Vísir - 06.03.1973, Page 4

Vísir - 06.03.1973, Page 4
Vlsir. Þriðjudagur 6. marz, 1973. 4 Við NÚ-siöuritstjórar erum miklir dýravinir — og tileinkum fáeinum dýrategundum þennan dálk I dag: Hér eru þá fyrst nokkrir hinna svokölluöu „flla- brandara”. Sumir kannski gamlir, en aðrir nýir: Það fer vel á með þessum myndariega ffl og músinni, sem situr á rana hans. Hér á síðunni eru nokkrar sögur af kunnings- skap þeirra. Hann þessi, um fílinn og músina Sá fyrsti er um filinn og mús- ina, sem urðu samferða yfir brú. Þá var það, sem flllinn sagði: — Svakalega sveiflast brúin! Og músin var fljót að bæta við: — ...en við erum nú llka tvö!!! Vesalings músin, hún Mýsla, lézt einmitt þá er hún var I óöa önn að éta útsæðiskartöflurnar I kjallaranum hans Páls. Og hún lá þar sem hún var komin, þangað til Páll tók pokana og fór upp I kartöflugarð að setja niður Og viti menn: svo þegar hann tók upp úr garðinum seinna, var kartöflumús undir einu grasinu.. Margir hafa heyrt talað um það, hvernig hægt er að koma fimm filum I Fólksvagn — Auðvitað tveim frammí og þrem afturi, segja brandarakarlarnir alltaf drýgingalega. En nú hefur aftur á móti verið bent réttilega á að málið er ekki svo einfalt — þvl hvernig ætti sá, sem situr I miðið aftur I, eiginlega að komast I öskubakkann...??? Það er haft fyrir satt, að eitt sinn hafi fillinn sagt við músina: — Iss, hvað þú ert eitthvað litil og ræfilsleg! Svariö: Já, það er satt. Ég hef verið svo ósköp lasin upp á slðkastið.... Tvö ljón sátu uppi I tré og höfðu það huggulegt. Skyndilega hróp- aði annað þeirra uppyfir sig: — Sérðu! Það flýgur fill yfir tréð okkar. Stuttu seinna hrópaði ljónið svo aftur: — Þarna flýgur annar fill yfir tréð. — Æöislegt! — Nú, hvað er svona æðislegt, umlaði þá hitt ljóniö. Það hlýtur einfaldlega að vera hreiöur hérna I nágrenninu. Svo var það, að fílarnir og mýsnarfóru I fótboltakeppni. Við vitum raunar, að fílar eru tals- vert stærri en mýs, og þvi kemur það ekki á óvart að heyra, að i mestu látunum varö einum filn- um það á að stiga á eina músina og merja hana til bana. Og ffllinn varð alveg miður sin af leiðindum. En fyrirliði músanna reyndi að hugga hann og sagði: — Taktu þetta ekki svona nærri þér, fIII. Þetta hefði alveg eins getað kom- ið fyrir einhverja okkar........ Hún varaf öðrum toga spunnin, viðureign filsins og mauranna, sem voru 1000 talsins. I þvi tilviki var beinlinis um strið að ræða. En leikurinn var ójafn og ffllinn fór létt með að hrista af sér maur- ana. Alla nema einn. Hann sat rigfastur á rananum. Þáhrópuðu félagar hans 999 hástöfum: — A hann, Albert — á’ann!!! MARK SPITZ hefur átt i stöðugu höggi við þann söguburð, að hann hafi látið laga á sér andlitið með plastað- gerðum. — Það hefur hvorki verið hreyft við nefi minu eða öðrum hlutum andlitsins hið minnsta, segir hann. OMAR SHARIF kvikmyndakóngur og bridge- snillingur, hefur hafiö búskap að nýju með eiginkonu sinni, kvik- myndaleikkonunni Faten Hamama. Þau höfðu ekki átt neitt saman að sælda siðustu tiu árin. Umsjón: Hrarinn Jón Magnússon BOBBY FISCHER heimsmeistari I skák, hefur af- þakkaö tilboð frá áhugamönnum um skák, sem vilja láta hann hafa sem svarar 100 milljónir Isl. króna fyrir það eitt, að leggja nafn sitt við keöju