Vísir - 05.06.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 05.06.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriöjudagur 5. júni 1973. VÍSIR Útgeíandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Jlitstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 (7 Ifnur) Askriftargjald kr 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfakiö. Blaöaprent hf. Torfan skal standa Torfusamtökin hafa með framtaki sinu unnið Reykvikinga á sitt band. Margir þeir, sem áður töldu húsin i brekkunni milli Bankastrætis og Amtmannsstigs vera hina verstu kofa, finnst þeir nú vera hin snotrustu hús. Það er málun og lag- færing húsanna, sem veldur þessum skoðana- skiptum. Aðgerðir Torfusamtakanna komu eins og þruma úr heiðskiru lofti. Ekki var hirt um að biðja rikiskerfið um leyfi. Áhugafólkið i samtök- unum kom bara saman einn fagran vormorgun og gerði það, sem gera þurfti. Kostnaðinn bar það sjálft og stuðningsmenn þeirra. Og hinn góði árangur af bessaleyfinu er nú fyrir allra augum. Engin eftirmál eru fyrirsjáanleg. Rikisvaldið hefur ekki kært framtakið, enda væri slikt litt til samúðar fallið. Hins vegar hefur rikið ekki látið af þeirri stefnu sinni að rifa þessi gömlu hús og reisa þar stjórnarráðsbyggingu i staðinn. Borgarstjórn hefur sýnt málinu meiri stuðning. Hún hefur lagzt á umsókn rikisins um leyfi til að hefja byggingaframkvæmdir. Hún hefur ekki heldur tekið boði rikisins um framsal húsanna og flutning þeirra upp i Árbæjarsafn. Liklegt má telja, að borgin haldi áfram að tef ja málið, unz rikið gefst upp á þeirri hugmynd að reisa ál- og glerkastala sina i þessari brekku. Á vegum borgarinnar hefur verið unnið að skráningu gamalla húsa i Reykjavik og skýrslu- gerð um þau. Þetta starf leiddi i ljós, að mikil þörf var á að varðveita vissar götur og götuhluta, svo að þær héldu stil sinum og yfirbragði og hindrað væri, að einstakar nýbyggingar ryfu samræmi heildarinnar. Borgarstjórn hefur tekið jákvæða afstöðu til þessarar stefnu.Má þvi búast við, að framvegis verði aðeins flutt upp i Árbæ þau gömlu hús, sem glatað hafa upprunalegu umhverfi sinu, en hins vegar verði varðveitt á sinum stað þau hús, sem enn eru i sinu upprunalega umhverfi. Húsaröðin við Lækjargötu frá Hverfisgötu til Bókhlöðustigs er dæmi um heillega og stilhreina húsaröð frá gömlum tima. Við viljum ekki glata þessum rólyndislega bletti i hjarta borgarinnar. Nógur er samt ysinn og þysinn og nógir eru kastalar byggingalistar nútimans. Það er lika nóg pláss fyrir kastalana annars staðar, þótt forðazt sé að rifa upp gamlar rætur og eyða göml- um minningum. Samkeppnin um skipulag þessa svæðis leiddi i ljós, að með ýmsum leiðum er unnt að gefa þess- um gömlu húsum lif, til dæmis með þvi að reka þar kaffihús. Arkitektafélagið og Torfusamtökin hafa með vel heppnuðu framtaki sinu fært Reyk- vikingum sanninn um, að þau eru réttu fram- kvæmdaaðilarnir i málinu. Rikinu væri sæmst að fara nú að hyggja að öðrum lóðum fyrir skrifstofuhús sin og afhenda hreinlega hinum framtakssömu aðilum Bern- höftstorfuna til umráða. Þá mundu rikinu verða fyrirgefnar fyrri ráðagerðir um gler- og álhöll i brekkunni. Og þámundu hin gömlu hús aftur geta tengzt lifi og starfi borgarbúa með eðlilegum hætti. Snyrting og málun þessara húsa er sérlega lofsvert framtak, sem hefur opnað augu reykviskra borgara. Bílarmr drepa fíeiri en skœruliðarmr „ísrael og ísland geta bæði hrósað happi yfir þvi, að ennþá er ekki hægt að tala um glæpi i stórum stil hjá þessum tveim þjóðum. — En bæði eiga svo hitt lika sammerkt, að umferða- óhöpp ætla þau alveg að drepa,” sagði lögreglu- stjórinn i Tel Avivii ísra- el, þegar hann var hér staddur fyrir fáum ár- um á alþjóðaþingi lög- reglumanna. Siðan hefur ástandið ekkert batnað hér i umferðinni á islandi, eins og dæmin sanna daglega. Og i tsrael er slæmt ökulag mann- skæöara en hermdarverk Araba. — t fyrra féllu fjörutiu og þrir Israelsmenn fyrir byssukúlum og sprengjum arabiskra skæruliða, meöan sex hundruð fimmtiu og þrir fórust af umferðarslysum. t nýútkominni skýrslu á vegum Umferðarráðs Israels, er gerður samanburður á umferðaróhöpp- um og slysum i tsrael og Vestur- Evrópu og Bandarikjunum. Þar er þvi haldið fram, að hvergi nokkurs staðar sé að finna