Vísir - 05.06.1973, Side 16

Vísir - 05.06.1973, Side 16
VÍSI Þriöjudagur 5. júni 1973. Nýr sendi- herra Frakka Nýr franskur sendiherra er vænt- anlegur til landsins I þessum mánuhi.og mun hann væntanlega afhenda trúnaöarbréf sitt 22. júni. Hann heitir Jacques Pradelles de Latour Dejean og hefur starfaö hjá utanrikisþjónustu Frakka frá þvi áriö 1945. Hann hefur verið sæmdur heiöursmerkinu „Offi- cier de La Legion d’Honneur”, og undanfariö hefur hann starfaö sem stjórnmálaráögjafi hjá ráöi Atlantshafsbandalagsins. ÞS Akureyrarlög- reglan leitar ökumonnsins, sem ók í sjóinn Ekki haföi Akureyrarlögreglan haft upp á ökumanninum, sem ók stolnuin bll i sjóinn á sunnudag, er viö höföum samband viö hana i morgun. Talið er fullvfst aö bfinum hafi veriö stoliö, og siöan ekiö niöur undir Torfunes- bryggju, þar sem hann hentist út af veginum og i sjóinn. Sást maöur busla í sjónum viö hliö bíisins, en siöan hefur ekkcrt frá honum heyrzt Taliö er fullvfst, aö maöurinn hafi náö landi, og hefur vcriö kafaö niöur aö hflnum en ekkert fundizt. Eigandi bilsins svaf vært heitna hjá sér á meöan þctta geröist cn bill hans er mjög mikið skemmdur cftir þctta ævintýri. Akureyrarlögreglan leitar nú ökumannsins, ekkert hefur enn komiö fram sem bendir til þess, hver maðurinn hafi veriö. ÞS 60 að ólöglegum veiðum í gœr Aðeins 34 í fyrradag - Fjögur herskip gœta brezku togaranna Bretar hafa nú aukið hcr- skipaflota sinn á tsiands- miöum, og gæta nú fjögur her- skip veiöiþjófanna. t gær þegar iandhelgisgæzlan flaug yfir miöunum, reyndust 51 hrezkur togari vera að ólög- legum veiöum og 9 vestur-þýzkir togarar. Brezku togararnir voru flestir i einum hnapp út af NV-Jandi, þar sem herskipin Jagúar og Júpiter gættu þeirra ásamt Statesman og Miranda. Þá voru einnig all- margir brezkir togarar að ólöglegum veiðum út af SA-landi, þar sem herskipin Wave Chief og Scylla gættu þeirra ásamt Englishman, Irishman og Rangers Brises. Togurum að ólöglegum veiðum hafði fjölgað mjög frá deginum áður. Þegar land- helgisgæzluflugvélin flaug þá yfir miðunum, reyndust veiði- þjófarnir vera 44, 31 brezkur togari og 3 vestur-þýzkir tog- arar. Landhelgisgæzlan varð einnig vör við pólsk og rúss- nesk veiðiskip, en þau voru ekki að ólöglegum veiðum, enda viðurkenna báðar þessar þjóðir útfærslu landhelginnar i verki. — VJ Hofa varla við að renna út rauða renningnum Likur eru á, aö áöur en áriö er liöið veröi næstum allir vold- ugustu þjóöhöföingjar heims búnir aö koma viö á islandi. Tveir eru þegar .komnir, þeir Nixon og Pompidou, Margrét Danadrottning kemur siðla sumars, og nú er það nýjasta, aö Brésnef Sovétleiötogi sé lík- legur til aö koma við á islandi á leiö sinni vestur um haf seinna f þessum mánuöi. Rússnesku flugvélarnar þrjár, sem fóru hér um I gær, vöktu grun okkar og hringdum viö þvi I Pétur Guömundsson flugvallarstjóra á Kefla vikurflugvelli og spuröum hann álits á málinu. „Flugvél Brésnefs þarf að vera með örfáum mönnum og litlum farangri, ef þeir ætla að fljúga ,,non-stop” frá frá Moskvu til Bandarikjanna”, sagði Pétur, þannig að ef fylgdarliðið er fjölmennt verða þeir sennilega að stoppa hér til að taka eldsneyti. Og þá er nú vissast fyrir flugvallarstarfs- mennina að vera tilbúnir með rauða renninginn, ef Brésnef skyldi þurfa að koma hér við —OH Sólin stafaöi geislum sinum yfir Nauthólsvikina þegar Reykvikingar fögnuöu sjómannadegi, en siöan hefur heldur hallaö undau fæti veöur- farslega séð. Vonandi, aö breyting veröi þó fljótlega á til batnaöar. EKKERT FYRIR SÓLSKIN í BILI Ekki getum við glatt borgarbúa með góðri veðurspá i dag, þvi veðurfræðingar sjá engar blikur, sem benda til hlýinda hér syðra. Hér verður