skákklúbba, sem komið skal á fót vitt og breitt um Bandarikin. RAYMOND heitir óheppinn ávlsanafalsari i Bandarikjunum. Hann fann fyrir tilviljun ávisun i simaskrá i al- menningssimaklefa. Hún var undirrituð af einhverjum Miles F. Hunt, svo Raymond freistaðist til að ljúka við að útfylla tékkinn og gera tilraun til að selja hann i næsta banka. En ólánið lék við Raymond þann daginn — banka- gjaldkerinn, sem veitti ávisuninni viðtöku, var einmitt Miles F. Hunt, og kvaddi hann lögregluna þegará staðinn. Ótrúlegt, en satt. ANDY WARHOL — kvikmyndaséni — mátti ný- veriðsætta sig við, að mynd, gerð eftir æviminningum hans, var bönnuö af hæstu dómstólum Englands. Dómurinn var kveðinn upp aðeins fáeinum dögum áður en myndin skyldi sýnd ifejónvarpi. Dómstólunum þótti lif Warhols full „ósiðlegt” til að koma fyrir almenningssjónir. DIAHANN CARROLL — sú 37 ára gamla söngkona — sýndi og sannaði, að ástir skemmtikrafta eru af allt öðrum toga spunnar en ástir annarra. Það hefur ábyggilega ekki farið fram hjá nokkrum einasta blaða- lesanda I veröldinni, að Carroll var farin að slá sér upp með sjón- varpsstjörnunni David Frost. Blöð um víða veröld birtu myndir af þeim tveim leiðast hönd i hönd — og tengdamútter lét hafa það eftir sér, að sonurinn væri leyni- lega trúlofaöur söngkonpnni. En núna — þegar fólk er rétt farið að sjá hjónasvip með þeim Carroll og Frost — og einstaka slúðurdálkur farinn að dagsetja brúðkaupið — giftir söngkonan sig — óvænt og allt i einu. En það var ekki Frost, sem hún giftist , heldur einhver stórkaup- maður, sem er tveim árum eldri en hún, heitir Freddé Glusman og lítið sem ekkert þekktur. Ja, ekki nema þá sem eigandi mikils fjölda tizkufataverzlana i Las Vegas. Það er ekki vitað, hver viðbrögð Frosts voru — en slúður- dálkahöfundar Ameriku urðu all- ir kjaftstopp. Tll HAMINGJU MfÐ SPRCNGIDAGINN, CRÆNDUR í dag er liklegt að þorri lands- manna sé með auman maga eftir allar bollurnar, sem voru á boð- stólum I gær. Og núna er það svo saltkjötið og baunasúpan, sem innbyrða skal. Það er af þvi tilefni, sem við birtum hér mynd af einum ágætum frænda okkar. Hann á raunar heima i Bretlandi — og við vitum ekki fyrir vist, hvað • • • hann er að bralla. Kannski það liggi heldur ekki svo ljóst fyrir. En hann nýtur sin óneitanlega vel I kokkagallanum. Og það gætu alveg eins verið bolludagsbrauðbollur, sem hann er að hræra þarna deig i. Svona bollur eins og mamma bakar þær ,,.... hvernig var það nú aftur, sem hún fór að..??” Bezti pappirinn kemur frá Finnlandi i yfir aldarfjórðung hefur CONVERTA selt papplrsvörur til islands. Við eruin mjög ánægðir með þær undirtektir, er framleiðsluvörur okkar hafa hlotið á islenzka markaðnum — og I tilefni þessara timamóta vildum við gefa islenzkum húsmæðrum tækifæri til þess að kaupa framleiðsluvörur okkar á afar hagstæðu verði um takmarkaðan tlma. Spyrjið kaupmann yðar um verð á hvers konar finnskum pappirsvörum s.s. toiletpappír — eldhúsrúlium — andlitsþurrkum — servlettum og hillu- papplr til heimilisnota. Kitchenroil KAUPIÐ FINNSKAR VÖRUR — OG ÞÉR KAUPIÐ ÚRVALSVÖRUR A BEZTA FAANLEGA VERÐI. CONVERTA toaletíi Finnish Paper & Board Convertors Association Helsinki, Finland.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.