þar hliðstæöa sorgarsögu. t tsrael eru 330.000 ökutæki á skrá, sem er svipaður fjöldi og t.d. i Montana i Bandarikjunum. En dauðaslysin i Israel eru nær þrefalt fleiri en i Montana, sem missti um 200 borgara i um- ferðarslysum i fyrra. — Og 3.790 manns slösuðust alvarlega i um- feröinni. Umferðarráðið varar við þvi, að „verði ekki gripið til róttækra ráöstafana til að tryggja öryggi á vegunum, verði ástandið orðið óþolandi 1985.” „Akstur i þessu landi er meira ævintýrið, og það þarf helzt ævin- týramenn til,” sagði Joe Cridon, sem annast fimm minútna um- ferðarþátt i rikisútvarpi Israels, sem fluttur er tvisvar i viku. Dag- skrá þáttarins er unnin af sam- tökum, sem stofnuð eru i sama anda og „Varúð á vegum” hér heima. Cridon segist þakka það ein- dæma heppni sinni, að hann skuli heill á húfi eftir 30 ár i israelskri umferð. „tsraelsmönnum hættir til að nota vegina til þess aö sanna karlmennsku sina og hug- dirfsku.” segir Philip Getz, sál- fræðiprófessor við Bar Ilan- háskólann. Hvað veldur þá þessu öngþveiti á vegum tsraels? 1971 voru 160 þúsund bilar á skrá i tsrael og hefur sú tala tvöfaldazt siðan, sem er geipilega ör fjölgun. — Arieh Ivzan, lögreglustjóri i Tel Aviv, stærstu borg Israels, taldi sama meiniö vera að umferðinni bæði i tsrael og Islandi, þegar blm. Visis átti við hann viðtal fyr- ir tveim árum. Lengi framan af höföu fáir útvaldir efni á aö kaupa bifreiöar i þessum löndum og þvi þorrinn, sem lærði ekki að aka fyrr en kominn á fullorðinsár. Þeirra viðbrögð voru seinni og hugur þeirra bundinn við aðra hluti, eins og brauöstritið, stjórn- mál og llfsbaráttuna. — Bifreiðar voru nánast orðnar almennings- eign i flestum öðrum rikjum, þeg- ar fyrstu sýnishornin komu loks til tsraels og Islands. Svo að um- ferðin er ennþá m jög ungur og litt þroskaður þáttur i fari borgara þessara rikja. Cridon útvarpsmaður segir, að i Bandarikjunum og sumum um- ferðarrikjum Evrópu læri ung- menni mjög fljótt meðferð öku- tækja, meðan ungmenni i tsrael séu leiknari i meðferð vél- byssunnar. „Og eitt það, sem gerir tsraels- manninn að góðum hermanni, er um leið þess valdandi, að hann er slæmur ökumaður,” eftir þvi sem Cridon segir. — „Það er þetta kæruleysislega hugarfar: Etum, drekkum og verum glaðir, þvi að á morgun deyjum við, og hvað með það? — — Slikt er ágætt kannski á vígvöllunum, en afleitt á vegunum.” segir hann. Margir ungra ökumanna i tsra- el lærðu á bilana meðan þeir voru i hernum, og þar var allt lagt upp úr hraðanum og grimmdinni, sem þykir ekki beinlinis mesta prýði ökumanna i umferð á friðartim- um. — Cridon segist heldur ekki hafa sérstaka tiltrú á borgaraleg- um ökukennurum, og segir að þeir leggi of mikla áherzlu á bók- legu fræðin en minni á verklega þjálfun. „Ef konan þin vill fá ökuskir- teini, er hún kannski kölluð fyrir „Veröum að leggja meira kapp á umferðarfræðsluna, þar sem um- ferðarþroskinn er enn svo skammt á veg kominn I okkar löndum,” segir iögreglustjóri Tel Aviv, Ivzan, um ástandið i um- ferðarmáium i tsraei og á tslandi. og spurð rækilega um lögin, en hún veit hins vegar kannski ekk- ert um, hvernig hún á að aka á hraðbraut,” segir Cridon. Samgöngumálaráðherra Isra- els, Gad Yaacobi, sagði nýlega á fundi hjá Umferðarráði tsraels, að kostnaður af völdum um- ferðaróhappa mundi nema um 25.000 milljónum króna á árinu 1973. Þar með er talinn sjúkra- húskostnaður, eignatjón og vinnutap. Ráðherrann sagði enn- fremur, að af 33.000 ökutækjum, sem reynzt höfðu vera með öryggisbelti, höfðu aðeins 7% ökumanna þeirra notað þau. I skýrslum hins opinbera kem- ur fram að af þeim 61 ökumanni, sem færðir voru til læknisrann- sóknar eftir að eiga þátt i dauða- slysi eða öðru alvarlegu um- ferðarslysi, hefðu 29 reynzt alger- lega óhæfir til að aka vélknúnu ökutæki, og tólf þeirra voru þó at- vinnubilstjórar. t skýrslu umferðarráðsins kemur fram, að helmingur þeirra, sem farast árlega i umferðarslysum i Israel, eru gangandi vegfarendur (á móti aðeins 17% I Bandarikjunum). — En það er ekki öll sagan sögð með meiðslum af umferðaróhöppum. Umhverfisverndarráð tsraels hefur nýlega varað við þvi, að is- raelskir ökumenn skemmi fyrir sér heyrnina með ofnotkun bil- flautunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.