Vísir - 11.08.1973, Síða 7

Vísir - 11.08.1973, Síða 7
Vlsir. Laugardagur 11. ágúst 1973. 7 r iNiMi i SIÐAN 1 Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir „EIGIÐI HERMANNABUXUR ÚR STRÍDINU?" — hugleiðingar um tóningatízku Dcnim jakki skuAaður í krók og kring. Þessi hcfur verift þveginn og þvældur rækilega. I baksýn er eftirliking af gönilum hlöðnum vcgg, en myndin er tekin I Faco. „Eigiði alvöru hermannabuxur, svona úr striðinu?’’ Það er ung stúlka, iklædd hinni furðulegustu samsetningu af galla- buxum og pilsi, sem spyr svo. Og auðvitað crumviðstödd i einni af hinum óteljandi tizku- verzlunum fyrir þá ungu — ,,unga fólkið” og „unglingana” og ,,ungu dömuna” og ,,unga herrann” og „táningana” og hvað þetta heitir nú allt saman, sem á að kaupa á sig flikurnar i þessum verzlunum. Þeir sem komnir eru yfir þri- tugt mega liklega fara að halla sér, að ekki sé talað um þá sem farnir eru að nálgast fimmtugt. En viðskiptin hafa sin lögmál, og þau skilja hvar klingir i og hvar bezt er að gróðursetja áróðurinn. Þetta svokallaða unga fólk er nefnilega dálitið áhrifagjarnt og sérviturt stundum, það þarf lika sjaldnast að puða fyrir sköttunum og afborgunum eins og við hin og getur þess vegna látið mánaðarkaupið ganga að miklu leyti i gatslitnar galla- buxur eða margþvegna bóta- blússu. A meðan maður býr hjá mömmu og pabba, getur maður tekið lifinu létt, og þá er um að geta að halda sér i stælnum á meðan það er hægt. Einu sinni voru gallabuxur það drusluleg- asta, sem menn vissu, og af- greiðslustúlka, sem lét sér detta i hug að vera i gallabuxum við störf sin, var áreiðanlega ekki vinsæl hjá yfirmönnum sinum. Gallabuxur eru i raun og veru stórkostlegur klæðnaður. Mary Quant segir, að þær séu „sexiasti” klæðnaður sem fyrir- finnst, og þær eru áreiðanlega þægilegastar. Og svo komust þær i tizku fyrir alvöru. Þegar búið var að selja þær lengi, „eins og þær komu af skepn- unni, var byrjað að þvo þær og þvæla, bródera og bæta, sjóða upp úr klór og jafnvel moldar- drullu, og allt var þetta jafn- vinsælt. Eftir þessa þvottameð- ferð er meira að segja erfitt að þvo þær á vanalegan hátt, þvi þær vilja missa litinn og verða jafnvel alveg hvitar. úti hinum stóra heimi var farið að selja hermannajakka úr Vietnam- striðinu, og bezt þótti, ef þeir voru með skotgötum og jafnvel gömlum blóðblettum. Meira að segja gatslitnar druslur, sem áttu að vera úr seinni heims- styrjöldinni, nutu gifurlegra vinsælda. Höfðu menn á orði, þegar birgðirnar fóru að þverra, að nú þyrfti bara að fá nýja styrjöld i gang, til þess að hægt væri að halda áfram með þessi viðskipti. Þetta var nú sagan af galla- buxunum, en litum aftur á tizkuverzlanirnar, sem hafa á boðstólum fatnað fyrir popp- unglingana. 1 Reykjavik einni eru yfir 20 verzlanir, sem selja fyrst og fremst fatnað á unglinga. Auðvitað kaupa miklu fleiri i þessum verzlunum, en dýrkunin á þessum aldursflokki ræður þessum viðskiptum og stjórnar I rauninni stefnunni i allri tlzku i dag. Það sem einu sinni vakti athygli, voru tizkusýningarnar i Paris, en i dag hafa þær sáralitil áhrif á tizkuna almennt. Það er unga fólkið sem ræður. Og það er vissulega vel, að tizkukóng- arnir skuli ekki lengur hafa töfrasprotann I hendinni, svo langt sem þeir eru oftast utan viö raunveruleikann og utan við hið almenna lif venjulegs fólks. Geta þessar 20 verzlanir hér i Reykjavik i raun og veru borið sig? Samkeppnin er gifurlega hörð, þvi þessar verzlanir spretta upp dag frá degi eins og gorkúlur. Og hvað heita þær? Jú, frumleikinn er sá sami og i verzlunarvörunni. Alltá að vera nógu frumlegt, svo að það gangi i augun, — og i pyngjuna. Þær heita ótrúlegustu nöfnum, allt frá Adam og Evu I Buxna- klaufina og óteljandi erlend nöfn. Um leið og margþvegin eða margbætt föt, gamaldags snið og ótrúlegustu fumlegheit fylla verzlanirnar, er þess gætt, að ramminn utan um allan stælinn sé nógu