Vísir - 24.08.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 24.08.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Föstudagur 24. ágúst 1973. y RAGNAR ROKK!!! Hljómlistarunnendur i Osló fengu sina Laugardals- útihljómleika núna fyrir skemmstu. Þeir hljómleikar hlutu nafnið „Ragnarrokk” og hefur það trúlega átt að standa fyrir þann „dóms- dags” hávaða, sem þar var framleiddur. Allir skemmtu sér þó hið bezta á Holmen- kolibakka þennan sunnu- dagseftirmiðdag. Ekkert átti aö fara framhjá hinum mikla áheyrendafjölda og til að tryggja það fullkomlega fór hljómstyrkurinn ekki niður fyrir 13 þúsund vött. Þórarinn Jón Magnússon Saab 99 — Síðustu bílarnir Af órgerð 1973 er SAAB 96 DG 95 uppseldir. EN, ennþó eru til nokkrir SAAB 99, 95 ha., til afgreiðslu nú þegar. SAAB órgerð 1974 er kominn ó markaðinn og vœntanlegir í september. Búast mó við að þeir hœkki um ca. 10%. LÚxus Og oryggi 's”íi"^ BJÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Eins gott að í Það má með sanhi segja, að þessir brezku knattieiksmenn séu hátt yfir aðra handknattieiks- menn hafnir. Þeir eru þarna i boltaieik girtir með beltum uppi i simastaurum. ; Það er Póst- og simamála- stjórnin sjálf, sem átti hugmynd- ina að þessum æfingum. Efst uppi I staurunum, með öryggisbeltin læst og annað öryggi Llagi, befst ieikurinn: — Ekki það, að koma upp simalinum eða lagfæra það sem aflaga hefur farið, heldur til að kasta á milli sin bolta. Byrjendur hjá Simaþjónustunni þarfnast sinnar þjálfunar til starfa. Fyrrgreindar æfingar miöa aö þvi, að gera þá örugga I aö nota báðar hendurnar. En hver veit nema hér sé I uppsíglingu ný iþróttagrein? SKOP'fr & & — Mamma, mamma, veiztu hvað eru margir metrar af tannkremi i einni túbu? — Nei, drengur minn. — Þrir og hálfur metri! ☆ — Það er alveg ágætt að vera stelpa, tisti I Stinu. — Þvi þá getur maður sagt allt það, sem maður hugsar — og ef maður hugsar ekki, getur maður samt sagt það! Kennarinn vildi reyna að út- skýra fyrir nemendum sinum, hver væri munurinn á konungi og forseta: — Sko, sjáiði til....konungur- inn þarf aö vera sonur föður sins, það þarf forsetinn hins vegar ekki... ☆ — Ég sé á brosi yðar, fröken, aö við eigum eftir að sjást aftur! — Oh, þér eruð bara að slá mér gullhamra. — Nei, ég er tannlæknir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.