Vísir


Vísir - 22.10.1973, Qupperneq 20

Vísir - 22.10.1973, Qupperneq 20
VÍSIR Mánudagur 22. október 1973. HVAÐ GERA SJÓ- MENN? „Málib hcfur ekki veriö rætt i stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur, en min persónulega skoöun er ekkert launungarmál,” sagöi Hilmar Jónsson formaöur félags- ins I morgun. ,,Ég vil, aö samið veröi á þeim grundvelli, sem fram hefur komiö I málinu. Sérstaklega er nauösyn- legt að þessi mál veröi komin i viöunandi horf fyrir veturinn. Þaö er ekki á neinn hátt réttlæt- anlegt, aö deilur og ryskingar séu hér á miöunum kringum landiö i verstu vetrarveðrum. Mannslif, bæöi brezk og tslenzk eru þar i stórhættu.” „011 slys og skaöar, sem verða vegna landhelgisdeilunnar veröa skrifaöir á okkar reikning, jafn- vel þó viö sjálfir vitum aö viö erum i fullum rétti,” sagöi Hilmar Jónsson ennfremur. „Þaö er þvi tvimælalaust rétt aö semja og tvö ár eru ekki langur timi i lifi einnar þjóöar.” Ingólfur Stefánsson, hjá Farmanna- og fiskimannasam- bandinu, sagöist litiö vilja segja um máliö að svo stöddu. Það mundi liklega veröa tekiö fyrir hjá stjórn sambandsins i vikunni. „Persónulega finnst mér máliö ekki liggja nógu ljóst fyrir og öll atriöi málsins ekki nógu skýr, til aö ég geti sagt á þvi mina skoö- un,” sagði Ingólfur. „Þar á ég sérstaklega viö ákvæðið um framkvæmd sam- komulagsins, þaö er hverjir eigi aö hafa lögsögu á svæöinu. Einnig finnst mér kannski ákvæöin um friöunarsvæöin ekki nógu skýr. — ÓG Ungi mað- urinn lézt af brunasárunum Maöurinn, sem brenndist ásaint systur sinni í brunanum á Akureyri á föstudag, iézt i gær. Hann hét Halldór Vilberg Jóhanncsson, 27 ára gamall, og varbúsettur hjá foreldrum sinum á Akureyri. Systir hans, Jónina Jóhannes- dóttir, 23 ára, er enn i iifshættu. Hún mun aöallega vera hætt komin vcgna reykeitrunar. —ÓH Geðveill maður kveikti í sér! Maöur, sem ekki er talinn heill á geösmunum, kveikti i sér um kvöidmalarleytið i gærdag. Maöurinn býr i Hraunbænum. Hringt var til lögreglunnar og til- kynnt, að reykur kæmi út úr her- bergi hans. Lögreglan var fljót á staöinn, og tókst að slökkva i manninum. Rúmföt hans og klæöi brunnu eitthvað, en maðurinn slapp tiltölulega ómeiddur. Maðurinn var ofurölvi og ekki viðmælandi. Undanfarið hefur verið kvartað undan þessum manni af ibúum i götunni. Hann býr einn og hefur sýnt af sér afbrigðilega hegöan. -ÓH Tíu handteknir vegna hassmóla um helgina Tíu manns voru hand- teknir nú um helgina vegna neyzlu og dreif- ingar á hassi. Starfsmenn fikniefna- dómstólsins stóöu í miklum yfirheyrslum um helgina. Allir, sem hand- teknir voru, sátu inni í lengri eöa skemmri tima, meöan þeir voru yfir- heyrðir. Tveir menn voru úrskurðaöir í gæzluvarð- hald, en öörum tveim, sem höfðu setiö inni, var sleppt. Fólk þetta er allt viðriðið mál, sem tvinnast saman á mjög flókinn hátt, að sögn Asgeirs Friðjónssonar dómara. Mál fólksins teygist marga mánuði aftur i timann. Fjórir eða fimm af þeim, sem hand- teknir voru, voru handteknir i eiturlyfjavimu. Starfsmenn dómstólsins gripu þá i húsi einu hér i bæ. Að sögn Asgeirs er oftast erfitt að tjónka við fólk., þegar komiö er að þvi i þessu ástandi. Rannsókn málsins heldur áfram, en að sögn As- geirs er það flókið og erfitt að sjá fyrir endann á þvi. -ÓH ÚTVEGSMENN STYÐJA ÓLAF — einróma samþykkt stuðningsyfirlýsing send forsœtisróðherra — samið um fisksölur til V-Þýzkalands tslenzkir útvegsmenn sam- komulagsgrundveili, sem ólaf- þykktu aö styöja aö þeim sam- ur