Vísir - 20.07.1973, Side 6

Vísir - 20.07.1973, Side 6
6 Visir. Föstudagur 20. júll 1973. VÍSIR Otgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrili: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611 (7,llnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands I lausasölu kr, 18.00 ein&ikiö. Blaöaprent hf. Riddari á röngum stað Bygging Seðlabankahússins við Arnarhól hef ur vakið miklar umræður Reykvikinga. Sýnist sitt hverjum um húsið og staðsetningu þess. Sumir segja, að óþarfi sé að elta Seðlabankann um allan bæinn, einhvers staðar verði vondir að vera. Hinir eru fleiri, ef marka má lesendabréf dagblaðanna, sem ekki vilja sjá Seðlabankahús á þessum stað. Visir hefur nokkrum sinnum birt mynd, þar sem likan hússins er sett i réttu stærðarhlutfalli inn i mynd af Arnarhólnum og nágrenni hans. Ætti sú mynd að geta auðveldað mönnum að gera upp hug sinn til málsins. Nú hefur það gerzt, að heldur óliklegur riddari hefur geystst fram á deiluvöllinn. Hann flytur ekki fagurfræðileg, söguleg eða útsýnisleg rök eins og flestir hinna, heldur efnahagsieg rök. Má af málflutningi hans ætla, að loksins sé fundin lausn á efnahagsvandanum. Hús Seðlabankans ráði úrslitum i óhóflegri útþenslu byggingafram- kvæmda. Og hver er það, sem hefur svona miklar áhyggjur af útþennslunni. Það er auðvitað mesta útþenslustofnun landsins, Framkvæmda- stofnunin. Engin stofnun þjóðfélagsins hefur á jafn skömmum tima staðið fyrir eins mikilli útþensiu, bæði eigin rekstrar og rikisrekstrar, og einmitt þessi hneykslaða stofnun. Seðlabankinn sætti um tima töluverðri gagn- rýni fyrir óhóflega eigin útþenslu, of örar manna- ráðningar. Fellur hann þó gersamlega i skugga hinnar nýju stofnunar, sem er á góðri leið með að verða eitt fjölmennasta fyrirtæki landsins. Framkvæmdastofnunin var varla fædd, þegar hún lét með ærnum tilkostnaði innrétta stórhýsi við Rauðarárstig. Gamansamur maður reiknaði út um daginn, að með sama áframhaldi mundi hver einasti íslendingur stunda skriffinnsku hjá Framkvæmdastofnuninni eftir þrjá áratugi. Rikisstjórnin hefur nægileg vandamál, þótt vandræðabarn hennar fari ekki að setja hana i nýjan bobba. Framkvæmdastofnunin skoraði á rikisstjórn og bankastjórn Seðlabankans, væntanlega bankaráðið, þar sem stjórnarflokk- arnir hafa meirihluta, að stöðva málið. Timinn segir, að þetta sé ekki mál rikisstjórnarinnar, heldur Lúðviks Jósepssonar eins sem banka- málaráðherra. Lúðvik segist ekkert hafa með málið að gera. Þannig er menúettinn stiginn i rikiskerfinu þessa dagana. Það er mjög eðlilegt, að almennir borgarar hafi ýmislegt út á hús Seðlabankans og staðsetningu þess að setja. En Framkvæmdastofnunin á ekki heima i þeim hópi gagnrýnenda. Hún á ekki að kasta steinum úr glerhúsi sinu. Það gæti leitt til þess, að almenningi dytti i hug ný lausn á húsnæðisvanda Seðlabankans, sú lausn, að Framkvæmdastofnunin verði lögð niður, en Seðlabankinn fái húsið við Rauðarárstig! Það væri áreiðanlega ódýr og þjóðhagslega hagkvæm lausn. Framkvæmdastofnunin veldur ekki hlutverki riddarans i þessu máli. Hún er sá aðili, sem minnst ætti að tala um útþenslu i efnahagslifinu og framleiðslu efnahagslegra vandamála —JK i Á sama tlma og menn eru hætt- ir aö hugsa eöa tala I nokkru minna en milijónum, veröur þaö háll-hjákátlegt hjá mér aö fara hér aö gera veöur út úr einum einasta ræfils hundraökalli meö mynd af Tryggva gamla. Hvers- konar smásnudduiegir smámunir eru þetta, munu menn segja. En þessi litli ómerkilegi græni bieöill veröur þó nokkuö stór fyrir þaö, aö hann