Vísir - 26.10.1973, Blaðsíða 12
12
Vfsir. Föstudagur 26. október 1973.
Geir R. Andersen:
Vormenn Islands og
barbarísminn í þjóðlífí
Skyldi nokkurri þjóð, sem telur
sig i hópi þeirra, er býr við sið-
menningu og sæmilega alþýðu-
menntun, hafa tekizt að varðveita
eins vel leifar af frumstæðum
venjum og fornum barbarisma og
hér finnast hjá þjóð með aðeins
um tvö hundruð þúsund ibúa?
Aðeins fátt skal tekið til með-
ferðar i þetta sinn, og þá einkum
það, sem mest er áberandi og til
mestrar vansæmdar, en um leið
til óbætanlegs tjóns fyrir ein-
staklkiga og þjóðina sem slika, og
myndi leiða til glötunar á þvi
sjálfstæði, sem hún hefur náð, ef
ekki ætti hún hauk i horni meðal
nokkurra vinveittra þjóða, sem
ávallt eru tilbúnar að hlaupa und-
ir bagga, þegar kallað er eftir.
Frumstæðar venjur i meðferð
áfengis, skemmdarfýsn og
virðingarleysi fyrir eignarrétti,
sameiginleg tilhneiging lands-
manna til skattsvika, tiðir
þjófnaðir og innbrot, árásir á fólk
á förnum vegi, að ógleymdri
„hlunnindastarfsemi” i opinber-
um rekstri, ásamt linkind i
refsingum, — allt eru þetta þætt-
ir, sem eru stærra vandamál hér-
lendis en annars staðar, vegna
hinnar lágu ibúatölu og óhag-
stæðs samanburðar við aðrar
þjóðir, sem telja ibúa sina i
milljónum eða tugum og jafnvel
hundruðum milljóna.
Það er t.d. óliklegt, að i nokkru
milljónaþjóðfélagi megi finna
fólk með drykkjuvenjur svipaðar
þeim, sem hér gerast um helgar á
þéttbýlissvæðunum i og við
Reykjavik og sem bezt má sjá,
þegar skemmtistaðir tæmast eft-
ir lokun. Þetta er einstök sjón fyr-
ir erlenda ferðamenn og eitt af
þvi markverðasta og skemmti-
legasta, sem ferðamenn geyma
sér til endurminningar um land
og þjóð, án þess að þekkja for-
sendur fyrir ástandinu.
Eitt sinn sagði viðförull og við-
þekktur ferðamaður islenzkur,
sem sat hið næsta erlendum hjón-
um i flugvél á leið héðan til út-
landa, eftir stutta heimsókn
þeirra hingað, að þegar hjónin
hefðu lýst fyrir sér kvöldgöngu
þeirra um höfuðborgina á föstu-
dagskvöldi i björtu sumarveðri
um það leyti, er fólk kom út úr
skemmtistöðum borgarinnar, og
spurt sig, hvort þetta væri svona
um hverja helgi eða e.t.v. hvert
kvöld. Sagðist hann hafa svarað
þvi til, ,,að þetta væri nú svona
rétt um hásumarið, meðan dagur
og nótt væru svo að segja jafn-
björt, væri nokkurs konar ham-
skipti eftir langan og dimman
vetur, en strax og jöfnuður væri
kominn á milli dags og nætur sæ-
ist varla drukkinn maður á ferli
utandyra og skemmtistaðir væru
hóflega sóttir, enda væri stærsti
hluti æskunnar við nám og hefði
enda ekki mikil auraráð, hvað þá
þeim væri eytt i áfengi, og annað
fólk væri yfirleitt mjög rólegt og
dagfarsgott, þótt áfengi væri um
hönd haft”. Þegar þessi islenzki
feröamaður var spurður að þvi
siðar af kunningja, hvers vegna
hann hefði valið einmitt þessa
skýringu sem svar til hjónanna,
þá svaraði hann: ,,Ja, hvað átti
ég að segja fólkinu, — gat ég
réttilega útskýrt sannleikann?”
