Vísir - 26.10.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 26.10.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Föstudagur 26. október 1973. ÞURFUM VIÐ EKKI AÐ ATHUGA IÐGJÖLD AF NAUÐSYNLEGUM TRYGGINGUM VENJULEGRAR FJÖLSKYLDU ERU NÁLÆGT 47 ÞÚSUND KRÓNUM Á ÁRI. ERU TRYGGINGAMÁUN í LAGI HJÁ OKKUR? Árbæjarhverfinu eða Breiðholti. Ibúðin er fjögurra herbergja. Þau eiga bifreið,til dæmis Volkswagen tveggja til þriggja ára. Auðvitað skulda þau ennþá nokkurt fé, við getum imyndað okkur, að þau skuldi 1 milljón króna. Eiginmaðurinn er 31 árs gamall verzlunarmaður, sem fær laun eftir áttunda flokki i samningum verzlunarmanna. Eiginkonan er 29ára gömul, hún vinnur úti hluta úr degi. Tekjur fjölskylduhnar eru,fast- ar tekjur húsbóndans, 524 þús. á ári. Eignkonan fær 15.000 á mánuði samtals 180 þús. á ári, og svo fær eiginmaðurinn um það bil 100 þús. fyrir aukavinnu. Samtals gerir þetta rétt rúmar 800 þús- undir i árstekjur. Hvernig eru tryggingamálin hjá mér? Þarf ég að tryggja mig betur? Hvað verður, ef ég veikist eða slasast? Er afkoma fjölskyld- unnar tryggð, eða þarf þá að selja húsið og bilinn? Hvað gcri ég, ef konan veikist eöa fellur frá? Verður þá að leysa upp heimilið? Er ekki ógurlega dýrt að tryggja sig? Er það ekki þannig aö tryggingafélögin skjóti sér undan þvl aö greiða nokkuö, ef maöur lendir I vandræðum cða verður fyrir skaöa? Hvernig er eiginlega með þessi tryggingamál? Þetta og ýmsar aðrar spurningar koma vafalaust oft upp i huga fólks? Við könnuö- um málið og ætlum nú að segja frá ýmsu þvi, sem viö urðum visari. Tekinn var sá kostur að taka ákveðið dæmi. Dæmið er um tryggingamál fjölskyldu. Þetta er ósköp venjuleg fjölskylda: hjón með tvö börn, 5 og átta ára strák og stelpu. Þau er búin að koma sér fyrir I eigin ibúö, til dæmis I Þau hjón setjast niður eina kvöldstund, og það sem meðal annars ber á góma eru trygging- ar á innbúi og húsi. Eftir óveðrið á dögunum, sem olli miklu tjóni á ibúðum ýmissa nágranna þeirra, en hjónin okkar sluppu viö, er ekki óeðlilegt að þau hugleiði, hvernig þau stæðu, ef eitthvað slikt kæmi fyrir hjá þeim. Siðan spinnast umræðurnar áfram, og niðurstaða hjónanna er sú, að þau þurfi að athuga þetta nánar og gera siöan einhverjar ráðstafanir i samræmi við það. riiMiMi I SÍ-DAIM | Umsjón: Ólofur Geirsson Stór hluti trygginga- iðgjalda fellur í gjald- daga um þetta leyti árs. Ekki er þvi fjarri lagi að athuga tryggingamál fjöl- skyldunnar nánar og athuga, hvort breyta þurfi þar einhverju eða bæta við. Hvað ef íbóðin skemmist af vatni eða stóra róðan í stof- unni brotnar? Húseigendatrygging Nær allir stefna að þvi að eign- ast ibúð. Hjónin okkar eiga 112 fermetra ibúð i fjölbýlishúsi. Brunabótamat hennar er 2,5 milljónir króna. Samkvæmt lög- um er ibúðin brunatryggð, og er iðgjaldið af þessari ibúð og öörum sambærilegum 1.425 krónur. En það er aðeins brunatrygging, og ýmislegt annað getur komið fyrir. Hvað með tjón af vatni? Hvað ef rúöurnar brotna? Það er ekki neitt smáræði, sem stóra rúðan i stofunni kostaði. Þannig mætti telja áfram. Við athugun rekast þau á svo- kallaða húseigendatryggingu, tryggingarform, sem trygginga- félögin bjóða. 