snertir viökvæma strengi, hann snertir tengsl okk- ar viö landiö, viö sveitirnar og sumariö. Hann snertir þaö, hvort og hvernig á aö selja leyfi til aö dveljast úti i náttúrunni og horfa á fjöllin. Þessi eini litli ómerkilegi hundraökall er nú tekinn fyrir tjaldstæöi, aö visu flest fyrir út- lendinga á græna vellinum inni i Laugardal. Auövitaö er enginn vandi aö róta upp heilmiklu af röksemdum fyrir þessari smá- vægilegu skattheimtu. Hún ku t.d. tiökast viöa erlendis, hún gengur lika sjálfsagt upp i veitta þjón- ustu, snyrtingu, aögang aö heitu og köldu vatni. Þaö kostar nokkuö aö þurfa aö kukka. Og auk þess er þaö sjálfsagt rétt aö þetta eru slikir smámunir., aö tjaldbúana munar ekki vitund um þaö. Kannski er þaö mikilvægasta I innheimtu gjaldsins, aö þar er fylgt vissu prinsipi i stjórn borgarstofnana, sem ekki ber aö forakta, og þaö eigi alltaf aö taka eitthvaö gjald fyrir þjónustu, þó þaö sé kannski ekkert fjárhags- atriöi. Viö hliö tjaldstæöisins eru sundlaugarnar og þar gildir sama prínsipiö, smáupphæö er tekin fyrir aögang, þó þaö vegi ekkert upp I allan kostnaöinn viö rekstur sundlauganna. En gallinn er bara sá, aö tjald- tollurinn snertir annaö prinsip á aöra hliö, sem á sér vist enga borgardeild til að halda sér fram. Nú I sumarbllðunni fara hundruð og þúsundir borgarbúa á bilum sinum út i sveitasæluna. Og þeir munu margir þrá aö vikja út af veginum i kjarri og sólbjartri laut og slá þar upp tjöldum sinum til nærvistar viö guö sinn og landsins náttúru eina nótt. Fram að þessu hefur þaö veriö taliö sjálfsagt, aö hver fjölskyld- an hafi rétt til þess aö tjalda og megi þannig eignast milliliða- laust sina hlutdeild i islenzkum birki- eða fjalldrapailmi. Reglan er talin sú óskráð, aö fólk hafi rétt til aö tjalda utan giröinga, kurteisara er taliö i sumum til- fellum aö biöja leyfis landeig- enda, en sjaldan eöa aldrei er krafizt greiðslu. En nú er hætt við aö sagt verði: „Þaö sem þú villt aö aörir geri þér, þaö skalt þú og þeim gera.” Og mér finnst aö Reykjavik sem fulltrúi hins stóra hóps, sem þarfnast þess að anda að sér sól- skininu á sumrin, ætti ekki aö ganga á undan meö fordæmi um innheimtu tjaldtolla. A eftir þvi kynni að fara lengri og óvæntur hali, enda er þegar nokkuð fariö aö brydda á þvi að mönnum þyki taka að þrengjast fyrir sínum tjalddyrum. Það ætti hiö fyrsta aö afnema þennan, aö visu smávægilega en Iskyggilega tjaldtoll og þaö þó veitt sé vatns og snyrtiaðstaða. Annað mál er þaö að taka mætti tolla og gera aörar ráöstafanir til aö sporna við þvi, ef samtök fara aö notfæra sér tjaldstæöið og reisa þar bækistöðvar til lengri „búsetu”. Þannig hafa hálfopin- berir útlendir leiöangrar reist þar skipulegar tjaldborgir og einnig hafa einstaklingar, sem þar hafa búiö I tjöldum, oröiö fyrir leiðind- um af þvi að sértrúarsöfnuöur hefur byggt þar hálfgildings tjaldkirkju og efnt til funda i henni. Væri það náttúrlega miður fariö, enda þekkist það ekki er- lendis að sigaunar eða trúar- söfnuöir geti þannig misnotað al- menn tjaldstæöi. Næst væri hægt að Imynda sér, aö einhver banki eöa sparisjóöur slægi þar niöur tjaldi sinu til viöskipta og væri þaö þó óliku saman aö jafna, aö slikt væri vel þegin þjónusta viö tjaldbúa. Ég sagöi áöan,aö það væri farið aö brydda á þvi að islenzkum tjaldferðalöngum þætti nokkuö vera fariö að þrengjast fyrir tjaldskörum sínum. Menn hafa t.d. upp á siðkastið orðiö óþyrmi- Hvaða veður út af einum skitnum hundrað kalli? lega varir viö þaö, ef þeir koma kannski seint aö kvöldlagi og sjá fagran grænan