Vísir - 06.03.1973, Side 13
Vísir. Þriöjudagur 6. marz, 1973. 13
□ □AG | D KVÖLD | n □AG | D KVÖLD | □ □AG |
Hljóðvarp í kvöld kl. 19,35:
NÝTING
LIFANDI AUÐLINDA
Nú hefur þátturinn Umhverfis-
mál veriö fluttur reglulega I
næstum eitt ár, einu sinni í viku,
en hann er alltaf á þriöjudögum.
Margir ágætir Islendingar hafa
flutt erindi i þessum þáttum, oft-
ast sin eigin, en lika hafa veriö
flutt þar erindi eftir erlenda
menn, t.d. Sigmund Kvaloy og
Per Gárder, sem eru norskir, en
þaö var Haraldur Ólafsson
lektor, fyrrverandi dagskrár-
stjóri Rikisútvarpsins, sem þýddi
erindi þeirra og flutti.
Þó viö islendingar eigum enn
fagurt og tiltölulega hreint land,
er samt langt frá þvi, aö viö séum
lausir viö alla mengun og
Síðasti þáttur um Ashtonfjöl-
skylduna endaöi þannig, aö Freda
Ashton og Jan McKenzie gengu I
hjónaband eftir alltvisýnan for-
mála, aö þvi er virtist.
Þátturinn i kvöld heitir Fjöl-
skyldubönd, en eins og flestir
vita eru slik bönd mjög mis-
jafnlega sterk og bresta stundum.
Sheila er orðin mjög óánægð
með tilveruna og finnst allt vera
að, enda er David, eiginmaður
hennar, búinn að koma
skammarlega fram við hana og
það oft. Hún hefur gert itrekaðar
tilraunir að fá hann til að sam-
þykkja skilnað, en hann hefur
jafnan neitað I þeirri von, að hún
muni hætta við þetta áform og
taka hann i sátt. En ekki bólar á
þvi.
Þau hjónin, Jan og Freda,
mengunarvalda af ýmsu tagi, og
er vist óhætt að fullyrða, að mesti
og hættulegasti mengunarvaldur-
inn er við sjálf; maðurinn.
1 kvöld talar Siguröur Blöndal,
skógarvöröur á Hallormsstað,
um skynsamlega nýtingu lifandi
auölinda. Areiöanlega skortir
mjög á það, að við nýtum nógu
skynsamlega þau lifandi auðæfi,
sem við búum við, i mismunandi
rikum mæli að sjálfsögðu.
Þaö veröur trúlega mjög
fróðlegt aö hlusta á erindi Sigurö-
ar I kvöld, þvi þar fer maður, sem
er vel kunnugur þessum málum
og lætur þau, sem betur fer^ekki
afskiptalaus. L-pjj
bjóða Sheilu að dvelja hjá sér um
stundarsakir, og þiggur hún það.
Sheila biður barnsmóður Davids,
sem nú er gift, að bera vitni um
framhjáhald hans, en þannig
fengi hún lögmæta ástæðu til
skilnaðar. Hún vill gjarnan
hjálpa Sheilu, en eiginmaður
hennar er þvi mótfallinn, og við
það situr.
David kemur enn einu sinni á
fund Sheilu og biður hana að
sættast viö sig. Hún tekur þvi
álika vel og þegar hundur reynir
að stela mjólk úr kattarskál — og
hvæsir á hann.
Þá sér hann loks, að leikurinn
er tapaður, og lofar henni þvi aö
koma daginn eftir með full-
nægjandi sönnun fyrir framhjá-
haldi sinu, svo hún geti fengið
skilnað.
IÍTVARP •
Þ RIÐJUDAGUR
6. marz
13.00 Eftir hádegiö. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.15 Til umhugsunar
(endurt. þáttur) Þáttur um
áfengismál i umsjá Arna
Gunnarssonar. Rætt er við
Pálma Frimannsson lækni
um drykkjusiði tslendinga.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
17.40 (Jtvarpsáaga barnanna:
„Yfir kaldan Kjöl” eftir
Hauk Agústsson Höfundur
les (13)
18.00 Eyjapistili. Bænarorö.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Umhverfismál Siguröur
Blöndal skógavöröur talar
um skynsamlega nýtingu
lifandi auðlinda.
19.50 Barniö og samfélagiö
Margrét Margeirsdóttir
félagsráðgjafi talar viö
Dóru Bjarnason félagsfræð-
ing um rannsókn hennar á
hjástundum unglina.
20.00 Lög unga fóiksins Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
20.50 Jón Asgeirsson sér um
þáttinn.
21.10 Gitarkonsert op. 30 eftir
Guiliani John Williams og
Enska kammersveitin
leika: Charles Groves stj.
21.30 „Tyrkjans ofriki áfram
fer” Sverrir Kristjánsson
flytur þætti úr sögu Tyrkja-
ránsins 1627: — þriöji hluti.
22.25 Tækni og visindi
örnólfur Thorlacius dýra-
fræðingur talar um
bergmálsmiðun dýra.
22.45 Harmónikulög Arndt
Haugen leikur
23.00 A hljóöbergi Maöurinn
sem stöðvaði sólina. —
Dagskrá i tilefni 500 ára af-
mælis Nikulásar Kópernik-
usar. Michael Hanu tók
saman fyrir útvarpsstöövar
Voice of America.
SJDNVARP •
ÞRIÐJUDAGUR
6. marz
20.00 Fréttir
20.25 Veöur og auglýsingar.
20.30 Ashton-fjölskyldan
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur 43. þáttur. Þýöandi
Heba Júliusdóttir. Efni 42.