sérkennilegur lika. Eins og fötin eru gerð gömul, er reynt að fá „gamla” áferð á veggina. Gamlir bilar, klukkur og ótrúlegustu hlutir eru dregnir inn á búðargólfiö veggirnir eru skreyttir eftir- likingum: múrsteinshleðsla, trjábútar, myndir og viðar- þiljur. Auðvitað er þetta hið lif- legasta umhverfi, þegar það er orðiö fullt af táningum og ærandi popptónlistin sker i eyrun. En það fer þó ekki hjá þvi, að það hvarfli að manni, að þægindin og hagkvæmnin, frumleikinn og frjálslegheitin, sem upphaflega voru hvatinn aö hinni nýju tizku, hafi snúizt i eitthvað annað. Þegar það er orðið markmið að „búa til” gömul og snjáð föt, af þvi að það er stæll, markmið að búa til frumlegar flikur til þess að græða á þeim, án þess að nokkur frumleiki sé kannski fyrir hendi, þá er eitthvað oröið bogið við þetta allt saman. Við tókum okkur smáferð á hendur i bæinn, ég og ljós- myndarinn, til þess að lita inn i þessar verzlanir, en komumst auðvitaöekki inn i nema örfáar. Og auðvitað féll ég, eins og tán- ingur, fyrir einni vitleysunni, jerseypeysu með marglitum vösum. Og þetta er ákaflega hagkvæm flik, hana má nefni- lega aðeins þvo úr köldu vatni. Ekki vegna þess, að hún sé svo margþvæld i klór og vatni, að hún þoli það ekki lengur, heldur vegna þess, að annars má búast við, að þessir marglitu vasar verði hreint ekki svo marglitir lengur, heldur bara alveg eins. Bjarnleifur ljósmyndari, sem er gamall skósmiður, gat hins vegar ekki fengið augun af háhæluðum karlmannaskóm i einni verzluninni, og hafði hann mörg orð um gæði þeirra og galla. Ekki var að sjá, að mjög mikið væri að gera i þessum verzlunum. Þó fékkst enginn verzlunareigandi til þess að segja, að ekki væri nóg af viðskiptavinum. Einu sinni risu lika snyrtivöruverzlanir i tuga- tali upp i miðbænum, en þær voru ekki svona harðar i sam- keppninni, enda lognaðist megnið af þeim út af þegjandi og hljóðalaust. „Það er galla- buxnatizkan, sem ræður öllu i tizkunni i dag” sagði afgreiðslu- stúlkan i Karnabæ, einni fyrstu verzluninni af þessu tagi i borg- inni. Og sama sögðu þeir i Faco, gamalli og gróinni herrafata- „Gallabuxnatizkan er númer eitt” segja afgrciöslustúlkurnar i Karnahæ. verzlun, sem hefur fært út kviarnar og selur nú ýmiss konar klæðnað fyrir unga og eldri. Margar verzlanirnar hafa sérstakar deildir, eða verzlanir fyrir táninga, og siðan „betri” deildir fyrir „dömur og herra”. Það má þvi með sanni segja, að i þessum bransa sé stétta- skipting af bezta tagi. „Gallabuxurnar verða vinsælastar i vetur lika”, sagði Kristinn Dulaney i Faco. „Við látum efnalaugar klórmeð- höndla þær fyrir okkur”. Og áfram höldum við og litum við i nokkrum fleiri verzlunum. Allar eru þessar verzlanir ákaf- lega liflegar að sjá, en hvernig væri að fá eitthvað af þessari litagleði i aðrar verzlanir lika, t.d. I matvöruverzlanir? Það er nefnilega ekki bara unga fólkið, sem á rétt á svolitilli tilbreytingu i kringum sig. Við endum rápið á þvi að lita inn i nýjustu verzlunina, Casanova, og þar hittum við annan -eigendann, Stefán Magnússon, en hinn er Finn- björn Finnbjörnsson. „Við opnuðum á fimmtu- daginn var, og þetta gengur ágætlega” segir Stefán. „Eruð þið ekkert smeykir við aö hefja svona rekstur með allan þennan aragrúa af hlið- stæðum verzlunum fyrir?”. „Nei, alveg ósmeykir. Auð- vitað má búast við, að einhverjir detti út, en við ætlum að verzla með meira en táningaföt. Við verðum með föt fyrir þá eldri uppi siðar meir, svo að við erum ekki svo háð þessari samkeppni við unglingabúðirnar. En auðvitað stjórnar popptizkan allri tizk- unni, og smátt og smátt færast unglingasniðin inn i allan fatnað”, segir Stefán, og nú kemur ungur maður askvaðandi og vill fá að skoða sér gallabuxur, og auðvitað megum við ekki tefja lengur, þvi það er með viðskiptin eins og áfengisvandamálið, að það verður að fá að hafa sinn gang. —ÞS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.