bala á árbakka og reisa tjald sitt þar til næturdval- ar, að veiöivörður ræðst heldur en ekki óþyrmilega á þá og rekur þetta tjaldhyski miskunnarlaust burt. Það vildi þá svo illa til, aö lax þekktist i þessari á, og þar ku nú vera i lög leitt, aö þvi er veiði- verðir segja, að enginn megi tjalda nálægt laxveiöiám. Ég veit nú ekki einu sinni, hvort veiöiveröirnir greina þar rétt frá, kannski eru þetta tóm ósannindi og yfirgangur, þvi maður gengur nú ekki með lagasafnið hvaö þá stjórnartiðindin i feröatöskunni. En sé það rétt, að algert bann hafi verið lagt viö tjöldun I grennd viö veiöiár, þá er vist aö þrengzt hef- ur mikið, þegjandi og hljóðalaust fyrir tjaldskörum manna Sé þaö rétt, virðist takmörkuöum hags- munasamtökum hafa tekizt að beita áhrifum sinum I algeru laumi til að þrengja að kosti al- mennings, sem auðvitað hefur ekki frekar en fyrri daginn nein samtök til aö verja sina hags- muni. Þó á almenningur að hafa sina réttargæzluaðila , sem þurfa aö kippa sliku ranglæti I iag. Viö, þetta hyski, eins og sumir vilja kalla okkur, sem notum þjóövegina til aö komast út I sumarsólina, veröum og varir viö ýmsar aörar takmarkanir á aö- stööu okkar. Þaö fer nú æ meira I vöxt, aö góö kjarrjóður I grennd við vegarbrún er girt af. Það gæti fariö svo smá saman.aö viö verö- um lokuö úti frá öllum birkiilmin- um, viö fáum varla afdrep til aö setjast út i sólina og æja til aö drekka kaffið úr hitabrúsanum okkar. Og þegar liður á haustiö og viö viljum fara meö börnin I berjamó, þá versnar nú i þvi, þvi takmarkanir á berjatinslu aukast og eru að verða likt og veiöar I ám og vötnum aö tekjulind. Meö mannfjölgun i fjölbýlinu og siaukinni bifreiðaeign hrúgast nú smámsaman upp ný vandamál i sambúð fjölbýlis og dreifbýlis. Miklum mannfjölda fylgir, hvar sem hann fer, hætta á troðningi og krafa um margvislega þjón- ustu. Hvarvetna vofir yfir til- hneiging til höndlunar og ■ kramarnáttúru. Undir niöri er þaö aö visu eðlilegt, en getur þeg- ar eftirsóknin verður mikil fariö út i öfgar og leitt til mismununar, svo allir nema stóreignarmenn veröi smámsaman útilokaðir frá mörgum gæöum náttúrunnar. Þannig hefur nú greinilega far- iö með laxveiöarnar. Það er ósköp ömurleg staðreynd, að þetta skemmtilega sport sem veitir borgarbúanum svo holla útivist og hreyfingu er nú oröið algert æöristéttargaman, fyri- bæri, sem varla verður þolaö til lengdar i okkar þjóöfélagi. Það er aö visu oröið mjög erfitt aö hagga viö þvi, af þvi aö svo gífurlegir fjármunir eru orönir þar i spili, en þó er orðið aökallandi aö koma þvi meö einhverjum hætti niður á jöröina og finna leiðir til aö opna öörum en stórbubbum aðgang að þeiri ánægju. Laxveiöarnar eru þó ekki nema einn liöurinn i sambandi þéttbýlis viö sveitirnar og náttúru lands- ins. Hér á þéttbýlissvæðinu eru nú um 120 þús. manns í einum hnapp, sem hafa geysilega sál- ræna og líkamlega þörf fyrir aö komast eins og kálfarnir á vorin út á grængresið. Allar mögulegar frjálsar leiðir hafa verið og eru farnar til að koma þessum tengsl- um á, allt frá sumardvöl barna i sveit upp I byggingu lúxus- sumarbústaða og stórjarðakaup efnamanna. Viðkunnanlegast væri að viöhalda þessum frjálsu tengslum og það er um leiö sjálf- sagt aö sveitamaðurinn fái af þvi góöar tekjur. En eftir þvi sem aö- stæöur breytast, þörfin og sam- keppnin um þessi gæði verður meiri og peningahyggjan teygir það út I ógöngur og öfgar, þvi meiri þörf verður á aö gripa I taumana. Það verður fyrst og fremst að

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.