þáttar: Kvöldið fyrir brúð-
kaup sitt fer Freda Ashton
meö Doris og Sheilu út aö
skemmta sér. Þær fá Tony
Briggs meö sér til halds og
trausts. Þegar liöur að lok-
un krárinnar gerast þau
nokkuð ölvuð. Freda og
Tony taka að rifja upp
ævintýri unglingsáranna, og
á leiðinni heim gengur sú
upprifjun skrefi lengra en
þau höfðu ætlað. Um
morguninn er Tony I þung-
um þönkum og hálföfundar
Jan af væntanlegri eigin-
konu. Svaramaöur Jans
boðar forföll á siðustu
stundu, og Tony er beöinn
að hlaupa I skarðið. Þrátt
fyrir þetta allt tekst gifting-
in ágætlega og að henni lok-
inni er haldin vegleg veizla i
stórhýsi brúðgumans og
móður hans.
21.20 Aö falla bótalaust?
Umræðuþáttur um trygg-
ingu mannslifa og lima og
bótarétt þeirra, sem hætta
llfi sinu I þágu samborgar-
anna eða missa sina nán-
ustu af slysförum. Umræð-
um stýrir dr. Kjartan
Jóhannsson.
22.00 Frá Listahátiö ’72
Astralski gitarleikarinn
John Williams leikur lög
eftir Isaac Albeniz, Antonio
Lauro o.fl.
—LTH
Nú eru þau Jan og Freda gengin I þaö heilaga, og ekki vantar þaö, aö
hamingjusöm eru þau á svipinn. — En Sheila Ashton heldur áfram
baráttu sinni fyrir þvi aö fá lögskiinaö frá David.
Sjónvarp í kvöld kl. 20,30:
Eins og kðttur
hvœsandi
.JAW.V.W.V.W.W.V.W.'AWiV.WAV.V.WWAV.V
í
5
I
)
I
í
i
í
í
E2
Nl
..r n
lrá
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 7. marz
Hrúturinn, 21. marz-20. april. Ef til vill berast
þér einhver tilboð, annað hvort samkvæmt
beiðni eða af öðrum ástæðum. Athugaðu þau
nákvæmlega áður en þú tekur ákvörðun.
Nautiö, 21. april-21. mai. Þaö bendir margt til
þess að dagurinn geti orðið góður. Ef þú þarfnast
aðstoðar, mun hana að finna innan fjölskyldunn-
ar eða meðal nánustu ættingja.
Tviburarnir, 22. mai-21. júli. Þú hefur að undan-
förnu gert strangar kröfur til sjálfs þin hvað öll
vinnubrögð snertir. Nú verður þú og að gera
kröfur til vinnuveitenda þinna.
Krabbinn, 22. júni-23. júli. Skemmtilegur dagur
að mörgu leyti, einkum kvöldið. En það er hætt
við að þú hafir mikið annriki fram eftir deginum
vegna sérstakra viðfangsefna.
Ljóniö,24. júli-23. ágúst. Fyrir samband þitt við
menn langt að, er liklegt, að þú getir bætt mjög
aðstöðu þina. Dagurinn verður þér að öllum
likindum notadrjúgur, en dálitið erfiöur.
Meyjan,24. ágúst-23. sept. Þú skalt ekki hika við
að framkvæma það, sem þú hefur verið að hug-
leiða að undanförnu. Jafnvel þótt einhverjir ná-
komnir verði þvi mótfallnir i bili.
Vogin, 24. sept.-23. okt. Aðstaða þin virðist eitt-
hvað hæpin, annað hvort gagnvart maka þinum
eða einhverjum mjög nákomnum. Farðu þér
hægt og rólega á meðan málin eru aö skýrast.
Drekinn,24. okt.-22. nóv. Margt virðist benda til
þess að dagurinn geti orðið þér góður. Eitthvert
vandamál mun leysast með aðstoð vina þinna
áður en dagurinn er allur.
Bogmaöurinn, 23. nóv.-21. des. Það má mikið
vera ef þú þarft ekki að vera snöggur i snúning-
um i dag. Það reynir að öllum likindum einhver
að hafa af þér i viðskiptum.
Steingeitin,22. des.-20. jan. Góður dagur að visu,
en hætt við að einhver gráglettni örlaganna
kunni aðsegjatil sin, og þá annað þýðingarlaust
en taka þvi með jafnaðargeði.
Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Sitthvað gengur
önugt þessa dagana og getur farið svo, að þú
þurfir að taka á stillingunni, en allt mun þó falla
i ljúfa löð áður en varir.
Fiskarnir,20. febr.-20. marz. Hvað verður i pen-
ingamálum i dag, er öldungis óvist, en vertu við
öllu búinn, einkum að reynt verði að hafa af þér,
„lögum samkvæmt”.
í
!
í
[
í'.w.v.v.v.v.v.v.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v.w.v.v.í
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á Þórarni Ólafssyni, RE 99, talin eign h.f.
Skjaldfönn, fer fram viö skipið I Reykjavikurhöfn,
fimmtudag 8. marz 1973, kl. 16.00.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 64. 65.og 66. tbi. Lögbirtingablaös 1972 á
hluta I Hæöargaröi 30, talinni eign Gunnars Brynjóifs-
sonar, fer fram eftir kröfu Einars Viöar hrl. o.fl. á eign-
inni sjálfri, fimmtudag 8. marz 1973 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 30. 31.og 33. tbl. Lögbirtingablaös 1972 á
Hólatorgi 4, þingl. eign Kjartans Jónssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar o.fl. á eigninni sjálfri, fimmtudag
8. marz. 1973, kl. 10.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.