Vísir - 22.10.1973, Qupperneq 7
Visir. Mánudagur 22. október 1973.
7
Allt sem einn maður þarfnast
— er í þessari litlu, en þœgilegu vistarveru, sem var breytt úr hórgreiðslustofu í einstaklingsíbúð —
bessi langa og mjóa fbúö var
eitt sinn hárgreiöslustofa I
Amsterdam. Það var ungur
maöur sem keypti ibúöina fyrir
titla peninga og nú skulum viö
lita á hvernig hann hcfur inn-
réttað hana. Hann hefur sjálfur
smiöaö svo til öll húsgögnin, en
þau eru ákaflega einföld. Þær
lausnir, sem hann hefur fundiö,
sýna okkur hvernig hægt er aö
gera litið rými að snotru og hag-
kvæmu heimili. Þetta er svo-
kölluö einstakiingsihúð, en hún
er samt ekki með neinum
„bráðabirgða" svip, eins og oft
vill verða. í þessari ibúð gctur
einstaklingur búiö árum saman,
unniö, hvilt sig, boöiö heim vin-
um og matazt.
Litum nú nánar á ibúðina.
Hún er mjög löng og mjó og þvi
þurfti sérstaka hugkvæmni við
að innrétta hana svo að hún
fengi notið sin og svo að birtan
kæmist i sem flest horn hennar.
Gluggar eru aðeins i endunum
og þvi mátti hvergi byggja háa
veggi til að skilja herbergið i
sundur.
Húsgögnin eru að mestu
smiðuð úr spónaplötum og
þunnum krossvið, en mun auð-
veldara væri að sjálfsögðu aö
sleppa öllum hinum afliöandi
hornum og hafa húsgögnin þess
i stað með beinum linum.
Litirnir eru mildir, aðallega
hvitt, brúnt og blátt.
Anddyri:
Hér er gengið inn og á móti er
innbyggður fataskápur. Sama
gólfteppi er hér og á sjálfu her-
berginu og vinnuhorninu, en það
er kaffibrúnt.
Svefnhorn:
Hér er byggt lágt „svefnskýli”
sem hleypir birtu yfir. Hilla er
við höfðagaflinn með lampa.
Rúmið er gert úr furuþiljum
og fallegt röndótt áklæði er yfir
þvi. Þarna er lika fataskápur.
Matarborð:
Matarborðið er búið til úr hluta
af hillusamstæðunni, en yfir það
er lögð plata úr „plexigleri” eða
hertu plasti. Þarna geta fjórir
matazt og stutt er i eldhúsið eða
yfir i setuhornið.
Setuhorn:
Hér nýtist rýmið mjög vel i tvo
þriggja manna sófa, sem
smiðaðir eru úr spónaplötum.
Sessurnar eru úr svampi og
tvöföld röð af mislitum púðum i
bakið. A bak við báða sófana eru
Hér sjáum viö yfir herbergiö. Þaö er óneitanlega stilhreint og
skemmtilegt, þótt innréttingin hafi kostaö litla peninga, en tölu-
veröa handlagni. Sófarnir sýna hvernig liægt cr aö koma (>
manns fyrir i þægilcgu sæti, þótt rýmiðsé sáralitiö.
hillur. Sjónvarpið við annan
endann, íampi hinum megin..
Vinnuhorn:
Hér er skrifborð og vinnuað-
staða öðru megin með nægri
birtu. Hinum megin er útvarps-
tækið og plötuspilarinn. Fyrir
glugganum eru aðeins hvitar
hansagardinur, svo að birtan
njóti sin sein bezt.
Baö:
Hér er baðið og vaskurinn.
Þetta er i rauninni aðeins
sturtuklefi, þar sem ekki er var
unnt að koma fyrir baði og WC i
sama herbergi. Stór gluggi gef-
ur mikla birtu og fyrir opinu inn
i eldhúsið eru aðeins hansagar-
dinur, svo að birtan komist
þangað lika.
Kldhús:
Eldhúsið er málað i sterkum lit-
um, en i þvi eru aðeins nauðsyn-
legustu tæki til matseldar og
hægt að snæða snarl við bekkinn
hægra megin.
W.C.:
Hér er aðeins það sem hér þarf
að vera, með litilli rennihurð
fyrir. Að sjálfsögðu væri æski-
legast að hafa litinn vask hér
einnig, korkur er á gólfinu. eins
og á eldhúsinu. ÞS.
Umsjón:
Þórunn
Sigurðardóttir
llér sjáum viö svefnhorniö meö
hillum og Ijósi. Birtan kemst
leiðar sinnar um herbergið yfir
þetta lága skilrúm. Mun auð-
veldara væri aö hafa beinar lin-
ur á þvi, þótt þessar afliöandi
linur gefi þvi óneitanlega sér-
kennilegan stil.
Og i þessum lataskáp kemst
flest af fatnaöinum fyrir, en
hann er viö hlið rúmsins. 1 þess-
um enda er hægt aö draga þvkk
gluggatjiild fyrir gluggann, svo
aö hægt sé aö loka birtuna úti
þegar maöur vill sofa.
Með tilkomu hraðbrauta
hefur slysahœtta af völdum hólku
og ísingar stóraukizt.
VDO-LOFTHITAMÆURINN
kemur yður að gagni í þessu tilliti
með því að hann
☆ sýnir hitastig við jörðu
☆ gefur til kynna með Ijósmerki,
ef hitastig við jörðu fer niður
í eða niður fyrir frostmark.
☆ varar yður þannig við
ísingarhœttu.
Mœlinn mó auðveldlega setja í
mœlaborð bifreiðarinnar.
— VARIST SLYSIN -
Setjið umferðaröryggi öðru ofar.
*
winai (Sfyzeiiöóan Lf.
Suðurlandsbraut 16 - ReykjavlV - Slmnefni: »Volver< - Stmi 35200