liklega suðvestlæg átt næsta sólarhringinn og svalt skúraloft yfir Vesturlandinu, en nyrðra hefur hlýnað mjög og voru 10 stig á Akureyri i morgun. Fyrir norðan og austan er búizt viðsólskini og hlýju veðri i dag. ÞS ROKKAÐ MED TRYGGINGAR- ARIÐ Það þarf ekki að undra, þó aö bifreiöaeigendur fari nú aö veröa eilitið ruglaöir I riminu, aö þvl er varðar tryggingar bilanna. Tryggingaráöuneytiö hefur nú breytt gjalddaga trygginganna I fjóröa skiptiö á þremur árum. Yfirstandandi tryggingarár, sem hófst 1. jún! stendur aðeins til 1. marz. Þessi ákvöröun virðist hafa verið tekin skyndilega, þvi að tryggingarfélögunum mun ekki hafa verið tilkynnt úm hana fyrr en fyrir örfáum dögum. Hún lá þannig ekki fyrir, þegar ráðu- neytinu, eftir margra mánaða bið, lokst tókst að komast að niðurstöðu um, hvaða iðgjalda- hækkun væri „eðlileg”, eftir að siðasta tryggingarári lauk. Þá var leyfð 15% hækkun i stað 34% hækkunar, sem tryggingafélögin fóru fram á. Þessi tilfærsla með tryggingar- árið hófst vorið 1971, þegar stjórnvöldum fannst veru- legástæða tilþess að nota slíka til- færslu til að „plata systemið”. Þá var gjalddaginn 1. mai. Vegna Gjalddaga bílatrygginga breytt í fjórða skiptið ó þremur órum verðstöðvunar og þess, að ekki væri hægt að leyfa hækkanir iðgjalda bifreiðatrygginga var ákveðið að tryggingarárið þá gilti aðeins til 1. janúar 1972. Þegar verðstöðvun lauk var gjalddag- anum aftur breytt til 1. mai. Gjalddagi bilatrygginga i vor átti þvi að vera 1. mai. Þar sem hækkanir á iðgjöldum þá hefðu komið inn i útreikning visitölu framfærslukostnaðar, ákvað rik- isstjórnin að framlengja tryggingarárið til 1. júni, sem yröi nýr gjalddagi. Þannig var unnt að komast hjá þvi, að verö- lagshækkanir vegna hækkunar iðgjalda bifreiðatrygginga yröu bættar i kaupi, eins og samningar vinnuveitenda og launþegafélag- anna gera ráð fyrir. Og nú hefur verið ákveðinn nýr gjalddagi, sennilega til að bæta tryggingar- .félögunum þá litlu hækkun, sem fékkst. Þar sem tryggingarárið er stytt um þrjá mánuði, verður þeim mun styttra, þar til tryggingarfélöginfáaðra hækkun leyföa. — VJ Heimsókn UibaiíiI forsetanna: Hilf i á að senda reikninginn? Þótt nú séu liönir nokkrir dagar siöan þeir Nixon og Pompidou héldu af landi brott, virðist ekki enn öruggt hver ber kostnaðinn af heimsókn þeirra. Þcgar undir- búningur undir komu þeirra hófst, var það talið sjálfsagt, aö Frakkar og Bandarikjamenn borguöu kostnaöinn. En eftir fundinn hafa runnið á menn tvær grimur, og spyr nú hver annar. Jón Sigurðsson ráðu- neytisstjóri i f jármálaráðu- neytinu, sagði i morgun, að hann yrði að viðurkenna aö ennþá væri ekki búið að ná í alla aðila til að reikna út heildarkostnaðinn, og hann sagðist ekki geta svarað, hverjir borguðu. Hann sagði einnig, að hann hefði i raun og veru ekki hugmynd um, hvort einhverjir samningar hefðu verið gerðir um greiðslu kostnaðar. Aðspurður sagði hann, að veiga- mesti kostnaðurinn hefði verið við löggæzluna, þvi mikil yfir- vinna hefði komið þarna inn i. Samkvæmt útreikningum Visis, hefur löggæzlukostnaðurinn komizta.m.k. upp i 4 milljónir, t.d. höfðu varðliðarnir, sem ráðnir voru, 15 þúsund krónur á mann, og þeir voru 150 tals- talsins, sem gerir um tvær milljónir og 250 þúsund. Alika margir lögreglumenn voru við störf. Ef löggæzlukostnaður upp á 4 milljónir hefur verið veiga- mestur, þá er heildarkostn- aðurinn a.m.k. upp á sex til sjö milljónir. Hótelkostnað borguöu erlendu gestirnir sjálfir. Annars eru menn sammála um það, að þessi fundahöld séu ómetanleg auglýsing fyrir ísland, og að mjög góð tækifæri hafi gefizt til að kynna islenzkan málstað.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.