Eitthvað þessu likt eða annað
svipað hafa margir íslendingar,
feröamenn eða gestgjafar, á tak-
teinum sem svör við forvitni er-
lendra gesta varðandi þá einstöðu
menningu, sem hér ræður rikjum
I vinmenningu og afleiðingar
hennar, þ.ám. um hina fáránlegu
sölustarfsemi, sem notuð er hér
af rikisvaldinu til dreifingar
áfengi til þegna sinna og er ein
stærsta meinloka og orsök of-
drykkju á landinu.
Skyldi nokkurs staðar i ibúa-
hverfi milljónaþjóðanna tiðkast
aö vinna skemmdarverk á mann-
virkjum og eignum fólks, og eig-
endur verða að þola skemmdir
bótalaust, þótt upp komist, vegna
þess að fólk undir lögaldri á i
hlut? 1 dagskrárþætti þeim, sem
Vestmannaeyingum hefur verið
úthlutaöur i útvarpinu, kom fram
fyrir nokkru, að rúður i mann-
lausum húsum i Eyjum hafa ver-
iö brotnar fyrir hundruð þúsunda
króna, eftir að viðgerð hafði farið
fram, einnig að „hirðusemi”
hefði verið mikil innandyra i
þessum húsum, eftir að tekizt
hafði að komast inn.
Fannst mörgum sem talað væri
um þessi skemmdarverk af meiri
tillitssemi en efni standa til, svo
sem þegar notað er orðið „hirðu-
semi” yfir hreinan þjófnað. En
það er ekki ótitt, þegar skýrt er
frá fréttum sem þessum i fjöl-
miðlum, að slegið er á léttari
strengi i frásögn af þessum at-
burðum og öðrum slikum. Það
var t.d. dæmigerð fréttin um
„hjónin”, sem höfðu gengið hús
úr húsi og látið greipar sópa um
eigur annarra, að um þau var
fjallað all-vinsamlega i orðalagi
og þau titt nefnd „hjúin” eða
„hjónakornin”. Enn má minnast
á einstaka hjáróma raddir, sem
birtast stundum i lesendabréfum
dagblaðanna, einkum frá kven-
fólki, sem lýsa fjálglega van-
þóknun sinni á birtingu nafna af-
brotamanna og telja það hina
mestu fjarstæðu og „slæmt fyrir
alla aöstandendur”. Sannleikur-
inn er hins vegar sá, að allt þetta
misindisfólk, sem gerist brotlegt
um þjófnaöi, rán, likamsárásir og
fleira af þvi taginu er glæpalýður,
sem á að meðhöndlast sem slikur
og á engan rétt á, að „aðstand-
endum” þessa lýðs, ef einhverjir
eru, sé hlift við mynd- eða nafn-
birtingu i refsingarskyni. Það er
staðreynd, aö eina refsingin, sem
þessi glæpalýður raunverulega
óttast, er nafn- og myndbirting,
og hana á að nota, hinn almenni
borgari á kröfu til þeirrar
refsingar. Miskabætur eða aörar
greiðslur fyrir spjöll á eignum
eða vegna likamsmeiðsla fást
hvort eð er aldrei.
Einhver góðborgarinn, sem að-
eða leirböðum. Glæpainnræti
næst hvorki út með gufu eða
gæluorðum, heldur með þvi einu,
að viðkomandi fái að borga skuld
sina við þjóðfélagið með viðeig-
andi refsingu. Skóla- og heilsu-
hælakenningin tiðkast heldur
hvergi i heiminum, nema ef vera
kynni i Sviþjóð, enda er ástandið
sennilega hvergi verra I þessum
efnum.
Afbrotamenn eiga að taka út
refsingu sina, og það strax við
alþýðu
Birtir dag-
skrá Kefla-
víkursjón-
varpsins á
islenzku.
Nýir
áskrifendur
eftir 10.
hvers
mánaðar fá
|alþyyj
blaðið sent ókeypis til mánaðamóta.
Alþýðublaðið: Blaðið, sem tekur
framförum.
Áskriftarsíminn er 8-66-66.
