Vísir - 03.02.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 03.02.1973, Blaðsíða 4
Sr. óskar J. Þorláksson Af öllumþeim aragrúa mynda, sem birzt hafa i blööum og mynd- varpi af eidgosinu á Heimaey er sú eftirminnilegust, sem sýndi sáluhliöiö. t baksýn hvítir krossar, hálf- sokknir i vikurbreiöuna. For- grunnurinn hvitur bogi, letrað- ur oröum lifsins sem ris svo tigu- lega upp úr svartri auöninni. Var þessi lithrcina mynd ekki tákn þess og spádómur um þaö, aö þrátt fyrir allt muni lifiö ganga meö sigur af hólmi i þessari ægi- legu raun og aftur muni blómgast byggö á Ifeimaey. Siöastliöinn sunnudag var Vest- mannaeyinga minnzt i kirkjum landsins. i Dómkirkjunni I Reykjavik messaði sr. óskar J. Porláksson kl. 11. Hann cr Skaftfellingur að ætt en árið 1925 fluttust foreldrar hans til Vestmannaeyja. Atti hann þar heima næstu árin unz hann varö sóknarprestur á Kirkjubæjar- klaustri og prófastur Skaftfell- inga. Siðan var l.ann prestur Siglfiröinga i 16 ár þar til hann fiuttist hingaö til borgarinnar. Kirkjusiðan hcfur fengiö leyfi til að birta prcdikun sr. Óskars frá s.l. sunnudegi og fer hún hér á eftir: Dav. sáhn 50. Eldgosið og atburðirnir i Vest- mannaeyjum hafa verið íslend- ingum efst i huga siðustu vikuna. Þó að slikir atburðir séu ekki óþekkt fyrirbrigði á Islandi, þá eru þeir einstæðir að þvi leyti, að þeir eru svo nálægt fjölmennri byggð, og óneitanlega hafa slíkir atburðir miklar hættur i för með sér og margar ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir islenzkt þjóðlif. Ennþá er þetta allt svo nýtt, að vér getum ekki sagt hvað fram- tiðin kann.að bera i skauti sinu. En það, sem er alveg sérstak- lega þakkarefni vort i dag, það er hve giftusamlega tókst að flytja Eyjafólkið burt, án þess að tjón hlytist af, og eins og á stóð hlutu slikir flutningar að verða það, sem fyrst hlaut að koma i huga manna, þegar slikir atburðir voru að gerast við bæjardyrnar. Drott- inn leggur likn með þraut i hverj- um vanda. Það fáum vér svo oft að reyna i lifinu, og það höfum vér fengið að reyna nú i sambandi við þessar náttúruhamfarir og vist megum vér muna það, sem i sálminum stendur. „Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni”. Og vist megum vér treysta þvi, að með hans hjálp mun rætast betur úr um framtiðina, en vér kannski þorum að vona i dag. Reyn$la kynslóðanna hefur sýnt oss, að jafnvel hið mótdræga og erfiða getur orðið oss lær- dómsefni, og ,,að þeim sem Guð elskar samverkar allt til góðs”. Þegar vér hugsum um atburði eins og eldgos og jarðskjálfta, sem koma óvænt og skyndilega, öllum að óvörum, þá erum vér alltaf óviðbúin að mæta slikum atburðum, og sem betur fer eru slikir atburðir næsta fátiðir og OCr Visir. Laugardagur 3. febrúar 1973. neyðarinnar oftast fjarri byggðum stöðum, og þó að nokkur eldsumbrot hafi orðið hér á landi á þessari öld, þá hafa þau flest verið allfjarri byggð eða i óbyggðum og þvi valdið minna tjóni en annars hefði orðið. Ennþá eru rannsóknir og vis- indi ekki komin svo langt, að þau geti sagt fyrir um jarðskjálfta og eldsumbrot, þó að menn þekki orsakir þeirra. En þó að slikir at- burðir geti gerzt viða um landið, þá væri það ekki viturlegt að lifa i stöðugum ótta við slika atburði. Sagði ekki Jesús Kristur: „Veriö ekki áhyggjufullir um