Vísir - 03.02.1973, Blaðsíða 7
Vfsir. Laugardagur 3. febrúar 1973.
7
riiMiMi
i S ÍÐAIM i
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Oft vilja skapast
vandræði og erfiðleikar
þar sem tvö börn eru i
sama herbergi. En það
á ekki að vera svo
Heimasmíðaðar hillur setja sinn
svip ó herbergið eða íbúðina
miklum erfiðleikum
bundið að ráða fram úr
þvi. Það er að segja, ef
herbergið er ekki þeim
mun minna.
Eitt þunnt þil getur komiö að
góðum notum, ef þvi er komið
fyrir einhvers staðar i miðju
herberginu. Sitt hvorum megin
geta svo rúm barnanna verið og
þau húsgögn sem hvort þarf, og
bæði börnin geta búið sér til litið
en skemmtilegt pláss sitt
hvorum megin við þilið, ef vel er
að farið.
En i staðinn fyrir vegg má
lika gjarnan koma fyrirhillum.
Hillur eru oft notaðar til þess að
skipta stofum eða stærri her-
bergjum, og þær geta komið að
góðu gagni i barnaherberginu til
þess að skipta á milli. Til dæmis
ef um pilt og stúlku er að ræða.
A meðfylgjandi myndum eru
dæmi um hirzlur og hillur, sem
vel geta komið að notum, þó aö
þær skipti að visu ekki mikið og
hylji þeim mun minna. En
svona hillur er ekki ýkja erfitt
að smiða.
Oft er litið um geymslur og
skápa i herbergjum, og margur
fataskápurinn vill taka mikið
pláss, ef herbergið er litið.
Slikar skúffur og hillur, eins og
sjá má á myndunum, geta oft
tekið þó nokkuð af fatnaði.
Vissulega ekki kjóla eða stærri
fllkur,en i hillunum má vel
koma fyrir peysum, skyrtum og
öðrum klæðnaði, sem ekki þarf
að taka mikið pláss.
Ef skrifborð vantar i her-
bergið má einnig ráða fram úr
þvi á svipaðan hátt. Venjuleg
skrifborð og vönduð vilja oft
vera nokkuð rúmfrek, og i stað
þeirra geta hillurnar komiö að
góðu gagni. A einni myndinni
hefur litið skrifborö verið gert
úr einni þunnri viðarplötu og i
kring er komið fyrir minni
hillum, sem myndu gefa hverju
herbergi skemmtilegan svip.
Hillurnar má svo mála i viðeig-
andi lit.
Að smiöa slika hluti i her-
bergið ætti að öllum likindum að
vera öllu ódýrara en að kaupa
tilbúna hluti i búð, og þetta ætti
ekki að taka svo ýkja langan
tima.
:::::::
Mikið magurt kjðt og mikið vatn
súrt í megruninni
Megrunaraðferðir eru æði
misjafnar. Margar hverjar geta
lika verið varhugaverðar, og
ekki er hyggilegt að fara i
megrun ef einhver sjúkdómur
þjáir viðkomandi, nema þá með
læknisleyfi. En að missa nokkur
kfló er æði freistandi, og fyrir þá
sem eru heilbrigðir ætti Hka að
vera alveg óhætt að reyna.
En einn segir þetta og annar
segir hitt. Sjálfsagt gildir lika
ein megrunaraöferðin fyrir
þennan en önnur fyrir hinn.
Sumir geta borðað hvað sem er
og aldrei virðast þeir fitna. Þeir
eru lika öfundaöir hvað mest.
Aðrir verða að vara sig á öllu,
þvi að allt virðist fitandi.
En á markaðinn kom fyrir
skömmu út bók, sem heitir á
frummálinu: „Den litte tynde”.
Höfundur bókarinnar er dr.
med. Aage Warming Larsen, og
i bókinni kemur hann meö
ýmis ráö og ráðleggingar til
þeirra, sem vilja grenna sig.
Hann segir meðal annars, að
hver og einn geti auðveldlega
losnað við tvö kiló á viku. En til
þess að losna við tvö kiló þarf
lika að forðast margt góögætið.
Svo sem allan súran mat og
súra ávexti, einnig sætindi. En
maður verður að drekka nógu
mikið vatn og siöast en ekki sizt,
að borða á hverjum degi aö
minnsta kosti 500 grömm af
mögru kjöti.
