Vísir


Vísir - 06.03.1973, Qupperneq 5

Vísir - 06.03.1973, Qupperneq 5
Visir. Þriftjudagur 6. marz, 1973. 5 AP/IMTB ÚTLÖNOÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson —en fylgismenn Allendes bœttu við sig atkvœðumog þingsœtum Báðir telja sig hafa sigrað — Þegar lokið var taln- ingu atkvæða i þing- kosningunum í Chile, kom i ljós, að stjórnar- i andstöðuflokkarnir höfðu hlotið 54,7% at- kvæða, en sex flokka samsteypan undir stjórn Allendes forseta hafði hlotið 43,4% at- kvæða. Hvor aðilinn um sig hefur hrós- aB sigri yfir niðurstöðum kosn- inganna. Stjórnarandstaðan hafði gert sér vonir um að vinna 2/3 meiri- hluta i fulltrúadeildinni, þar sem sitja 150 þingmenn, en sú von brást. Tapaði hún þingsætum I báðum deildum til stjórnarflokk- anna, en heldur þó meirihluta sin- um. — Leiötogar stjórnarand- stöðunnar segja, að úrslitin sýni enn og aftur, að Allende sitji að stjórn með fylgi minnihluta þjóðarinnar á bak við sig. Allende haföi fyrir kosningarn- ar sagt, að 40% atkvæöa mætti skoða sem sigur, (en hann náði 36% atkvæöa 1 forsetakosningun- um 1970). Földu sprengju á salerninu -og önnur fannst 2 dögum fyrr öflug sprengja fannst slödegis I gær falin inni á salerni hjá banda- risku ræöismannsskrifstofunum I Casablanca. Var hún geymd i skókassa, sem einn hinna banda- risku starfsmanna fann. Hann opnaöi kassann, en var fijótur aö loka aftur, þegar hann sá málm- hylki I kassanum. Yfirvöldum Marokko var gert viðvart, og sprengjusérfræðingar hersins fjarlægðu sprengjuna og geröu hana óvirka. Sögðu þeir, að hér heföi verið um mjög öfluga sprengju aö ræða. Siðast á laugardaginn hafði fundizt svipuð sprengja 1 bil, sem stóö yfirgefinn fyrir utan ræöis- mannsskrifstofurnar. Gróf u féð í skógi Vestur-þýzka lögreglan fann i gærkvöldi 3/2 milljónir marka — eöa af- gaginn af peningunum, sem hurfu úr brynvörðum peningaflutningabíl aöal- bankans í Dusseldorf á dögunum, en það var stærsti peningaþjófnaður, sem sögur fara af i Vest- ur-Þýzkalandi. Peningarnir fundust grafnir i skógi skammt utan við Dussel- dorf, en uppdráttur, sem lög- reglan komst yfir, visaði henni á felustaðinn. Lögreglan komst yfir upp- dráttinn, þegar Interpool fyrir tveim dögum handtók tvo menn i Hollandi. Voru þeir með upp- dráttinn á sér og 800.000 mörk, en alls höfðu veriö um fjórar milljónir marka — eða nær 135 milljónir islenzkra króna — i peningapokunum, sem voru I brynvörðu bifreiöinni. Allsherjarverkfall í Stóra-Bretlandi? 130 stéttarfélög samþykktu sólarhrings verkfall — Allsherjarverkfall vofir yfir stjórn Ed- wards Heath um leið og hún leggur fyrir neðri deild brezka þingsins i dag frumvarp til fjár- laga fyrir árin 1973 og 1974. Tillaga um eins sólar- hrings allsherjarverk- fall til þess að mótmæla stefnu stjórnarinnar i launamáium var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirhluta á fundi, sem j 1000 fulltrúar hinna 130 stéttarfélaga héldu i gær. Enginn tiltekinn dagur var ákveðinn til verkfallsins á fundi stéttarfélaganna I gær. En þetta | yrði fyrsta allsherjarverkfallið i Stóra-Bretlandi siðan 1926, ef