———aBa—
eins lætur nafns sins getið undir
skammstöfun i einu lesendabréf-
inu i dagblaöi fyrir skömmu,
skrifar af mikilli þörf fyrir að
koma afbrotamönnum „til
hjálpar” og segir, að mikið skorti
á skilning þeirra manna, sem vilji
nafnbirtingar afbrotamanna, og
það sé mikil skammsýni að halda
slikum skoðunum fram. Annað
ráð sé tiltækara og það er að
koma upp „skóla fyrir vandræða-
menn”, — „eins og i Sviþjóð”,
það þurfi að meðhöndla þessa
menn ,,á réttan hátt”, eins og i
Sviþjóð, aðferð Svia sé til fyrir-
myndar og hafi gefizt vel, og við
Islendingar ættum að gera slikt
hið sama. Svo mörg voru þau orð
góðborgarans i áðurnefndu les-
endabréfi. Enn annar góðborgar-
inn skrifar sama dag i öðru les-
endabréfi og er sömu skoðunar og
sá fyrrnefndi. Hann segir það
hrollvekjandi, að til skuli vera
menn með þær „saditiskar”
hugsanir að vilja koma á mynd-
og nafnbirtingu á afbrotamönn-
um og leggur til, að farið verði að
gera eitthvað raunhæft til að
hjálpa og lækna afbrotahneigð
manna, svo og þá menn, sem
koma fram með jafnlágkúrulegar
tillögur og þær að birta nöfn og
myndir afbrotamanna i fjölmiðl-
um.
Nei, hér liggur ekki sú lausn á
lausu, að hægt sé að setja á stofn
skóla eða eins konar „klinik” fyr-
ir afbrotamenn, nokkurs konar
heilsuhæli með ,,sauna”-böðum
fyrsta brot, — en að lokinni refs-
ingu, þegar viðkomandi er sleppt,
skal hann tekinn að nýju sem full-
gildur og nýtur meðlimur i þjóð-
félagið, þar sem hann hefur greitt
sina skuld.
En það er hér, sem þeir hinir
sömu og mest mæla með linkind i
refsingum við afbrotamenn, eru
hvað vandlætingarfyllstir i garð
fyrrverandi refsifanga og þykjast
menn að meiri fyrir að sniðganga
slika menn.Þaðfer þvi ekki alltaf
saman mærðarhjal ýmissa „góð-
borgara” um meðaumkun með
afbrotamönnum, sem næst i að
loknu afbroti, og raunhæf afstaða
þeirra til þessara manna að lok-
inni refsingu.
Annars er afstaða fólks hér-
lendis ákaflega reikandi og fálm-
kennd i þessum málum, og er það
enn sök mannfæðarinnar og
þeirra hröðu breytinga, sem orðið
hafa á þjóðfélagsháttum frá þvi
landið var enn ósnortið af nútima
tækni og framþróun. Afstaöan
mótast yfirleitt af slagorðinu
„allt fyrir alla strax — og allir
jafnir”.
Einn þátt þessara vandamála
má ekki sniðganga, þegar rætt er
um afbrot og upplausn i þjóð-
félaginu, og það er sú stefna, sem
virðist hafa heltekiö fólk, með riki
og bæjarfélög I broddi fylkingar
(fyrir tilstuðlan vinstri aflanna og
menntakerfisins), að ala upp ungt
fólk i allsherjar leiktækjum og
föndri frá bernsku, og siðar tóm-
stundaheimilum frá unglingsár-
um til fullorðinsára. Það eina
virðist vera takmarkið, að börn
og unglingar skuli „hafa eitthvað
við að vera”, eins og það er orðað.
Skóli, heimili og vinna ásamt
Iþróttum eða öðrum afþreyingar-
skemmtunum nægja ekki lengur.
Þetta þrennt ætti þó að vera
hverjum uppvaxandi ærið nóg
verkefni, ef þjóðfélagsástand
væri eðlilegt. En ástandið er bara
ekki eðlilegt hérlendis. Það er.
t.d. einstakt fyrirbæri hér, að
ungir menn skuli aldrei á lifsleið-
inni þurfa að inna neina skyldu af
hendi við land eða þjóð, eins og
alls staðar er raunin, i öllum öðr-
um löndum.
Það er barnaleg ályktun, sem
sumir stjórnmálamenn og þing-
menn hafa látið fara frá sér, að
hér skuli aldrei lögleiða her-
skyldu. Hver á að verja landið og
halda uppi friði lögbundins þjóð-
félags, ef þjóðin getur ekki skap-
aö lögbundinni stjórn valdatæki?