morgun- daginn, þvi að morgundagurinn mun hafa sinar áhyggjur, hverj- um degi nægir sin þjáning”. En áhyggjur er ekki sama og fyrirhyggja. Að sama skapi, sem Jesús Kristur varar við áhyggj- um hvetur hann til árvekni og fyrirhyggju. Um það snúast t.d. margar af dæmisögum hans. „Vakið, þareð þér vitið ekki dag- inn eða stundina”. Oss mönnum er nauðsynlegt að sýna fyrirhyggju. Þaö á við i lifi hvers einstaklings. Fyrir þeim, sem aðeins hugsar um lið- andi stund og ekki gerir neinn greinarmun á þeim verðmætum, sem varanlegt gildi hafa og þess, sem er fánýtt og jafnvel skaðlegt, fyrir honum fer illa fyrr eða sið- ar, og það þjóðfélag, sem sýnir litla fyrirhyggju og miðar flest við timanleg gæði, veitir ekki þann styrk, sem hverjum þegn er nauðsynlegur frá hendi samfé- lagsins. „Sú þjóð, sem i gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa”. Þegar vér tölum um fyrir- hyggju, þá má einmitt minnast á þær ráðstafanir, sem gerðar voru Bæn. Miskunnsami, algóði faðir. Gef að vér megum koma fram fyrir auglit þitt á þessari morgunstund i auðmýkt hjartans, er vér leitum styrks hjá þér i þeim vanda, sem steðjar að þjóðinni. Þig vantar aldrei vegi, þig vantar aldrei mátt. Vér þökkum þér fyrir handleiðslu þina i sambandi við brottflutning ibúanna frá Vestmannaeyjum undan eldgosinu þar. Og vér biðjum þig Drottinn með titrandi hjarta, að láta rætast úr þeim erfiðleikum, sem nú steðja að þessari byggð. Gef að vér megum horfa til framtiðarinnar i trausti til þin og gef oss þinn styrk að mæta hverjum vanda, sem á veginum verður. Heyr þú bæn i Jesú nafni. Amen. og verið er að gera I sambandi við atburðina I Vestmannaeyjum. Með rósemi, æðruleysi og trúar- trausti ber oss að mæta þeim erfiðleikum, sem ekki verður komist hjá. Þá mun greiðast úr þeim vanda, sem á veginum verður i lifinu. Erfiðleikarnir i heiminum i dag, stafa ekki fyrst og fremst af náttúruöflunum heldur frá sjálfu mannfólkinu. Um það bera vitni tvær styrjaldir og uppreisnir, sem geisaö hafa viða um heim á þessari öld. II. Þegar vér hugsum um atburöi, eins og þá sem nú eiga sér stað i Vestmannaeyjum, þá eru oss hulin þau dýpri rök, sem að þeim liggja. En áreiðanlega eru slikir atburðir sem þessir, þörf áminn- ing til vor allra, að binda aldrei hug sinn um of við timanlega hluti og allt hið jarðneska getur verið hverfult, og að það getur aldrei orðið annað eða meira en tæki i lifsbaráttu mannanna. Takmark mannsandans verður alltaf að þroskast i samfélagi við Guð til eilifs lifs og öruggasti vegurinn til þess þroska er að missa aldrei sjónar á takmarki eilifðarinnar og gildi kærleiks- samfélagsins fyrir heilbrigða þróun lifsins. Þegar svo válegir atburðir ger- ast, eins og eldgosið i Vestmanna- eyjum, þá snerta þessir atburðir ekki aðeins fólkið þar eystra, heldur alla landsmenn. Það er vissulega ánægjulegt að finna, hvernig að ekki aðeins stjórnend- ur landsins og forystumenn þjóð- arinnar, hafa fundið til þessarar ábyrgðar og hvatt þjóðina til samhjálpar og samstarfs heldur ekki siður hitt hve undirtektirnar hafa verið góðar og allir hafa viljað létta þeim byrðarnar, sem þarna hafa orðið fyrir svo þung- um búsifjum. Auðvitað er það ósk vor, að oss sjálfum og öðrum sé hlift við slikum atburðum sem þessum, en þegar þeir atburðir koma, sem ekki verða