af iverður. Um 75.000 brezkir | launþegar hafa til þessa tekið ! þátt I skæruverkföllum og öðrum mótmælaaðgerðum gegn launa- ! málastefnu Heaths. Tilfinnanlegust hafa verið áhrifin af aðgerðum starfsmanna gasstöövanna, sem hafa leitt til 1 þess, að fólk hefur setið I óupphit- uöum húsum i vetrarkuldanum. Og svo aðgerðum starfsfólks sjúkrahúsa, sem hafa komið við nær hvert einasta sjúkrahús á Bretlandseyjum. Flestir búast við þvi, að f járlög- in feli I sér hækkun eftirlauna um leið og samdrátt i framkvæmdum á vegum hins opinbera — annað til þess að friða hina stríðandi að- ila á vinnumarkaðnum og hitt til þess að draga úr verðbólgunni. — Stjórn Heaths haföi gripiö til veröstöðvunar undir lok siðasta árs (jafnt á laun og vöruverð) til þess að sporna viö veröbólgunni vegna inngöngunnar i EBE. — Jafnframt hefur- þaö kvisazt, aö fjárlögin muni fela I sér lækkun skatta á hina lægstlaunuðu. Flugmenn hlýddu ekki" egja Frakkar, en samtök nanna gruna flugumferðar- ■n Frakka um að eiga sök gslysinu í gœr 4 milijónir marka hurfu úr peningabil aðalbankans i Dússeldorf, en þær fundust grafnar I skógi I gær. o Alþjóðasamtök at- vinnuflugmanna hafa bannað félögum sinum að fljúga yfir Frakk- landi eftir slysið þar i gær, þegar tvær spænskar farþegaflug- vélar rákust saman i lofti og 68 manns fórust. Brezka flugfélagið BEA og ann- að til hafði strax og fréttist af flugslysinu aflýst öllu flugi á sin- um vegum til Frakklands vegna slyssins og viðvarana franskra flugstjóra, sem höfðu neitað að fljúga i franskri lofthelgi, þegar flugherinn tók við flugumferðar- stjórninni á þriðja degi verkfalls franskra flugumferðarstjóra. Flugaðilar úr ýmsum áttum hafa látið i ljós grun um, að slysið hafi orðið vegna óöryggis i flug- umferðarstjórn Frakka. DC-9-þota frá spænska félaginu Iberia hrapaði til jarðar skammt frá Nantes, en hún var á leið til London með 61 farþega og 7 manna áhöfn. Enginn komst lifs af. — Convairþota frá Spantax með 100 manns innanborðs tókst að nauölenda á herflugvelli hjá bænum Cognac, þrátt fyrir að 2 metrar höfðu brotnað af öðrum vængnum og kviknað hafði i einum hreyflinum. Talsmaður Spantax hélt þvi fram i gærkvöldi, að frönsk her- þota af gerðinni Mystera kunni að hafa rekist á DC-9 þotuna, og að brak úr þeim hafi rekist á Convairþotuna, sem flaug i minni hæð. Benti hann á, að Mystere-þotu væri saknað á þessu svæði. Franska varnarmálaráðu- neytið hefur visað þessari fullyrðingu á bug, og var þvi neitað að nokkur Mystereþota hefði verið á ferli á þessum slóö- um. — Robert Galley, samgöngu- málaráðherra, fullyrti i nótt að DC-9 þotan hefði verið þrem minútum á eftir áætlun, og Convariþotan hefði verið ellefu minútum á undan sinni áætlun. „Flugmennirnir fylgdu ekki þeim fyrirmælum, sem þeir höfðu fengið hjá flugumferðarstjórn- inni, og þvi varö slysið”, sagði hann. Ýmis stéttarfélög hafa gripið til skæruverkfalls tii þess að mótmæla launamálastefnu stjórnarinnar — þ.á.m. starfs- menn járnbrauta. Það var þvi tómlegt þann daginn á Waterloo-stöðinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.