Vísir - 20.07.1973, Page 3
Vísir. Föstudagur 20. júli 1973.
3
Hœstu fyrirtœkin:
Áfengið hef-
ur yfirburði
Hæstu greiðendur féiaga og
fyrirtækja er Afengis- og tóbaks-
verzlun rikisins, sem greiöir
rúmlega 83 miiljónir i landsút-
svar. Þar á eftir kemur StS með
34.6 milljónir og Oliufélagið hf.
(Esso) með 34.2 milljónir.
Hæstu gjaldendur einkafyrir-
tækja, sem ekki greiða landsút-
svör eru SIS., sem greiðir eins og
áður sagði rúmlega 34 milljónir
samtals, Loftleiðir eru aðrir i
röðinni með 24 milljónir. Siðan
kemur Hekla hf. með 22,7 mill-
jónir, Eimskipafélag Islands, 19,6
milljónir, IBM 15,6 milljónir,
Fálkinn hf. 14.1 milljón.
Áfengis- og tóbaksverzlunin
greiðir i landsútsvar rúmlega 83
milljónir eins og áður sagði, en
siðan koma Oliufélagið hf., með
24.1 milljón, Oliuverzlun Islands
hf. (BP) 15,2 milljónir,
Skeljungur hf. 13,9 milljónir,
Sementsverksmiðja rikisins 6,9
milljónir, Aburðarverksmiðja
rikisins 3,9 milljónir.
Þó fyrirtæki greiði ýmis konar
skatta og gjöld þá þarf upphæð
þeirra ekki endilega að segja
neitt um rekstrarafkomu fyrir-
tækisins, þar sem ýmsir skattar
fara eftir veltu fyrirtækisins eða
öðru.
Til dæmis má taka, að Loft-
leiðir, SIS og Oliufélagið hf., sem
öll eru meðal hæstu gjaldenda,
eru öll með engan eða litinn
rekstrarafgang.
Hæstu tekjuskattsgreiðendur
félaga i Reykjavík eru IMB 13.6
milljónir, Hekla hf. 11.2 milljónir,
Fálkinn hf. 11 milljónir, Hans
Petersen hf. 8,4, Trygging hf. 8,1,
Pfaff hf. 8,0 og Veckfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen sf. 6.4
milljónir.
—ÓG
Endurbœtur ó
skólatannlœkningum
„Skólatannlækningar eru að
reyna að losna við gömul tæki og
endurbæta smátt og smátt, og
kaup á þremur nýjum stólum eru
spor I þ'á átt, en stólarnir verða
allir settir i skóla.”
„Hér er þó ekki um neina
stökkbreytingu að ræða,” sagði
Guðmundur Skúlason tannlæknir
hjá Heilsuverndarstöðinni, þegar
blaöið hafði samband við hann.
Þessir þrir stólar, sem nú er
verið að kaupa, munu sem fyrr
segir verða notaðir 1 þágu skóla-
tannlækninga, og verða þeir stað-
settir I Breiðagerðisskóla, Lang-
holtsskóla og Melaskóla. Eru
skólar, sem nú eru i þeim skólum
ein elztu tæki hér.
Smátt og smátt verður siðan
gamall útbúnaður felldur niður,
en búnaður þessi er keyptur frá
Bandarikjunum. Einn slikur stóll
mun kosta um 650-670 þúsund
krónur kominn til landsins.
„Það má segja,að þessir stólar
séu börn sinnar tiðar, þetta er það
nýjasta á markaðnum”, sagði
Guðmundur ennfremur, „en
stólarnir eru valdir i samráði við
tannlækna.”
— EA
Menn gonga verr
um í Þórsmörk
en villimenn
— skógrcektin hefur öðru þarfara að sinna
en sorphreinsun, segir skógrœktarstjóri
Þórsmörk hefur allt frá fyrstu
tið verið opin ferðafólki á sama
hátt og flest önnur skóglendi
Skógræktar rikisins, enda fjöl-
sóttustu staðir landsins að
sumarlagi. Skógræktin lét friða
Þórsmörk og Goöaland fyrir hart
nær hálfri öld.
