Vísir - 20.07.1973, Page 9

Vísir - 20.07.1973, Page 9
Einhvern tíma hefði fsland fengið skelll — eins snilldarlega og Þjóðverjarnir léku í gœrkvöldi. 2-0 sigurinn var í minnsta lagi, en þó ótti Þorsteinn að verja bœði mðrk þýzka liðsins Leikmenn þýzka alþýöu- lýðveldisins sýndu í gær- kvöldi einhvern bezta leik, sem erlent lið hefur sýnt á Laugardalsvelli og sigruðu islenzka landsliðið örugg- lega — landslið, sem leikið hefur fjóra leiki á átta dögum, nokkuð, sem jafnvel atvinnumenn mundu kikna undir. Sigur Þjóðverja 2-0 var jafnvel í minnsta lagi. Þeir fóru illa með sín beztu tækifæri — en fengu hins vegar tvö ódýr mörk, sem Þorsteinn ólafsson, markvörður íslands, hefði hiklaust átt að koma í veg fyrir. Einkum hið fyrra, mikið klaufamark. Yfirburðir þýzka liðsins voru miklir úti á vellinum, en þú komst islenzka liðið vel frá leiknum, og enn voru leikmenn þess rændir góðu marki. Ásgeir Eliasson skoraði aðeins til að sjá linuvörð — islenzkan — veifa rangstöðu á leikmann, sem engin áhrif hafði á leikinn, og einnig var vafasamt hvort hann var yfir höfuð rang- stæður. Það hefur verið grát- legast i sambandi við lands- leikina við Þjóðverja, að það hafa verið islenzkir linuverðir, sem komið hafa i veg fyrir mun betri úrslit en raun varð á — úrslit, sem þó allir geta vel við unað. Það er ekki skömm að tapa fyrir þessu þýzka landsliði jafn snilldarlega knattspyrnu og það getur sýnt, og velgt hefur miklu þekktari mót- herjum undir uggum. Þó þýzku leikmennirnir sköpuðu sér all góð tækifæri i leiknum til að skora var islenzka örlagarikt augnablik i ieikn- um i gærkvöldi. Gisli Torfason, lengst til vinstri, hefur gefið knöttinn inn i vitatcig til Ásgeirs Eliassonar — Asgeir skauzt framhjá þýzkum varnarmanni — náði knettinum og skoraði svo gott mark eins og miðmyndin sýnir. Ásgeir hefur þar sent knöttinn framhjá þýzka mark- verðinum. Marteinn Geirsson fylgist spenntur með. En von- brigöi urðu mikil — Hinrik Lárusson, linuvörður leiksins, á austan verðum vellinum (eins og Rafn Hjaltalin i fyrri leiknum Iveifaöi rangstöðu á Matthias llallgrimsson, sem ef til vill — ef til vill ekki — var fyrir innan þýzku varnar- mennina, en áhrif hafði Matthias ekki nokkur á leikinn. Honum sárnaði svo, að hann hljóp beint til linuvarðarins og gerði sinar athugasemdir. Þarna var aftur gott mark tekið af islenzka landsliðinu vegna fljótfærni linuvaröar — tvö mörk i báðum leikjunum, sem islenzka liðið skoraði, en komust ekki til skila vegna islenzkra linuvarða. Það er of mikið af þvi góða — það heföi borgaö sig að fá einnig linuveröi frá Skotiandi! Á neðstu myndinni er ÖRN Óskarsson, sem sýndi góðan lcik, kominn i færi. Þýzki markvörðurinn (hönd hans sést til vinstri) er einn til varnar, en hörkuskot Arnar lenti beint i andliti þess þýzka og knötturinn hrökk út á völl. Markvörðurinn meiddist og varð að yfirgefa völlinn. Ljósmyndir Bjarn- leifur. vörnin kjarni landsliðs okkar. Aö visu misgóð — Þorsteini urðu á gróf mistök, en sýndi á milli hver ágætis markvörður hann getur verið en Ástráður Gunnarsson hefur ekki hæfni til að leika á móti þetta sterkum mótherjum, þvi miður. Tveir leikmenn hrifu mig mjög i þessum leik — Ólafur Sigurvins- son og Einar Gunnarsson — og gáfu þeir beztu Þjóðverjunum ekkert eftir. Þeir sýndu hreint snilldarleik i vörninni og hafa ekki i annan tima leikið betur. Guðni Kjartansson, fyrirliði gaf þeim ekki mikið eftir, þrátt fyrir meiðsli. Þá var Marteinn Geirsson ágætur — leikmaöur, sem aldrei á slæman leik. Guðgeir Leifsson, Asgeir Sigur- vinsson og Ólafur Júliusson, sem þó átti mun betri leik en i fyrri landsleiknum, voru teknir út af — tveir þeir fyrst töldu meiddir. 