Jóhannesson forsætisráð- Munaði 5 sm að skotið fœri inn um rúðuna! — rútan fullsetin ungu fólki, sem var ó leið ó sveitaball Þetta er skotvopniö gamla, sem ungi maöurinn notaöi á rútuna á laugardagskvöldið. Skotið var á rútubil á sunnudagskvöidið, þar sem hann stóð fyrir framan verkstæði á Laugarnestanga. Rút- an var full af ungling- um sem voru að fara á dansleik á Hvolsvelli. Eitt skot fór i rútuna, og lenti það 5 senti- metrum fyrir neðan eina rúðuna. Skotið fór þó ekki alla leið í gegn, heldur stöðvaðist á innsta byrðinu á rút- unni. Þar sem enginn simi er i verkstæðinu, fór rútubilstjórinn burt með rútuna og hringdi i lögregluna frá benzinstöð skammt frá. Hann hafði séð skotmanninn i billjósunum og gat gefið nokkuð góða lýsingu á honum. Tveir fullmannaðir lögreglu- biiar fóru þegar á staðinn i leit að byssumanninum. Þeir leit- uðu um fjöruna á Laugarnes- tanganum og notuðu til þess sterk ljós. Þeir fundu skot- manninn, sem reyndist vera tvi- tugur piltur. Pilturinn gerði enga tilraun til að skjóta á lögregluna, og var hann afvopnaður og fluttur i fangageymslur. I yfirheyrslum bar hann þvi við, að hann hefði viljað prófa hvernig færi ef hann skyti i dekk rútunnar. Skotið hefði aftur á móti geigað og það þvi farið á þennan stað i rútunni. Pilturinn hafði farið fyrr út um kvöldið til að skjóta svartbak. Til þessa notaði hann 22 cal. riffil, frekar gamlan og illa farinn. En svo sá hann rút- una og vildi prófa að skjóta á dekkin, að eigin sögn. Pilturinn var svolitið undir áhrifum áfengis, þegar hann varhandtekinn. Auk byssunnar hafði hann einnig meðferðis 60 skot i hana. _^H herra, hafði heim meö sér frá fundi sinum meö Heath, forsæt- isráöherra Breta. Félag islenzkra togaraeig- enda og félag bátaeigenda héldu fund á föstudaginn, og i fyrr- nefnda félaginu var einróma samþykkt að lýsa stuðningi við samkomulagsgrundvöllinn, en i þvi siöarnefnda var stuðningur- inn samþykktur með tuttugu at- kvæðum gegn einu. Stuöningsyfirlýsing var send forsætisráðherra, og mun hann hafa fengið hana i hendur i morgun. Samkomulag um fisksölu til Þýzkalands Þá undirrituðu islenzkir út- vegsmenn, þ.e. Ltú, FIB, BÚR, S.H. og SIS. samkomulag við þýzka útgerðarmenn, þar sem áætlað er að næstu árin, þ.e. 1974 og 1975 muni lslendingar selja árlega 20.000 tonn af fersk- fiski til Þýzkalands — miðað við markaðsástand hverju sinni. Þannig verður þetta samkomu- lag, sem dr. Genschau og Ernst Rudolfi undirrituðu fyrir hönd Þjóðverjánna, ekki bindandi, en tonnafjöldinn er talsvert meiri heldur en verið hefur siðast liðin ár — sé tekið meðaltal af sölu is- lenzkra togara i Þýzkalandi siöustu fimm árin, kemur i ljós að salan hefur verið 12.000 tonn á ári. Þessi samningur við Þjóð; verjana miðast vitanlega við yfirvofandi samninga islenzkra stjórnvalda og þýzkra vegna út- færslu landhelginnar, og kemur óbeinlinis inn i þann samning, ef samið veröur. — GG HREIN TORG, — FÖGUR BORG! „Hrein torg, fögur borg”, stóð einhvers staðar skrifað skýrum stöfum. Þvier ekki beinlínis fyrir að fara þarna, og helzt mætti ætla aö skortur væri á sorptunnum. Hvað veldur, vitum við ekki fyllilega, en ljósmy ndarinn smellti af. þegar hann átti leið um Fálkagötuna fyrir stuttu. Sælgætisbréf, tómir sigarettu- pakkar, bréf utan af tyggi- gúmmii og fleira má sjá þarna, og helzt mætti ætla, að þetta væri sorptunna þeirra, sem verzla i sælgætis verzlun eða annarri siikri i nágrenninu. — EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.