Að sögn Hákonar Bjarnasonar
skógræktarstjóra hefur um-
gengni verið slik um Þórsmörk i
sumar m.a. á ýmsum starfs-
mannahópum frá ýmsum fyrir-
tækjum, að þeir hafa hagað sér
verr en nokkrir villimenn úti i
guðs grænni náttúrunni. Og hefur
þetta staðið yfir allt frá þvi á
páskum, en þóeinkum um og eftir
hvitasunnu.
„Um mörg ár hefur verið farið
fram á sérstakar fjárveitingar til
þess að geta veitt ferðafólki
sæmilegan aðbúnað og til
hreinsunar eftir dvöl þeirra, sem
eru hirðulausir um frágang sinn.
Þessu hefur ávallt verið synjað.
Skógrækt rikisins hefur staðið
ein að þvi að verja þessi svæði
fyrir beit og eins að sjá fyrir
salernum, vatnslögn og sorp-
hreinsun, nema i Laugardal, þar
sem Ferðafélag Islands hefur
skála sinn”, segir Hákon.
,,Nú er svo komið að Skógrækt-
in hefur ekkert fé aflögu til að
sinna hreinsun eða viðhaldi
hreinlætistækja. Þvi var það i
vor, að ég sagði starfsmönnum
minum að réttast væri að láta
hreinsanir vera að mestu til að
menn mættu sjá, hversu ástandiö
yrði. Þá kæmi og i ljós, hvað þeir
hefðu lagt á sig á undanförnum
árum i þágu gesta sinna. Af þess-
um ástæðum var ekki hreinsað til
i Húsadal i allt vor”, sagði Hákon.
„Skógrækt rikisins hefur mörg-
um öðrum þarfari störfum að
sinna en að annast sorphreinsun
eftir fólk, og þar til fást peningar
til að hafa eftirlit með slikum
stöðum sem Þórsmörk, verður
varla hjá þvi komizt að banna
ferðir um Mörkina, nema á veg-
um Feröafélags Islands.
Girðingin um Þórsmörk er reist
að nýju og endurbætt á hverju
vori eða sumri um það leyti og
rekið er á fjall. Að visu er hún
viða gömul og orðin fornfáleg, en
hún er a.m.k. fjárheld að viðgerð
lokinni.
Annað mál er að bæði skilja
margir eftir opið hlið ásamt þvi
sem verra er, að girðingin er oft
eyðilögð eftir að fé er rekið til
fjalls,” sagði Hákon enn fremur.
—EVI—
Bandarískir hljóð-
fœraleikarar safna
Fyrstu íbúarnir fluttir í Hólahverfið:
Rœktar blóðberg og
baldursbró innan um
vinnupalla
„Jú, ég var einn af þeim allra
fyrstu, sem fluttu inn i þetta
liverfi. Eg flutti inn 20. mai og
kann bara býsna vel viö mig nú
orðið. Nú fer að fjölga hérna i
kringum mig, og verður vist ekki
eins einmannalegt hér i vetur,
þcgar þúsundir hafa flutzt hér inn
i húsin á Ilólnum”, sagði Högni
Sturluson, þegar við hittum hann
i ibúð sinni i Gaukshóium i Breið-
hoiti III, en llólahverfið er nú
sem óðast að byggjast og verður
þarna fyrirsjáanlcga örasta upp-
bygging ibúðarhverfis i sögu
landsins til þessa.
Högni sýndi okkur ibúðina sina,
sem er á annarri hæð, en hann
keypti hana tilbúna undir tré-
verk, en þannig eru langflestar
ibúðir i þessu hverfi seldar.
