Vísir - 02.02.1973, Blaðsíða 13
Vísir. Föstudagur 2. febrúar 1973 13
1 □AG | D KVOLO | □ □AG | D KVÖ L Dl □ DAG |
Hljóðvarp í kvöld kl. 19.35:
MENNINGARSÖGULEGT GILDI
GAMALLA HÚSA
Þingsjáin í kvöld
skýrir frá ýmsum alvar-
legum og athyglisverð-
um tiðindum, enda er
alltaf eitthvað um að
vera þar sem mann-
félag á annað borð er.
Fyrst verður rætt um neyðar-
ástand það, sem er rikjandi i
Vestmannaeyjum, og þá auðvitað
um leið þær hörmungar, sem
Eyjabúar hafa þurft að þola af
völdum náttúruhamfaranna þar.
Fluttur verður stuttur kafli úr
ræðu forsætisráðherra, sem hann
hélt sl. mánudag, þegar hann bar
fram þingsályktunartillögu varð-
andi áðurnefnda atburði.
Einnig verður fjallað um
húsafriðun og menningarsögulegt
gildi gamalla húsa um land allt.
í þvi sambandi verður fluttur
kafli úr ræðu Ingvars Gislasonar,
alþingismanns, sem hann hélt sl.
miðvikudag vegna frumvarps
hans og Þórarins Þórarinssonar,
alþingismanns, sem þeir hafa
borið fram um stofnun Húsa-
friðunarsjóðs.
— LTH.
Þingsjáin verður i kvöld i umsjá Ingólfs Kristjánssonar, rithöfundar,
sem um árabil hefur verið þingfréttaritari Rikisútvarpsins.
Sjónvarp í kvöld kl. 20.30
VEL FALINN FJÁRSJÓÐUR
Bandariski kúreka-
myndaflokkurinn, Karl-
ar i krapinu, nýtur
áreiðanlega mikilla vin-
sælda, jafnt meðal eldri
sem yngri sjónvarps-
áhorfenda. Það er held-
ur ekkert undarlegt, þvi
þessir bráðskemmtilegu
félagar, Smith & Jones,
standa fyllilega fyrir
sinu i þessum þáttum og
halda áreiðanlega
áfram að gera það i
kvöld, en að þessu sinni
nefnist þátturinn Fjár-
sjóðurinn.
Myndin hefst á þvi, að þeir
félagar eru á ferðalagi með póst-
vagni. í sama vagni eru tvær ung-
ar stúlkur og roskin kona. Þau
fara öll að ræðast við og fer vel á
með þeim.
Þrir ræningjar ráðast á farar-
tæki þeirra og hafa vitanlega á
brott með sér allt það, sem þeir
ágirnast og geta með sér flutt.
Önnur stúlkan leggur mjög hart
að þeim Smith og Jones að veita
ræningjunum eftirför, þvi meðal
þess, sem ræningjarnir hafa stol-
ið, sé mjög dýrmætt bréf með
leiðbeiningum um, hvar finna
megi fjársjóð mikinn, sem falinn
hafi verið á meðan þrælastriðið
stóð yfir. Hún býður þeim 500
dollara þóknun fyrir að ná bréf-
inu, og það er eins og við manninn
mælt: þeir þjóta af stað og tekst
að hafa hendur i hári ræningj-
anna — og rúmlega það.
En þegar þeir hitta stúlkuna
aftur, kemur i ljós, að dollar-
ana hefur hún ekki handbæra, en
gerir þeim þá það tilboð, að þegar
fjársjóðurinn sé fundinn, fái þeir
góða hlutdeild i honum auk þess-
ara 500 dollara, sem hún skuldar
þeim þegar.
Þeir taka þessu tilboði, en
margt fer á annan veg en ætla
mætti. — LTH
ÚTVARP •
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 Búnaðarþáttur.Pétur
Sigurðsson mjólkurfræðing-
ur talar um mjólkurmálin á
liðnu ári.
14.30 Siðdegissagan: „Jón
Gerreksson” eftir Jón
Björnsson,Sigriður Schiöth
les (14)
15.00 Miðdegistónleikar:
Sönglög Bernard Kruysen
syngur lög eftir Gabriel
Fauré. Evelyn Lear syngur
lög eftir Hugo Wolf.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið
17.10 Þjóðlög frá ýmsum lönd-
um
17.40 Tóniistartimi barnanna
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Þingsjá . Ingólfur
Kristjánsson sér um þátt-
inn.
20.00 Sinfóniskir tónieikar a.
Forleikur að „Benedicte et
Benedict” eftir Berlioz. Sin-
fóniuhljómsveitin i London
leikur; Douglas Gamley stj.
b. Pianókonsert i F-dúr
(K459) eftir Mozart.
