sundrað og
drepið á dreif. Það verður að láta
margt haldast i hendur, tryggja
að þjónustuskortur verði ekki
fjötur um fót, það þarf viðgerða-
þjónustu, oíiu og bensin-af-
greiðslu, afgreiðslu og vigtun við
höfn, bankastarfsemi, póst og
simaþjónustu, það þarf lækna-
þjónustu, og ef bæjarfógeti vildi
leyfa smádeild að vera annars
staðar en i Reykjavik. Allt það
fjölmenna lið, sem þarf til ýmiss
konar þjónustu, spyr nú, hvort
það eigi að starfa þar án fjöl-
skyldu sinnar. Þó barnlausar
konur og fjölskyldur með stálp-
áða unglinga treysti sér til að
snúa aftur, þá liggur kannski bú-
slóðin öll hingað og þangað i vöru-
skemmum eða geymslum. Og þó
bátarnir ættu auðvelt með að
landa afla I Eyjum, þá er nú búið
að flytja þjónustu þeirra til Kefla-
vikur.
Það var auðvelt að fá fólk og
flutning flutt ókeypis á flótta frá
Eyjum, en hvað verður um flutn-
inginn til baka til viðreisnar og
sigurs á vandamálunum? Þetta
er næsta viðfangsefnið, og þar
verður að tryggja endurkomu
fólksins gegnum margvisleg
vandamál og erfiðleika.
Þorsteinn Thorarensen.
Umsjón: Edda
Andrésdóttir
NÚ ER LÍKT EFTIR GÖMLU
STJÖRNUNUM í H0LLYW00D!
Tizkan i vor og sumar verður
litrik eftir nýjustu fregnum frá
Paris aö dæma. Og umfram allt
kvenleg. Þvi miður heyrist enn
litið um fatnað og stil karl-
mannanna á komandi sumri, en
vonandi líður að þvi, að þeir fái
sinn skammt, þó að lítið fari
fyrir þeim i tizkusýningasölum
allra fyrirtækjanna i Paris.
Það virðast hins vegar engin
takmörk sett fyrir litagleðinni,
þegar að kvennmanninum kem-
ur. Nú fær konan tækifæri til
þess að leika primadonnu eða
hefðarmey eins og bezt gerðist
á átjándu öldinni. Við getum
sveipað um okkur refaskinnum
og hreiðrað um okkur i djúpum
og þunglamalegum hæginda-
stólum. Margt virðist ætla að
verða i gamla stilnum, þó að
margt nýtt bætistað sjálfsögðu i
klæðaskápinn.
Nú farða konur sig eins og þær
gerðu, þegar stjörnurnar i
Hollywood blómstruðu. Þykkir
augnskuggar, og nóg af þeim
litriku, rauðar neglur og
eldrauðar varir. Þannig er and-
litsfarðinn hjá þeim, sem hafa
hvað mest vitið i Paris.
Hárgreiðslur og háralitur,
sem slá jafnvel Ritu Hayworth
út. Hrokkið hár verður ákaflega
vinsælt, og þær, sem eru með
stutt hár, geta látið liða hárið
eins mikið og þeim þóknast.
Undirfatnaðurinn verður ákaf-
lega skrautlegur, og þeir, sem
bezt þekkja, segja, að jafnvel
fatafellurnar skratlegustu
myndu verða grænar af öfund.
Hálsfestar og armbönd verða
mikið I tizku og yfirleitt allir
skartgripir. Einhvern veginn
finnst manni reynar eins og
þessi tizka hafi einhvern tima
verið boðuð áður. Allt á að vera
litrikt og skræpótt. Tizkukóngar
i Paris hafa reyndar áður boðað
svipaða tizku, en einhvern
veginn er eins og hún hafi ekki
náð fram að ganga. En nú
virðast þeir ekki ætla að gefast
upp. Þeir vilja hafa konuna eins
kvenlega og frekast er unnt, og
hjálpað er til þess með öllum
kúnstum og brögðum.
Þessi tizka lifgar lika óneitan-
lega upp á gráan hversdags-
leikann, og hvort sem hún nær
fram að ganga hér uppi á
Islandi eða ekki, þá er áreiðan-
legt, að einhver skriður er að
komast á málin i Frakklandi.
Liklega fyndist engum amalegt
Þoð nýjasta úr tízkuheiminum
að sjá kvenmann i likingu við
Marilyn Monroe eða Ritu
Hayworth ganga um Austur-
strætið.
Ekki nóg um það.. Þó að hér
uppi á tslandi sé farin hver her-
ferðin á fætur annarri gegn
sigarettum og tóbaksreyking-
um, þá virðast þeir ekki alveg á
sama máli i Paris. Þar virðist
þvert á móti meira gert til þess
að vekja athygli á tóbakinu.
A einni meðfylgjandi mynda
má sjá unga stúlku, sem ber
hliðartösku. Hliðartaskan er
eftirliking sigarettupakka. Það
virðist nokkuð mikið um þetta á
tizkusýningum I Paris og ekki
eingöngu hjá eldra fólkinu,
heldur hefur svipuðum myndum
verið komið fyrir á barnafötum
lika. Liklega slær þessi nýjung
ekki i gegn.
Þeir sem ganga með gleraugu
dags daglega og eiga kannski I
erfiðleikum með að fá umgjörð
um þau við sitt hæfi fá liklegast
úr nógu að velja mjög brátt.
Gert er ráð fyrir þeim lika i
tizkuheiminum, en gleraugna-
umgjarðirnar eru ögn skraut-
legri en þær hafa áður verið. Á
meðfylgjandi mynd má sjá eina
slika umgjörð. Takið svo eftir
skinninu um hálsinn.
A annarri mynd er kjóll,
hnepptur alveg niður að
framan. Sfddin er aðeins niður
fyrir hné. Kjóllinn er hvitur, en
hvitt verður mjög vinsælt. Hvit
vestispeysa fylgir með, og svo
grófgert armband og hálsfesti.
Klæðnaðurinn er frá Saint
Laurent.
Spennur ýmiss konar og nælur
i fatnað eru hátt á lista, og
einnig alls kyns hattar. Nú fær
hugmyndaflugið svo sannarlega
að ráða, eins og bezt sést á
myndunum. Alls kyns nælum er
komið fyrir i fatnaðinum á
furðulegasta stað, svo sem á
kraga peysunnar á einni
myndinni. Þar hefur verið
komið fyrir tveimur nælum:
myndir af englum.
Fatnaður er i ákaflega litrik-
um og skrautlegum efnum.
Rósóttog mynztruð efni eru vin-
sæl og einnig einlit silkiefni eða
einhvers konar gerviefni.
Skór eru með háum hælum, en
ekki ber mikið á þeim skóm sem
nú hafa tiðkazt að undanförnu,
með 10 sm háum hælum og
tveggja til þriggja sm háum sól-
um. Þá má einnig geta þess, að
sumar skreyta fótleggi sina og
skó með þvi að koma fyrir ýmsu
skrauti á ökklunum, svo sem
böndum eða jafnvel armbönd-
um.
Sidd á kjólum og kápum er
yfirleitt um eða rétt fyrir neðan
hné, og nú er fyrst tækifærið til
þess að kikja inn i skáp hjá
mömmu eða ömmu og vita,
hvort þar leynist ekki einhver
gamall kjóll frá þeirra beztu ár-
um. Hann mætti áreiðanlega
flikka upp á og nota siðan hvar
sem er.
—EA