umflúnir, þá biðjum vér Guð um styrk, til þess að mæta þeim með festu og trúartrausti. I Ritningunni er sagt frá reynslu mannanna i ýmsum myndum. Það er sagt frá björtum og ánægjulegum stundum i lifi manna, þegar allt lék i lyndi og það er sagt frá margvislegum erfiðleikum og þjáningum, sem steðjað hafa að mönnunum. En eitt er sérstaklega áberandi i frá- sögnum hinnar helgu bókar: það er hvatningin að mæta reynslu lifsins með festu og trúartrausti. Fá orð koma þar oftar fyrir en einmitt þessi: „Verið óhræddir, verið hughraustir”. Gull prófast i eldi og guðhræddir menn i nauð- um. Þetta hafa margar þjóðir fengiðaðreyna og islenzka þjóðin lika, ekki sizt á fyrri öldum. Þá hafði þjóðin minni úrræði og þá var að ýmsu leyti erfiðara að mæta slikum atburðum en nú á timum. En i fátækt sinni átti þó þjóðin vonina og trúartraust til guðlegrar handleiðslu. Vér þurfum lika að eiga trúar- traust samfara þeim úrræðum, sem felast I þeim framförum i tækni og þekkingu nútimans, sem vér höfum yfir að ráða. Þar sem þetta fær að haldast i hendur, gefur það styrk að horfa með rósemi og æðruleysi til fram- tiðarinnar. III. Fyrir rúmum fjórum áratugum átti ég heima i Vestmannaeyjum. Ógleymanlegar voru morgun- stundirnar, þegar sólin kom upp á morgnana og varpaði geislum sinum yfir eyjuna i sumarblið- unni. „Yndislega eyjan min, ó, hve þú ert morgunfögur,” kvað skáldið Sigurbjörn Sveins- son, sem lengi var kennari i Vest- mannaeyjum og samdi margar vel þekktar barnabækur. Og vist er það, að margir Vestmannaey- ingar hafa tekið tryggð við eyjuna sina og lagt fram krafta sina i þeirri uppbyggingu, sem þar hefur orðið siðustu áratugina. Það er þvi skiljanlegt, að þessir siðustu atburðir séu þungt áfall fyrir marga, og vist eiga þeir skilið samúð vor allra og styrk. Þegar ég fór frá Vestmanna- eyjum lá leiðin austur á Siðu. Þar hafði ég svo að segja dag- lega fyrir augum minjar um ein mestu eldsumbrot, sem orðið hafa hér á landi siðan tsland byggðist, minjar um Skaftáreld- ana frá 1783. Ég þurfti ekki annað en að ganga nokkur hundruð metra vestur frá Kirkjubæjar- klaustri, vestur fyrir Systra- stapa, og horfa á hrauntangann, sem kallaöur hefur verið Eld- messutangi og þar sem hrauniö stöðvaðist á leið þess austur með siðunni. Vér höfum frásagnir um hug fólksins frá þeim árum og hetjulega baráttu þess, meðan á þessu stóð og á eftir. Enginn, sem lesið hefur, gleymir frásögn sr. Jóns Stein- grimssonar um guðsþjónustuna á Kirkjubæjarklaustri þann 20. júli 1783, þegar hætta var á þvi að byggð á Siðunni lokaðist inni af hraunflóðinu. Eldmessutanginn fyrir vestan Systrastapa hefur löngum veriö siðari kynslóðum tákn um kraft trúarinnar. Og hvers vegna skyldum vér ekki geta trúað á æðri mátt, handleiðslu og krafta- verk nú eins og áður? Að treysta á handleiðslu og vernd Guðs felur i sér orku, sem hvorki verður vegin eða mæld á mannlegan mælikvarða. „Akalla mig á degi neyðarinn- ar, og ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig”. Með þeim hug horfum vér til framtiðarinnar og biðjum Drott- inn að halda sinni almáttugu verndarhendi yfir byggðinni i Vestmannaeyjum og greiða úr vanda fólksins, sem nú á við svo margvislega erfiðleika að etja. Það er sameiginleg bæn vor allra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.