Vísir - 20.07.1973, Síða 5
Visir. Fösiudagur 20. júli 1973.
AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
að fresta enn um sinn
Neyddust til
tilraunasprengjunni
Fyrstu tilraun Frakka
með kjarnorkusprengju
á þessu ári var frestað i
gær fram á sunnudag
„vegna óhagstæðra
veðurskilyrða”, eftir þvi
sem heimildir greina frá
i Papeete á Tahiti.
Það er talið vist, að tilraunin
hafi átt að byrja i gær við
Mururoaeyju suðaustur af Tahiti,
en þar er tilraunasvæði Frakka.
Ahöfn freigátunnar Otago, sem
færði sig nær tilraunasvæðinu i
gær, og var i aðeins 20 milna f jar-
lægð frá stað, þar sem loftbelgur
sást svifa i loft upp i rétta stöðu,
en það er einmitt neðan i slikum
loftbelgjum sem kjarnorku-
sprengjur hanga, þegar tilraunir
eru gerðar með þær ofanjaðar.
t Papeete er það sagt, að til-
raunin muni verða gerð á sunnu-
dag, ef veður verður hagstætt, en
aust-suðaustan áttar er krafizt af
óryggisástæðum til þess að bera
geislavirkt ryk á haf út, en ekki til
Tahiti.
Að margra mati er það þó nær-
vera freigátunnar Otago, sem
knúið hefur Frakka til þess að
fresta tilrauninni tvisvar sinn-
um að minnsta kosti. Freigátan
og skonnortan FRI hafa verið á
hættusvæðinu, þar til Frakkar
tóku FRI á sitt vald og drógu
hana burt af tilraunasvæðinu i
fyrradag.
Eftir að Frakkar stigu um borð
i skonnortuna hefur ekkert frá
henni heypzt, en Norman Kirk,
forsætisráðherra Nýja Sjálands
skýrði fréttamönnum frá þvi i
morgun, að stjórninni hefði borizt
orðsending frá Frökkum þess
efnis, að skonnortan hefði verið
dregin til eyju einnar utan hættu-
svæðisins og væri áhöfnin við
beztu liðan.
Kirk sagði, að Frökkum hefði
verið uppálagt að tryggja velferð
áhafnarinnar og fljúga með hana
til Papeete.
Ambassador Frakka i Welling-
ton neitaði að upplýsa, til hvaða
eyju skonnortan hefur verið
dregin. — En óstaðfestar fréttir
hermdu, að FRI hefði verið
dregið til Hao-kóraleyjunnar,
sem er um 320 milur suðaustur af
Tahiti. Það hefur þó verið dregið i
efa, að unnt hafi verið að draga
skútuna svo langt i ekki betra
sjólagi en rikt hefur á þessum
slóðum að undanförnu.
Kirk forsætisráðherra sagði
fréttamönnum i morgun, að
stjórn hans hefði lagt á það rika
áherzlu við Frakka, að hún hefði
áhyggjur af velfarnaði Ný-Sjá
lendinganna innan áhafnarinnar,
og að Frakkar yrðu að ábyrgjast
að ekkert illt henti þá.
legg
i lófa
<-----
karls
<----------------------------
t orði kveðnu er strlðið að baki
og vopnahléið hefur staðið i
nokkra mánuði — en vandamál
þessara heimilislausu munaðar-
leysingja i Dalat i Suður-Vietnam
er enn hið sama. Nefnilega
hvernig þeir eiga að afla sér til
næstu máltiðar. Slik sjón er al-
geng, þar sem strið hefur geisað,
og talaði vottur um, hve harðlynt
fólk verður viö slikar aðstæður, er
þessi mynd, þar sem velklæddar
vietnamskar konur á markaðnum
i Dalat, sem er vinsæll sælu-
lundur um 60 milur norður af
Saigon, gera ekki svo mikið sem
renna auga til litlu betlaranna,
sem biðjandi sýna þeim i tóman
lófann.
Sextíu sakaðir um samsœri
Saxað á hermdar-
verkasveitirnar
Brezkar öryggis-
sveitir hjuggu stórt
skarð i raðir irska
lýðveldishersins i gær,
þegar handteknir voru
14 félagar úr sam-
tökunum, og þar af þrir
mjög háttsettir ráða-
menn samtakanna.