1 stað þeirra komu Asgeir Elias- son, sem var einn albezti maður isl. liðsins. örn óskarsson og Teitur Þórðarson. Sóknin var beittari við þetta i siðari hálf- leiknum, og skapaðist þá stundum hætta við þýzka markið. Ásgeir skoraði — örn komst einn inn fyrir, en þýzki markvöröurinn Þýzki markvörðurinn Dieter Schneider sýndi oft mikið öryggi i landsleikjunum. Hér gripur hann knöttinn öruggum höndum. varði hörkuskot hans. Orn komst yfirleitt prýðilega frá leiknum. Gisli Torfason er mjög vaxandi leikmaður — en mikið hefur verið álagið á þessum unga pilti siðustu daga. t framlinu barðist Matthias Hallgrimsson af miklum krafti — leiknari leikmann eigum við ekki — en gæzlan var oft þrælsleg á honum. Þrátt fyrir tapið getur islenzka liðið vel unað sinum hlut — og einhvern tima, jafnvel fyrir örfáum árum, hefði islenzkt landslið mátt þola stórtap fyrir liöi af styrkleika Þjóðverjanna. Framförin hjá okkur er svo greinileg, svo mikil, að þar er um hreina stökkbreytingu að ræöa. Við eigum gott landslið — þótt alltaf megi um það deila hvort Pétur sé betri en Páll i þessari eða hinni stöðunni. Sem betur fer, er óhætt að segja — eigum við næstum tuttugu leikmenn, sem mundu sóma sér vel i landsliði — slikur Erfiðasta vika í ísl. knatt- spyrnu Erfiðustu viku i islenzkri knattspyrnu er lokið — og það er ekki annað hægt að segja, en að islenzku lands- liðsmennirnir hafi komizt sérlega vel frá þeirri miklu | raun, sem þeir hafa staðið i siðustu daga. , Þrir landsleikir við Svia og Austur-Þjóðverja — knatt- , spyrnulið, sem eru i fremstu röð — og vissuieg fengu þau verðuga mótstöðu frá islcnzku landsliðsmönnun- um. Ofan á þetta bættist svo pressuleikurinn þannig, að margir islenzku landsliðs- mannanna hafa leikið fjóra erfiða leiki á átta dögum. Atvinnumenn mundu kvarta undan þvi að þurfa að leika fjóra leiki á svo skömmum tima — og fyrir áhugamenn hlýtur slíkt að vera mjög erfitt. En það var ekki kvartað og margir leik- mannanna léku jafnvel i síð- ast leiknum eins og hinum fyrsta. lúxus hefur ekki áður þekkzt i - islenzkri knattspyrnu. Austur-þýzka liðið skoraði fyrra mark sitt á 18 min. fyrri hálfleiks. Hans-Jurgen Kreische, sem skoraði bæði mörkin i fyrri leiknum, lék þá upp að enda- mörkum — spyrnti fast fyrir markið. Knötturinn hefði senni- lega farið framhjá — en Þorsteinn greip inn i og missti svo knöttinn i markið. Grátlegt. Siðara markið skoraði þekktasti leikmaður þýzka liðsins, Eberhard Vogel á 3. min. siðari hálfleiks. Hann lék næstum i gegn frá miðju vallarsins — án þess að vera að ráði hindraður — og spyrnti fast á markið nokkru utan vitateigs. Knötturinn lenti i hægra markhorninu, alveg niður við jörð. Þorsteinn var of seinn að kasta sér— slikt mark fá ekki snjallir markverðir á sig. Aðdragandinn var langur — og ekkert, sem hefti útsýnið. Þetta er harður dómur — en hins vegar var Þorsteinn oft vel á verði, og á 33. min. varði hann svo snilldar- lega frá Vogel að sjálfur Gordon Banks hefði ekki getað gert betur. —hsim. 1 wm .. - '.-.'vrVv • Knötturinn á leið i mark Þjóðverja — Matthias Ilallgrimsson. lengst til hægri, spyrnir á markið án þess Klaus Sammer komi við vörnum. Knötturinn fór allur yfir marklinuna áður en þýzki markvörðurinn greip hann. Þctta var á 5 min. fyrri landsleiksins — en samt var ekkert mark dæmt vegna mistaka islenzks linuvarðar. Ljósmynd Bjarnlcifur. Nú er að vinna Norð- menn í HM-leiknum! —sagði Albert Guðmundsson við íslenzku landsliðsmennina í lokahófi KSÍ í gœrkvöldi „Ykkur hefur kannski fundizt það miskunnar- leysi, að við Hafsteinn Guðmundsson skyldum velja ykkur í siðari leikinn gegn Austur-Þjóð- verjum— allir