,,Ég hef nú lokið við þetta
sjálfur að mestu leyti. Maður
dreif sig i þetta. Við bjuggum i
kjallaraibúð, og ég var orðinn
dauðþreyttur á að vera grafinn
niður i jörðina”. Og Högni drifur
okkur út á svalir og sýnir okkur
útsýnið, sem er stórfenglegt yfir
bæinn, Sundin og Esjuna. Inn á
milli vinnupallanna, sem ennþá
þekja húsið, má sjá stöku stað sjá
sokkabuxurhanga ásvölum.sem
merki um það, að einhver er
fluttur inn. Svalirnar hjá Högna
eru þaktar islenzkum blómum af
ýmsum tegundum, til dæmis er
þarna blóðberg og baldursbrá i
kössum.
„Það er konan sem hefur
gaman af þessu. Það veitir nú
ekki af að lifga upp grasleysið
hérna. Þetta er nú allt hálfeyði-
legt ennþá” segir Ilögni.
Nú ber verkstjórann i húsinu
að, Marinó Finnbogason og hann
fræðir okkur á þvi að hann hafi
verið fyrsti ibúinn á Vestur-
berginu, sem nú er að verað full-
byggt. „Þessar byggingar hérna i
kring hafa gengið yfirleitt mjög
vel. Við höfum t.d. ekki verið
nema ár með þessa 8 hæða blokk
i smiðum. Nú fer fólkið að flytja
inn i húsið, en húsnæðisvandamál
neyða marga til þess að flytja
áður en þeirhafalokið við ibúðir-
nar. Það er greinileg nokkuð
erfitt að fá ýmsa iðnaðarmenn
núna, og fólk virðist yfirleitt hafa
góðan fyrirvara með að panta
innréttingar og annað i ibúðir-
nar”. sagði Marinó. Nú máttum
við ekki tefja þá Högna og Marinó
lengur og kveðjum, eftir að við
höfum skrifað i gestabókina hjá
Högna, en hann kveðst ekki
sleppa neinum út án þess.Gert er
ráð fyrir að Breiðholt 3 verði
barnflesta ibúðarhverfi
borgarinnar, en i haust er búizt
viðaðum 15þúsund manns verði
fluttir i hverfið.
—ÞS
Högni og Marinó á svölunum á ibúð Högna, þar sem liann ræktar ýmis islenzk blóm i kössum innan um
vinnupallana, sem þekja þessa átta hæða blokk.
fyrir Eyjabúa
Sinfónisk sveit 23ja ungmenna,
15-17 ára safnar fé fyrir Vest-
mannaeyjar með hljómleikum I
Dómkirkjunni I Reykjavfk i kvöld.
Sveitin er bandarisk, og hljóð -
færaleikararnir hafa sigrað i
samkeppni viðs vegar i Banda-
rikjunum.
Allur ágóði rennur til Vest-
mannaeyjasöfnunar.
Annað kvöld leikur hljómsveit-
in i Aðveutkirkjunni i Reykjavik
og á sunnudagskvöld I Akureyr-
arkirkju.
Hljómsveitin nefnist The New
England Youth Ensemble.
2 millj. til félagslegrar
uppbygingar í Eyjum
Samtök bindindisfélaga öku-
manna i Sviþjóð hafa gefið rúm-
lega 2,1 milljón islenzkra króna til
félagslegrar uppbyggingar I Eyj-
um- Gjöfin var afhent Rauða
krossinum.
Röng
fyrirsögn
Mistök urðu I umbroti
blaðsins i gær sem ollu þvi, að i
fáeinum fyrstu eintökum
blaðsins var röng fyrirsögn á
tilvisunarklausu á forsiðu.
Fyrirsögnin „Styttist i sælu-
dögunum” átti að vera tilvisun
á forystugreinblaðsins. Var sá
kostur tekinn til að komast hjá
töfum að láta fyrirsögnina „I
sæludögunum” vera á tilvisun á
grein um Grikkland, enda mætti
segja, að einnig þar sé ríkis-
stjórn „i sæludögum”, sem
óvist er, hversu lengi endast.