Mestur fengurinn var þar i
hinum 24 ára gamla Gerry
Adams, sem talinn er hafa verið
yfirmaður IRA i Belfast, en auk
þess voru teknir Brendan Hughes
og Tom Cahill. Þessir þrir hafa
verið eftirlýstir i marga mánuði,
og þó Cahill lengur, en bróðir
hans náðist fyrir nokkrum
mánuðum, þegar Irar fundu
smyglfarm vopna i skipi fyrir
strönd Irlands, og tóku þar Cahill
eldri um borð.
Þessir fjórtán voru teknir i
Belfast, en auk þess tóku brezkir
hermenn tvo bilfarma af
IRA-hermdarverkamönnum i
bænum Armwgh. t
Umgangsmiklar husrannsóknir
voru gerðar i Belfast, þegar
handtökurnar fóru fram þar i
gær. Voru konur og börn jafnvel
handtekin lika, en þeim siðar
sleppt, þegar leið á daginn.
Talsmenn brezka hersins vildu
ekki láta uppi, hvernig þeir höfðu
fengið visbendingar um, hvar
þeir gátu fundið IRA-félagana.
Engu að siður var það altalað i
Belfast I morgun, að einhverjir úr
röðum hinna róttækari i IRA
hefðu sjálfir gefið Bretunum
ábendingarnar.
Sextíu grískir liðs-
foringjar og stjórnmála-
menn, þar á meðal
Konstantin Karamanlis
fyrrum forsætisráð-
herra, voru i gærkvöldi
ákærðir fyrir aðild að
samsæri um að steypa
núverandi stjórn
landsins.
í 70 blaðsiðna þéttskrifuðu
ákæruskjali, sem lesið var upp
yfir þessum 60, var komizt svo að
orði, að þeir hefðu tekið þátt i
konungshollri uppreisn innan
flotans i mai I vor til þess að
steypa stjórninni og koma
Konstantin konung i hásætið
aftur.
Þetta ákæruskjal var afhent
yfirstjórn hersins, sem afræður,
hvort höfða skal mál á hendur
mönnunum eða ekki.
Karamanlis, sem var forsætis-
ráðherra i átta ár, var sakaöur
um að hafa tekið þátt i
samsærinu. Fyrrverandi
utanrikisráðherra, Evanghelos
Averoff-Tositsas, var þarna á
blaði og reyndar tveir ráðherrar
aðrir, auk svo einkaritara
Konstantins konungs, Mikaels
Arnaoutis.
Allir þeir, sem nefndir voru i
ákæruskjalinu, sitja i varðhaldi,
nema Karamanlis og Arnaoutis.
Sadat á fundum með Arafat
og Hussein
Anwar Sadat, Egypta-
landsforseti, tók á móti
bæði Yasser Arafat, leið-
toga skæruliðahreyfingar-
innar, og Hussein Jór-
daníukonungi í gær og átti
með þeim sínum í hvoru
lagi langa fundi.
Ekkert hefur verið látið uppi
um, hvað þeim hefur farið á milli,
en það er allra mál, að á góma
hafi borið tillaga Egypta um al-
þjóðlega viðurkenningu Palestiu-
rikis. Egyptar báru þá tillögu
fram á fundi öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna i siðustu viku, að
stofnað yrði sérstakt Palestinu-
riki Araba.
Hússen konungur lagi til i
fyrra, að stofnað yrði nokkurs
skonar furstadæmi Palestinu,
sem yrði undir krúnu hans, en
skæruliðahreyfingin og Egyptar
höfnuðu henni.
Þá er talið, að rædd hafi verið
hugmyndin um að sameina
Egyptaland og Libýu.
Fréttastofa Palestinuaraba
skýrði frá þvi i gær, að Arafat
hefði borizt boð frá Fidel Castro,
forseta Kúbu, um að vera við-
staddur hátiðarhöldin vegna bylt-
ingarafmælisins, sem hefst næst-
komandi fimmtudag og skal Ara-
fat vera aðalheiðursgestur há-
tiðarinnar.