Þjóð sem ekki vill verja sig lendir
ávallti undirlægjustöðu hjá þeim,
sem tekur að sér varnir viðkom-
andi lands, og tómt mál er að tala
um brottför varnarliðs, án eigin
framlags I staðinn.
Einhver mikilvæeasta röksemd
fyrir mannfórnum I styrjöldum
og fjárframlögum til landvarna
er löngun allra heiðarlegra
manna til þess að verja heimili
sin, konur og börn fyrir ógnum
innrásarhernaðar. Þessi löngun
hefur litið gert vart við sig hjá ts-
lendingum, að þvi er varnir
snertir, þvi hinar engilsaxnesku
þjóðir hafa óumbeðið varið landið
og þjóðina áratugum saman. Sú
staðreynd, að ungir námsmenn
hérlendis, sérstaklega háskóla-
námsmenn, ásamt öllum þorra
vinstri manna úr röðum pólitisku
flokkanna, hafa leitazt við að
hindra i hvivetna allan stuðning
við landvarnarframkvæmdir, er
að vissu leyti afsakanleg, en allt
að einu fordæmanleg.
tslenzkum karlmönnum, ekki
siður en öðrum karlkyns verum
annars staðar, ber þvi skylda til
að verja sig og sina fyrir grimmd
og siðleysi styrjaldar, ef þeir eru
einhvers megnugir. Vegna mann-
fæðar geta islenzkir karlmenn
ekki hindrað innrás stórþjóðar
einir sins liðs, en i félagi við aðrar
stærri vinveittar þjóðir geta þeir
innt af höndum þessa frumstæðu
skyldu.
Þótt hið opinbera viðkvæði i
varnarmálum tslendinga hafi
verið og sé ennþá „vopnlaust
land, herlaust land, tslendingar
skulu aldrei bera vopn”, o.s.frv.
fer þvi fjarri, að almennur áhugi
sé ekki fyrir hendi um hermál,
striðsfréttir og allt er lýtur að
striðsrekstri. Það sýnir hinn
mikli áhugi, sem fólk sýnir hér nú
á fréttunum frá styrjöldinni milli
Araba og tsraelsmanna og þeim
vandlega undirbúnu frétta-
skýringaþáttum fjölmiðlanna um
þessa atburði, og svo var einnig
um fréttirnar frá Viet-Nam á
dögunum, frá Kóreu, að ekki sé
nú minnzt á áhugann og spenn-
inginn, sem rikti hér á árunum
meðan siðari heimsstyrjöldin
geisaði, varðandi fréttir frá
henni. Það væri þvi fjarri sanni
að segja, að tslendingar vildu
ekki fylgjast með, þótt þeir hins
vegar vilji ekki vera með, þegar
talað er um varnir eigin lands.
Það hljómar hjákátlega hjá
stjórnvöldum á þjóðhátiðardegi
að vitna i sifellu i Jón Sigurðsson,
meðan „unglingafjöldinn” og
„tslands fullorðnu synir” ganga
dauðadrukknir um göturnar, eta
pylsur og brjóta flöskur, en skirr-
ast við að taka „þegnskyldu-
vinnu”-hugmyndina upp i sölum
Alþingis, til þess að gefa þessum
ævarandi vopnlausu, ungu „vor-
mönnum tslands” tækifæri til
þess að verja land sitt og þjóð, ef
ekki með vopnum þá með ein-
hverjum þeim öðrum hætti, sem
nýtir starfskrafta, sem enn eru
ónýttir. tslenzkt þjóöfélag er
vissulega i upplausn innanfrá,
ofurselt fornum, stöðnuöum
barbarisma, og mun svo verða,
þar til þjóðinni hefur tekizt að
semja sig að háttum siðaðra
þjóða, m.a. með þvi að taka upp
þegnskylduvinnu i einhverri
mynd, einhvern hluta ævinnar,
eins og tiðkast með öðrum þjóö-
um hvarvetna, i staö þess að velt-
ast um götur og torg ósjálfbjarga
af vinneyzlu eða öðru eitri. Það
skyldi þó aldrei verða, að land-
helgisdeilan og varnarmálin ættu
eftiraðdraga „vormenn Islands”
fram i dagsljósið!