1 þeirri tryggingu eru sameinuð sjö af þeim atrið- um, sem tryggja má og við koma ibúðinni. Þar er vatnstjón innifalið, það er hvers konar tjón af völdum vatns, sem veröur á ibúðinni, sjálfri og orsakast af bilun á leiðslum eða að gleymzt hefur að loka fyrir krana. Allt brot á gleri i gluggum Ibúðarinnar er bætt, hvernig svo sem það orsakast og af hvers völdum það brotnar. Auðvitaö að þvi tilskildu, að ekki hafi verið um ásetning að ræða. í húseigendatryggingunni er einnig innifalin foktrygging. Hún bætir tjón, sem verður á ibúðinni vegna ofsaroks, eins og til dæmis varð fyrir nokkru. Ef skemmdir verða á þaki húss eða gluggum, þá er það bætt. Þeir, sem höfðu slika húseigendatryggingu og urðu fyrir skaða á húsum sinum i óveðrinu um daginn, fengu allan skaöann bættan frá trygginga- félagi sinu. Brottflutnings- og húsaleigu- trygging er einn hlutinn, og þar er átt við þann kostnað, sem verður vegna þess aö íjölskyldan þarf að flytja úr ibúðinni um tima vegna skemmda af eldi, vatni eða öðr- um bótaskyldum atvikum. Þá er greidd húsaleiga, allt að 15.000 krónum á mánuði og getur það veriö allt að sex mánaða timi. Einnig má nefna, að inni i hús- eigendatryggingunni er þjófnaðartrygging, sem bætir það tjón, sem verður á ibúöinni, ef brotizt er inn i hana. Sótfalls- trygging bætir tjón af ófyrir- sjáanlegu sótfalli, sem kemur úr löglegum kynditækjum, svo framarlega sem brunatryggingin bætir það ekki. Siöast má svo nefna ábyrgðar- tryggingu húseiganda. Hún bætir honum það tjón, sem hann verður fyrir, ef hann er bótaskyldur gagnvart þriðja aðila. Við getum hugsað okkur, aö pósturinn detti á tröppunum, sem gleymzt hefur að sópa af snjóinn, eða þakplata af húsinu fari á bifreíð annars manns. Ef eigandi ibúðarinnar telst bera ábyrgö á þessu og á að greiða bætur til viðkomandi, þá greiðir tryggingafélagið fyrir hann. Húseigendatrygging virðist i fljótu bragöi vera sú trygging, sem sameinar þá liði, sem eig- andi ibúðar þarf að tryggja vegna hennar. Einnig virðist vera hlut- fallslega ódýrast að taka hana i heilu lagi, en ekki einstaka liði i henni sérstaklega. Húseigendatrygging fyrir Ibúð þeirra hjóna kostar 4000 krónur. Innbú og eig- ur fjölskyld- unnar — hver borgar rúðuna, sem strákur- inn braut í nœsta húsi? Heimilistrygging Eignir og innbú fjölskyldunnar, sem er aö kanna tryggingamálin sin, þarf auövitað að tryggja. Þar hafa tryggingafélögin einnig komiö til móts við þarfir fólks og útbúið eina heildartrygg- ingu, sem tryggir tjón af margs konar orsökum i einu lagi. Þessi trygging er kölluð heimilistrygg- ing. Eins er með hana og hús- eigendatrygginguna, aö einnig er hægt að tryggja sig gegn einstök- Heimilistrygging og húseigendatrygging hefðu bœtt allan skaðann af ofsaveðrinu Athyglisvert er, að þeir hús- eigendur, sem bæði hafa hús- eigendatryggingu og heimilis- tryggingu hefðu fengið allan skaða, sem þeir hefðu orðið fyrir af völdum ofsaveðursins á dögun- um, bættan. Er þá bæði átt við skemmdir á eigin Ibúð eða hús- eign og skemmdir á innbúi og húsmunum. Einnig hefði tryggingarfélagið bætt skaða, sem til dæmis þakplötur af húsi fólks ollu á eignum annarra ef um bótaskyldu hefði verið að ræða. Þá hefði að visu orðið að vera sannað, að umrædd