þreyttir og sumir með minni háttar meiðsli" sagði Albert Guðmundsson, formaður KSi, við íslenzku lands- liðsmennina í hófi Knatt- spyrnusambandsins „en við erum ángæðir með frammistöðu ykkar — og treystum ykkur". — Það er ekki vafi á því, að íslenzk knatt- spyrna er í mikilli framförog sá hópur, sem byggður hefur verið upp landsliðinu getur orðið öðrum íslenzkum æsku- mönnum til fyrirmyndar. Við berum mikið traust til ykkar innan vallar sem utan — og kröfurnar aukast. islenzkir áhorf- endur munu gera þær kröfur, að þið sigrið Norð- menn á Laugardalsvell- inum 2. ágúst næst- komandi, sagði Albert ennfremur í hófi KSi var skipzt á gjöfum að venju eftir landsleiki. Albert afhenti fyrirliða austur-þýzka landsliðsins nítján ösku- bakka úr hrauni og merki leikir í 1. Fjórir deild á sunnudag! Boltinn heldur áfram að rúlla i 1. deildinni á sunnudag — fjórir leikir verða háðir. Eftir hina miklu knattspyrnuvið- burði undanfarinna daga hefðu margir haldið að ástæða væri til að leikmenn, sem staðið hafa i eldlinunni, hvidust, en það er öðru nær. Nú er alvara 1. deildarinnar fram- undan. Mesta athygli mun leikurinn á Akranesi áreiðanlega vekja. Efsta liðið i deildinni, Keflavik, kemur i heimsókn, og leikur við Akurnesinga. Þetta ætti að geta orðið mikill baráttuleikur milli hættulegrar framlinu heima- manna og góðrar varnar Kefla- vikur. Fyrirfram eru Kefl- vikingar sigurstranglegri — en flestir leikmanna liðsins hafa staðið i ströngu undanfarið og þvi ekki vist, að þeir nái sinu bezta á Skaganum. Leikurinn hefst kl. fjögur. Á sama tima leika Akureyri og Fram fyrir norðan, en kl. tvö hefst leikur Vestmannaeyja og KR i Njarðvikum. Um kvöldið verður svo leikur Vals og Breiða- bliks á Laugardalsvelli. KSI handa öllum lands- liðshópnum þýzka, en nítján leikmenn voru f förinni hingað. Einnig fengu fararstjórar liðsins, þjálfararog læknir gjafir, og knattspyrnusambandið þýzka fagran vasa. Fararstjóri þýzka liðs- ins, Schneider, hélt einnig ræðu og þakkaði móttökur hér. Þá kallaði hann í Guðna Kjartansson, fyrirliða islenzka lands- liðsins, og afhenti honum gjafir til íslenzku lands- liðsmannanna — falleg veski, merki þýzka sam- bandsins, og hornveifu þess, Þá afhenti hann KSi fagran krystalvasa að gjöf — og stjórnar mönnum KSi gjafir. Dómari leikjanna, Skotinn Gordon, fékk gjafir frá báðum knatt- spyrnusamböndunum, og einnig línuverðir í leikjunum. Hófið fór hið bezta fram og meðal annars kom fram í ræðu Alberts, að þegar íslenzka lands- liðið ætti leið nálægt landamærum þýzka al- þýðulýðveldisins mundi það leggja lykkju á leið sína og endurgreiða þessa landsleiki. Kynni við þýzku leikmennina hefðu verið sérstaklega góð — hann hefði ekki áður kynnzt hér leikmönnum sem hefðu komið fram jafn kurteislega innan vallar sem utan — það væri fyrirmyndar agi hjá þýzka liðinu. AFRAM strakar, jafna! Sendiherra þýzka alþýðu- lýðveldisins á tslandi — með aðsetri i Osló — kom gagn- gert til tslands i gær til að horfa á siðari iandsleik islands og Austur-Þýzka- lands . Hafði hann hina bcztu skemmtun af leiknum og lét það i Ijós i hófi KSt I gærkvöldi. Margir fyrirmenn sáu leikina -ráðherrar voru fjöl- margir á fyrri leiknum, Einar Ágústsson, Magnús Torfi Ólafsson, Halldór Sigurðsson, Hannibal Valdi- marsson, og Magnús Kjartansson, sem var á báðum leikjunum. Þcgar islenzka liðið náði 1 forustu i fyrri leiknum kallaði Magnús Kjartansson „Afram strákar — jafna”, svo spenntur var hann en gleymdi því augnablik, að islenzka liðið liafði náð forustu. Varla hefði Itann farið að hvetja leikmenn al- þýðulýðveldisins á islenzku!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.