Christoph Eschenbach og
Filharmóniusveitin i Ham-
borg leika; Wilhelm
Bruckner-Riiggeberg stj. c.
Þeir Smith og Jones láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, enda
ýmsu vanir.
W.V,
Spáin gildir fyrir iaugardaginn 3. febrúar.
'r#
*í
j&
Hrúturinn, 21. marz—20. april. Sómasamlegur
dagur, en eitthvað, sem þú gerðir ráð fyrir að
mundi gefa góðan arð, fer sennilega á annan veg
fyrir óáreiðanleika einhverra.
Nautið, 21. april—21. mai. Það litur helzt út
fyrir, að einhverjar breytingar geti orðið
snemma dags, sem koma sér mjög vel fyrir þig
eins og allar aðstæður eru þessa dagana.
Tviburarnir,22. mai—21. júni. Þú færð einhverj-
ar fréttir i dag eða þá bréf, sem þú hefur mikla
ánægju af. Gagnstæða kynið virðist og geta orðið
.til að auka á ánægjuna.
Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þú hefur sitt hvað i
undirbúningi, að öllum likindum helzt til mörg
járn i eldinum, og þá hlýtur eitthvert af þeim að
kólna og verða út undan.
Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Farðu með lagi að
hlutunum i dag, eins að þeim, sem þú þarft eitt
hvað til að sækja. Kannski sakar ekki að beita
smjaðri til að mýkja núningsfletina.
Meyjan,24. ágúst—23. sept. Þetta verður góður
dagur, og eitthvað, sem þú kveiðst, fer fullvel
áður en lýkur. Peningamálin munu ganga að
minnsta kosti sómasamlega.
Vogin,24. sept.—23. okt. Ef þú þarft að taka ein-
hverjar mikilvægar ákvarðanir i dag, skaltu
láta hugboð þitt ráða að minnsta kosti nokkru
þar um: það mun reynast furðu nákvæmt.
Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Það gengur á ýmsu
fram eftir deginum, og verður þá ef til vill ekki
gott að átta sig á hlutunum, en þegar á liður ætti
allt að verða rólegra.
Bogmaðurinn,23. nóv.—21. des. Þetta getur orð-
ið notadrjúgur dagur, jafnvel þótt allt gangi
heldur seinlega. Ekki er þó vist, að þau loforð
verði efnd, sem auðfengin reynast.
Steingeitin,22. des.—20. jan. Þetta verður að öll-
um likindum góður dagur og eins vist, að eitt-
hvað það gerist, sem haft getur varanleg,
jákvæð áhrif, þegar frá liður.
Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þér mun finnast
einhver kunningi þinn reynastá annan hátt i dag
en þú hefðir búizt við af honum. Lengi skal
manninn reyna, stendur þar.
Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Farðu þér hægt
og rólega fram eftir deginum, en taktu þvi betur
á, ef þörf krefur, þegar á liður. Kvöldið getur
orðið skemmtilegt með vinum.
Fiðlukonsert eftir William
Walton. Zino Francescatti
og hljómsveitin i Filadelfiu
flytja: Eugene Ormandy
stj. d. Sinfónia nr. 1 i C-dúr
op. 21 eftir Beethoven. Fil-
harmóniusveitin i Berlin
leikur: Herbert von Kara-
jan stj.
21.30 Ben Lindsav • Agústa
Björnsdóttir les siðari hluta
frásagnar eftir Magnús
Helgason skólastjóra úr
kvöldræðum hans i
Kennaraskólanum.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Útvarps-
sagan: „Haustferming”
eftir Stefán JúliussonStefán
Júliusson rithöfundur endar
lestur nýrrar sögu sinnar
(12)
22.45 Létt músík á siðkvöldia.
Frá þjóðlagahátið i Finn-
landi b. Leo Brouwer leikur
á gitar lög frá Kúbu. c.
Gisela May syngur lög við
ljóö eftir Tucholsky.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SJÚNVARP •
Föstudagur
2. febrúar
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Karlar i krapinu
Bandariskur kúrekamynda-
flokkur i léttum tón.
Fjársjóðurinn . Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
21.20 Sjónaukinn.Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málefni.
22.05 Anne Murray I.Sænska
sjónvarpið hefur látið gera
tvo þætti, þar sem
kanadíska söngkonan Anne
Murray syngur létt lög af
ýmsu tagi og leikur sjálf
með á gitar. (Nordvision —
. Sænska sjónvarpið) Þýð-
andi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
22.25 Dagskrárlok
•flFR0ÐIÐfl
Laugaveg 13 sími 14656