þak- plata hefði verið af þessu ákveðna húsi. 1 óveðrinu var auðvitað mjög erfitt að fullyrða neitt um slikt, þegar þakplötur fuku hingað og þangað, eins og i Breiðholtshverfunum. um tjónaorsökum, sem i henni eru, en það er yfirleitt hlutfalls- lega dýrara og þar sem allir liðir heimilistryggingarinnar eru nauðsynlegir, virðist hún hag- kvæmasta formið. Við gerum ráð fyrir þvi, að innbú og eigur fjölskyldunnar séu metnar á 1 milljón og þvi er tryggt gegn þvi hámarkstjóni. Það eru eignir allrar fjölskyld- unnar, sem tryggðar eru meö heimilistryggingunni. Það er eiginmaður, eiginkona, börn þeirra að 20ára aldri og þjónustu- fólk. Húsgögnin, heimilistækin, fatnaður, bækur, lin og allt annað persónulegt lausafé er tryggt gegn skaöa sem á þvi verður. Þetta er allt tryggt fyrir til dæmis eldsvoða, ef það skemmist af reyk eða sóti eða vatni við slökkvistörf, einnig ef það glatast við slikar aðstæður. Tjón af völd- um sprengingar, eldinga og flug- véla, sem hrapa, eru bætt. Ef hitakerfi Ibúðarinnar bilar og vatn eða olia skemmir út frá sér, bætir heimilistryggingin það. Ef vatn úr krönum, sem gleymzt hefurað skrúfa fyrir, eða vatn úr leiðslum, sem bilað hafa, veldur skaða á innbúi, er það einnig bætt af tryggingafélaginu. Snjóflóð, aurskriður eða fok, sem valda tjóni á innbúi, falla undir þessa tryggingu. Þeir, sem urðu fyrir skaða á innbúi sinu i óveðrinu, sem varð vegna felli- bylsins, sem gekk hér yfir á dög- unum, og voru með heimilis- tryggingu, fengu allt sitt tjón bætt frá tryggingafélagi sinu. , Einnig bætir heimilistryggingin tjón vegna sótfalls úr viður- kenndu eldstæði, vegna innbrots- þjófnaðar, vegna þjófnaðar úr einkabifreið, þó ekki meira en 15.000 krónur. Reiðhjólið og barnakerran er einnig tryggð, ef stolið verður, og skemmdir á farangri og munum utan heimilis allt að 50 þúsund krónum. Abyrgðartrygging er einnig innifalin i heimilistryggingunni. Þar er bætt það tjón, sem heimilisfólkið veldur öðrum óvið- komandi aðilum. Er þá einnig átt við börnin. Heimilistryggingin bætir til dæmis rúðuna i næsta húsi, sem 8 ára syni þeirra hjóna varð á að brjóta. Einnig má geta þess, að heimilistryggingin felur i sér örokubætur allt að 300 þúsund krónum, vegna slyss eða mænu- veikilömunar hjá eiginkonu og börnum. Þessi heimilistrygging kostar 2400 krónur. Verður að hugsa um bílinn, þó hann sé kannski ekki alveg einn af fjölskyldunni. Trygging bifreiðarinnar er auðvitað nauðsynleg, og reyndar er ábyrgðartrygging hennar skylda. Arsiðgjald vegna ábyrgðartryggingarinnar af Volkswagenbifreið, eins og við hugsum okkur að fjölskyldan eigi, er 9800 krónur, en ef hámarks- bónus er reiknaður, verður það 4900 krónur. Flestir taka siðan ökumanns- og farþegatryggingu og framrúðutryggingu, er þá upp- hæðin komin upp i 5670 krónur. Kaskótrygging bifreiðarinnar, sem bætir tjón á bifreiðinni sjálfri, ef ábyrgðartrygging ann- ars aðila bætir ekki það tjón, er algeng. Slik trygging með 10.000 króna sjálfsábyrgö, sem er mjög algengt, kostar 10.640 krónur. Ef um fullan bónus er að ræða, kost- ar kaskótryggingin 6384 krónur. Abyrgðar- og kaskótrygging bifreiðarinnar kostar þá samtals 12.054 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.