Höfundur tekur það einnig
skýrt fram, að á meðan á
megruninni stendur, má alls
ekki svelta. Ef hungur og þreyta
þjáir þann sem er að reyna að
losna við aukakilóin, fer
megrunin forgörðum.
Það sem mun undra flesta i
megrunaraðferð Warming
Larsen, er það að allt súrt beri
að forðast. Astæðan fyrir þvi er
En ekkert
sú, að allir súrir ávextir, og
annað súrt, svo sem ágúrkur,
rauðbeður og fleira skapar
hungur. Hann er viss um, að
þeir sem hafa farið eftir þeim
megrunarkúrum, sem segja að
borða eigi sem mest af súrum
ávöxtum, hafi fljótlega bætt við
sig mörgum kilóum aftur.
Hann ráöleggur hins vegar
mikið af mögru kjöti. Þessi hug-
mynd er þó alls ekki ný af
nálinni, heldur kom hún fram
fyrir alllöngu siðan. Þá hét
megrunaraðferöin, ,,dr.
Penningtons aðferð.” Þeir
leggja svona mikla áherzlu á
allt úr dýrarikinu vegna þess,
að næringarefni þaðan eru blátt
áfram lifsnauðsynleg, og veita
mikla næringu og meiri kraft en
ávextirnir.
Sá sem hefur hugsað sér aö
losna við aukakílóin fljótt og
vel, á þvi að borða til dæmis
gæsa- og andasteik, og borða á
hverjum degi minnst hálft kiló
af mögru, þurrsteiktu , grill-
steiktu eða soðnu nautakjöti.
Eða þá kálfasteik og villifugla.
Kjötið má svo matreiöa sem
kjötbollur eða buff, ef soðnu eða
steiktu bitarnir verða
leiðigjarnir til lengdar.
Læknirinn ráðleggur einnig
að drekka á hverjum degi um
það bil fjóra litra af vökva. Með
þvi skolast salt úr likamanum,
en það er ekki heppilegt, að hafa
mikið af þvi á meðan á
megruninni stendur. Kaffi, te og
að sjálfsögðu vatn er leyfilegt
að drekka. Og það má jafnvel
blanda örlitilli viskilögg i
vatnssopann af og til. En rauð-
vin vill læknirinn ekki hafa, þá
frekar hvitvin i neyð.
Súkkulaði er freistandi fyrir
næstum alla. Læknirinn beygir
sig lika fyrir súkkulaðinu, en
það kemur þá lika niðri á
kjötinu. Ef maöur freistast til
þess að blta I súkkulaði, verður
að taka eitthvað af kjöt-
skammtinum þess i stað.
Sætindin eru þvi ekkert vel séð,
hvorki I þessari megrunarað-
ferö né öörum. En öðru máli
gegnir um brauö. Maður má
borða 50 grömm af þurru brauöi
á hverjum degi, hvorki meira né
minna. En kartöflur, hvitkál,
rauðkál og púrrur er nokkuö
sem ætti að draga svart strik
yfir. Og einnig hrökkbrauö.
Hins vegar má borða magran
ost og drekka mjólk.
Ef þessum höfuðreglum er
fylgt vel eftir: Ekkert súrt, litið
sætt, mikið kjöt og mikið vatn,
ætti ekki að vera þörf á aö teija
kaloriurnar. Kilóin ættu að
hverfa af sjálfu sér, 1-2 á viku,
en það fer þó allt eftir því
hversu alvarlega megrunaraö-
ferðin er tekin.
Ef kilóin eru 100 þegar
megrunin hefst, má fljótt búast
viö þvi aö vigtin sýni 85 kg. Eftir
það liður stuttur timi, þar til
vigtin sýnir aðeins 70 kiló.
Læknirinn vill þó halda þvi
fram, að flestir sem vega 100
kiló, eöa þá 85 kiló, verði ekki
mikið þyngri, hvað svo sem þeir
borða. Þar segir hann vera ein-
hvers konar þyngdartakmörk.
En baráttan viö aukakílóin er
oft ströng og erfið. Það er næst-
um sama hvað sumir reyna, oft
er eins og ekkert ætli aö ganga.
Þessi ráð, sem hér hafa verið
gefin að framan, eru þvi
liklegast eins og hver önnur. Ef
til vill reynast þau sumum vel,
en öörum ekki.
En að minnsta kosti er þetta
aðeins eitt af hinum fjölmörgu
ráðum og aðferðum sem til
eru þegar að baráttuni kemur
Þvi ætti ekkert aö saka að
reyna.
—EA